Morgunblaðið - 11.05.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.05.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982 45 ve^akaNdi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI Fáiði aldrei þef af gleðitíðindum? „Kæni Matthías, Styrmir, Velvak- andi og þið allir. Mikil feiknabýsn er þreytandi þetta andlit sem þið hafið á blaði ykkar. Þið getið ekki ímyndað ykkur hve pirraður ég verð af að horfast í augu við Moggann um morgna. Stundum segi ég þó við sjálfan mig: Þeir vita ekki betur greyin og þeir geta ekki betur greyin, þeir halda að enginn at- burður í veröldinni verðskuldi þrykk á forsíðu blaðs allra lands- manna nema morð eða fjöldamorð eða tilraun til fjöldamorðs. Hvernig er þetta eiginlega með ykkur Moggara, fáiði aldrei þef af gleðitíðindum úr öllum þessum stóra stóra heimi? Eru músíkant- ar hættir að gera lukku? Fá skáld aldrei verðlaun? Bjargar enginn öðrum frá drukknun? Nær enginn byssunni frá morðingjanum svo hann nái ekki að skjóta litla barn- ið þannig að litla barnið lifi en þurfi ekki að deyja? Eða gerist ýmislegt svonalagað á ýmsum stöðum en er bara svo ómerkilegt í ykkar augum að það gæti glatt einhvern og þarafleiðandi ekki só- andi plássi í það á forsíðu víðlesn- asta blaðs íslendinga? I guðsalmáttugsbænum reyniði nú sem allra fyrst að flikka obbo- lítið uppá forsiðu blaðs allra landsmanna áður en ég neyðist til að trúa að þið séuð þeirrar mann- tegundar sem engan fögnuð þekkir nema ófarafögnuð. Með fagnaðarkveðju, Ónugur.“ — O — Það er löng hefð á bak við það, að Mbl. birtir heimsfréttirnar á forsíðu og hefur ekki þótt ástæða til að breyta því. Auk þess er venjulega heil opna af ýmiss kon- ar erlendum fréttum inni í blaðinu og þar kennir margra grasa, m.a. eru þar stundum fréttir af verð- launum til listamanna, Nóbels- verðlaunum, Óskarsverðlaunum, Norðurlandaráðsverðlaunum o.s.frv. Því miður eru gleðitíðindin fyrirferðarminnst í heimsfréttun- um en þau fara á forsíðuna þegar ástæða er til. Við höfum sem betur fer oft haft ástæðu til að gleðjast yfir forsíðu Morgunblaðsins. En gagnrýni er góð og við þökkum að- haldið. En því miður stjórnum við ekki heimsfréttunum. Ritstj. í>essir hringdu . . . Kurteisi og lipurð SVK-bílstjóranna Ruth Sigurbjörnsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hef búið hér í Kópavogi í u.þ.b. 26 ár og mikið þurft að notfæra mér þjónustu strætisvagnanna. Hjá fyrirtæki eins og SVK veltur auð- vitað allt á því að starfsfólkið skilji hlutverk sitt, ekki síst bíl- stjórarnir. Og þetta hefur ekki brugðist. Kurteisi og lipurð er það sem fyrst og siðast hefur einkennt framkomu þeirra, þann tíma sem ég þekki til. Það atvik sem ungl- ingsstúlkurnar sögðu frá í bréfi sínu um daginn, hlýtur að vera undantekningartilfelli, slys. Ég þakka bílstjórunum og SVK fyrir langa og farsæla þjónustu. Svo var það annað, Velvakandi góður, sem mig langaði að færa í orð við þig, já, og benda þeim á sem ráða dagskrá hjá sjónvarpinu: Það er atriði sem ekki er víst að svo auðvelt sé fyrir þá að gera sér grein fyrir. Svoleiðis er að hjá mér dvelst 81 árs gamall maður, faðir minn. Þeir þættir sem honum fell- ur best við eru þeir sem ganga nokkuð lengi með sömu persónun- um. í þeim eignast hann nefnilega kunningja sem hann á alltaf von á að hitta vikulega, og hann á auð- velt með að fylgjast með fram- vindunni í lífi þeirra eins og hún birtist á skerminum. Þarna get ég nefnt Dallas-þættina og bresku framhaldsþættina Húsbændur og hjú. En í þáttum eins og Huldu- hernum eru sífellt að koma fram ný andlit og atburðarásin er auk þess hröð. Énda á hann líka mjög erfitt með að fylgja þessu eftir og muna hvað komið er. Það lyftist heldur á honum brúnin þegar hann hitti aftur gamlan kunn- ingja úr Húsbændum og hjúum í þættinum Bær eins og Alice. Það voru fagnaðarfundir. Ég