Morgunblaðið - 07.05.1982, Side 30

Morgunblaðið - 07.05.1982, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■» „Verðum að marka stefnu varðandi erlenda leikmenn“ — segir Júlíus Hafstein, formaöur HSÍ IÞROTTA- SKÓR TRAININQ Verð kr. 405.- AVU8/CARRERA Verð kr. 450.- ORION Verð kr. 381.- JOGGING- SKÓR Margar geröir * ÍJ A CmuF Glæsibæ, simi 82922. Meistarar Vals MBL. HEFUR birt myndir af ís- landsmeisturum í handknattleik i öllum flokkum. Kin myndbirting var þó eftir af meisturum fvrsta flokks karla. I'aö var harðskeytt lið Vals í þeim flokki sem sigraöi. Liðið sem skipað er kunnum görpum úr hand- knattleik hér á árum áður vann KK í úrslitaleik með 10 mörkum gegn 12. Liðið skipuðu eftirtaldir leikmenn: Fremri röð: Hermann Gunn- arsson, Á);úst Ögmundsson, Berg- ur Guðnason fyrirliði, Garðar Kjartansson, Gunnsteinn Skúla- son og Bjarni Jónsson. Aftari röð: Þorsteinn Einarsson fram- kvæmdastjóri liðsins, Vilhjálmur Kjartansson, Gísli Blöndal, Stefán Gunnarsson, Gunnar Ari Gunn- arsson og Pétur Guðmundsson þjálfari og liðsstjóri. Á myndina vantar Jón Breiðfjörð. Handknalllelkur __________________✓ „l'ETTA verður eitt stærsta málið á þinginu," sagði Júlíus Hafstein, formaður HSI, i samtali við Mbl. í gær, er hann var inntur eftir því hvort ekki yrði mörkuð stefna varð- andi erlenda leikmenn í íslenskum handknattleiksliöum, en KA á Akur- eyri hyggst tefla fram þremur dönsk- um leikmönnum í liði sínu á næsta keppnistímabili. „Það er stefna úti í heimi, að takmarka fjölda erlendra leik- manna í hverju liði, yfirleitt er miðað við 1 — 2. Ymsar hugmyndir hafa verið á kreiki um lausn þessa máls, m.a. að binda erlenda leik- menn 6 mánaða búsetuskyldu hér á landi áður en þeir yrðu löglegir með íslensku félagi. Hingað til hefur HSI samþykkt að erlendir leikmenn yrðu löglegir eftir einn mánuð frá tilkynningu félaga- skipta. En þar sem fjöldi þessara leikmanna virðist ætla að fara vaxandi þarf að marka stefnu. Stjórn HSÍ mun bera fram tillögu í því skyni á ársþinginu 14.—15. maí, þar er gert ráð fyrir því að fjöldi eriendra leikmanna verði bundinn við einn og félagaskipti verði að tilkynna fyrir 1. júlí ár hvert. Hvort þessi tillaga verður samþykkt eða ekki veit ég ekki, en ég tel a.m.k. af og frá að sam- þykkja einhverja átthagaafjötra á Rússneskur sigur menn, einhvers konar búsetu- skyldu. Við erum jú einu sinni áhugamenn um handknattleik," sagði Júlíus að lokum. Hver niðurstaðan verður í þessu máli er ekki gott að segja, hins vegar virðist ljóst að stefna verður mörkuð og eftir það verður von- andi ekki hægt að hringla með þetta mál. — gg- Kristinn með tvö mörk KRISTINN Björnsson, knattspyrnu- kappi úr Val og síöan ÍA, byrjaði keppnistímabilið vel með sínu nýja félagi í Noregi, 2. deildar liðinu Kvik. Kristinn varð sem kunnugt er Noregsmeistari með Vaalerengen í fyrra. Kvik lék sinn fyrsta leik í 2. deild um síðustu helgi og sigraöi Raufoss 6—1 á útivelli. Staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Kvik, en