Morgunblaðið - 07.05.1982, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.05.1982, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982 25 óvissan hefur ríkt um hvort yrði sterkara lífið eða dauðinn. Fjölskyldubond okkar eru mjög sterk og þegar hlekkur brestur eigum við öll um sárt að binda, en þó Eiríkur bróðir, börn hans, tengdabörn og barnabörn hvað mest. Um leið og ég, kona mín, og aðr- ir í fjölskyldunni vottum Eiríki og hans fjölskyldu samhryggð, þökk- um við fyrir að hafa notið vin- skapar og samveru Kötu í nær 40 ár. En minningarnar eru um góða, duglega konu, sem hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum sem okkur öllum likaði við. Góður samfélagi, hugprúð, góð eiginkona, móðir og amma. Ég trúi því að annað líf sé eftir þetta jarðneska líf og Eiríkur og Kata megi hittast aftur og við öll sem samleið höfum átt. Ég bið Guð almáttugan að standa við hlið Eiríks og fjöl- skyldu hans og styrkja þau til að komast yfir þá erfiðleika sem sál- arlega knýja á á skilnaðarstundu. Gunnar Asgeirsson Katrín Oddsdóttir var fædd 17. mars 1923 og lést í Landspítalan- um 27. apríl 1982. Það fór fyrir mér eins og sjálf- sagt flestum, sem sjá á bak góðum vini, að mér fannmst ég ekki hafa rækt vináttuna við Kötu eins vel og vert var meðan enn var tími til, og þó hafa kynni okkar verið náin í fjölda ára. Um það leyti, sem við kynnt- umst, fluttum við báðar í nýbyggð hús okkar í sama hverfi, og þær voru margar ferðirnar, sem við hjón fórum upp á Selvogsgrunn til þeirra Kötu og Eiríks, og ekki var tilefnið alltaf mikið til að slá upp veislu á því heimili og ekkert til sparað til að gera gestum ánægju- lega stund. Fljótlega eftir að kynni okkar hófust, fórum við að ferðast saman um landið á sumr- in, ýmist með börnum okkar eða með fleiri góðum kunningjum, og stundum fjögur saman. Þessar ferðir urðu margar og skemmti- legar og gott að minnast þeirra, ekki síður fyrir dætur okkar en okkur hjónin, og ég er hrædd um, að ferðirnar hefðu orðið færri, ef þeirra hjóna, Kötu og Eiríks, hefði ekki notið við. Fyrir fáum árum fluttu þau í næsta hús við okkur, og þótt við Kata værum ekki daglegir gestir hvor hjá annarri, var gott að vita af henni hinum megin við götuna, og geta litið inn hvenær sem var og rabbað um daginn og veginn yfir góðum kaffisopa, maður hitti aldrei á hana öðru vísi en hressa og káta. Kata var ákafiega lánsöm kona í fjölskyldulífi sínu og var forsjón- inni þakklát fyrir það. Hún var manni sínum traustur lífsföru- nautur, og þau voru samhent í starfi og í leik. Hún átti miklu barnaláni að fagna og ekki hafa tengdabörn og barnabörn skyggt á fjölskyldugleðina. Hún var að mestu leyti heimavinnandi hús- móðir, en ekki ein af þeim, sem lét sér leiðast. Hún hafði yndi af að lesa og hlusta á tónlist, og hún var vinnusöm og hafði alltaf nóg að sýsla, því heimilið var í rauninni alltaf stórt þótt þau væru orðin tvö, þar sem fjölskyldu- og kunn- ingjahópurinn var fjölmennur. Það þurfti ekki að þekkja Kötu lengi til þess að finna hversu sterk kona hún var, og það kom ekki síst í ljós þetta síðasta ár, sem hún lifði. Með kjarki sínum gat hún leynt aðra því, hversu veik hún í rauninni var. Nú hefur þessi heild „Kata og Eiríkur", sem mér fannst órjúfanleg, samt sem áður verið rofin um sinn, og fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar vil ég þakka samfylgdina. Hanna