Morgunblaðið - 11.05.1982, Page 43

Morgunblaðið - 11.05.1982, Page 43
I MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982 23 GETRAUNASÍÐA MORGUNBLAÐSINS 1X2 -- 1X2 - 1X2 o Getraunaspá 35. leikviku Þið fenguö frí frá mér í síðustu viku af óviöráðanlegum ástæðum, sem var eins gott þar sem spáin var víst meö lakasta móti. Eins og þiö munið kannski, þá gaf spáin í 33. leikviku mörguleika á 11 réttum. Við athugun kom i Ijós að kerfið hefði gefið 11 og það hefði þýtt um 7.500 kr. í vinning ef ég hefði skilað því inn. En því miður ... 1. Arsenal: Southampton X (1X2) Þetta er mjög mikilvægur leikur þar sem hann getur ráðið úrslitum um hvort liðið fær 4. sætið í UEFA-keppninni. Southampton verður að sigra til að eiga möguleika, en ég er hræddur um að þeir nái ekki meiru en jafntefli, og ætla að spá því, en auðvitað þrítryggðu. Southampton vann á The Dell 3—1. 2. Aston Villa : Everton X (1X2) Annar erfiður leikur á milli tveggja liða sem bæði hafa verið í formi að undanfórnu. Villa er þó með annað augað á úrslitaleiknum í Evrópukeppn- inni, svo að ég hugsa að Everton nái a.m.k. einu stigi. Spáin er jafntefli, þrítryggt. Everton vann á Goodison Park 2—0. 3. Coventry: Birmingham 1 (1X2) Coventry hefur verið ósigrandi síðasta mánuðinn. En Birmingham þarfn- ast stiganna lífsnauðsynlega. Coventry hefur unnið 5 síðustu leiki gegn Birmingham á heimavelli og ætli þeir bæti ekki enn einum sigrinum við. Spáin er heimasigur en þrítryggður. Liöin gerðu jafntefii í Birmingham 3—3. 4. Ipswich : Nottingham Forest 10 Ipswich berst enn við skuggann af Liverpool og þeir þurfa meira en venjulegan skammt af heppni ef titillinn á ekki að hverfa þeim sjónum. Hér vinna þeir þó auðveldan sigur enda hefur Forest ekki unnið leik síðan fyrir páska. Spáin er heimasigur. Liðin gerðu jafntefli í Nottingham 1—1. 5. Leeds United : Brighton 1 (1X2) Leeds ætlar að ganga erfiölega að losna úr fallsæti. En hér eiga þeir þó góða möguleika á að krækja sér í stig og jafnvel fleiri en eitt. Brighton hefur aðeins unnið einn leik síðan í mars, en Leeds hefur svo sem ekki unnið miklu fleiri. Spáin er heimasigur, þrítryggður. Brighton vann heima 1—0. 6. Liverpool : Tottenham 1 (1X2) Aðalleikur vikunnar er á milli (ef allt fer eins og vænta má) tilvonandi deildar- og bikarmeistara. Ef marka má fyrri leiki eiga Spurs engan mögu- leika á sigri hér, því að þeir unnu síðast á Anfield árið 1912. Ég spái Liverpool auðvitað sigri, en ætla að þrítryggja með. Fyrri leikur liðanna var spilaður í síðustu viku og fór 2—2. 7. Manchester United : Stoke 1° Rauðu djöflarnir hafa leikið vel í undanförnum leikjum, en gengur samt ekki nógu vel að skora mörk. Stoke er í harðri fallbaráttu, en er réttu megin við strikið í augnablikinu. Ég sé ekki að þeir bæti við stigafjöldann hér, þó að Mcllroy verði ákafur að sýna gömlu aðdáendunum getu sína. Spáin er heimasigur. United unnu 3—0 í Stoke. 