Morgunblaðið - 25.07.1982, Síða 5

Morgunblaðið - 25.07.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982 41 Bjarni E. Magnússon, fyrsti formað- ur Bátaábyrgðarfélagsins. Björn Guðmundsson, núverandi formaður. ins, og hafa eftirtaldir starfað í 10 ár eða lengur: Bjarni E. Magnús- son sýslum., Þorsteinn Jónsson al- þingism., Gísli Stefánsson kaupm., Gísli Engilbertsscn versl.stj., Þorsteinn Jónsson læknir, Erlend- ur Arnason trésmiður, Jón Ólafs- son útgerðarm., Guðmundur Ein- arsson útgerðarm., Jóhann Sig- fússon forstjóri, Jón í. Sigurðsson hafnsögum., Jónas Jónsson for- stjóri, Karl Guðmundsson útgerð- arm., Sighvatur Bjarnason skip- stjóri, Arsæll Sveinsson útgerð- arm., en hann var stjórnar- formaður í 22 ár, Martin Tómas- son forstjóri, Haraldur Hannes- son útgerðarm. og Björn Guð- mundsson útgerðarm., núverandi formaður. í upphafi var aðeins um trygg- ingar stórskipa að ræða, en svo voru tíæringar, áttæringar og sex- æringar nefndir. Voru þessi skip 11 talsins 1862 og hélst tala þeirra svipuð fram yfir aldamót, en fór þá vaxandi og árið 1906 komu vélbátarnir til sögunnar. Tölu- verðar umræður urðu, hvort taka ætti þá í tryggingu, fór svo að fyrsta ár þeirra voru þeir tveir, Knörr, í eigu Sigurðar hrepp- stjóra, og Unnur, Þorsteins í Lauf- ási ótryggðir. Svo fljótir voru Eyjamenn að sjá yfirburði vélbát- anna, að árið eftir, 1907, voru 19 vélbátar í tryggingu hjá félaginu. Um þetta leyti var nafni félagsins breytt. Arið 1901 voru íbúar 607, en 10 árum síðar, er vélbátaútgerð hafði staðið í 3 ár að ráði, voru þeir orðnir 1.492. Eins og að líkum lætur hafa skipzt á skin og skúrir í rekstri og afkomu félagsins, en alltaf hefur tekizt að standa við allar skuld- bindingar gagnvart viðskipta- mönnum. Það var ástæðan fyrir því, að félagið fékk endanlega þá viðurkenningu löggjafans 1949, að fá að starfa sjálfstætt samkvæmt eigin lögum, en þau sem nú gilda, voru staðfest af Tryggingareftir- litinu á sl. ári. Þessi mikla viðurkenning til fé- lagsins fékkst með samtakamætti og harðfylgi heimamanna og full- SJÁ NÆSTU SÍÐU Núna fmmreiðum við Franjkfurtaraiin ánýjanmáta! Helgarferðir til Frankfúrt; flug bílaleigubíll eða gisting. Verð frá 3.100 kr.* „Frankfúrtararnir” okkar þykja sérlega kræsilegir. Aðal- hráefnið, flug, bílaleigubílar og hótel er framreitt á frá- bæru verði alla fimmtudaga í sumar og kryddað með öllu því skemmtilegasta sem Frankfúrtog nágrenni hafa að bjóða. T.d. er miðborgin einstaklega aðlaðandi, þar sem skiptast á skýjakljúfar nútímans og aldagömul meistarastykki byggingalistarinnar. Svo er ekki nema steinsnar að bregða sér út úr borginni niður að Rín eða til hinna rómuðu staða Baden Baden og Heidelberg. Brottför alla fimmtudaga, heim á sunnudögum. flug og bílaleigubíll. Verð frá 3.440 kr.* Vikulöngu Frankfúrtararnir eru ekki síður Ijúffengir. Flugið og bílaleigubílarnir á sama lága verðinu og tæki- færi til allra átta. Vafalaust velja margir Rínarrúntinn fræga, aðrir líta hýru auga til borga eins og Berlínar og Stuttgart og náttúrufólk og fjallafræðingar geta heimsótt Sviss og Austurríki þar sem grösin gróa og fjallrisarnir búa. Brottför alla fimmtudaga í sumar, þú getur verið 1, 2, 3 eða 4 vikur. * Flug og VW-Polo bílaleigubíll allan tímann með ótakmörkuðum akstri, miðað við 4 í bíl. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi Ferðaskrifstofa FlTCCrVTKC kjartans helgasonar URVAL Samvinnuferóir FERÐAMIÐSTÖÐIIM FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS ITTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.