Morgunblaðið - 11.05.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ1982
37
Atvinnumiðlun námsmanna:
5 til 600 stúdentar
leita þangað árlega
MÁNUDAGINN 3. mai tók atvinnu-
miðlun námsmanna til starfa. At-
vinnumiðlun námsmanna gegnir
mikilvægu hlutverki og reynsla síð-
ustu ára sýnir ótvírætt að mikil þörf
er fyrir hana. Mikill fjöldi náms-
manna og atvinnurekenda hefur leit-
að á náðir AN og flestir fengið full-
nægjandi úrlausn sinna mála. Á
hverju ári leita 500—600 stúdentar
til miðlunarinnar og má búast við
enn meiri fjölda í sumar.
Áætlað er að tveir starfsmenn
starfi við atvinnumiðlunina i
sumar. AN er til húsa í Félags-
stofnun stúdenta, Stúdentaheimil-
inu við Hringbraut, og verður hún
opin alla vika daga frá 9—17.
Símanúmer AN er 15959.
Þau samtök sem að atvinnu-
miðluninni standa eru Stúdenta-
ráð Háskóla íslands (SHÍ), Land-
samband mennta- og fjöíbrauta-
skólanema (LMF), Bandalag ís-
lenskra sérskólanema (BÍSN) og
Samband íslenskra námsmanna
erlendis (SÍNE). Innan SHÍ,
SÍNE, BÍSN og LMF eru nemend-
ur úr flestum framhaldsskólum að
loknum grunnskólum.
Flokksstjórn
Alþýðuflokksins:
Mótmælir með-
ferð á hús-
byggjendum
FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokksins
mótmælir harðlega þeirri hörmulegu
meðferð, sem húsbyggjendur og hús-
næðislánakerfið hefur hlotið af hálfu
rikisstjórnarinnar, segir í fréttatilkynn-
ingu frá flokksstjórnarfundi Alþýðu-
flokksins, sem haldinn var 19. apríl
síðastliðinn.
Ríkisstjórnin hefur skert framlög
í húsnæðislánakerfið um 47% og
tekið þessar tekjur í eyðsluhít sína.
Þessum tekjustofnum á ríkið að
skila aftur til húsnæðislánakerfisins
í stað þess að knýja á um nýjar
Lára Gunnvör Friðjónsdóttir starfsmaður atvinnumiðlunarinnar á skrifstof- skattaálögur í formi skyldusparnað-
unni skráir námsmann í atvinnuleit. ar, sem engan vanda leysir.
Sjúkrarúmum
fjölgar um 3,7%
Á SÍÐUSTU vikum hefur ráðuneytið
gefið út rekstrarleyfi til nokkurra
nýrra sjúkrastofnana og leyfi til
breytinga á öðrum, segir í fréttatil-
kynningu frá heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytinu.
Alls er hér um að ræða rými
fyrir um 140—145 vistmenn.
Rýmin skiptast þannig eftir
stofnunum:
1. Hjúkrunarheimilið við Snorra-
braut fyrir 44 vistmenn.
2. Hjúkrunarheimili aldraðra,
Kópavogi, fyrir 37 vistmenn.
3. Hvítabandið, Reykjavík, legu-
deild og dagdeild, fyrir 20—25
vistmenn.
4. Dvalar- og hjúkrunarheimili á
Ólafsfirði fyrir 25 vistmenn.
5. Bæklunarlækningadeild á FSA
fyrir 15 vistmenn, en þar verð-
ur einnig tekin í notkun ný
skurðdeild og gjörgæsludeild.
Fyrir þessa aukningu voru
sjúkrarúm í landinu 3885, þar af
vegna langlegu um 1340. Aukning-
in er um 3,7%.
Eftir aukninguna verður heild-
arfjöldi sjúkrarúma rúmlega 4000.
Ný bók frá
bókaklúbbi AB:
„Straumhvörf
í Stalingrad“
MÁNUDAGINN 3. maí tók atvinnu-
miðlun námsmanna til starfa. At-
vinnumiðlun námsmanna gegnir
mikilvægu hlutverki og reynsla síð-
ustu ára sýnir ótvírætt að mikil þörf
er fyrir hana. Mikill fjöldi náms-
manna og atvinnurekenda hefur leit-
að á náðir AN og flestir fengið full-
nægjandi úrlausn sinna mála. Á
hverju ári leita 500—600 stúdentar
til miðlunarinnar og má búast við
enn meiri fjölda í sumar.
Áætlað er að tveir starfsmenn
starfi við atvinnumiölunina í
sumar. AN er til húsa í Félags-
stofnun stúdenta, Stúdentaheimil-
inu við Hringbraut, og verður hún
opin alla vika daga frá 9—17.
Símanúmer AN er 15959.
Þau samtök sem að atvinnu-
miðluninni standa eru Stúdenta-
ráð Háskóla íslands (SHÍ), Land-
samband mennta- og fjölbrauta-
skólanema (LMF), Bandalag ís-
lenskra sérskólanema (BÍSN) og
Samband íslenskra námsmanna
erlendis (SÍNE). Innan SHÍ,
SÍNE, BÍSN og LMF eru nemend-
ur úr flestum framhaldsskólum að
loknum grunnskólum.
• :
Peir Helgi og
Gunnar bera Mor]
unblaðið á Túngöt-
una, hverfi II.Þeir
vinna sér inn góðan
vasapening og sjátil
þess að blaðið berist þér í
hendur stundvíslega á hverjum morgni.
Allir blaðberarnir okkar standa fyrir
sínu hvernig sem viðrar og við erum stoltir
af þeim.
Það eigum við reyndar sameiginlegt með
áskrifendum okkar, því í nýlegri könnun
meðal þeirra kom fram að ekki færri en
88,7% segja blaðið berast sér nægjanlega
snemma í hendur.
(Þeir bræður álíta að
11,3% fari of snemma
áfætur ámorgnana).
Þó að við teljum
þetta góð meðmæli, þegar
þess er gætt hve erfitt er
að gera öllum til hæfis í svo vandmeðfarinni
þjónustu, þá ætlum við að halda vöku okkar
og reyna að gera enn betur í framtíðinni.
Markmiðið er að allir séu ánægðir,
við með góða blaðbera, þeir með starfið
og þú með blaðið þitt.
Blaðið sem þú vaknar við!