Morgunblaðið - 25.07.1982, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.07.1982, Qupperneq 10
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ1982 Þáttur af Guðmundi Jónssyni, fyrrum skólastjóra á Hvanneyri mig eitt sinn að fara í framboð í Mýrasýslu. Ég kvaðst ekki hafa neina löngun til þess, en ef hann legði fast að mér myndi ég ekki skorast undan því — en þá yrði ég líka að segja af mér á Hvanneyri! Síðan hefur ekki verið minnst á það við mig, að fara í framboð. Ég fyldist með stjórnmálabaráttunni og hef oftar en einu sinni setið Landsfund Sjálfstæðisflokksins. En í starfi mínu á Hvanneyri, held ég að aldrei hafi komið nein póli- tík fram. Uppruni Ég er fæddur á Torfalæk í Torfalækjarhreppi, Austur- Húnavatnssýslu. Þar bjuggu for- eldrar mínir myndarbúi, þau Ingi- björg Björnsdóttir og Jón Guðmundsson. Við vorum sex bræður og höfðum alltaf nóg að bíta og brenna. Það var gott að alast upp í Torfalækjarhreppi. Margir krakkar á okkar reki og ungmennafélagsskapurinn að ryðja sér til rúms þarna í sveit- inni. Ég hafði aldrei löngun til að taka annað fyrir en búskap; það komst aldrei neitt annað í huga minn en landbúnaður. Ég varð í þeim efnum fljótt fyrir áhrifum frá Sigurði þúnaðarmálastjóra. Það vakti alltaf hrifningu mína, að heyra hann tala um landbúnað. Hann var þá skólastjóri á Hólum og ferðaðist mjög meðal bænda og hvatti þá og leiðbeindi. Ég ákvað að fara í Hólaskóla og sat þar á skólabekk í tvö ár, 1919—1921. Mér gekk námið sæmilega og hafði löngun til frekari náms — og þá komst aldrei neitt annað að hjá mér en búfræðin. Fyrir tilstuðlan góðra manna fékk ég vinnu á bú- garði nokkrum í Danmörku og vann þar einn vetur og síðan eitt sumar. Þar með komst ég niður í dönskunni og gerðist nokkuð kunnugur dönskum búskaparhátt- um. Ég taldi mig því reiðubúinn til að setjast í danska búnaðar- háskólann. Þar hóf ég nám haust- ið 1922 og lauk því að vori 1925. Þá var nýbúið að lengja háskólanám- ið í þrjú ár. Ég kunni prýðilega við mig í Danmörku og á þar enn nokkra góða vini og kunningja. Þegar ég hafði útskrifast gerð- ist ég aðstoðarmaður hjá Frand- sen á Ötoftegaard, en sá maður var í þann tíð einn besti jurtakyn- bótamaður Dana. Sumrin milli námsvetranna hafði ég unnið á dönskum tilraunastöðvum, svo ég kannaðist orðið dável við mig í þeim húsum. Hugur minn stefndi eindregið til þess að verða tilraunamaður og eftir sumarið á Ötoftegaard, að verða jurtakyn- bótamaður. Mér kom aldrei til hugar að gerast kennari á búnað- arskóla. Mér leiddist alltaf heldur að lesa um búfé, þegar ég var á skólanum, en las með því meiri áhuga um jarðrækt, hagfræði og búreikninga. Haustið 1925 kom ég heim eftir fjögurra ára fjarveru. Þá stóð svo á, að Páll Zóphaníasson, sem þá var skólastjóri á Hólum, var á leiðinni til útlanda, og bað hann mig að gegna fyrir sig skólastjóra- Morminblaðið/ Krislján Örn Klíunon. Guðmundur Jónsson á heimili sínu aö Alfheimum 44, Rvk. Hann vinnur allt á þessa gömlu ritvél, sem er orðin nær hálfrar aldar gömul. Hann veit ekki, hvort Þú spurðir mig um ellina? Hvenær finnur maður sjálfur, þegar manni fer aftur? Ég veit það ekki. En ég þekki mann sem var forstjóri stórs fyrirtækis. Ein- hverju sinni sagði hann við sína hægri hönd í fyrirtækinu: — Heyrðu! Viltu ekki vera svo góður, að segja mér, þegar þér finnst tími til kominn fyrir mig að hætta! Svo liðu nokkur ár, þar til einn daginn að hægri höndin lætur forstjóra sinn vita, að nú finnist sér tíminn kominn til að draga sig í hlé. For- stjórinn varð náttúrlega strax uppi: — Ertu vitlaus maður, sagði hann: Hvað á ég að gera með að hætta núna? Svona