Morgunblaðið - 25.07.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ1982
61
Ingólfur gefur hér eiginhandaráritanir. Eftir lokatónleikana
sagöi hann: „Ég er afar glaöur og þakklátur yfir sigursaelum
endi þessa hljómleikaferöalags. Þaö er stórkostlegt aó hafa
fengið húsfylli á öllum þessum fimm tónleikum, sem vió höfum
haldið. Tónlistjn hefur veriö flutt af mikilli gleöi og innlifun og
hver konsert hefur veriö tilhlökkunarefni fyrir okkur.“
Tvœr blómarósir í Pólý.
stærri. Er talið víSt að þeir hafi
náð tilgangi sínum sem byggðu
hana, en þeir sögðu: „Við skulum
byggja kirkju svo stóra, að þeir
sem sjá hana fullgerða, taki okkur
fyrir brjálæðinga."
Kólumbus og
Cervantes
I dómkirkjunni eru m.a. graf-
hýsi þeirra Kristófers Kólumbus-
ar og Don Miguel Cervantes, þess
sem reit Don Quijote de la
Mancha. Ekki eru þó allir vissir
um að Kólumbus sé grafinn í
dómkirkjunni. Sumir halda því
fram, þó ekki séu það Spánverjar,
að lík hans hafi aldrei verið flutt
frá S-Ameríku og að það sé enn í
Dóminíkanska lýðveldinu. Á þetta
líta Spánverjar sem hreina firru
og hlæja bara, sé minnst á þetta.
Á hitt ber að líta, að kista Kól-
umbusar, sem á að vera í dóm-
kirkjunni, hefur aldrei nokkurn
tíma verið opnuð svo vitað sé.
En það eru fleiri staðir áhuga-
verðir í Sevilla en dómkirkjan.
Einn er Spænski listigarðurinn,
sem Bandaríkjamenn gáfu Se-
villabúum eftir sýninguna 1929.
Það er gríðarstór og fallegur garð-
ur með svalandi gosbrunnum. Sig-
urdór fararstjóri sagði okkur frá
því að það væru Márar sem fyrstir
innleiddu gosbrunna í Evrópu,
eins og svo margt annað sniðugt.
Brunnarnir eru ekki bara skraut,
heldur eru þeir svalandi líka og
við fundum það vel í 40 stiga hit-
anum hve gott það var að standa
við einn brunninn og finna úðann
falla á okkur.
Síðbúinn hádegismatur var
borðaður á litlu veitingahúsi,
Luna Park, stutt frá kirkju frels-
arans, San Salvador, þar sem síð-
ustu tónleikarnir í söngförinni
áttu að vera klukkan níu um
kvöldið. Eftir hádegisverðinn var
farið í stutta skoðunarferð um
borgina og síðan haldið á hótel
Nuevo Lar þar sem kórinn fékk
nokkur herbergi til afnota til að
skipta um föt, en hljómsveitin
gisti á þessu hóteli eina nótt og
hélt svo til Malaga daginn eftir.
Kórinn hélt hins vegar til Malaga
strax að loknum tónleikunum. Um
kvöldmatarleytið var örstutt æf-
ing og upphitun á hótelinu, svo var
haldið til kirkju frelsarans.
Þar hafði Gunnar Þjóðólfsson
rótari séð um að koma öllu upp
ásamt aðstoðarmanni sínum, Egg-
erti Pálssyni, sem reyndar var líka
meðlimur hljómsveitarinnar. Er
Gunnar þaulvanur þessum starfa,
enda vinnur hann sem rótari hjá
Sinfóníuhljómsveit íslands og hef-
ur gert í fjölda ára.
Fólk tók þegar að hópast í kirkj-
una rétt fyrir níu og fljótlega var
hver bekkur setinn. Þessir tónleik-
ar voru teknir upp hjá spænska
sjónvarpinu. Að þessum lokatón-
leikum íoknum risu áheyrendur úr
sætum og ætlaði lófatakinu seint
að linna og kallað var utan úr
salnum bravó og húrra hvað eftir
annað. Ingólfi Guðbrndssyni og
Nancy Argenta voru afhentir
blómvendir og bað fjöldi fólks þau
um eiginhandaráritanir sem voru
fúslega veittar.
Gagnrýnandi
stærsta blaðs
Sevilla
Að þessum tónleikum loknum
ræddi ég við Ignacio Otero Nieto,
en hann er aðaltónlistargagnrýn-
andi stærsta blaðs í Sevilla, ABC.
