Morgunblaðið - 25.07.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982 59
. . . verdur sýnd á næstunni. . .
Hepburn, Henry og Jane Fonda. Það skrítna var að þau tvö fyrrnefndu hittust í fyrsta sinn á æfinni, þegar tökur
myndarinnar On Golden Pond hófust.
Ethel og Norman Thayer eyða
sumrinu við Gulltjörnina rétt
eins og þau hafa gert síðustu 48
sumur. Heimili þeirra í
Nýja-Englandi er fullt af minn-
ingum frá dvöl þeirra við tjörn-
ina, göngutúrum við sólarlag þar
sem síðustu geislar kvöldsólar-
innar baða sig á vatninu, og
minningum af fjölskyldunni þeg-
ar dóttir þeirra Chelsea var lítil.
Norman lítur á samtimann
sem óvin. Óskammfeilinn, fullur
af kaldhæðnum, særandi brönd-
urum, lokar hann sig inni í sín-
um eigin heimi og vissunni um
sinn eigin dauðleika og á í sí-
felldu orðaskaki við léttlynda og
gamansama konu sína, Ethel.
Þetta verður sumar rifrilda og
óánægju á milli þriggja kynslóða
þegar Chelsea, nú fráskilin kona
á fertugs aldri, kemur í heim-
sókn til Gulltjarnarinnar, með
nýjum elskhuga Bill að nafni og
syni hans Billy. Það hefur aldrei
farið vel á með Chelsea og föður
hennar. Norman og Ethel lenda
síðan í hlutverki afa og ömmu
þegar yngra parið heldur í frí til
Evrópu og skilja litla strákinn,
Billy, eftir við tjörnina.
Hinar ólíku kynslóðir eyða
sumrinu í að kanna hvers annars
kosti og ókosti með húmor og
kaldhæðni og áður en sumarið er
á enda hefur óánægja, hræðsla
og ást verið yfirunnin og þau
hafa fundið í sjálfu sér og hvort
öðru tilfinningar, sem þau héldu
að þau gætu aldrei búið yfir.
Allir eru stjörnur
í myndinni
Um þetta fjallar meira og
minna myndin On Golden Pond
sem verður sýnd á næstunni í
Regnboganum. Stjörnur mynd-
arinnar eru náttúrulega þau
Katherine Hepburn og Henry
Fonda. Þau fengu hvor sinn
Óskarinn fyrir leik í aðalhlut-
verki. Það var fyrsti Óskarinn
hans Fonda en sá fjórði í röðinni
hjá Hepburn. Þau hafa leikið í
Hollywood-myndum alla sína
ævi má segja, en það skrítna var,
að þau hittust í fyrsta sinn þegar
tökur á On Golden Pond hófust.
„Fonda I persume" hefur Hepb-
urn eflaust sagt af sinni alkunnu
kímni og tekið í hendina á hon-
um. Og Jane Fonda, hún er eins
þekkt fyrir leik sinn og faðir
hennar Henry. Tvisvar hefur
hún hlotið Óskarinn en ails 5
sinnum hefur hún verið útnefnd
til Óskarsverðlauna fyrir leik í
aðalhlutverki. Svo það eru engin
smámenni, sem hinn 14 ára
Doug McKeon, sá sem leikur
Billy í myndinni, hefur fyrir
mótleikara, en sjálfur er hann
næsta óþekktur.
Leikstjórinn
Leikstjórinn er Mark Rydell
(The Rose, The Cowboys, fyrsti
vestrinn sem John heitinn
Wayne var drepinn í, The Reiv-
ers og fleíri). Rydell er fæddur í
New York og alinn upp í Bronx.