vildi að- eins leyfa mér að benda háttvirt- um sjónvarpsmönnum á þetta at- riði og ljúka svo máli mínu með því að þakka fyrir frábæra barna- tíma. Abending til sjónvarps og útvarps „Útvarps- og sjónvarpsnotandi" skrifar: „Ég vil biðja þig, Velvakandi góður, að koma á framfæri ábend- ingu til útvarps og sjónvarps. Hún varðar kannski ekki stórvægi- legan hlut en í þessu tilfelli þarf lítið að leggja á sig til áð bæta úr. Núna tvo daga í röð hafa fallið niður dagskrárliðir án nokkurra skýringa á þeim tímum, sem þeir áttu að hefjast. Sl. miðviku- dagskvöld var ég ekki heima hjá mér en kom þó nógu snemma til að sjá lokin á þætti um stóriðju í sjónvarpinu. í dagskrárkynningu í Morgunblaðinu hafði ég séð að eft- ir þáttinn áttu að vera umræður í sjónvarpssal um stóriðjumál og hugði gott til glóðarinnar, enda áhugamaður um efnið. En viti menn, þulan kom brosandi á skjá- inn, kynnti dagskrá næsta sjón- varpsdags og bauð góða nótt. Eng- in skýring var gefin á því hvers vegna engar umræður fóru fram um stóriðjuna. Skýringuna fékk ég í vinnunni daginn eftir, ráðamenn okkar voru önnum kafnir í álvið- ræðum og gátu ekki mætt. Þetta mun hafa verið tilkynnt fyrr um kvöldið en það er auðvitað full- mikil bjartsýni sjónvarpsmanna að halda að landsmenn allir hangi fyrir framan tækin allt kvöldið og ein tilkynning sé nóg. Nú, sama sagan endurtók sig kvöldið eftir í útvarpinu. Þar átti að vera á dagskrá blaðamanna- fundur í beinni útsendingu frá Al- þingi kl. 19.40 og var þessi dag- skrárliður einnig rækilega kynnt- ur í Mogganum mínum. En enginn kom blaðamannafundurinn, held- ur þátturinn Á vettvangi og síðan píanótónleikar. Engar skýringar. Þetta er með öllu óþarfur klaufa- skapur og tillitsleysi við hlustend- ur.“ lllj(»0var|) kl. 10.40: >inglausnir — bladamanna- fundur 1 beinni útsendingu Á dagskrá hljóðvarps kl. ||9.40 er Olaóamannafundur í einni útsendinjju í tilefni [ þinglausna. Formenn flokkanna, ^ Kjartan Jóhannsson, Geir JlallKrímsson, Svavar Gestsson, SteinRrímur Her- mannsson svo ok Gunnar Thoroddsen forsaetisráö- herra, svara spurninnum þinjffréttaritara blaöanna um stjórnmálaviðhorfiö. Umsjón hefur Stefán Jón Hafstein fréttamaöur. Stefán Jón lUfstein GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann vitnaði til kenningu kirkjunnar. Rétl væri: Hann vitnaði til kenningar kirkjunnar. GOMSCriK f/mDRETTIR í HADFriinr/ Mánudaga til iostudaga bjóðum við m.a. auk hins fasta matseðils hússins. Súpa og salatfylgir öttum réttum Karrýbladlaukssúpa Forréttur: Fersk grænmetisskál með melónu 35 Eggjaréttur: Eggjakaka með rækjum 55 Fiskréttir: Gufusoðin heil rauðspretta með ostasósu 80 Pönnusteiktur karfi i karrýsoði 88 Smjörsteiktur skötuselur með beikoni og eplum 89 Ristuð smálúðuflök í paprikusósu 81 Kjötréttir: Fytttur lambsbógur með ávöxtum 139 Alikálfasneiðar með karrý og hrisgrjónum 105 Léttsöltuð nautabringa með piparrótarsótu 99 ChePs Special: Gufusoðin svartfuglsbringa með madeirasósu 120 Þjónustugjald og söluskattur innifalinn. ARNARHÓLL á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrœtis. Borðapantanir i sima 18833. SYNING Mjðfl •tórt v-pýzkt hjólhýai á 2 ðxhim. Sv.tnptá.. fyrtr 6. Allur huflMnl*gur búnaóur. Upptagt tyrir itartsmanna- Paaat v-pýxku KNAUS-hú. komu i staarðum 121/2—131/2 og 151/2 tat. vðnduö og val búin. Húsin aru lég á kayralu, an val manntuað í notk- Fóikabilakarrur maó Ijóaum, varadakki, an án kroaavióa. Einmg tynrligoiandi notaóar barjappakamir. Naaatu 2 vikur, á vanjutagum varzlunartíma (að halgunum 8. og 8. maí og 15. og 16. maí maótöldum) aýnum vtð ofantalið, baaði innan- og utanhúaa við Sundaborg, norðanmagin (Sundahatnarmagin). Opnum aunnudaginn 2. maí kl. 2. Varið valkomin. Gfsli Jónsson & Co. HF. Sundaborg 41. Sími 86644

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.