Morgunblaðið - 11.05.1982, Síða 48
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982
Einvígi Liverpool og Ipswich
færist enn verulega í aukana
- en staða Liverpool verður þó ad teljast mun betri
LOKASPRETTUR Liverpool og Ipswich heróist meó hverjum leiknum sem
lióin leika og fyrir nokkru hættu önnur lið að koma til greina sem meistarar.
Lióin unnu bæði útisigra á laugardaginn, frekar ósannfærandi sigra reyndar,
en um slíkt er ekki spurt þegar upp er staóió. Staða Liverpool er ívið betri en
staóa Ipswich, líóiö hefur tveggja stiga forystu og hefur leikið einum leik
færra. Hins vegar er deginum Ijósara, aö ekkert má út af bregöa hjá
Liverpool ef Ipswich á ekki að skjótast fram úr. Meira fjör er aö fylgjast með
fallbaráttunni, en eins og venjulega er þar grimmilega barist um stigin. Þá er
hart barist um UEFA-sætin og fleiri lið kölluð en útvalin. Verður ekki útséð
hvaða félög hreppa hnossið fyrr en mótinu lýkur. En litum á úrslit leikja i 1.
deildinni, áður en lengra er haldið:
• Leikmenn Tottenham eiga góða möguleika á því að hreppa þriðja sætið í
1. deild og liðið hefur staðið sig furðu vel að undanförnu miðað við að margir
af lykilmönnum liðsins eru meiddir.
1. DEILD:
Birmingh. - Liverpool 0-1
Brighton - Ipswich 0-1
Everton - Wolves 1-1
Man. City - Coventry 1-3
Borough - Arsenal 1-3
Nott. Forest - Swansea 0-2
Southampton - Sunderl. 1-0
Stoke - N. County 2-2
Tottenham - Leeds 2-1
WBA - Aston Villa 0-1
West Ham - Man. Utd. 1-1
Einvígið
Liverpool sótti Birmingham
heim og heimaliðið er í mikilli
fallhættu og skeinuhættara fyrir
vikið. Liverpool marði sigur í
leiknum, Ian Rush, sá mikli
markaskorari, skoraði sigurmark-
ið með góðu skoti á 49. mínútu
leiksins. Birmingham sótti mjög í
fyrri hálfleik, en vörn Liverpool
stóðst áhlaupin. Eftir mark Ian
Rush sótti enn í sama farið, og
Bruce Grobbelar í marki Liverpool
varð nokkrum sinnum að taka á
honum stóra sínum til að bjarga
stigunum sem í húfi voru.
A sama tíma beið Brighton
lægri hlut fyrir Ipswich í lélegum
leik. Sjötti ósigur Brighton í sjö
síðustu leikjum liðsins. Paul Mar-
iner var með á nýjan leik eftir að
hafa meiðst á ökla og misst úr
nokkra leiki fyrir vikið. Hann
skoraði sigurmarkið af mjög
stuttu færi eftir undirbúning
þeirra Arnold Muhrens og Alan
Brazils, sem voru frábærir í liði
1. DEILD
Uverpool 39 25 7 7 76 30 82
IfKwictt Town 40 25 5 10 72 49 80
Manchester 40 20 12 8 54 29 72
lottenham 38 20 10 8 63 39 70
Swansea C’ity 40 21 6 13 57 46 69
Araenal 40 19 10 11 43 35 67
Southampton 41 19 9 13 71 63 66
Kverton 41 16 13 12 54 49 61
Man. C’ity 41 15 13 13 49 49 58
West Ham 40 14 15 11 63 53 57
A*ton Villa 40 14 12 14 51 51 54
Brighton 41 13 13 15 42 50 52
