Morgunblaðið - 11.05.1982, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakiö.
Er Framsókn að
dæma sig úr leik?
Furðulegt er að fylgjast með kosningabaráttu Framsóknarflokks-
ins í Reykjavík. Af einhverjum hefur sú ákvörðun verið tekin, að
höfðað skyldi til kjósenda eins og þeir væru í senn minnislausir og ekki
annað en móttökustöðvar fyrir einfaldan áróður. Það eru fjögur atriði,
sem framsóknarmenn gera að höfuðmáli: lækkun fasteignaskatta, af-
sal Borgarspítalans í hendur ríkisins, skoðanakannanir og að Egill
Skúli Ingibergsson verði áfram borgarstjóri. Þessi baráttumál eru
einföld og þau eru kynnt af framsóknarmönnum eins og fulltrúar
verslunarfyrirtækis séu að selja vöru sína. Segja má, að í sjónvarpinu
á sunnudaginn hafi allir framsóknarmennirnir flutt sömu ræðuna og
ailir verið selja sama hlutinn með sömu slagorðunum.
Miðflokkar á Norðurlöndunum eru að leysast upp vegna þess, hve
gagnsæir þeir eru í málflutningi sínum, sem miðar að því, að þeir geti
starfað með öllum og verið allra gagn. Framsóknarflokkurinn á það til
að skipa sér í þá stöðu í kosningabaráttu, að hann horfi til allra átta,
sé opinn í báða enda og segi já, já og nei, nei — raunar er flokkurinn
oftar en ekki þannig eftir kosningar og í ríkisstjórnum. Frá 1978 hafa
framsóknarmenn þó fylgt þeirri stefnu markvisst, að „allt sé betra en
íhaldið", þeir hafa starfað með kommúnistum og krötum í borgar-
stjórn frá 1978 og einnig í ríkisstjórn frá 1978 til 1979. Eftir þingkosn-
ingarnar 1979 kom ekki annað til álita hjá framsóknarmönnum en að
starfa með kommúnistum, þar með lögðu framsóknarmenn grunninn
að þeirri stjórn, sem nú situr. -
En hvaða leið velja framsóknarmenn nú í kosningabaráttunni? Eru
yfirboð þeirra dæmigerð fyrir miðflokka, sem rekja uppruna sinn til
fastheldinna bænda? Samrýmist það því hlutverki Framsóknarflokks-
ins að vera pólitískur armur samvinnuhreyfingarinnar að stunda
lýðskrum i kosningabaráttu? Tveimur síðari spurningunum má svara
neitandi, starfshættir Framsóknar í Reykjavík eru í hróplegri and-
stöðu við íhaldssamt eðli framsóknarmanna og það yfirbragð, sem
„samvinnumenn" kjósa sér. Málum er nefnilega þannig háttað, að
engu er líkara en áróðursmeistarar Framsóknar í Reykjavík hafi farið
í smiðju tii annars „Framsóknarflokks" — flokks Glistrups í Dan-
mörku. Þeim flokki tókst með lýðskrumi og yfirboðum að lokka kjós-
endur til fylgis við sig, en baráttumál hans voru með þeim hætti, að
flokkurinn dæmdi sig úr leik í hinu almenna stjórnmálastarfi á
danska þinginu. Það vildi enginn starfa með honum.
Nú er ekki við því að búast, að framsóknarmönnum verði hafnaö í
endurnýjuðu vinstra samstarfi í Reykjavík, fái vinstri flokkarnir
meirihluta í borgarstjórninni 22. maí næstkomandi. Hitt er víst, að
framsóknarmenn munu ekki ná neinu því fram í pólitískum hrossa-
kaupum við hina vinstri flokkana, sem þeir nota til að lokka til sín
fylgi. Kommúnistar eru alfarið á móti skattalækkunum og þeir benda
á þá staðreynd, að Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknar,
hefur samþykkt allar tillögur um hækkanir á sköttum, sem fram hafa
komið hjá vinstri meirihlutanum. Á Alþingi eru framsóknarmenn
skattheimtumenn en ekki skattalækkunarmenn. Framsóknarmenn í
borgarstjórn Reykjavíkur munu auðvitað fórna skattalækkunum fyrir
aðild að nýjum meirihluta, gefist þeim færi á þátttöku í honum. öllum
öðrum baráttumálum munu þeir einnig fórna, því að annars dæma
þeir sig úr leik eins og Glistrup — og framsóknarmenn eru þekktari af
öðru en að standa við gefin kosningaloforð.