er það. Maðurinn hættir að geta metið hæfni sína, þegar hann tekur að eldast. Það er vegna þess hvernig ellin virkar á heila- starfsemina. Maður finnur fljótt, þegar maður fer að stirðna í skrokkinum, en hitt er erfiðara að meta. Ég hef haft tvennt í huga, þegar ég skoða sjálfan mig. Ann- ars vegar er það bókhaldið. Ég var mikið í bókhaldi á Hvanneyri og það er harður lærimeistari. Maður sem stendur sig að því að gera æ ofan í æ vitleysur í bókhaldi ætti að fara að draga sig til baka. Og tvöfalda bókhaldið sýnir honum vitleysurnar svart á hvítu. Hins vegar er verkefni sem ég hef fyrir Tilraunastöðina á Keldum. Það er að bókfesta allar tilraunir í land- búnaði frá upphafi vega til vorra tíma. Fyrra bindið er komið út, stór og mikil bók, og nú fer ég að ráðast í það seinna. Ég hef marg- spurt þá Keldnamenn, hvort ég fari nú ekki að gerast helsti gaml- aður til verksins, en þeir hvetja mig með ráðum og dáð, svo ég býst ekki við að ég sé kominn á nippið. En það er aldrei að vita, hvenær maður kemst á nippið. Það verða aðrir að dæma um, en maður sjálfur. Ég finn það náttúrlega á sjálfum mér, að ég er latari en ég var áður og afköst mín varla svip- ur hjá sjón, en þar fyrir utan þori ég ekki að dæma um hvenær ég verð elliær. Ég finn ekki annað en að hugsunin sé í góðu lagi — en kannski einmitt þessi vissa sé merki þess, að eitthvað er að fara úrskeiðis! Mér finnst ég vera hraustur lík- amlega, en veit satt að segja ekki hverju skal þakka það. Ég borða eins og ég er vanur — alltaf eins og ég hef lyst á. Lífshlaup mitt hefur verið farsælt og það vil ég þakka góðu fjölskyldulífi. Ég var ánægður í mínu hjónabandi, átti bestu konu, Ragnhildi Ólafsdóttur frá Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, sem látin er fyrir tveimur árum, og góð börn. Ég trúi, að það hafi mikil áhrif á manninn, hvernig honum vegnar í fjölskyldulífinu. Það er mikill styrkur, þegar allt er í sómanum á þeim vígstöðvum, og maðurinn getur þá einbeitt sér að starfi sínu. Þá hef ég átt góða samstarfsmenn á Hvanneyri. Þú hefur alla tíð verið sjálf- stæðismaður, Guðmundur? Já, alla tíð. Það hefði nú þótt vit í því, þegar ungur búfræði- kandídat kom hingað til lands eft- ir nám í Danmörku og Framsókn þá allsráðandi í landbúnaðarmál- um, að söðla um og gerast fram- sóknarmaður! En það gerði ég aldrei. Ég fæddist sjálfstæðismað- ur og ég mun deyja sjálfstæðis- maður. Annars hef ég aldrei haft neinn áhuga á pólitík, svo einkennilegt sem það kann nú að virðast. Sveitungar mínir í Borg- arfirði gerðu mig að formanni Sjálfstæðisfélagsins og seinna varð ég formaður kjördæmisráðs flokksins á Suð-Vesturlandi. Pétur heitinn Magnússon bað Mitt aðallífsstarf er á Hvanneyri, segir Guðmundur Jónsson, sem var kennari á Hvanneyri í 44 ár, þar af skólastjóri í aldarfjórðung. Hann varð áttræður á þessu ári og finnur ekki fyrir elli. Hvatur í hreyfingum og máli, meðalmaður á vöxt, þéttur, góðlegur í framan. Hann lifir í starfi sínu og lætur ekki umhverfið trufla sig; honum fundust það lítil umskipti að kveðja Hvanneyri eftir nær hálfrar aldar veru þar og setjast að í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Hann gat haldið áfram starfi sínu: Þegar hann lét af skólastjórastarfinu hóf hann að skrifa bækur. Allar um landbúnað. Kominn á níræðisaldur er Guð- mundur Jónsson enn að vinna stórvirki í bókargerð. — Það er allt komið undir heilsunni, segir hann: Ég er sem betur fer góður til heilsunnar, annars yrði mér líklega lítið úr verki! Ragnhildur Ólafsdóttir, eiginkona Guðmundar. hann er orðinn gamall

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.