Morgunblaðið - 02.07.1982, Side 22

Morgunblaðið - 02.07.1982, Side 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ1982 1982 UmvtfMl Pftn Svndimi. ^ -.J ^Veréur^u nokkurs uar er\r\pá T" ást er... I o ... að segja henni að hún sé falleg án and- litssnyrtingar. TM Reg U S Pat Otf — all riahts reserved •1982 Los Angetes Tlmes Syndicate Við töpuðum leiknum, en við bök- uðum þá á eftir og drukkum þá alla undir borðið. JUiiiU Áttu eld? Sjómaður skrifar: Kjör hinna láglaun- uðu aldrei eins slæm Það er mikið um umbrot á öllum sviðum þjóðfélagsins. Togaraflot- inn er rekinn með bullandi tapi. Verðbólga er komin yfir 50% og fer stig-hækkandi. Ríkisstjórnin held- ur áfram niðurgreiðslum til þess að falsa framfærsluvísitöluna. Hag- vöxtur hefur minnkað og skuldir okkar íslendinga hafa stóraukist. Svona mætti lengi telja, en það er spurning hvort nokkur hafi áhuga á þessum hlutum lengur. Ríkis- stjórnin hefur drepið niður allan áhuga fólksins á þjóðarbúinu í heild, og fólk er orðið sinnulaust fyrir öllum aðgerðum ríkisvaldsins. Hvernig stendur á því, að svona hefur farið þegar þessi ríkisstjórn var búin að iofa því að gera allt svo gott, og búin að heita þjóðinni því að koma verðbólgunni niður fyrir 30% ? Hvað hefur gerst? A.m.k. hefur hvorki verkalýðshreyfingin né sjómannasamtökin farið fram á mikið fram að þessu. Það hafa fjörkálfar Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni séð um, að halda öllu í skefjum, svo þessi rík- isstjórn mætti halda velli. Hinn láglaunaði hefur aldrei haft það eins slæmt og ástandið á eftir að versna all verulega, miðað við áframhaldandi horfur, ef ekki koma til miklar hugarfarsbreyt- ingar hjá verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum, í átt til réttlátra kauphækkana til handa þessum lágiáunuðu. Nú verður verkafólk að segja stopp og heimta það, að Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, láti án tafar af störfum og hans kollegar í Alþýðubandalaginu, og komi sér út úr Verkalýðshreyfing- unni. Það er orðið slæmt ástandið þegar ríkisstjórn hefur tangarhald bæði á verkalýðshreyfingunni og sjómannasamtökunum og notar það hald til þess að stemma stigu við of miklum kauphækkunum til handa þeim láglaunuðu, en lætur mennta- og iðnlært fólk hafa all- verulegar kauphækkanir. Þarna verður að snúa við dæminu og það í þessum samningum. Nú er ástand- ið slæmt hjá fiskveiðiflotanum og margir útgerðarmenn eru farnir að leggja skipum sinum frekar en að safna meiri skuldum. Þetta ástand hefur skapast út af rangri fiskveiðistefnu, stig-hækkandi Urdum fyrir slæmri trufl- un á þjóðhátíðardaginn Hr. Velvakandi. Við hér í Njarðvík héldum 17. júní hátíðlegan eins og aðrir ís- lendingar. Veður hér var ljómandi gott og hátíðarhöldin fóru í alla staði vel fram. Um kvöldið var að venju haldinn fjölskyldudansleik- ur í Stapa, þar sem mættu allir aldurshópar og skemmtu sér sam- an, börnin, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Engum datt í hug að koma þar undir áhrifum víns. Ástæðan til þess að ég skrifa þess- ar línur er sú, að á meðan á hátíðarhöldunum stóð (að degin- um) urðum við fyrir mjög slæmri truflun, svo ekki sé meira sagt. Þannig var að á meðan Fjallkonan flutti ávarp sitt, flugu herþotur hér lágt yfir byggðina, með svo miklum hávaða, að ekki heyrðist nærri því allt sem fjallkonan sagði. En þó tók út yfir þegar þjóðsöngurinn var sunginn. Þá flugu þotur aftur yfir og hreinlega yfirgnæfðu sönginn. Eg var svo gjörsamlega máttvana af reiði, að mér fannst þetta stórskemma daginn og hygg ég að svo hafi ver- ið um fleiri. Nú spyr ég þá, sem þessum málum ráða, hverjir sem það eru, er ekki hægt að koma í veg fyrir að þessi svívirða endur- taki sig? Ég get ekki annað en kallað það svívirðingu, að á þjóð- hátíðardeginum skuli erlendar herþotur endilega þurfa að vera á æfingarflugi, á meðan hátíðar- höldin standa yfir. Nóg er nú samt að hafa þennan ófögnuð yfir sér alla aðra daga ársins. Með von um að þessar línur komi fyrir augu réttra aðila. Reiður og sár Njarðvíkingur Beltisþulan er eftir Jórunni Guð- mundsdóttur Þann 29. júní bað 5241- 3834 um upplýsingar um Beltisþuluna, sem ort var árið 1923 við komu Alex- andríu drottningar. Belt- isþulan er eftir Jórunni Guðmundsdóttur, Arn- þórsholti í Lundarreykja- dal, Borgarfjarðarsýslu. Beltisþula Já, svona lítur ísland út, sýnast þér ekki falleg fjöllin? Á fjöllunum uppi byggja tröllin, þar eru háir huldusteinar og hamrar, er byggja dverga-sveinar, þeir árshring hverjan eru þar alltaf að smíða gersemar. Nú dvergajöfur sjálfur segir, hann sitji við á hverjum degi og ætli’ að setja saman band, semað þér gefi jökulland. Það kvað nú gert af góðu efni; þess gæðin helztu er bezt ég nefni: Af æðstu þrá hins fremsta svanna, af frelsishugsjón beztu manna, af sakleysi hins blíða barns, af móðurást og móðurtryggð, því mesta hnossi í alheimsbyggð. Ef stjörnur skinu skært á kvöldin, þá skreyttu þeir með því beltisskjöldinn. Þannig var myndað mittisband, sem minna skal þig á gamalt land. Virðingarfyllst, Jórunn Helga Ámundadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.