Hann er með próf í ensku og
heimspeki frá háskólanum í New
York en á meðan hann stundaði
nám þar sótti hann tíma í Juilli-
ard School of Music. I fimm ár
flæktist hann um á milli næt-
urklúbba í New York og lék jazz
á píanó, áður en hann ákvað að
verða leikari. Til að verða það
lærði hann m.a. hjá Lee Stas-
berg. Rydell dútlaði eitthvað í
sjónvarpsþáttum en fyrsta kvik-
myndin, sem hann lék í, var með
John Cassavetes í Crime in the
Steets. En hann vildi frekar aka
en vera ekið og fór út í leik-
stjórn, fyrst í sjónvarpi. Nægir
að nefna að hann leikstýrði m.a.
einum þætti af Gunsmoke, og
var sá þáttur nefndur besti sjón-
varpsvestrinn 1%6.
Auk áðurtaldra mynda leik-
stýrði hann Harry and Walter
Go to New York, með James
Jane Fonda er engu minni stjarna en
Hepburn og Henry. Hún hefur hlotið
tvo Óskara og á eflaust eftir að hljóta
einhverja fleiri.
Caan, Elliott Gould, Deane Kea-
ton og Micheal Caine. En milli
þess, sem hann hefur verið að
leikstýra hefur hann gripið í að
leika endrum og eins, m.a. í
mynd Roberts Altmans, The
Long Goodbye. Þar lék hann
sadista.
Þetta hefur Rydell að segja
um On Golden Pond: „Verkið er
byggt á árekstrum innan fjöl-
skyldunnar, samskiptum innan
hennar og vandamálum foreldra,
barna og barnabarna, skilnaði
og þess háttar. Atburði, sem eru
alltaf að gerast. Um þetta fjallar
sagan og ekkert annað, og það er
skapgerðarleikurinn, sem mestu
máli skiptir. Mínar bestu stund-
ir, sem leikstjóra, voru samveru-
stundirnar með þessum mikil-
hæfu leikurum, Hepburn og
Fonda-feðginum."
Henry Fonda
Henry Fonda er risi meðal
leikara. Listi yfir myndir sem
hann hefur leikið í er langur og á
honum er að finn klassísk verk
eins og The Grapes of Wrath,
The Ox-Bow Incident, Young Mr.
Lincoln, Twelve Angry Men og
My Darling Clementine. Alls
hefur Fonda leikið í 80 myndum.
Hann er fæddur á Grand Island,
Nebraska í maí 1905. 23 árum
seinna eða 1928 var hann orðinn
atvinnuleikari og kom ári seinna
fyrst fram á sviði á Broadway.
Það var svo ekki fyrr en 1934 að
hann fyrst lék í kvikmynd, The
Farmer Takes a Wife. Hans
þögla en ýtna, nánast þráa fram-
koma gerði hann næstum ein-
stakan í hópi ungra leikara á
þessum tíma.
Allskonar verðlaun hafa fallið
honum í skaut fyrir framlag
hans til leiklistar í Bandaríkjun-
um. Fyrir utan Óskarinn, sem
hann fékk fyrir leik sinn í þess-
ari mynd, er helsta viðurkenn-
ingin sem hann hefur hlotið,
verðiaun Amerísku kvikmynda-
stofnunarinnar fyrir lífstíðar
framlag hans til kvikmynda.
Aðrir, sem þau verðlaun hafa
hlotið eru: James Gagney, Orson
Welles, William Wyler, Bette
Davis og John heitinn Ford.
Hepburn
Katharine Hepburn er eina
konan í bandaríska kvikmynda-
heiminum, sem hlotið hefur
fern Óskarsverðlaun fyrir leik
í aðalhlutverki. Hún hefur oftast
kvenna verið tilnefnd til verð-
launanna og hefur oft verið
nefnd drottning bandarísku
kvikmyndanna. ðskarana sína
hina fékk hún fyrir myndirnar
Morning Glory (1933), Guess
Who’s Coming To Dinner (1967)
og The Lion In Winter (1968).
Hún er fædd í Hartford, Conn-
ecticut, númer tvö í röð sex
systkina, virðulegrar fjölskyldu
Nýja-Englands. Faðir hennar
var þekktur skurðlæknir og
móðir hennar hörð
kvenréttindakona. Hepburn lék
fyrst minniháttar hlutverk í
verkinu Czarina, í Baltimore, og
mánuði seinna var hún farin að
leika í aðalhlutverki á móti
Kenneth McKenna í leikritinu
The Big Pond þegar það var
frumsýnt í Great Neck. Hún var
rekin eftir frumsýninguna.
