Morgunblaðið - 07.05.1982, Síða 32

Morgunblaðið - 07.05.1982, Síða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982 Lán til fiskvinnslunnar úr Fiskveidasjóði: Engin ný lán greidd í ár — Upphæð lánsfjárloforða um 65 milljónir kr. MIKII.I, Tjár.skortur gtrir þaá art verk- um art Fi.skveiAasjóAur (jetur ekki Ixiryart út þau lán, sem undir venju- l<mim kringumstærtum hefrtu komirt til ureirtslu á þessu ári. „Oll lánsrjárloTorrt á þessu ári til fiskvinnslunnar eru mert þeim fyrlr- vara, art ekki verrti hægt art (jreirta þau út á þessu ári, erta í þart fyrsta undir lok ársins," sagrti Svavar Armannsson, skrirstofustjóri Fiskveirtasjórts, í sam- tali virt Mbl. „Astæðan fyrir þessu er einfald- lejra sú, að lausafjárstaða okkar er mun verri í ár, en við höfðum gert okkur vonir um og til þess eru eink- um þrjár ástæður. Fyrir það fyrsta var greiðsluflæðið á síðasta ári mun hægara, en við höfðum gert okkur vonir um, og lausafjárstaðan í árs- lok því verri en efni stóðu til. Önnur ástæðan er sú, að við fengum minni lán, en við höfðum óskað eftir og þriðja ástæðan er sú, ríkisframlagið er skorið nokkru meira niður, en áð- ur hefur verið," sagði Svavar enn- fremur. Aðspurður sagði Svavar, að upp- hæð þeirra lána, sem um ræddi væri um 65 milljónir króna. Svavar sagðist ekki sjá nein teikn á lofti um betri tíð í þessum efnum. Mbt: Kmilía Björe Björnsdóttir. I'art var grannt fylgst með umrærtum um álmálið utan dagskrár á Alþingi í gær. f hliðarsölum og á þingpöllum mátti sjá marga helstu ráðgjafa iðnaðarráðherra í þessu máli. Lengst til hægri á myndinni er aðalráðgjafi ráðherrans, Ingi K. Helgason, forstjóri, en hann tók þátt í viðræðunum i gær og fyrradag. Við hlið hans situr l'röstur Olafsson, aðstoðarmaður fjármálarártherra, Kagnars Arnalds. í ráðherrastólum sitja þeir tveir ráðherrar sem hvað mest komu við sögu í umræðunum, Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, og Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra. Álviðræðurnar fóru út um þúftir í gærdag — Iðnaðarráðherra án umboðs frá ríkisstjórn — „Sviksamlegt athæfi“ ekki lengur til umræðu VIÐRÆÐUFUNDI fulltrúa Alu- suisse og iðnaðarráöherra lauk laust eftir hádegi í gær án niður- stöðu. Iðnaðarráðherra lagði fram málamiðlunartillögu um lausn deilumála, þar sem krafist var hækkunar raforkuverðs hið fyrsta og lagt til að vísa deilunni í gerð. Alusuisse lýsti því yfir að fyrst yrði að ganga frá ásökun- armálefnunum, síðan væri Al- usuisse reiðubúið að ræða þau atriði, sem ráðherrann hefði bor- ið fram, svo sem hækkun rafor- kuverðs, eignaraöild Islands og endurskoðun á samningum. Að- ilar skildu án þess að ákvörðun væri tekin um annan fund eða frekari viðræður. Geir Hall- grímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins og Kjartan Jóhannss- on formaður Alþýðuflokks fóru í fyrrakvöld fram á umræður utan dagskrár á Alþingi um þetta mál. Umræður þessar fóru fram síðdegis í gær og var þar hart deilt á iðnaðarráðherra fyrir framgang hans allan í þessu máli. I umræðunum á Alþingi spurðu Geir Hallgrímsson og Kjartan Jó- hannsson m.a. hvernig staðið hefði verið að undirbúningi þessa viðræðufundar og einnig spurðu þeir forsætis- og samgönguráð- herra sem sæti eiga ásamt iðnað- arráðherra í ráðherranefnd sem falið var að annast þetta mál, hvort þeir teldu að Alusuisse hefði framið sviksamlegt athæfi, en því Um byggð á Rauðavatnssvæðinu: Stærstu mistök í skipu- lagsmálum á þessari öld — sagöi Ólafur B. Thors á borgarstjórnarfundi í gær HAKÐAK umræður urrtu í borgar- stjórn Keykjavíkur í gærkvöldi, þeg- ar rætt var um skipulagsmál. Ólafur B. Thors, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, sagói, að afskipti vinstri meirihlutans i borgarstjórn yrðu lengi í