Hann sagði, að hér hefði verið um
að ræða stærsta tónlistarviðburð í
borginni það sem af væri árinu.
„Það er synd fyrir heiminn að kór-
inn skuli ekki fara víðar, sérstak-
lega með verk Jóns Leifs, Eddu-
óratoríuna. Það verk hefur mjög
sterk áhrif á mann. Það er tækni-
lega fullkomið, virðulegt og í há-
um gæðaflokki. Það er verk sem
áheyrandinn á mjög auðvelt með
að meðtaka og hrífast af, án þess
að gæði tónlistarinnar séu nokkuð
fyrir borð borin. Stjórnandinn,
Ingólfur Guðbrandsson, er mjög
góður og öruggur og ég held hann
hafi sýnt sitt besta, sína mestu
hæfileika og snilld í verki Jóns
Leifs. Það er góður heildarsvipur á
kórnum og hljómsveitin er mjög
samhljóma.
Kristinn Sigmundsson ein-
söngvari var hreint frábær og ég
held hann eigi mikla framtíð fyrir
sér. Hann hefur mikla, djúpa og
góða rödd. Eins þótti mér Jón
Þorsteinsson mjög góður. Þá held
ég að hún hafi komið mjög vel
fram sálin í verki Bachs í leik
Maríu Ingólfsdóttur, sem greini-
lega er enginn viðvaningur. Nancy
Argenta einsöngvari fyllti þessa
stóru kirkju rödd sinni að því er
virtist fullkomlega áreynslulaust
og þótti mér mjög gaman að hlýða
á hana.“ Ekki gafst meiri tími til
að ræða við Nieto, en hann vildi
bæta því við að Jón Leifs, sem
hann var greinilega langhrifnast-
ur af, ætti að vera miklu þekktari
en hann væri og ætti að vera á
konsertskrám um allan heim.
Skálað
fyrir öllu
Allir hjálpuðust að við að koma
hljóðfærum og tækjum í hljóð-
færabílinn og taka saman dótið
sitt og síðan var haldið rétt fyrir
miðnætti á litla veitingastaðinn
Luna Park, þar sem snæddur
hafði verið hádegisverður fyrr um
daginn. Það var líf og fjör í fólk-
inu þrátt fyrir að það væri dauð-
þreytt eftir þetta stranga fimm
daga söngferðalag. Það hafði verið
á þrotlausum æfingum eftir
vinnudag í einn og hálfan mánuð
og núna loksins gat það slappað af
fyrir alvöru. Kórinn og hljómsveit
fylltu veitingastaðinn. Vín og bjór
var á borðum og þyrstir ferða-
langarnir gerðu sér gott af. Ingólf-
ur hafði eitthvað tafist á leiðinni á
Luna Park, en þegar hann loksins
kom, var honum fagnað með
margföldum húrrahrópum. Svo
var tekið til við að skála. Það var
skálað fyrir Ingólfi, Kristni og
Jóni og Argenta einsöngvurunum.
Það var skálað fyrir Rut Ingólfs-
dóttur konsertmeistara og systur
hennar Maríu Ingólfsdóttur ein-
leikara. Það var skálað fyrir böss-
unum og sóprönunum, fyrir farar-
stjóranum og bílstjórunum, fyrir
Saldana, forstjóra ferðaskrifstof-
unnar Marsans, sem sá um fram-
kvæmd ferðarinnar, sem var í alla
staði óaðfinnanleg. Það var skálað
fyrir Gunnari Þjóðólfssyni rótara,
Þórhalli Birgissyni einleikara og
Herði Áskelssyni organista, fyrir
öllu mögulegu og ómögulegu. Og
þegar fólk hélt það væri búið að
skála fyrir því öllu, reis einn upp
og sagði:
„Ja, ef enginn ætlar að skála
fyrir tenórunum, þá geri ég það
bara.“
Og það var skálað fyrir tenórun-
um.
Mikið gat Pólýfónkórinn og
hljómsveit skemmt sér ærlega að
loknu striti undanfarinna daga.
En það var ekki allt búið enn, því
fyrir höndum var fjögurra tíma
keyrsla frá Sevilla til Malaga,
fyrir kórinn, en hljómsveitin, eins
og áður sagði, gisti um nóttina í
Sevilla og hélt svo daginn eftir til
Malaga. Þannig að eftir að skálað
hafði verið í botn á Luna Park, var
haldið út í rútur. Sumir voru svo
forsjálir að taka með sér bjór eða
eitthvað, svo þorstinn yrði ekki
eins mikill á leiðinni.