Frumkvæði Reagans
Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, gekk fram fyrir skjöldu á
sunnudaginn og lagði fram tillögur, sem miða að því, að Banda-
ríkjamenn og Sovétmenn hefji viðræður um niðurskurð á kjarnorku-
herafla sínum. í nóvember síðastliðnum lagði Reagan fram áætlun,
sem miðar að því, að öllum Evrópukjarnorkueldflaugunum verði út-
rýmt. Á sunnudaginn beindi Bandaríkjaforseti athygli að hinum lang-
drægu eldflaugum, sem stórveldin eiga á eigin landi, um borð í kafbát-
um og sprengjuvélum, og lagði til að þeim yrði fækkað og þar með
einnig kjarnaoddunum. Þetta eru róttækar tillögur, sem allir hljóta að
styðja, er vilja stemma stigu við framleiðslu kjarnorkuvopna og óttast
að fjölgun þeirra leiði mannkyn nær gjöreyðingarstríði.
Fyrir helgina höfðu fréttir borist af því, hvað Reagan ætlaði að
segja í ræðu sinni á sunnudaginn og hann hafði einnig skýrt Brezhnev,
forseta Sovétríkjanna, frá tillögum sínum í bréfi. í þessu ljósi ber að
skoða grein eftir sovéska varnarmálaráðherrann Ustinov, sem birtist í
Prövdu á sunnudaginn. Þar fer ráðherrann þeim orðum um Banda-
ríkjastjórn, að hún ögri Sovétmönnum opinberlega og Kremlverjar
vilji ekkert gera, sem spillt geti því jafnvægi, er þeir segja, að sé í
kjarnorkuvígbúnaði stórveldanna. Hafna Kremlverjar öllum hug-
myndum um fækkun kjarnorkuvopna? Reagan hvatti til þess, að full-
trúar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hæfu viðræður um niðurskurð
langdrægu kjarnorkuvopnanna í næsta mánuði. Eru Kremlverjar á
móti því? Sumir telja, að grein Ustinovs á sunnudaginn sé neitandi
svar við frumkvæði Reagans. Hitt er ljóst, að þeir, sem vilja engar
kjarnorkueldflaugar í Evrópu og fækkun langdrægra kjarnorkueld-
flauga, hljóta að þjappa sér saman að baki Ronald Reagans.
Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, á fjölmennum fundi starfs- “
folks á Hrafnistu. Ljósm.: Kristján Örn Klíasson.
Vinstri menn lofuðu 425 íbúðum,
— ekki byrjað á einni einustu!
— sagdi Magnús L. Sveinsson á fjölmennum fundi meö starfsfólki Hrafnistu
„ÞESSI fundur tókst mjög vel, ég
flutti stutta framsöguræðu um borg-
armál og þann mun sem er á stefnu
okkar sjálfstæðismanna annars veg-
ar, og stefnu vinstri flokkanna hins
vegar, og svaraði siðan fyrirspurn-
um,“ sagði Magnús L. Sveinsson
borgarfulltrúi, um fund sem hann
átti í síðustu viku með starfsfólki á
Hrafnistu í Reykjavík. Fundur þessi
er einn mörg hundruð funda, sem
borgarfulltrúar og frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins efna til þessa
dagana með Reykvíkingum, en tugir
þúsunda kjósenda munu fá tækifæri
til að hitta frambjóðendur sjálfstæð-
ismanna með þessum hætti.