minnum höfð, því að síðasta kjörtímabil hefði verið tími hinna glötuðu tækifæra i skipulagsmálum Keykjavíkur. Sagði Olafur, að yrði framtíðarbyggð höfuðborgarinnar á Kauðavatnssvæðinu, væru það stærstu skipulagsmistök, sem gerð hefðu verið á þessari öld. Klin l’álmadóttir (S) hóf þessar umræður með því að benda á, að aðeins 50—60 m væru á milli sprungna fyrir norðan Kauðavatn. Ólafur B. Thors sagði, að í meiri- hlutatið sjálfstæðismanna hefði verið komist að þeirri niðurstöðu, að Rauðavatnssvæðið væri svo slæmur kostur, að það hefði ekki verið tilgreint sem byggingar- svæði. Benti Ólafur á, að þá hefðu Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur verið sammála um þessa afstöðu. Hins vegar réðu ekki hefðbundin skipu- lagssjónarmið hjá alþýðubanda- lagsmönnum og kæmi það gleggst fram í ákvörðuninni um Rauða- vatnsbyggðina. Davírt Oddsson (S) sagði, að í kosningunum 22. maí væri síðasta tækifærið fyrir borgarbúa að koma í veg fyrir skipulagsmistök vinstri manna með því að hafna þeim, sem vildu framtíðarbyggð á Rauðavatnsheiðum. Hann sagði, að ýmsir vinstri manna væru greinilega komnir á flótta frá Rauðavatni, til dæmis framsókn- armaðurinn Kristján Benedikts- son, sem sagt hefði í blaðaviðtali, að lítill vandi væri að hverfa frá sprungusvæðinu niður að strönd- inni, eins og sjálfstæðismenn vilja að gert verði. Kristján BenedikLsson sagði þó á fundinum, að ekkert hefði komið fram, sem ylli því, að hætta bæri við Rauðavatnsskipulagið. Albert Guðmund.sson (S) beindi þeirri spurningu til borgarstjóra, hver hefði orðið niðurstaða í við- ræðum hans við ríkisvaldið, eig- anda Keldnalands, um eignarhald á landi umhverfis Keldur vegna framtíðarbyggðar Reykjavíkur. Egill Skúli Ingibergsson sagði, að hann og aðrir embættismenn borgarinnar hefðu lagt tll, að landið yrði tekið eignarnámi. Al- bert Guðmundsson og Davíð Oddsson minntu á, að vinstri meirihlutinn hefði hafnað þessari tillögu borgarstjóra meðal annars með atkvæði Kristjáns Bene- diktssonar. hefur verið haldið fram eftir að iðnaðarráðherra gaf yfirlýsingar um svonefnda „hækkun í hafi“. I svörum ráðherranna kom fram, að ekkert samráð hafði ver- ið haft við þá fyrir þennan fund. Steingrímur Hermannsson sam- gönguráðherra og Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra lýstu því báðir yfir, að þeir hefðu fyrst fengið afrit af málamiðlunartil- lögum Hjörleifs í gær, en tillög- urnar lagði ráðherrann á borð fyrir fulltrúa Alusuisse í fyrra- kvöld. Geir og Kjartan sögðu allan undirbúning af hálfu iðnaðarráð- herra vítaverðan. Hann hefði ekki haft neitt samráð um þetta mik- ilvæga mál allt frá því í marzmán- uði, hvorki við samráðsnefnd, ráðherranefnd né ríkisstjórn. Geir sagði þetta enn eitt dæmið um að Alþýðubandalagið virtist ráða öllu í ríkisstjórninni, og aðrir ráðherr- ar létu sér vel líka. Gunnar Thoroddsen og Stein- grímur Hermannsson lýstu því báðir yfir að þeir teldu ekki um sviksamlegt athæfi að ræða af hálfu Alusuisse og Hjörleifur Guttormsson sagði málflutning ríkisstjórnarinnar ekki byggjast á því. Inn í umræðurnar fléttuðust blaðaskrif og ummæli iðnaðar- ráðherra um hugsanleg kaup ís- lenzka ríkisins á hluta eða meiri- hluta íslenzka álversins. Sýndist þar sitt hverjum, en þeir sem deildu harðast á iðnaðarráðherra vegna þess sögðu það vítavert að svo stórt mái sem kaup á hluta og jafnvel meirihluta verksmiðjunn- ar væru lögð fram sem viðræðu- grundvöllur við Alusuisse áður en fyrir lægi vilji þjóðarinnar hvað slíka fjárfestingu varðaði, en margir þeir sem tóku til máls töldu hana mjög svo óarðbæra. Sjá yfirlýsingar frá Alusuis.se og iðnartarrártuneyti á mirtopnu og frásögn af umrærtum á Alþingi í gær á bls. 18 og 19.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.