Á Spáni gilda strangar reglur
um losun líkamsvökva á víða-
vangi, þannig að þegar leið á ferð-
ina til Malaga, lenti vinur okkar,
bílstjórinn Antonio, í stökustu
vandræðum. Braut hann þó regl-
urnar nokkrum sinnum, flestum
til mikils léttis, þó jafnvel starf
hans væri í veði. Víða voru veit-
ingahús opin í þorpum þeim sem
ekið var framhjá og léttist þá
brúnin á Antonio. Annars gekk
ferðin til Malaga áfallalaust og
þangað var komið um sjöleytið um
morguninn á miðvikudegi, allir ör-
þreyttir og flestir sofandi. Liðinu
var skipt á hótelin og sofið var
værum svefni frameftir. Einhverj-
ir voru þó svo hressir að þeir
gengu niður á strönd og sungu
kafla úr verkum Jóns Leifs, Sær,
Ár var alda og Jörð, við hljómfall
öldunnar á Costa del Sol.
Lokakvöldiö
Miðvikudagurinn var notaður af
fólki í sólböð eða verslunarleið-
angra, allt eftir vild, en um kvöld-
ið var haldið stórkostlegt hóf á
hótel Alay á Torremolinos. Veisl-
an hófst í ljósaskiptunum utan-k
dyra. Þar fengu menn sér aperi-
tívo, eins og þeir segja á Spáni.
Þjónar gengu um með stór föt full
af fiskréttum. Síðan var haldið í
Malaga-salinn, sem er einn af
mörgum sölum hótelsins og þar
var sest að snæðingi. í forrétt var
Peqena Marmíta í stíl Andrés
Segovía. í aðalrétt var Pírena de
Ternera Granados með patatas
croquettes, champínones al gratén
og puntas de espárragos. í eftir-
rétt var síðan Tortilla Alaska al
estilo de Placído Domingo og skol-
uðu menn því niður með café
moka y licores. Svo var veitt
kampavín.
Ingólfur Guðbrandsson hélt
ræðu og þakkaði fyrir frábært
söngferðalag og talaði um að
sjaldan eða aldrei hafi samheldn-
in verið jafn ríkjandi innan Pólý-
fónkórsins eins og í þessari ferð.
Þakkaði hann sérstaklega einleik-
urum og einsöngvurum, organist-
anum Herði Áskelssyni, konsert-
meistaranum Rut Ingólfsdóttur,
skipuleggjaranum Saldana, farar-
stjórum og Gunnari Þjóðólfssyni.
Einnig Friðriki Eiríkssyni, form-
anni stjórnar Pólýfónkórsins.
Friðrik hélt síðan ræðu og þakkaði
fyrir hönd kórsins fyrir mjög
skemmtilega söngferð og þá fór í
ræðustól Einar Jóhannesson fyrir
hönd hljómsveitarinnar og þakk-
aði fyrir það sama. Fleiri tóku til
máls, en að ræðuhöldum loknum
tók einn fararstjórinn, Pétur Jón-
asson, upp gítarinn sinn, en Pétur
hefur í tvö ár stundað gítarnám í
Mexíkó og heldur þangað utan
innan skamms til frekara náms,
og lék nokkur lög við frábærar
undirtektir. Var hófinu slitið
skömmu seinna, en megnið af lið-
inu hittist aftur á diskótekinu
Number One, þar sem dansað var
til morguns.
Var þetta stórskemmtilegur
endir á stórskemmtilegri ferð
Pólýfónkórsins og hljómsveitar
um Spán. Þarna á diskótekinu
hitti ég sólbrúnan og eldhressan
íslending, sem tók af mér loforð
um að ég skilaöi frá honum kveðju
heim til Islands. Hún var svona:
„Elli biður að heilsa."
— ai
Texti:
Arnaldur Indriöason
Myndir:
Ragnar Axelsson
Það var geysilegt fjör í tónliatarfólkinu é Luna Park veitingahúsinu í Sevilla
eltir lokatónleikana á Spáni. Var skálaö minnst hundrað sinnum fyrir öllu
mögulegu og ómögulegu. Þarna er verift aö skála fyrir framkvæmdastjóra
feröarinnar Saldana.
Lokahófift og endapunktur söngferftarinnar á hótel Alay. Ingólfur er í ræöu-
stól, þar sem hann þakkaði fyrir frábært feröalag.