Morgunblaðið - 25.07.1982, Page 16

Morgunblaðið - 25.07.1982, Page 16
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ1982 Með brúðum, tröllum og trúðum Keykjavík er full af skemmtileg- um fyrirbærum og maður þarf ekki nema rétt að líta i kringum sig eða skreppa út á næsta götuhorn til að verða þeirra var. I’annig var það til dæmis þegar við litum inn í List- munahúsið í 1.%'kjargötu nú í vik- unni, en þar stendur yfir bráð- skemmtileg sýning á brúðum og alls kyns fígúrum, sem íslenskar konur hafa búið til í frístundum sinum. Glaðlegur trúður með blöðrur í fang- inu tekur á móti okkur á stigaþrep- inu og þar fyrir innan taka við brúö- ur og figúrur af öllum stærðum og gerðum, scm njóta sín vel i skemmti- legum og þjóðlegum húsakynnum Listmunahússins. í sýningarsalnum hittum við að máli þær Sigríði Kjaran og Helgu Kgilson, sem ásamt ellefu öðrum konum eiga verk sín á sýningunni. Þær Sigríður og Helga gengu með okkur í gegnum salinn og útskýrðu það sem fyrir augu bar og leystu úr spurningum okkar varðandi verkin og sýninguna. — „Það eru engin formleg samtök sem standa að þessari sýningu, heldur er hér um að ræða hóp sem varð smám saman til eftir að hugmyndin kom upp,“ — sögðu þær, er við spurð- um um tildrög þess að sýningin var sett upp. „Þær voru að skoða húsnæðið hérna, Svava Aradóttir og Hjördís Gissurardóttir, þegar þeirri hug- mynd sló niður hjá Hjördísi að það væri sniðugt að hafa brúðu í glugganum á baðstofunni og þannig kviknaði hugmyndin sem smátt og smátt vatt upp á sig og varð að þessari sýningu. Síðan var haft samhand við konur, sem vitað var að höfðu fengist við brúðugerð og það má segja að það hafi verið tilviljunarkennt við hverjar var talað, — Svava t.d. þekkti eina sem aftur þekkti aðra og þannig myndaðist þessi hópur. Við höfð- um engin samráð með hvað hver ætlaði að gera, enda var kostulegt að sjá hvað þetta var allt gjörólíkt þegar allt var komið saman. Hér má til dæmis sjá taubrúður og brúður sem gerðar eru úr hnetum og þetta er allt frá fullri líkams- stærð, eins og „konan í lögtakinu" og niður í lítil kríli á stærð við þumalfingur. Brúður af öllum stærðum og gerðum Sýningin „Brúður, tröll og trúð- ur“ er þess eðlis að erfitt er að - Litið inn á brúðu- sýningu í Listmuna- húsinu Viðtal: Bragi Óskarsson Myndir: Guðjón Birgisson útskýra verkin með orðum og þar gildir máltækið „sjón er sögu rik- ari“. En ef farið er í gegnum hana samkvæmt númerum verður á vegi okkar, næst á eftir trúðnum, sem áður er getið, „Grásleppu- karl“, en bæði þessi verk eru eftir Sigríði Kjaran. Grásleppukarlinn er í sínu rétta umhverfi, með fiski- kerruna sína og net og á trönunum eru grásleppur, sem gerðar eru úr roði af raunverulegum gráslepp- um. Þvi næst koma fjórar útgáfur af „Vinum Louise" eftir Helgu Garðarsdóttur og þar næst aðrar fjórar útgáfur af „Dekurbörnum" eftir Sólveigu Þorsteinsdóttur. Inn á milli getur að líta trébrúðu í glerkassa, sem fengin var að láni úr Þjóðminjasafninu, en brúða þessi var smíðuð fyrir hundrað ár- um og var á sínum tíma notuð sem lifrarhnallur. Rikka Geirsdóttir á þrjú verk á sýningunni, „Gamla brúðuvagn- inn“ og tvær útgáfur af „Ömmu- stelpu". í litlu herbergi inn af sjálfum sýningarsalnum situr döpur „kona“ við borð. Á borðinu er koníaksflaska og mynd af eigin- manninum, en greinilegt er á svip konunnar að líf hennar er í rúst. Þetta er verkið „Að lögtaki loknu" eftir Hjördísi Gissurardóttur og er brúðan í fullri líkamsstærð. Þá koma þrjú verk eftir Sigríði Kjar- an, þar sem allar brúðurnar eru gerðar úr pípuhreinsurum og taui, og merkin heita „Dansað á jólum“, Trúðurinn glaðlegi, sem tók á móti okkur á stigapallinum. Konan situr niðurbrotin í stólnum í verkinu „Að lögtaki loknu“ eftir Hjördisi Gissurardóttur. LjÓHm. MbL Emilía. Hér sjáum við „Prestshjónin á Bala“ eftir Vigdísi Pálsdóttur. Hundrað ára gömul trébrúða, sem fengin var að láni úr Þjóðminjasafn- inu. Helga Egilson hagræðir jólasveinunum í verki sem hún og systir hennar Þórunn gerðu, „Grýla, Leppalúði og sveinarnir þrettán.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.