NotL Foretrt 40 13 12 15 37 47 51
C'oventry 41 13 11 17 56 61 50
.Notts ('ounly 40 13 8 19 60 66 47
Stoke C'ity 40 11 8 21 41 61 41
Sonderiand 41 10 11 20 37 58 41
Kirmingham 40 9 13 18 49 58 40
WBA 38 9 11 18 42 50 38
l>eeds Utd. 39 9 11 19 34 55 38
Wolvea 41 9 10 22 30 62 37
Middleshr. 39 6 14 19 31 51 32
2. DEÍLD
Loton 39 23 12 4 79 41 81
Watford 41 23 11 7 74 39 80
Norwieh 41 22 5 14 63 48 71
Kotherham 41 20 7 14 64 51 67
Sheffield Wed.41 19 10 12 53 50 67
<4I'R 40 20 6 14 62 39 66
Harn.shv 41 19 9 13 58 40 66
Leieester 39 18 11 10 55 43 65
Newcjertle 41 17 8 16 50 49 59
Klackburn 41 16 10 15 46 42 58
rhefeea 41 15 11 15 59 59 56
(Mdham 41 14 14 13 47 51 56
C'harlton 42 13 12 17 50 65 51
< amhridge 41 13 9 19 47 51 48
Bolton 42 13 7 22 39 61 46
( rjdUI l'alare 40 12 9 19 31 42 45
Derby ('ounty 41 11 12 18 50 66 45
Shrewahury 41 1) 12 18 37 57 45
(■rimnby 40 10 13 17 51 63 43
('ardiff 40 11 8 21 42 58 41
Wrexham 40 10 11 19 36 52 41
Orient 40 9 9 22 33 58 36
Ipswich. Markið skoraði Mariner á
26. mínútu eftir eina af ágætum
skyndisóknum Ipswich. Annars
sótti Brighton meira án þess þó að
sýna sannfærandi leik eða skapa
sér umtalsverð færi.
Fleiri einvígi
Fleiri einvígi eru í gangi. Þau
eru ekki síður harðvítug þar sem
UEFA-sætin eru í veði og enn eru
fleiri lið kölluð en færri útvalin.
Man. Utd. hélt þriðja sætinu i
deildinni með því að ná stigi á
Upton Park gegn West Ham í fjör-
ugum leik. Fyrri hálfleikurinn var
markalaus, en David Cross náði
fljótlega forystunni fyrir West
Ham í síðari hálfleik. Leikmenn
og áhangendur liðsins fögnuðu
forystunni í aðeins átta mínútur,
en þá jafnaði miðvörðurinn sterki,
Kevin Moran, með þrumuskalla.
Þriðja sætið virðist allt annað
en tryggt hjá United, sérstaklega
er lið Tottenham í ágætri aðstöðu
til að hirða sætið af liðinu og það
steig ákveðin skref í þá átt með
því að sigra Leeds 2—1. Leikur lið-
anna á White Hart Lane var þóf-
kenndur og oft grófur, Leeds-liðið
reyndar frægt fyrir slíkt og ekki
síst nú þegar falldraugurinn knýr
að dyrum félagsins. Kenny Burns
skoraði makalaust sjálfsmark á
13. mínútu leiksins, hugðist
hreinsa frá marki sínu, spyrnti
knettinum hátt í loft upp, en slík-
ur var snúningurinn á knettinum
að hann skrúfaðist í boga aftur á
bak og hafnaði í neti Leeds. Frank
Worthington jafnaði með laglegu
marki snemma í síðari hálfleik, en
Garry Brooke skoraði sigurmarkið
á 67. mínútu með þrumuskoti af 10
metra færi. Þriðja mark Brooke á
fjórum dögum, en hann skoraði
bæði mörk Tottenham í sigurleik í
vikunni. Fram að því hafði hann
ekkert fengið að leika með aðallið-
inu á þessu keppnistímabili, en
fékk möguleika vegna meiðsla hjá
mörgum lykilmönnum liðsins.
