Morgunblaðið - 25.07.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.1982, Blaðsíða 24
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ1982 PÓLÝFÓNKÓRINN Á SPÁNI 3* HLUTI Eftir að hafa tekið saman dótið sitt, hélt kórinn aftur á hótel Melia Granada þar sem beið hans síðbúinn kvöldverður. Tekið var hressilega til matar síns. Ingólfur Guðhrandsson hélt ræðu og þakk- aði kærlega fyrir þessa tónleika. Sagði hann þá hafa verið mjög góða, en ennþá vantaði herslu- muninn, þó hann væri ekki að kvarta yfir frammistöðu kórsins. Svo þagði hann í stutta stund en sagði svo: „Ja, ég veit bara ekki hvað ég á að segja. Þið eruð alveg frábær." Og þá klappaði kórinn. Flestir gengu til náða eftir kvöld- verðinn en sumir fengu sér örlít- inn göngutúr í næturhitanum. Settust niður og fengu sér bjór og virtu fyrir sér mannlífið á götum Granada. Þreytt en ánægð. Rétt fyrir ofan hótelið sem kór- inn var á í Granada er risastór stytta af Isabellu drottningu Spánar og manni, sem krýpur hjá henni og þau eru að líta á skjal eða kort sem maðurinn heldur á í hendinni. Það þurfti ekki mikið til að komast að því að þessi maður væri Kólumbus og kortið væri af fyrirhugaðri sjóleið hans til Am- eríku, sem náttúrlega enginn vissi þá að væri til. Erindi hans var að fá Isabellu til að styrkja ferð hans yfir hafið. Þetta átti sér stað í Granada þar sem Isabella hefur búið vel, nýbúin að vinna fullnað- arsigur á Márum og hafði samein- að Spán í eitt konungsríki, hefur hún eflaust sagt eitthvað á þessa leið við Kólumbus: „Ja, ég get svo sem látið þig hafa þrjú skip. Hver veit nema þú finnir eitthvað." Og Eftir síöustu tónleika Pólýfónkórsins á söngferóalaginu í borginni Sevilla á Spáni var tónlistarfólkió hyllt meö dynjandi lófataki og Ingólfi Guöbrandssyni og Nancy Argenta voru afhentir blómvendir. Ætlaöi lófatakinu seint aó linna. „Það er synd fyrir heiminn að kórinn skuli ekki fara víðar“ með það fór Kólumbus í sína eigin siglingu, sem átti eftir að enda í Ameríku. Allur flutningur stórkostlegur Blaðið Granada, sem gefið er út í samnefndri borg, sagði í frétt eftir tónleikana þar, en gagnrýnin átti eftir að birtast síðar: „Það voru svolítið sérstakir tónleikar, sem Pólýfónkórinn og hljómsveit fluttu í dómkirkjunni í Granada undir stjórn Ingólfs Guðbrands- sonar. Allur flutningur á efn- isskrá var stórkostlegur og kom það á óvart hve vel og örugglega verkin voru flutt. Án erfiðleika fyllti kórinn þessa stóru kirkju með söng sínum, þannig að það var sama hvar fólk sat, alls staðar heyrðist tónlistin jafn vel.“ Frá Granada var haldið í býtið morguninn eftir og stefnan tekin til Sevilla. Það er fjögurra tíma akstur og hitinn var steikjandi. Velti fólk því almennt fyrir sér hvernig Spánverjar gætu lifað í slíkum hita hvað þá starfað. Áð var í gleðikonuþorpinu fræga, Loja, og þar tók banjóleikarinn aftur Fugladansinn. Aftur var áð í Estepa, sem er lítill bær skammt frá Sevilla. Við ókum í gegnum dæmigert spænskt landslag. Bændur voru úti að vinna með barðastóra hatta. Þeir fóru sér hægt. Dugði ekki annað í þessum hita. Sumir bændur voru að brenna sinu á stórum svæðum, aðrir að plægja akra. Sevilla Sevilla er fögur borg. Þar er tónlist í hávegum höfð. Þar var óperan Carmen frumflutt í húsi sem nú er notað undir tóbaks- framleiðslu. Rakarinn í Sevilla, óperan fræga, á að gerast þar í borg og svo er um fleiri eins og Don Juan. Antonio, bílstjórinn okkar, er fæddur í Sevilla, svo hann gerðist fararstjóri okkar um borgina. Það eru margar sögur til um uppruna Sevilla. Ein segir að hún hafi verið borg Herkúlesar, önnur að borgin hafi verið angi af hinu dularfulla landi Atlantis. Engu skal um upprunann spáð, en Sevilla er nú á dögum kölluð höf- uðborg Suður-Spánar. Borgin er staðsett á vinstri bakka Guadal- quivir-árinnar, liggur lágt í ár- dalnum. Aðeins smápartar borg- arinnar eru meira en 30 fetum yfir sjávarmáli. Gamla Sevilla er lítið skipulögð, full af þröngum, litlum götum, húsin öll byggð í Márastíl, enda réðu þar Márar um langt skeið. Víðari götur og meira skipu- lag er að finna utan við gamla máríska hluta borgarinnar og er María Luisa-garðurinn sérstak- lega fallegur og vel staðsettur með byggingum Spænsk-amerísku sýn- ingarinnar sem haldin var 1929. Fallegasti minnisvarði um tímabil Mára í borginni er Al- cázar-höllin, en smíði hennar hófst 1181. Eitthvert sérkenni- legasta kennileiti hennar er Torre del Oro eða Gullturninn, sem stendur við bakka Guadalquivir, en efsti hluti turnsins á að vera úr skíra gulli. Má líkja Alcázar- höllinni á margan hátt við Al- hambra-höllina í Granada. Sevilla er fræg fyrir kirkjubyggingar sín- ar og þá sérstaklega fyrir dóm- kirkjuna Santa María de la Sede. Smíði hennar tók 104 ár og er hún byggð í fransk-gotneskum stíl. Kirkjan er gríðarstór, rúmlega 300 fet enda á milli, 228 fet á breidd og 100 fet upp í loft, enda er hún talin vera þriðja stærsta guðshúsið á jörðinni, þar sem að- eins Péturskirkjan í Róm og Saint Paul’s Cathedral í London eru Þaö lögðu sig allir fram til aö gera lckatónleikana aö eftir minnilegum atburöi, bæði fyrir tónlistarfólkið og íbúa Sevilla. Dætur Ingólfs og tengdasonur, sem þátt tóku í hljómleikaferóalaginu á Spáni. Frá vinstri: Rut, María, Eva Mjöll, Hörður Áskelsson og Inga Rós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.