Morgunblaðið - 11.05.1982, Side 12

Morgunblaðið - 11.05.1982, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982 Ný stórátök í íþróttamálum eftirJúlíus Hafstcin Fjölmennustu samtök ein- staklinga í Reykjavík eru íþróttafélögin. Skilningur borg- aryfirvalda á starfi þeirra að æskulýðs- og menningarmálum hefur oftast verið góður, og fyrst og fremst falist í því að hlúa að aðstöðu til íþróttaiðkana, bæta hana og laga að þörfum íþrótta- fólks. Þetta hefur íþróttafólk kunnað að meta og þakkað fyrir sig með auknu starfi og þá sér- staklega gert yngra fólki kleift í ríkara mæli að stunda sín áhugamál við viðunandi aðstæð- ur. í þessari umræðu hefur það sjaldan borið á góma, að það eru fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem taka ákvörðun um það í hvaða íþróttamannvirki skuli ráðist á hverjum tíma. Það kost- ar mikla fjármuni að byggja slik mannvirki og það fé, sem beint er inn á þessa braut, verður að nýtast almenningi og íþrótta- fólki sem allra best. í þessu sam- bandi er eftirtektarvert að bera saman stefnur stjórnmála- flokka, þegar þeir koma hug- myndum sínum á framfæri og í hvað þeir vilja ráðast á hverjum tíma. Júlíus Hafstein Hlutskipti framsóknarmanna I tíð núverandi meirihluta- samstarfs vinstri flokkanna í Reykjavík hefur Framsóknar- flokkurinn verið hið leiðandi afl um íþróttamál. Þegar það varð ljóst eftir kosningarnar 1978, var ekki ástæða fyrir áhuga- menn og konur á þessum vett- vangi að vera svo mjög uggandi um sinn hag. Stór orð og fögur fyrirheit Framsóknarflokksins í þessum efnum vorið 1978 voru öll á þann veg. í bæklingnum „Borgin okkar“, sem Framsókn- arflokkurinn gaf út fyrir kosn- ingar segir m.a. í kaflanum um íþróttir: Að lagt verði gervigras á Laugardalsvöll, hrundið verið í framkvæmd hugmyndum um yf- irbyggt skautasvell (skautahöll), hætt verði að taka leigugjöld af íþróttafélögum fyrir afnot af íþróttasölum, íþróttamannvirkj- unum í Laugardal verði komið í endanlegt horf, hafnar verði framkvæmdir við byggingu bað- og búningsherbergja við sund- laugarnar í Laugardal o.fl. o.fl. Af þessum fimm atriðum, sem voru megin styrkurinn í stefnu Framsóknarflokksins 1978, hef- ur aðeins eitt atriði komist af stað, en fyrir nokkrum mánuð- um var hafist handa við bygg- ingu bað- og búningsherbergja við Laugardalslaugina sem er enn stutt á veg komin. Þetta eru „afrekin" og efndirnar. Þjóðvilj- inn var í sama farvegi í miðjum maímánuði 1978 og sagði m.a. að skautahöll skyldi reist á næstu fjórum árum, þ.e.a.s. ef Alþýðu- bandalagið fengi að ráða ferð- inni. Hvar skyldi skautahöllin hans Sigurjóns Péturssonar vera niðurkomin nú? Það er því ljóst að lítið sem ekkert hefur gerst á þessum vettvangi, sem er í sannleika sagt raunalegt miðað við þá markvissu uppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir á árunum þar á undan. Stefna sjálfstæðismanna Ekki verður hér frekar fjölyrt um liðna tíð, þó rík ástæða sé til, heldur bent á það sem framund- an er og það sem Sjálfstæðis- flokkurinn mun gera fái hann Skautaðfráþví (Pjóöviljinn 13/51978) Skautahöll átti aö byggja á næstu fjórum árum. Þetta var sagt 1978 og ekkert skafið utan at hlutunum. Sagt var beinlfnis að skautaholiína ÆTTI að byggja. Frá þessu hafa vínstri menn skautað því nú er ekki lengra komið en svo að búið er að velja höllinní stað. Állt hítf er eftir. „Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn beita sér fyrir auknum stuðningi við íþróttafé- lögin í borginni og leggja áherslu á að gera þeim félögum, sem hafa vilja og getu, mögulegt að byggja upp iþróttamannvirki á félagssvæðum sínum. Þarna vill Sjálfstæðisflokkurinn styrkja félögin mun myndarlegar en nú er gert,“ segir Júlíus Hafstein, 15. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í þessari grein. aðstöðu til þess. Við íþrótta- mannvirkjagerð næstu 4 árin vill Sjálfstæðisflokkurinn skipta verkefnunum í tvo flokka. í fyrsta lagi forgangsverkefni, og verkefni sem stefna ber að, þ.e. a.s. verkefni sem koma þar á eft- ir. Forgangsverkefni skulu vera: 1. Að byggja íþróttahús við Fjölbrautaskólann í Breið- holti með áhorfendasvæðum og löglegri vallarstærð til handknattleikskeppni. Þörfin á slíku húsi er gífurleg í borg- inni í dag og sennilega er þetta eitt mest aðkallandi verkefnið. 2. Ljúka bað- og búningsher- bergjum við sundlaugarnar í Laugardal. Nú þegar hefur verið hafist handa við þessa byggingu en mjög langt er í það að hún verði tekin í notk- un. 3. Að Ijúka við heildarskipulag Laugardalsins sem íþrótta- og útivistarsvæðis. Þó að þetta þriðja atriði láti ekki mikið yfir sér, þá er það mjög þýðingarmikið fyrir heild- arsamtök íþróttafólks, að íbúð- arbyggð verði ekki leyfð í Laug- ardalnum eins og nú horfir hjá vinstri flokkunum. Þá hafa í þessu sambandi komið fram at- hyglisverðar hugmyndir um ým- iss konar starfsemi aðra en íþróttir á svæðinu og þá sér-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.