Morgunblaðið - 02.07.1982, Side 12

Morgunblaðið - 02.07.1982, Side 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚLl 1982 Liö íþróttabandalags Ketlavíkur. Efsta röð fré vinstri: Marinó Einarsson, Daníel Einarsson, Ólafur Júlíusson, borsteinn Bjarnason, Ólafur Birgisson, Gísli Eyjólfsson, Ragnar Margeirsson og Karl Hermannson, þjálfari. Mióröó frá vinstri: Kári Gunnlaugsson, Kristinn Jóhannsson, Einar Ásbjörn Ólafsson, Siguróur Björgvinsson, Rúnar Georgsson og Hermann Jónasson. Fremsta röó fré vinstri: Ingiber Óskarsson, Ingvar Guómundsson, Óli Þór Magnússon og Magnús Garðarsson. íþróttabandalag Keflavíkur íþróttabandalag Keflavíkur hefur fjórum sinnum oröið íslandsmeistari í knattspyrnu. Fyrst áriö 1964 og síöan árin 1969, 1971 og 1973. í upphafi síöasta áratugs voru þeir meö geysisterkt liö og unnu 1. deildina með miklum glæsibrag undir stjórn Eng- lendingsins Joe Hooley. Síöustu ár hafa Keflvíkingar veriö i nokkurri lægö en nú eru þeir aftur komnir með efnilegt liö sem gæti átt eftir aö gera góöa hluti. Liöiö hefur þrisvar oröiö sigurvegari í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu, árin 1962, 1957 og síöan í fyrra. Áriö 1975 urðu Keflvíkingar sigurvegarar í Bikarkeppni KSÍ og er þaö í eina skiptiö sem þeir hafa sigraö í þeirri keppni. ÍBK er nú í neöri hluta 1. deildar, ef hægt er aö skipta henni niöur, þar sem hún er mjög jöfn, en þeir eiga ekki minni möguleika en aörir á aö veröa ofarlega í deildinni. Þeir hafa sýnt þaö í sumar aö þeir geta leikiö ágæta knattspyrnu, liöiö er meö trausta vörn þar sem Þorsteinn Bjarnason mark- vöröur er aöalmaöurinn. Miöjumennirnir eru miklir baráttukarlar og ágætlega spil- andi og framlína þeirra er mjög skemmtileg og léttleikandi. Ragnar Margeirsson, Óli Þór Magnússon og gamla kempan Ólafur Júlíusson ráöa þar ríkjum. Keflvíkingar hafa oft tekiö þátt í Evrópu- mótunum í knattspyrnu og einu sinni kom- ist í aöra umferð. Þaö var árið 1979 eru þeir sigruöu sænska liöiö Kalmar í 1. um- ferö en voru slegnir út í næstu umferð af tékkneska liöinu Brno. 1972 léku þeir gegn stórliöinu Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliöa og töpuöu aöeins meö einu marki gegn engu í Reykjavík og þóttu þaö aö sjálfsögöu stór tíöindi. Hamburger SV kom til islands 1976 og lék viö ÍBK í Evrópukeppni bikarmeistara og lauk þeim leik meö jafntefli, einu marki gegn einu, og var þaö einnig mjög góöur árangur hjá Keflvíkingum. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ1982 45 fif Lió UBK. Standandi f.v.: Frítz Kiaaing þjélfari, Gunnar Steinn Pálsson, Hékon Gunnarsson, Ólafur Björnsson, Helgi Helgason, Þórarinn Þórhallsson, Björn Þór Egilsson, Valdimar Valdimarsson, Ómar Rafnsson, Birgir Teitsson, Siguróur Grétarsson, Svavar Svavarsson, Þórir Gíslason, Pétur Ómar Ágústsson, formaður meistaraflokksréðs og Karl J. Steingríms- son formaöur knattspyrnudeildar UBK. Fremri röó f.v.: Theodór Guöfinnsson, Benedikt Guömundsson, Jóhann Grefarsson, Vignir Baldursson, Sigurjón Kristjénsson, Árni Dan Einarsson, Guðmundur Ásgeirsson, Sveinn Skúlason, Trausti Ómarsson, Helgi Bentsson, Sigurjón Rannversson og Þorsteinn Hilmarsson. Breiðablik í Kópavogi Breiöablik í Kópavogi hefur um nokkurra ára skeiö veriö í hópi bestu knattspyrnuliöa Islands. Ef litið er á feril liösins, kemur þó í Ijós aö sigrar liösins eru ekki margir. Liðið hefur til dæmis aldrei sigraö í 1. deildar- keppninni. Hins vegar hefur liöiö tvívegis sigraö í 2. deild eftir aö hafa falliö í hana. Þaö var fyrst áriö 1970 og síöan áriö 1979. Þaö var einkum eftir árið 1979, aö UBK hefur skotist upp sem eitt af knattspyrnu- stórveldunum hér á landi. Liöiö hefur síöan oröiö rómaö fyrir aö leika góöa knatt- spyrnu, oft þá bestu sem sýnd er, en upp- skeran hefur þó veriö rýrari en efni hafa staöiö til. Nú í sumar á liöiö ekki minni möguleika á því aö hreppa titilinn en önnur liö deildarinnar. Liöiö hefur reyndar veriö í öldudai aö undanförnu, en takist því aö rífa sig upp er þaö fullfært, aö blanda sér í toppbaráttuna, ekki síst þar sem islands- mótiö hefur aldrei veriö jafnara en einmitt nú. UBK hefur ekki reynst harösvíraö bikar- lið í gegn um árin, aöeins einu sinni hefur liðiö leikið til úrslita um bikarinn síöan sú keppni hóf göngu sína áriö 1960. Þaö var áriö 1971 og UBK mætti Víkingi í úrslita- leik. Hæðargarðsliöið fór meö sigur af hólmi, skoraði eitt mark gegn engu. Þá má geta þess, aö kvennaflokkur UBK er sá sterkasti sinnar tegundar á islandi, Blikadömurnar hafa hirt alla mögulega titla á síöustu árum og eru nú enn á ný efstar í 1. deild kvenna. Heimvöllur UBK er rómaöur. Er þaö fal- legasti grasvöllur landsins, enda búinn hitalögnum sem verja hann skemmdum. Aöstæöur fyrir íþróttafólk og fréttamenn eru hvergi betri, enda glatt á hjalla þegar vel gengur hjá liöinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.