í síðari hálfleik fóru leikmenn liðsins hamförum og ekki sístur var Krist- inn, sem skoraði annað og fimmta mark liðsins. Knattspypna 1 NIVI lögreglumanna í handknattleik fer fram hér á landi RÚSSAR sigruðu Austur-Þjóðverja 1—0 í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Moskvu í fyrrakvöld. Flaggakeppni á Korpúlfsstöðum GR HELDUR aðra keppni sína á þessu sumri á morgun, en þá verður flaggakeppni á Korpúlfsstaðavelli. Ræsing keppenda hefst klukkan 10.00 og lýkur klukkan 14.00. Sá vinnur þcssa keppni sem nýtir for- gjöf sína best og kemst þar með lengst með sitt flagg. Leikið verður eftir vetrarreglum og gefin há- marksforgjöf 30. Fá keppendur -Vj af sinni forgjöf. Leikurinn var liður i undirbúningi Rússa fyrir lokakeppni HM: Aðeins 39.000 áhorfendur (völl- urinn rúmar 105.000) fylgdust með leiknum sem þótti slakur. Rúss- arnir þó sýnu betri aðilinn og það var Shengelia sem skoraði sigur- markið. Hann átti auk þess þrumuskot í þverslá og þótti lang besti leikmaður sovéska liðsins. Þetta var 8. mark hans í 15 lands- leikjum. Knattspyrna ] Norðurlandamót lögreglumanna í handknattleik verður haldið hér á landi á fóstudaginn og laugardaginn, leikir mótsins fara fram í Laugar- dalshöllinni. íslenska liðið skipa ýmsir kunnir leikmenn úr íslenska handknattleiksheiminum. Liðið skipa eftirtaldir leikmenn: Ellert Vigfússon Jónas H. Þorgeirsson Frosti Sæmundsson Guðmundur Baldursson Gunnlaugur KR. Jónsson Haukur Ásmundsson Hörður Harðarson Jakob Þórarinsson Kristján Hilmarsson SINDRA V/ STALHF Fyrirliggjandi í birgðastöð PRÓFÍLPÍPUR □CZU □ □ 1=1 □ □ CZJ □ c=n 1=3 □ □ CZJ: Fjölmargir sverleikar. Borgartúni 31 sími27222 Rúnar Sigurðsson Steinar Birgisson Steindór Gunnarsson Hörður Sigurðsson Björgvin Björgvinsson Jakob Gunnarsson Óskar Bjartmarz Kunnastir eru Steindór hjá Val, Björgvin hjá Fram, Steinar, Hörð- ur og Ellert hjá Víkingi. Þá leikur Gunnlaugur með 1. deildar liði Stjörnunnar í Garðabæ. Fyrsti leikurinn fer fram klukk- an 9.30 í fyrramálið, þá leika ís- land og Noregur. Klukkan 10.45 mætast Svíþjóð og Finnland. Klukkan 15.00 eigast við ísland og Svíþjóð og strax á eftir Noregur og Danmörk. Á laugardagsmorg- uninn klukkan 9.30 heldur mótið síðan áfram og hefst þá með leik Islands og Danmerkur og síðan viðureign Noregs og Svíþjóðar. Klukkan 12.00 hefst síðan sam- kvæmt dagskrá afhending verð- launa. Hjólað af krafti FYRSTA hjólreiðakeppni árs- ins fór fram í Keflavík um helgina, og var hart barist um sigurinn. Keppnin fór fram á vegum líkamsræktarinnar Atl- as í Keflavík, sem gaf veglega eignarbikara. Hjólaður var svokallaður Sandgerðishringur, en það er um 25 km vegalengd. Tóku 16 hjólreiðamenn þátt í keppninni. I karlaflokki sigraði Einar Jóhannsson eftir harða keppni við Elvar Erlingsson. Hjólaði Einar á 41:28,42 mín- útum, en Elvar á 41:29,99 mín. I unglingaflokki sigraði Sigurjón Halldórsson á 43:40,00 mín., annar varð Hilmar Skúlason á 45:23,28 mín. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.