„Meðal þess sem ég nefndi í inn-
gangsorðum mínum voru skatta-
mál,“ sagði Magnús, „ég minnti á
að þegar vinstri flokkarnir tóku
við, hófu þeir valdaferil sinn á því
að stórhækka skattaálögur á borg-
arbúa, sem nemur milljörðum
gamalla króna. Þrátt fyrir þetta
hafa framkvæmdir dregist saman,
því vinstri flokkarnir hafa engum
tökum náð á fjármálum borgar-
innar.
Einnig vék ég að skipulagsmál-
unum og þeim ágreiningi sem þar
er uppi, sem svo mjög hefur verið
rætt um undanfarnar vikur og
mánuði.
Þá get ég nefnt atvinnumál, þar
sem sinnuleysi vinstri flokkanna
hefur verið hvað mest áberandi.
Ekkert nýtt land hefur verið
skipulagt fyrir atvinnustarfsemi á
þessu kjörtímabili, og allir þeir er
spurst hafa fyrir um lóðir, hafa
fengið þau svör að engar lóðir
væru til! Einu undantekingarnar
þar frá, eru lóðir sem komið hafa
til endurúthlutunar.
Enn benti ég á orð og efndir í
húsnæðismálum. Lofað var, og
vinstri menn fluttu um það tillögu
fyrir síðustu kosningar, að byggja
ætti 425 íbúðir á vegum borgar-
innar á tímabilinu 1977 til 1982, en
efndir eru engar. Á þessu kjör-
tímabili hefur engin íbúð verið
byggð, það hefur ekki einu sinni
verið byrjað á íbúðunum. — Eg
hygg að þær 1.700 fjölskyldur, sem
eru í húsnæðisvandræðum spyrji
nú hvar þessar íbúðir séu. Þetta er
talandi dæmi um loforð vinstri
manna annars vegar, og efndirnar
hins vegar. — Margt fleira kom til
umræðu, og ég svaraði ýmsum
fyrirspurnum um margvísleg mál
á fundinum," sagði Magnús að lok-
um.
Breytir ekki miklu frá
efnahagslegu sjónarmiði
segir Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri ASÍ um kröfugerð VMSÍ
„BREYTINGIN á kröfugerðinni hefur
efnislega ekki áhrif á samningana.
Það skiptir ekki höfuðmáli, hvort
launakröfurnar eru settar fram í formi
flokkahækkana eða almennra hækk-
ana. Kostnaðurinn er jafnmikill eftir
sem áður, þannig að frá efnahagslegu
sjónarmiði breytir þetta ekki miklu að
mínu mati,“ sagði Þorsteinn Pálsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands íslands, i samtali við Mbl.,
er hann var inntur álits á hinni nýju
kröfugerð Verkamannamsambands
íslands, sem m.a. felur í sér miklar
flokkatilfærslur, breytingar á aldurs-
hækkunum og endurskoðun á kröf-
unni um 13% almenna launahækkun.
„Varðandi launahlutföll, bilið
milli hinna hæst launuðu og þeirra
lægst launuðu innan ASÍ, þá tel ég
að þessi stefnubreyting hafi ekki
nein afgerandi áhrif í þeim efnum.
Iðnaðarmannafélögin eru öll með
samskonar kröfur um flokkatil-
færslur. þannig að ef þetta ætti að
verða að raunveruleika, þá myndi
það ganga upp allan launastigann.
Þá vantar ennþá inn í þessa
kröfugerð það sem þeir kaila endur-
skoðun á 13% launahækkunarkröf-
unni. Því er að sjálfsögðu ekki hægt
að ræða um þessa kröfugerð efnis-
lega, nema það liggi ennfremur
fyrir. Þá er ljóst, að þegar verka-
lýðsfélög eru að taka upp og breyta
kröfum sínum rétt áður en samn-
ingar renna út, þá hlýtur það að
hafa þau ein áhrif, að samningar
dragast á langinn.