Veiga Katrín Oddsdottir lézt 27. april sl. eftir um eins árs baráttu við skæðan sjúkdóm. Hún hélt fullum sálarstyrk til hinztu stundar og mun ekki hafa mælt æðruorð af vörum í þeirri raun. Heilsteypt skapgerð og andlegt þrek þessarar elskulegu konu fóru með sigur af hólmi í þeirri orrustu við efnið, sem allir hljóta að tapa að lokum. I löngu og nánu samstarfi við eftirlifandi eiginmann Katrínar, Eirík Ásgeirsson, gat ekki hjá því farið að ég kynntist húsmóðurinni á því heimili, sem oft varð starfs- vettvangur þegar mikið lá við. Kynni okkar eiga sér ekki áþreifanlegt upphaf í huga mín- um. I tímans rás þróuðust þau í trausta og fölskvalausa vináttu sem aldrei bar skugga á í blíðu né stríðu. Katrín varð gjarnan með nær- veru sinni sá trausti bakhjarl sem aldrei brást og hélt ætíð heiðríkju sinnar sálar í moldviðrum líðandi stundar. Ég dáðist oft að skarpri dómgreind hennar á hinum breytilegustu málum, og kom þar einnig fram réttsýni hennar og óbilandi heiðarleiki í hvívetna. Mætti ég sjálfsagt nú, þegar leiðir skiljast, iðrast margrar hvatvísi og flónsku minnar á liðn- um árum þótt aldrei léti Katrín mig gjalda slíks. Sáttfýsi og fyrir- gefning voru ríkir þættir í skap- höfn hennar. Um skeið naut ég þess munaðar að starfa með þeim Katrínu og Eiríki að gróðurvernd í Svartár- torfum við Hvítárvatn. Þar kynnt- ist ég ást hennar og umhyggju fyrir gróðurríkinu sem hún hlúði að og umgekkst af einstakri alúð og nærfærni sem og glöggt mátti sjá innan dyra og utan á heimili hennar. Hún var ein þeirra kvenna hverra grös gróa í hverju spori. Hlýtt bros Katrínar og hýrlegt viðmót yljar okkur, samferðafólki hennar, ekki lengur um hjarta. Góðar minningar verða þó ekki frá neinum teknar, þær eru sá fjársjóður sem ekki fyrnist. Ég votta eftirlifandi eiginmanni og börnum mína dýpstu samúð. Haraldur Þórðarson Fréttin um andlát Katrínar frænku minnar Oddsdóttur kom ekki á óvart. Svo lengi hafði hún háð erfitt stríð við miskunnar- lausan sjúkdóm, sem hlaut að sigra þrátt fyrir óvenjumikla hugprýði og sterkan lífsvilja sjúklingsins. En sár var fréttin. Sárt er að sjá á eftir svo góðri, hreinlyndri og mikilhæfri konu, sem með vingjarnlegum, glaðlynd- um og aðlaðandi persónuleika sín- um var vön að varpa hressandi og jafnframt hlýlegum blæ á um- hverfi sitt. Sérstakt yndi hafði hún af að taka vel á móti gestum á fögru heimili þeirra hjóna hér í borg og í sumarbústaðnum við Hafravatn. Katrín var dóttir hjónanna Sig- ríðar Halldórsdóttur Högnasonar og Odds Björnssonar stýrimanns, síðar afgreiðslumanns, Hann- essonar formanns á Akranesi. Einn af forfeðrum Katrínar í móð- urætt var Magnús alþm. Andrés- son frá Syðra-Langholti. Að loknu prófi úr Verzlunarskóla íslands vann Katrín í nokkur ár á Rann- sóknarstofu Háskólans við Bar- ónstíg þar til hún giftist eftirlif- andi manni sínum, Eiríki Ás- geirssyni, sem síðar gerðist skrifstofustjóri nýstofnaðs borg- arlæknisembættis áður en hann varð forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur. Eignuðust þau fjög- ur börn. Katrín var einstaklega mynd- arleg húsmóðir og hún var manni sínum ómetanleg stoð í erilsömu og umfangsmiklu starfi hans, enda var mjög kært með þeim hjónum. Þau áttu miklu barnaláni að fagna, og hún var umhyggju- samur uppalandi barna þeirra, sem öll hlutu ágæta menntun, góða maka og mannvænleg börn. Katrín var því gæfusöm kona og