Það var með John Barrymore í
Bill of Divorcement, sem Hep-
burn fór að láta að sér kveða í
kvikmyndabransanum. Á eftir
fylgdi hver stórmyndin á fætur
annarri, þar sem hún lék m.a. á
móti Gary Grant, þar til hún fór
á Broadway og lék aðalhlut-
verkið í The Philadelphia Story.
Hún tryggði sér kvikmyndarétt-
inn á því leikriti, sem hún svo
seldi MGM, sem aftur völdu leik-
ara á móti henni (Gary Grant og
James Stewart) og leikstjóra
(George Cukor) og myndin varð
geysivinsæl. Fyrir leik sinn í
þeirri mynd var Hepburn út-
nefnd til Óskarsverðlauna.
Næsta mynd Hepburn mark-
aði tímamót í lífi hennar. Þá lék
hún í fyrsta sinn á móti Spencer
Tracy, sem var byrjunin á stór-
kostlegasta dúett, sem sést hefur
á hvíta tjaldinu. Saman léku þau
í alls níu myndum. Sú síðasta
var Guess Who’s Coming to
Dinner.
Hepburn hefur fengið margs-
konar viðurkenningar aðrar en
Óskara. Til dæmis var hún kosin
besti kvenleikarinn á
Cannes-kvikmyndahátíðinni
1962 fyrir leik sinn í myndinni
Long Day’s Journey Into Night,
gerð eftir leikriti Eugene
O’Neill.
Jane Fonda
Jane Fonda hlaut fyrri Óskar-
inn sinn fyrir leik sinn í mynd
Alan J. Pakula, Klute árið 1972
og þann seinni fyrir leíkinn í
myndinni Coming Home, með
John Voigt. Þrisvar að auki hef-
ur hún verið tilnefnd til Óskars-
verðlauna, fyrir myndirnar: The
China Syndrome, Julia, og They
Shoot Horses Don’t They. Það er
ekki nokkur vegur að telja upp
myndir Jane Fonda en megnið af
þeim hefur hlotið alþjóða viður-
kenningu og eru álíka þekktar og
Jane Fonda sjálf.
Hún er fædd 1937 í New York.
Hún ólst upp á vesturströnd
Bandaríkjanna til 10 ára aldurs,
en flutti þá aftur austur þegar
faðir hennar Henry fór til New
York að leika í Mister Roberts.
Framan af sýndi Jane engan sér-
stakan áhuga á leiklist, þó hún
hafi leikið í einhverjum skóla-
leikritum. Hún fór til Parísar í
listnám og þegar hún sneri aftur
var hún orðin fyrirsæta með
tvær forsíður á Vogue að baki.
Hún hitti Lee Strasberg 1958,
sem leiddi til þess að hún fór að
læra leiklist og sér sennilega
ekki eftir því.
Hún giftist franska leikstjór-
anum Roger Vadim, Svengali
kynbombanna, sem reyndi hvað
hann gat að gera Jane að ann-
arri Bardot. Það gekk ekki. Fyrir
utan að vera leikari er Jane
þekkt fyrir að taka þátt í og
stjórna ýmis konar mótmæla-
uppákomum og var sérstaklega
hörð í afstöðu sinni til Víetnam-
stríðsins, sem hún fyrirleit af
öllu hjarta.
Þess má til gamans geta að
Jane Fonda á helming í fyrir-
tækinu, sem framleiðir On Gold-
en Pond en helminginn á móti
henni á Bruce Gilbert. Það fyrir-
tæki IPC Films, framleiddi til að
mynda The Rose, sem gerði
Betty Midler fræga fyrir alvöru.
Arnaldur Indriðason
Hann á i kring um 80 kvikmyndir að baki og hún eflaust annað eins.
Bæði fengu þau Óskarinn fyrir leik sinn i myndinni. Það var fjórði
Oskarinn hennar Hepburn en fyrsti Henrys.