Auk þess sannar þetta það sem
við héldum fram fyrir nokkru, að
það er ekki ætlun Verkamannasam-
bandsins að semja fljótlega. Þetta
sýnir ennfremur fram á það, að Al-
þýðusambandið er að tapa forystu-
hlutverki sinu í samningamálum.
Það eru greinilega mikil innbyrðis
átök í verkalýðsfélögunum um
launahlutföll og það er alveg ljóst,
að á sama tíma og verkalýðsforyst-
an kemur sér ekki saman innbyrðis,
þá getur hún ekki gert sér vonir um
að ná samkomulagi við Vinnuveit-
endasambandið. Þeir verða að leysa
sin heimaverkefni, áður en þeir geta
gert sér vonir um að ná einhverjum
árangri í viðræðum við okkur.
Þegar á heildina er litið, þá gerir
þetta ekki annað en tefja viðræð-
urnar og hugsanlega flækja þær, en
stóra málið er, að þetta virðist vera
gert til þess að veikja forystu ASÍ,“
sagði Þorsteinn Pálsson ennfremur.
Um fyrirhugaðar verkfallsað-
gerðir byggingarmanna sagði
Þorsteinn, að þær væru talandi
dæmi um upplausnina innan Al-
þýðusambandsins. „Þeir, sem hæst
hafa launin ætla að ríða á vaðið með
verkfallsaðgerðum áður en samn-
ingaleiðin hefur verið reynd,“ sagði
Þorsteinn Pálsson ennfremur.
Ármann Kr. Einarsson afhendir dr. Sigurbirni Einarssyni biskup og
Kristmanni Guðmundssyni heiðursskjöl, en þeir voru á sunnudag kjörnir
heiðursfélagar í Félagi ísl. rithöfunda. Ljóem. Emiií*.
Félag ísl. rithöfunda:
Sigurbjörn Einarsson
og Kristmann
Guðmundsson voru
kjörnir heiðursfélagar
Margir félagar segja sig úr
Rithöfundasambandi íslands
Á aðalfundi Félags ísl. rithöf- komið fram almenn óánægja
unda, sem haldinn var sl. sunnu- með úthlutun starfslauna, fund-
dag, voru kjörnir tveir nýir heið- armenn hafi talið Rithöfunda-
ursfélagar, dr. Sigurbjörn Einars- sambandið hafa brugðist skyldu
son biskup og Kristmann Guð- sinni varðandi réttargæslu allra
mundsson skáld. Sátu þeir fund- félaga sinna og að þorri félags-
inn og afhenti Ármann Kr. Ein- manna hafi ákveðið að segja sig
arsson formaður félagsins þeim úr Rithöfundasambandi íslands.
heiðursskjöl sín. Aðrir heiðursfé- Gunnar Dal tjáði Mbl. að þessi
lagar eru Guðmundur G. Hagalín, óánægja hefði sprottið m.a. af
Poul M. Pedersen og Þóroddur Því að menn teldu sig ekki geta
Guðmundsson. komið fram réttlætismálum sín-
Félag ísl. rithöfunda telur nú um °g því væru menn neyddir til
77 félaga. Ármann Kr. Einars- að fara í andóf. — Þetta gildir
son gaf ekki kost á sér til endur- ekki aðeins um úthlutun heldur
kjörs sem formaður og var einnig umfjöllun um rithöfunda
Gunnar Dal kjörinn í hans stað. * skólum og aðstöðu í suraum
Aðrir í stjórn og varastjórn eru fjölmiðlum, sérstaklega er fjall-
Baldur Óskarsson, Indriði Indr- að um suma höfunda, en aðrir
iðason, Indriði G. Þorsteinsson, virðast nánast ekki vera til. Hér
Ingimar Erl. Sigurðsson, Jón er ekki á ferðinni spurning um
Bjömsson, Jónas Guðmundsson, peninga heldur lýðræði, tján-
Sigurður Gunnarsson og Sveinn ingarfrelsi og siðgæði og við telj-
Sæmundsson. Fráfarandi for- um okkur hafa sýnt mikla bið-
maður minntist í skýrslu sinni lund, sagði Gunnar Dal.