8. Notts County : WBA 2 (1X2) Leikur þessara grannliða er einn af mörgum sem gæti haft úrslitaáhrif á hvaða lið fellur. County eru öruggir, en Albion verða að taka sig alvarlega á ef vel á að fara. Ég ætla aö vera djarfur og spá þeim sigri, en hér veitir ekki af þrítryggingu. County vann í West Bromwich 4—2. 9. Sunderland : Manchester C.1° Jæja, þá er að duga eða drepast fyrir Sunderland, ef þeir vinna, þá sleppa þeir við fallið nokkuð örugglega, en ef þeir tapa þá er ég ansi hræddur um að hin liðin sigli fram úr. City hefur ekki unnið nema 1 leik síðan fyrir páska og hafa verið mjög lélegir. Spáin er öruggur heimasigur og 1. deildarsæti hjá Sunderland næsta vetur. Þeir unnu á Maine Road 3—2. 10. Swansea : Middlesbro 1° Swansea-sigur í þessum leik mundi tryggja þeim Evrópusæti næsta vetur. Middlesbro bíður ekkert nema fallið, en þeir berjast þó enn af veikum mætti. Spáin er heimasigur. Liðin gerðu jafntefli á Ayresome Park, 1—1. 11. Wolves : West Ham 1 (1x2) Ulfarnir eru svo gott sem fallnir og sigur hér mundi aðeins lengja dauða- stríðið. West Ham hafa leikið ágætlega á köflum að undanförnu en dottið niður á milli. Þessi leikur getur farið hvernig sem er, en ég ætla að spá jafntefli. West Ham vann 3—1 á Upton Park. 12. Derby: Watford 2 (X2) Watford hefur þegar tryggt sér 1. deildarsæti næsta vetur og hefur verið mjög sannfærandi að undanfórnu. Derby er nokkuð öruggt með sætið í deildinni. Ætli strákarnir hans Elton John endi ekki gott keppnistimabil með sigri. Ég ætla allavega að spá því, en tvitryggja með jafntefii. Watford vann sinn stærsta sigur í vetur gegn Derby heima, 6—1. lsí; Gunnar Þjóðólfsson Gunnar náði bestum árangri í síðustu viku og bætti við sig 20 stigum. Hefði hann fyllt út kerfið skv. spá sinni hefði hann hlotið 11 rétta. Gylfi Gautur Pétursson Gylfi missti forystuna til Gunnars en náði þó þremur föstum, þremur U-merkjum og hálf- tryggða leiknum réttum. Samtals 16 stig. 31 30 8 The Football League .eikir 15. mal 1982 1 Arsenal - South’pton 2 Aston Villa - Everton 3 Coventry - Birming'm 4 Ipswich - Nott’m For. 5 Leeds - Brighton 6 Liverpooi - Tottenham 7 Ivian. Unitod - Stoke 8 Notts County - V7.B A. 9 Sundcrland - Man City 10 Swansea - Middlesbro 11 Woives - Wost Ham 12 Dcrby - Watlord f> The Footbalt League Leikir 15. mal 1982 1 Arsennl - South’pton 2 Aston Villa - Everton 3 Coventiy - Birming’m ‘1 Ipswich - Nott’m For. 5 Leeds - Brlgl.ton 6 t.iverpoc - Tottenhrm 7 Man. United - Stoke 8 Notts County - W 3.A. 9 Sunderland - Ma.n City 10 Sv/arsca - Middlosbro 11 Wolves - West Ham 1? Drrby - Watford Ari Gunnarsson Ari fékk 14 stig fyrir þrjá fasta leiki, tvö U- merki og hálftryggða leikinn. Nú er síðasta tækifærið til að rétta sinn hlut. Magnús Ingimundarson Magnúsi gekk illa með föstu leikina en heldur þó í við toppmennina. Hann hafði tvo fasta og fjögur U-merki rétt og fékk 14 stig. 25 27 © The Football League Leiklr 15. mai 1982 1 Arsenal - South’pton 2 Aston Villa - Everton 3 Coventry - Birmi.ng’m •f Ipswich - Nott’m For. 5 Leeds - Brighton 6 Liverpool - Tottenham 7 Man. United - Stoke 8 Notts County - W.B.A. 9 Sunderland - M ;n City 10 Swansca - Mid'Jlesbro 11 Woives - West Ham 1? Derby - Watlord © The Foolball t.eague Leikir 15. mai 1982 1 Arsenal - South’pton 2 Aston Villa - Everíisn 3 Coventry - Birmmg'm 'I Ipswich - Nott'rr. For. 5 Leeds - Brighton 6 Livcrpool - Tottanham 7 Man. United - Stoke 8 Notts County - W.B.A. 9 Sunderland - M.;n City 10 Swansea - Middiesbro 11 Wolvas - West Ham 12 Derby - Watford Asgeir skrifaði undir hjá Stuttgart á laugardaginn ÁSGEIK Sigurvinsson skrifaði um helgina undir samning við vestur- þýska knattspyrnufélagið Stuttgart eins og íað var að í Mbl. fyrir helg- ina. Lita forráðamenn félagsins á Ásgeir sem eftirmann Hansa Miiller sem seldur var til ítaliu fyrir miklar fjárupphæðir. Má þvi fastlega búast við því að Ásgeir fái betra tækifæri og fleiri til að sýna hvað i honum býr en hjá Bayern Miinchen. Stuttgart er eitt af bestu knatt- spyrnuliðum Vestur-Þýskalands og með því leika margir þekktir og snjallir knattspyrnumenn. Má þar fremsta telja Karl-Heinz og Bernd Förster, tvíburabræðurna, og þá Dieter Miiller og Ilidier Six, sem er franskur landsliðsmaður. Síðasta tækifærið Nú er komið að lokum glæsi- legustu vertíðar í sögu Getrauna. Salan hefur aukist gífurlega og vinn- ingarnir hækkað að sama skapi. Margoft hefur fyrsti vinningur verið hátt á annað hundrað þúsund og eru þeir víst fáir sem ekki munar um slíka búbót. Líklegt er að „potturinn’’ verði með allra stærsta móti í þessari viku því margir ætla sér að ná nú i þann stóra, sem af einhverjum orsökum hefur ekki komið í vetur. Árni ráðinn aðstoðarþjálfari KR-ingar hafa ráðið Árna Steins- son til aðstoðar Hólmberti Friðjóns- syni við þjáifun meistaraflokks. Árni hefur leikið með öllum flokkum fé- lagsins, m.a. meistaraflokki, þar til hann lenti í erfiöum meiðslum. Þá hefur hann annast þjálfun yngri flokka með góðum árangri. Valsmenn bjóða í kaffisopa í dag, 11. maí, er afmælisdagur V'als. í tilefni dagsins er öllum Vals- mönnum og velunnurum félagsins boðið til kaffidrykkju í félagsheimil- inu við Hliðarenda kl. 16.30 í dag. Aðalfundur hjá knatt- spyrnuþjálfurum Næstkomandi fimmtudag verður knattspyrnuþjálfarafélag íslands með aöalfund sinn. Fundurinn verð- ur í veitingahúsinu Ártúni og hefst stundvíslega kl. 21. Venjuleg aðal- fundarstörf. Áriðandi er aö allir knattspyrnuþjálfarar fjölmenni á fundinn. Heimir í Stjörnuna HEIMIR Karlsson, handknattleiks- maður úr Víkingi, hefur tilkynnt fé- lagaskipti yfir í Stjörnuna í Garðabæ og mun hann leika með liðinu í 1. deild á næsta keppnistímabili. Heimir hefur lengst af vermt vara- mannabekk Vikings og næstum eng- in tækifæri fengið með aðalliðinu. Y'æntanlega hefur Stjarnan þó not fyrir krafta hans í hinni hörðu baráttu sem framundan er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.