Arsenal, Southampton og
Swansea ætla ekki að gefa eftir
möguleika sína á UEFA-sætum og
því til áréttingar unnu þau öll
leiki sína á laugardaginn. South-
ampton fékk Sunderland í heim-
sókn og sigraði með marki Dave
Armstrong átta mínútum fyrir
leikslok. Leikurinn var þófkennd-
ur og Sunderland reyndi mjög að
verjast vegna fallhættunnar og
gerði það lengst af vel. Þó fór að
halla undan fæti hjá liðinu, er Rob
Hindmarch var vikið af leikvelli
fyrir að brjóta gróflega á Mick
Channon, aðeins 15 mínútum áður
en Armstrong skoraði sigurmark-
ið. Sunderland er enn í mikilli
fallhættu, en önnur lið standa þó
verr að vígi.
Arsenal fór létt með Middles-
broguh þó leikið væri á heimavelli
Boro. Mick Baxter færði heimalið-
inu forystu mjög snemma í leikn-
um, en Arsenal náði smám saman
góðum tökum á leiknum. Brian
Talbot jafnaði fimm mínútum
fyrir leikhlé og þeir Paul Davis og
Graham Rix gerðu svo út um leik-
• lan Rush skoraði sigurmark Liv-
erpool.
inn fyrir Arsenal með mörkum
sínum í síðari hálfleik.
Og Swansea vann athyglisverð-
an sigur á útiveili gegn Forest,
sem reyndar hafði ekki unnið einn
einasta af sjö síðustu heimaleikj-
um sínum. Robbie James skoraði
bæði mörk Swansea, það fyrra eft-
ir aðeins 90 sekúndur, en það síð-
ara aðeins tveimur mínútum fyrir
leikslok. Það er farið að halla und-
an fæti hjá Forest, en liðið varð
meistari 1978. Aðeins 15.000
manns sáu leik liðsins gegn
Swansea, minnsti áhorfendafjöldi
síðan liðið vann aftur sæti sitt í 1.
deild um árið. Þá hefur annar af
tveimur framkvæmdastjórum
liðsins hætt, Peter Taylor. Og
þetta áður mikla sóknarlið hefur
aðeins skorað 37 mörk í 40 leikjum
og svamlar í miðri deild.
Fallkandídatar
Úlfarnir geta vart annað en
fallið, eins og staðan er eftir að
liðið náði aðeins jafntefli gegn Ev-
erton í leik sem liðið hreinlega
varð að vinna til að eiga einhvern
snefil af möguleika. Wayne Clarke
skoraði fyrir liðið snemma i leikn-
um og eftir það lögðust leikmenn
liðsins í nauðvörn. Peter Eastoe
tókst að jafna fyrir leikhlé, en
fleiri urðu mörkin ekki, þrátt fyrir
• l’aul Mariner skoraði sigurmark
Ipswich.
að stórsókn Everton gengi eins og
brotsjór að marki Wolverhamp-
ton.
Stoke er einnig í mikilli hættu
og liðið kastaði frá sér mjög
sterkri stöðu gegn Notts County.
Eftir aðeins 25 mínútur var stað-
an orðin 2—0 fyrir Stoke. Dave
Watson skoraði fyrst, síðan Paul
McGuire. En Trevor Christie
minnkaði muninn úr vítaspyrnu á
38. mínútu og fyrirliðinn Pedro
Richards potaði inn jöfnunar-
markinu fyrir NC á síðustu mín-
útu leiksins.
Þá er WBA í mikilli fallhættu
og staða liðsins versnaði er liðið
tapaði á heimavelli fyrir ná-
grannaliðinu Aston Villa, áttundi
ósigur WBA í níu síðustu leikjun-
um. Pat Heard skoraði sigurmark
Villa seint í leiknum, nokkru eftir
að Cyrille Regis var rekinn út af
fyrir að sparka í Ken McNaught.
NcNaught var bókaður fyrir að
brjóta á Regis, en WBA-miðherj-
inn fékk að fjúka fyrir hefnd sína.