þakklát fyrir hamingjusamt og ríkt líf, — sem hún og allir aðrir, sem til þekktu, hefðu kosið að yrði langtum lengra. Eiríki, vini okkar, og fjölskyldu hans sendum við hjónin hlýjar samúðarkveðjur. Jón Sigurðsson Katrín Oddsdóttir fæddist á Akureyri 17. mars 1923 og var því nýorðin 59 ára er hún lést, þann 27. f.m. Að Katrínu stóð sterkur ætt- meiður. Móðir hennar var Sigríður Halldórsdóttir, glæsileg kona, sem verður eftirminnileg öllum er henni kynntust. Faðir hennar var Oddur Björnsson stýrimaður, síð- ar starfsmaður í Bókaforlagi ísa- foldar, en á seinni hluta ævinnar sneri hann sér að bókaútgáfu og umsýslu um bókasafn sitt. Katrín var því alin upp á menningar- og höfðingsheimili, var það því ekki lítill heimanmundur sem hún fór með úr foreldrahúsum. í september 1945 giftist Katrín eftirlifandi manni sínum, Eiríki Ásgeirssyni, en fimm árum áður hafði hún lokið prófi frá Verslun- arskóla íslands, en var við störf hjá Rannsóknarstofu Háskólans er þau giftust. Katrín var gæfumanneskja. Hún bjó alla tíð í góðu hjónabandi og lifði að sjá öll börn sín vaxa úr grasi, ljúka námi, stofna heimili og eignast afkomendur. Börn þeirra Katrínar og Eiríks eru: Oddur, líffræðingur, kvæntur Katrínu Finnbogadóttur, eiga þau eina dóttur. Hildur, kennari, gift Magnúsi Péturssyni, eiga þau tvo syni og eina dóttur. Halldór, land- fræðingur, kvæntur Svanlaugu Vilhjálmsdóttur og eiga þau einn son. Ásgeir, rekstrarhagfræðing- ur, kvæntur Kristrúnu Davíðs- dóttur, eiga þau einn son. Kunningsskapur fjölskyldna okkar varð með þeim hætti, að 1954 var okkur úthlutað bygg- ingarlóðum sitt hvoru megin við sömu götu, að Selvogsgrunni. Það var ekki um „ást við fyrstu sýn“ að ræða, heldur dafnaði kunnings- skapurinn í gegnum árin, þar til vináttubönd bundust, sem styrkst hafa alla tíð síðan, ekki síst vegna fjölda sameiginlegra áhugamála, ferðalaga og æ nánari samskipta. Katrín valdi sér það hlutskipti var vera heimavinnandi húsmóðir, þótt hún hefði bæði menntun og reynslu til að halda áfram störf- um utan heimilisins. Betur væri ef fleiri konur hefðu tækifæri til og áhuga á að velja sér það hlutskipti á meðan börnin eru að vaxa úr grasi. Hvers virði er það ekki fyrir börn og unglinga að koma heim að heitum mat á öllum tíma dags og geta fengið mömmu til að líta yfir námsefnið með sér þegar á þarf að halda. Enda er það svo að gjarnan er uppskeran eins og til var sáð, og að því leyti má endurtaka að Katr- ín var gæfumanneskja, því sann- arlega sá hún ávöxt verka sinna áður en hún varð öll. Mér hefur lengi verið ljóst hvert öfugmæli það er þegar sagt er að við karlmennirnir séum hið sterka kyn. Þessa kenningu sannaði Katrín Oddsdóttir svo sannarlega í sinni æðrulausu og karlmann- legu baráttu við sjúkdóm sinn. Einnig þá eftir að baráttan virtist vonlaus var aldrei að sjá að henni væri brugðið, og umræður um sjúkdómsmeðferð og annað voru á þann veg, að manni fannst með ólíkindum að hún væri aðili sá er um var rætt. Ég bið Guð að blessa minningu þessarar merku konu og veita að- standendum styrk í þeirra sorg. Karl Eiriksson Katrin Oddsdóttir, tengdamóðir mín, lést í Landspítalanum 27. apríl sl. eftir langa og stranga ' Sparið ' margfalt!!! m I ^ 1 Saumið tískufötin sjálf. .1 Strauþjál bómullarefni. Yf- I ir 600 litir og munstur. I Virku-gæði (lágmark 78 I þræðir á 1"). I VIRKA Klapparstiq 25—27 simi 24747 sjúkdómslegu. Glíma