tveggja félaga er látist höfðu frá
síðasta aðalfundi, Jóns Helga- Á fundinum flutti Indriði G.
sonar ritstjóra og Þórleifs Þorsteinsson erindi um stöðu
Bjarnasonar. rithöfundarins í þjóðfélaginu.
I frétt frá Félagi ísl. rithöf- Framhaldsaðalfundur hefur ver-
unda segir að á fundinum hafi ið boðaður síðar.
„ÞAÐ liggur Ijóst fyrir, að komin er
upp ný staða í málinu, þar sem
stærsta sambandið innan Alþýðu-
sambandsins hefur lagt fram nýjar
kröfur," sagði Magnús L. Sveinsson,
formaður Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, í samtali við Mbl., er
hann var inntur álits á nýjum kröf-
um Verkamannasambands íslands.
„Þetta eru breytingar á sam-
ræmdu flokkakerfi, sem snýr ekki
bara að einu félagi eða sambandi,
heldur að öllum. Þetta samræmda
flokkakerfi var gert af flestöllum
félögum innan ASÍ.
Það er hins vegar ætlun manna
að sjá til hvort hægt er að halda
þessu saman og á það verður að
reyna í lengstu lög, en þetta hefur
gjörbreytt stöðunni. Þetta leiðir
einfaldlega til þess, að önnur félög
og sambönd þurfa að endurskoða
sínar kröfur. Þau eru beinlínis
neydd til þess. Við verzlunarmenn
getum til dæmis ekki haldið að
okkur höndum og látið, sem ekk-
ert hafi gerzt og munum því
Eðvarð Sigurðsson, fráfarandi formaður Dagsbrúnar, og Guðmundur J. Guð-
mundsson, nýkjörinn formaður. Ljósmynd Mbi.
Mælirinn er fullur ='
segja hjúkrunarfræöingar m.a. í skýringum sínum á því af hverju þeir hlíti ekki framlengingu uppsagnarfrests
FULLTRÚAR uppsagna- og fram-
kvæmdanefndar hjúkrunarfræðinga
á ríkisspítölunum sendu frá sér eftir-
farandi yfirlýsingu í gær:
Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra:
Verulegur hluti hjúkrunar-
frædinga starfar áfram
„EF EKKI gengur saman þá fara
þeir út. Það getur varla annað verið
fyrst þeir hafa lýst því yfir. Það nátt-
úrlega veldur vandræðum og erfið-
leikum á sjúkrahúsunum en hins
vegar er það verulegur hluti af
hjúkrunarfræðingum sem starfar
áfram á spítölunum. Neyðarþjónusta
starfar og annað slíkt,“ sagði Svavar
Gestsson heilbrigðisráðherra, er
hann var spurður álits a yfirlýsing-
um hjúkrunarfræðinga um að þeir
ætli ekki að hlíta framlengingu upp-
sagnarfrests.
Svavar Gestsson var einnig
spurður hvort ekki yrði gengið til
móts við kröfur hjúkrunarfræð-
inganna. Hann sagði viðræður í
gangi og að reynt yrði til hins ýtr-
asta að afstýra vandræðum. „Það
verður að kanna kröfur þeirra
með hliðsjón af kröfum annarra.
Ég vona að báðir aðilar leggi sig
fram um að leysa deiluna," sagði
hann í lokin.
„Vegna uppsagna hjúkrunar-
fræðinga til þess að knýja á um
bætt kjör viljum við taka fram
nokkur atriði varðandi kjarabar-
áttu liðinna ára.