Loks var í 1. deild viðureign
Man. City og Coventry, leikur sem
hafði litla þýðingu fyrir liðin. En
Coventry hefur sótt sig mjög að
undanförnu og liðið vann þræigóð-
an sigur gegn City. Reyndar virt-
ust leikmenn City ekki hafa neinn
stórbrotinn áhuga á því að leika
þennan leik. Steve Whitton, sem
skoraði tvívegis i síðustu viku
gegn Southampton í 5—5 leiknum
fræga, var enn á ferðinni og gerði
enn betur, skoraði öll mörkin í
3—1 sigri Coventry. Mörkin skor-
aði hann á 5., 6. og 70 mínútum
leiksins, en Trevor Francis skoraði
eina mark City rétt fyrir leikslok.
2. DEILD:
Barnsley 3 (Birch, Aylott, Walker)
- QPR 0.
Bolton 3 (Chandler, Gowling,
Henry) — Sheffield W. 1 (Curran).
Cambridge 4 (Spriggs, Reilly 2,
Streete) — Charlton 0.
Cardiff 0 — Cr. Palace 1 (Mabb-
utt):
Chelsea 1 (Walker) — Luton 2
(Antic, Stein).
Newcastle 3 (Brownlie, Waddle,
Varadi, Trewick) — Wrexham 2
(Edwards, Hill).
Norwich 2 (Bertchin, Bennett) —
Orient 0.
Oldham 1 (Wylde) — Derby 1
(Wilson).
Rotherham 4 (Green 2, McEwan,
Moore) — Blackburn 1 (Fazac-
erly).
Shrewsbury 2 (Cross 2) —
Grimsby 0.
Watford 3 (Barnes 2, Blissett) —
Leicester 1 (Lynex).
Eins og sjá má af stöðunni í 2.
deild, er geysilega hart barist um
þriðja sætið, sem fylgir seta í 1.
deild að hausti. Luton og Watford
hafa þegar tryggt sér sæti í 1.
deild, en Norwich, QPR og Leicest-
er eru liðin sem bítast um þriðja
sætið. Þau hafa leikið mismarga
leiki og ógerningur er að segja til
um hvernig rimmu félaganna
lyktar. Þó eru úrslit laugardagsins
athyglisverð: Norwich vann góðan
sigur á sama tíma og hin liðin tvö
töpuðu stórt.
England, 3. deild:
Bristol R. — Plymouth 2-3
Bumley — Walsall 2-1
Chester — Lincoln 1-2
Doncaster — Fulham 2-1
Exeter — Southend 1-1
Gillingham — Oxford 2-1
Huddersfield — Brentford
1-1
Millwall — Portsmouth 1-0
Preston — Chesterfield 2-0
Reading — Carlisle 2-2
Swindon — Newport 1-1
Wimbledon — Bristol C. 0-0
England, 4. deild:
Bradford — Bournemouth
2-2
Hartlepool — Bury 1-0
Hereford — Crewe 4-1
Hull — Rochdale 2-1
Scunthorpe — Darlington 1-1
Sheffield U. — Peterbrough
4-0
Tranmere — Port Vale 1-2
Wigan — Mansfield 3-1
Colchester — Stockport 0-1
York — Halifax 4-0
Ítalía:
Avellino — Cagliari 1-4
Bolognia — Inter 3-1
Como — Cesena 2-1
Fiorentina — Udinese 3-0
Genoa — Catanzarro 2-0
Juventus — Napólí 0-0
AC Milano — Torino 0-0
Roma — Ascoli 2-1
Barátta Juventus og Fior-
entina er nú í algleymingi,
iiðin eru jöfn að stigum, bæði
hafa 44 stig, en markatala
Juventus er aðeins skárri,
47—14 gegn 36—17. Ein um-
ferð eru eftir.. Roma er í 3.
sætinu með 36 stig, Napólí
hefur 34 stig.
>1