Morgunblaðið - 11.05.1982, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982
35
Enn eykst kosninga-
skjálftinn í Garðinum
Athugasemd við athugasemd við frétt
Ólafur Sigurðsson, 4. maður á
lista I-listans í Garðinum, sendir
undirrituðum glósu í Morgunblað-
inu 6. maí sl. Þar sem fréttin virð-
ist hafa farið ofan garðs og neðan
hjá Ólafi og þar sem hann vænir
mig um hlutdrægni, sé ég mig
knúinn til að leggja orð í belg enda
þótt það sé ekki vani minn að
munnhöggvast við menn í blaðinu.
Frétt mín fjallaði um kosn-
ingaskjálfta og var um kosn-
ingaskjálfta. Ólafur skildi bara
ekki fréttina. I-listinn hafði opnað
kosningaskrifstofu og gefið út
málgagn. H-listinn var í þann veg-
inn að opna skrifstofu og eftir því
sem ég kemst næst eru þeir með
blað í farvatninu. Þá hefir verið
ákveðinn fundur þar sem báðar
fylkingarnar etja fram sameigin-
lega frambjóðendum sínum. Þetta
kallaði ég kosningaskjálfta.
Hvar kjörstaðurinn verður
skiptir mig í sjálfu sér litlu máli.
Það sem ég sagði um kjörstað var
að kosið hafi verið í samkomuhús-
inu sl. 20 ár og það ekki að ástæðu-
lausu því þar eru aðstæður til
talningar að kosningum loknum
fþJög góðar. Það er svo rétt að
Ólafur ræður því hvar kosið er en
einkennilegt finnst mér samt að
hafa kjörstaðinn beint á móti
kosningaskrifstofu andstæð-
inganna.
Þegar kosið var síðast var ég
ekki í þorpinu en mér hefir verið
tjáð að skemmtileg stemmning
hafi verið í samkomuhúsinu kosn-
ingakvöldið á meðan talning stóð
yfir. Ég var að vona að þannig yrði
það einnig nú. Fullyrðing mín að
ekki sé hægt að telja í skólanum
var eftir einum af kjörstjórnar-
mönnum sem ég hitti á förnum
vegi. Hann sagði að vísu ekki að
það væri ómögulegt en illmögu-
legt. Satt að segja hélt ég að það
væri kjörstjórnar að ákveða hvort
talið yrði fyrir opnu húsi eða ekki.
En auðvelt er að gera þeim svo
erfitt fyrir að út líti að þeirra sé
ákvörðunin um lokaða talningu.
Ólafur segir að ástæðan fyrir
því að skólinn var valinn sem
kjörstaður var að búið var að
leigja samkomuhúsið. Auðvitað
ræður fyrirtækið Garðskagi því
hvenær það heldur árshátíð en
timavalið finnst mér einkennilegt
og kæmi mér ekki á óvart að þeir
óskuðu eftir því að fá tímanum
breytt ef þeir hafa ekki nú þegar
gert það. Kvenfélagið hefur und-
anfarna kosningadaga haft kosn-
ingakaffi í samkomuhúsinu — af
hverju eru þær fyrir einmitt nú?
Kvenfélagið er og verður ópóli-
tískt félag þar sem H- og I-konur
vinna saman hlið við hlið og vona
ég að I-listamenn fari ekki að
reyna að setja neinn fleig þeirra í
milli. Það má líka athuga hvert
málefnið er sem þær eru að safna
til að þessu sinni — það er
kannski einhver ástæða til að
færa kjörstaðinn? Þær eru að
safna fyrir málningu til að mála
kirkjuna okkar. Mér er sagt að I-
listinn hafi lofað því að taka kirkj-
una í gegn á síðasta kjörtímabili.
Kirkjan er nú í niðurníðslu og svo
einkennilega vill til að síðast þeg-
ar hún var máluð (2—3 ár síðan)
að utan voru það meðal annarra
fimm efstu menn á lista H-listans
sem unnu að verkinu í sjálfboða-
vinnu.
Ég skal viðurkenna að ég fór
ekki rétt með nafngift I-listans en
það eru óháðir borgarar. Þó held
ég að öllum sem til þekkja sé ljóst
að það eru vinstri öflin svokölluðu
sem standa að mestu leyti að
framboðinu og ekki trúi ég því að
Ólafur Sigurðsson skammist sín
fyrir að standa að framboði
vinstri manna.
Að lokum vil ég benda Ólafi á
það að á mínum bæ er hvorki
pabba- né hjónapólitík stunduð.
Ég ræð því ennþá a.m.k. hvorn
listann ég kýs en það hefi ég ekki
ákveðið ennþá og það vita
H-listamenn. Þeir eiga ekki mitt
atkvæði nema ég sé ánægður með
hvá'ð þeir ætla að gera við út-
svarspeningana mína. Ég borga
nefniíega góða summu til hrepps-
ins ár hvert. Hjá H-listanum tíðk-
ast að halda fundi með fólkinu í
byggðarlaginu, að vísu nokkuð
óreglulega, og heyra frá fólkinu
hvað á að gera og hvað ekki. í dag
tíðkast nefnilega að leyfa fólkinu
að vera með í ákvarðanatöku en
ekki teknar ákvarðanir neðanjarð-
ar í fámennum klíkum.
Garði, 8. maí,
Arnór Ragnarsson.
Fyrirbyggjandi
ráö gegn leka:
Aquaseal
Aquaseal 5. Alhliða þéttiefni á
steinsteypu, bárujárn, asbest,
pappa og fleiri efni.
Gott og ódýrt efni, blandað
tjöru.
Hentugt á lárétta sem lóðrétta
fleti. Tilvalið á sökkla.
Aquaseal 66.Góð utanhússvörn
sem inniheldur Silicone.
Efni þetta myndar sterka vatns-
verjandi húð á flestar tegundir
steins.
^TERPROOFlN-
forroofs
EXTERIOR
d WATER
\ REPELLENT
I for wails
tJ“ni»rrs SM 8801»
contents S litre
110 imp gaiion
Rétt ráð gegn raka
Hbúðin
Grensásvegi 5, Sími: 84016
Skil-útsölustaðir
Rafmagnsmhandverkfæri
REYKJAVIK:
JL byggingavörur,
Gos hf.,
SÍS byggingavörur,
Verslunin Brynja.
HAFNAR-
FJÖRÐUR:
Rafbúö Skúla Þórssonar.
KEFLAVIK:
Raft. Reynis Ólafssonar.
AKUREYRI:
Raforka hf.,
Handverk.
ÍSAFJÖRÐUR:
K/F ísfiöinga,
Straumur hf.
STYKKIS-
HÓLMUR:
Verslunin Húsiö.
SIGLUFJÖRDUR:
Verslunin Ögn.
HÚSAVÍK:
K/F Þingeyinga.
HÓLMAVIK:
K/F Steingrímsfjaröar.
AKRANES:
Málningarþjónustan,
Gler & Málning.
VESTMANNA-
EYJAR:
Rafeind sf.
EGILSSTAÐIR:
Verslunin Skógar.
FALKINN
Suðurlandsbraut 8.
Sími 84670.
15.—28. júní — Rútuferö um fagra og söguríka
staöi. Oslo — Hallingdal — Hönefoss — Geilo —
Hardanger — Kinsarvik 0— Bergen — Lervik —
Haugesund — Stavanger — Mandal — Krist-
iansand — Arendal — Sandefjord — Oslo
Kr. 9.400 meó hálfu fæði
URVAL
Vid Austurvöll — Simi 26900.
Umboðsmenn um land allt