Hjúkrunarfræðingar hafa áður
sagt störfum sínum lausum vegna
óánægju með laun sín. Árið 1977
fóru hjúkrunarfræðingar t.d. í
fjöldauppsagnir en drógu þær til
baka vegna loforða um bætt kjör
við gerð næstu sérkjarasamninga,
en vart þarf að taka fram að þau
loforð hafa aldrei verið efnd, einn-
ig höfðu opinberir starfsmenn þá
nýverið fengið verkfallsrétt. Með
þessum verkfallsrétti töldum við
að nú loks væru hjúkrunarfræð-
ingar komnir með vopn í hendur
til þess að ná fram bættum kjör-
um. En árið 1977 er BSRB fór í
verkfall dæmdi kjaradeilunefnd
alla starfandi hjúkrunarfræðinga
í vinnu, þrátt fyrir mjög vel skipu-
lagt neyðarplan Hjúkrunarfélags
Islands. Það sama gerðist svo er
hjúkrunarfræðingar hjá Reykja-
víkurborg höfnuðu samningi
BSRB og Reykjavíkurborgar nú í
febrúar síðastliðinn.
Er því ljóst að hjúkrunarstéttin
hefur engan rétt hvað launabar-
áttu varðar, yfirvöld hafa hvað
eftir annað fótum troðið kjara-
kröfur okkar, enda erum við
kvennastétt. Þess vegna grípa
hjúkrunarfræðingar til þess neyð-
arúrræðis að segja stöðum sínum
lausum.
Hægt er að framlengja upp-
sagnarfrest fastráðinna ríkis-
starfsmanna um þrjá mánuði,
þessi heimild hefur nú verið notuð
á hjúkrunarfræðinga hjá ríkis-
spítölunum. Þetta ákvæði gildir
ekki með hjúkrunarfræðinga hjá
hjá Reykjavíkurborg eða Landa-
kotsspítala. Viðsemjendur okkar
hafa haft tæpa þrjá mánuði til
viðræðna, en ekki hefur verið
haldinn neinn samningafundur,
einungis óformlegir viðræðu-
fundir núna síðustu dagana.
Með þessari framlengingu er
ekki verið að leysa neinn vanda
því eftir sem áður verður að semja
nú þegar við hjúkrunarfræðinga á
Borgarspítala og Landakoti, þann-
ig að einungis er verið að reyna að
brjóta niður samstöðuna.
Jafnframt er vert að taka það
fram að stjórnvöld sýna mikið
ábyrgðarleysi með því að setja
þriggja mánaða framlengingu á
uppsagnarfrestinn með einungis
10 daga fyrirvara, því þá var þeg-
ar farið að draga úr starfsemi
Ríkisspitalanna.
Við erum sannfærðar um að
verði samið við hjúkrunarfræð-
inga núna fyrir sumarið, verði
hægt að fá fleira fólk til starfa því
nú þegar ríkir slæmt ástand vegna
skorts á hjúkrunarfræðingum og
mun algert neyðarástand skapast
í sumar, sem og undanfarin sum-
ur, ef ekki tekst að fá fleiri hjúkr-
unarfræðinga til starfa. Þá ber að
taka fram að milli 3—400 hjúkr-
unarfræðingar stunda önnur störf
vegna lélegra launakjara stéttar-
innar og takist ekki samningar nú
verður þessi flótti enn meiri.
Einnig geta hjúkrunarfræðingar
fengið betur launaðar stöður við
hjúkrun í öðrum löndum.
Vegna ummæla Skúla Johnsen
borgarlæknis í Morgunblaðinu
þann 5. maí siðastliðinn hefur
aldrei verið ætlun okkar að sinna
ekki bráðveiku fólki, það mun eftir
sem áður fá hjúkrun á sjúkrahús-
unum. Einnig munu allar öldrun-
arlækningadeildir vera opnar.