lífs og dauða stóð frá því í gróandanum fyrir ári þar til nú er naprir norðanvindar blása og fjötra mannlíf og gróður í viðjar. Fædd var Katrín 1923 á Akra- nesi, komin af sjómannshjónum. Ung fluttist hún til Reykjavíkur og bjó þar æ síðan. Ég eftirlæt vinum og tengdafólki Katrínar að rekja ætt hennar þó svo ættar- tengsl hafi oft orðið tilefni langra samræðna okkar í milli. Öðrum þræði er ástæðan sú að að lang- feðratali eru við skyldmenni; hún komin út af Kristínu Andrésdótt- ur og ég út af bróður Kristínar, kóngsins lausamanninum Sig- mundi, sem festi ráð sitt norðan heiða. Öllum mönnum er gefin skap- höfn, mismunandi þó. Þrátt fyrir dulinn hug auðkenndist allt við- mót Katrínar af næmleik og nær- færni en fastmótaðri afstöðu til þeirra hluta, sem afstöðu kröfð- ust. Nærgætni hennar hvort held- ur í hlut átti barnsungi eða gróð- ursproti er til eftirbreytni. Hvað dregur mann að manni ef ekki þessir eiginleikar? Þroska þess sambands sem komst á milli tengdamóður minn- ar og mín hygg ég að mörgu leyti sérstæðan. Líkast til hefur hún kennt mér meiri speki um órann- sakanlega vegi, fyrst lífsins og síð- ar dauðans, en lærð verður af þykkum bókum; ýmist með orðum eða þöglum gjörðum. Lífskenning Katrínar birtist mér þannig að hún taldi tilveruna í flestum sín- um myndum dásamlega gefi menn sér tóm til íhugunar um það lista- verk sem við sjálf myndum og hrærumst í. Staðreyndum tilver- unnar, hvort heldur um líf eða dauða er að tefla, tók hún af yfir- vegun og raunsæi. Trygg tengsl móður og barns felast m.a. í skilningi móður jafnt á gleði barns sem sorg, hluttekt í dægurflugu sem alvarlegu máli og ekki síst þeim eiginleika að geta veitt umhverfinu þá öryggiskennd sem viðkvæmar sálir þurfa. Við- mót Katrinar til barna sinna ein- kenndist rikulega af þessum dyggðum. Barnabörnin fara mik- ils á mis að þeim skuli ekki auðn- ast að vaxa úr grasi og þroska það samband sem ríkti milli barns og ömmu. Gróður jarðarinnar, ekki síður en börn og vinir, nutu umhyggju, nærgætni og kærleiksþels Katrín- ar. Það er þessu landi eiginlegt að búa gróðrinum hrjúfan og magran jarðveg. Fræ í mold, blóm og hríslur, sem sáð hefur verið í gróð- urvin við Hafravatn í útjaðri skarkala heimsins hafa vaxið og styrkst. Með eljusemi og vand- virkni garðyrkjumannsins hefur Katrínu og Eiríki tekist að rækta tré og runna til nokkurs þroska ekki síður en mannlífið umhverfis sig. Fráfall Katrínar Oddsdóttur er sár missir fyrir ástvini. Hennar mestu og bestu mannkostir, sem birtust án mælgi og framgirni, verða öllum, sem Katrínu þekktu, ævarandi minnisvarði um góða og göfuglynda konu. Magnús Pétursson I* RHD G •33« &st ERMETO háþrýstirör og tengi Atlashf Ármúla 7. - Sími 26755. IVislhólf 493 - Reykjavík. Stýrisvélar Wagner-stýrisvélar og sjálfstýringar fyrir smábáta. Hagstætt verö. Atlas hf - SÍMI 26755 ÆTLIÐ ÞÉR AÐ KAUPA IGNIS CONCORD KÆLISKÁP ? TILBOÐSVERÐ Vegna magninnkaupa get- um viö boðið 310 It. kæli- skáp á tækifærisveröi: nú 6.500.- Sérstaklega sparneytinn meö polyurethane einangr- un. Hljóölátur, öruggur, stl.l- hreinn. Möguleiki á vinstri og hægri opnun. Gott fernu- pláss. Hægt aö skipta um lit aö framan. Algjörlega sjálfvirk af- þýöing. Góöir greiösluskilmálar. RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 8 v/Austurvöll S.19294 og 26660

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.