Þá lætur Pétur Jónsson fram-
kvæmdastjóri Ríkisspítalanna þau
orð falla í Morgunblaðinu þann 6.
maí síðastliðinn að við hjúkrunar-
fræðingar hefðum ekki sagt upp
störfum vegna óánægju með
launakjör. Er hægt að álíta að
90% hjúkrunarfræðinga segi laus-
um stöðum sinum á sama tíma
vegna þess að þeir séu alltaf að
koma og fara?
Mælirinn er fullur. Hjúkrunar-
fræðingar eru orðnir langþreyttir
og munu hópast í önnur störf ef
ekki semst núna.
Anna Stefánsdóttir,
Sigríöur Guómundsdóttir,
Brynhildur Ingimundardóttir,
Árný Sigurdardóttir,
Sæunn Kjartansdóttir,
Sveinbjörg Einarsdóttir,
Steinunn Einarsdóttir."
Eðvarð Sigurðsson hætt-
ir formennsku eftir 21 ár
— Hefur setið í stjórn Dagsbrúnar í 40 ár og verið félagi í 52 ár
EÐVARÐ Sigurðsson, sem verið hefur
formaöur Verkamannafélagsins Dags-
brúnar í Reykjavik í liðlega 21 ár, lét af
störfum á aðalfundi félagsins, sem hald-
inn var sl. laugardag og við for-
mannsstöðunni tók Guðmundur J. Guð-
mundsson, sem verið hefur varaformað-
ur félagsins.
Guðmundur J. Guðmundsson sagði í
samtali viö Mbl., að á fundinum hefði
Eðvarð Sigurðsson verið heiðraður
sérstaklega af félaginu og afhent gull-
merki þess. „Eðvarð hefur verið styrk-
asta stoð þessa félags í liðlega 50 ár,
en hann gekk í það árið 1930 og tók
síðan virkan þátt í starfinu á árunum
1930—1942, en þá var hann kosinn í
stjórn, þar sem hann hefur setið síðan.
Allan þennan tíma hefur Eðvarð tekið
mjög virkan þátt í öllu starfi félags-
ins, m.a. verið í forystu fyrir nær öll-
um samninganefndum þess og gegnt
að öðru leyti öllum hugsanlegum trún-
aðarstöðum,“ sagði Guðmundur enn-
fremur.
„Þetta var mjög hátíðleg stund á
laugardaginn þegar Eðvarð var afhent
gullmerki félagsins, sem lítinn þakk-
lætisvott fyrir mikið og frábært starf.
Hann var hylltur ákaflega af öllum
fundarmönnum, enda hefur enginn
einn maður verið í jafnmiklu sam-
bandi við reykvíska verkamenn í gegn-
um tíðina. Eðvarð er auk þess Reyk-
víkingur í húð og hár. Hann flutti til
Reykjavíkur þriggja vikna gamall, ef
ég man rétt, og flutti þá í Litlu
Brekku, þar sem hann bjó alia tíð þar
tii fyrir fjórum árum, þegar gamli
torfbærinn var rifinn, sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson ennfremur.
Auk Guðmundar voru kosin í stjórn
þau Ásgeir Kristinsson, Guðlaugur
Björnsson og Hjálmfríður Þórðardótt-
ir, sem jafnframt er fyrsta konan, sem
kosin er í stjórn Dagsbrúnar. Fyrir í
stjórn félagsins sátu: Halldór Björns-
son, varaformaður, Óskar Ólafsson,
ritari, Jóhann Geirharðsson, gjald-
keri, Ólafur Ólafsson og Kristvin
Kristinsson.
Aðrir verða að endur-
skoða sína kröfugerð
— segir Magnús L.
Sveinsson
endurskoða okkar kröfugerð.
Hins vegar er ég mjög hræddur
um að þessi nýja staða muni tefja
mjög fyrir samningagerð, því
menn hafa verið að ræðast við í
þeirri trú, að kröfurnar hafi verið
til frá því í haust,“ sagði Magnús
L. Sveinsson að síðustu.