Morgunblaðið - 25.07.1982, Page 27

Morgunblaðið - 25.07.1982, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ1982 63 Elsta starf- andi hljóm- sveit á landinu HLJÓMSVEITIN GauUr er elsta starfandi hljómsveit á landinu. Hún var stofnuö árið 1942 af bræðrunum Guðmundi og Þórhalli Þorlákssonum og hét þá Gullbræð- ur. Við á förnum vegi hringdum í Rafn Erlendsson á Siglufirði til að forvitnast um hljómsveitina. En hann hefur spilað með Gaut- um síðan árið 1969. „Blessaður Rafn, mig langar til að spjalla aðeins við þig um Gauta." „Þú segir það, hvað er það sem þú vildir helst vita.“ „Mig langar til að vita hvenær nafnið breyttist úr Gullbræðrum í Gauta." „Það gerðist árið 1955, um leið °g fjölgaði í hljómsveitinni." „Það held ég að megi fullyrða, á veturna spilum við um hverja helgi á Hótel Höfn og á sumrin spilum við á sveitaböllum." „Þið ætlið ekki að skella ykkur í hringferð í kringum landið?" „Ekki í sumar, fyrir nokkrum árum fórum við hringinn þrjú sumur í röð, það var mjög gam- an, kannski drífum við okkur næsta sumar." „Finnst þér danshúsamenn- ingin hafa breyst eitthvað á þeim 13 árum sem þú hefur spil- að með hljómsveitinni?" „Já, það finnst mér, núna er miklu meira fyllerí. Ég get sagt þér að þegar ég var í gagnfræða- skóla 1966 drakk einn maður í bekknum og það var litið niður á hann.“ Gautar í fullu fjöri á árinu 1976. „Ekki eru sömu meðlimirnir sem skipa hljómsveitina núna og árið 1955?“ „Nei, blessuð vertu, það hafa orðið miklar mannabreytingar, það yrði of langt mál að telja alla þá upp sem spilað hafa með hljómsveitinni. I dag skipa hljómsveitina Elías Þorvaldsson sem leikur á orgel og syngur, Stefán Friðriksson spilar á gítar og syngur, Sverrir Elfesen á bassa, Rafn Erlendsson tromm- ur og söngur og söngkonan okkar hún Selma Hauksdóttir." „Hverskonar lög flytjið þið?“ „Við reynum að gera öllum til hæfis, en mest spilum við þó af poppmúsik." „Þú segir það, en er nóg að gera hjá ykkur?“ „Manstu eftir einhverju skemmtilegu sem hefur gerst á dansleikjum sem þið spiluðuð á?“ „Það er margt búið að gerast en enginn atburður er öðrum minnisstæðari.“ „Hvað er framundan hjá hljómsveitinni?" „Um verslunarmannahelgina spilum við þrjú kvöld í Húnaveri og um miðjan ágúst komum við suður til að skemmta Reykvík- ingum." „Jæja, Rabbi, eigum við ekki að fara að slíta þessu?" „Jú, er það ekki ráð.“ „Þakka þér fyrir spjallið og vertu blessaður." „Blessuð og þakka þér fyrir hringinguna." VEGI Það er jafnan mikið um að vera í áhorfendastúkunni, þegar að 1. deildarliðin eru að keppa í knattspyrnu. Á þessari mynd má sjá Kurby, þjálfara Akurnesinga, gefa sínum mönnum merki með handalyftingu og ákveðni í svipnum. Kurby þykir jafnan nokkuð æstur þegar menn hans eru að keppa og að sögn á hann það til að hlaupa inn á völlinn til að skamma þá sem ekki standa sig að hans mati. Rollubúskapur læknisins og kennarans Björn og Már rýja á fullu, en Helga Jónsdóttir, kona Björns, heldur í hornin. Ljósmvnd Mbl. Sigurgeir. ROLLUBÆNDUR leynast víða um land, því þótt þeir séu æði margir sauðfjárbændurnir sem sinna ekki öðru þá eru það einnig margir sem hafa nokkrar skjátur og sinna þvi verki af mikilli alvöru og alúð. Sigurgeir ljósmyndari í Eyjum hitti tvo þessara tóm- stunda-rollubænda sem hafa lagt mikla rækt við búskapinn, þá Björn ívar Karlsson skurðlækni og Má Jónsson kennara. Þeir hafa aðstöðu í Suðurgarði í Eyjum, sem er fyrir ofan Hraun og þar er dútl- að við skjáturnar öllum stundum sem gefast. Þeir félagar eru jafn- framt úteyingar og stunda úteyja- búskap í eynni Hana og þá hafa þeir komið við sögu í trilluútgerð- inni í Eyjum, svo það er sýnt að athafnasemin ríður ekki við ein- teyming. Már er gamalgróinn kennari, harðjaxl með fasi undiröldunnar, en Björn læknir er frægur fyrir fimi sína og snilli með skurðhníf- inn, en samkvæmt myndum Sigur- geirs virðist hann ekki síður nat- inn við hnífinn þegar rýja skal blessaðar rolluskjáturnar. „Mér finnst mig hljóti að vera að dreyma“ Sl. laugardag hélt Ólafía Ey- leifsdóttir upp á 80 ára afmæli sitt að Blikanesi 22 í Garðabæ, þar sem hún býr ásamt syni sínum. í tilefni af afmælinu heimsóttum við Olafíu á fórnum vegi. Hún tók á móti okkur með bros á vör. Það kom okkur á óvart hvað þessi 80 ára gamla kona var ern og létt i lund, það hefði frekar mátt segja okkur að hún væri að halda upp á 60 ára afmælið en ekki áttræðis- afmælið. Við byrjuðum á að spyrja Ólafíu um uppruna hennar. Hún tjáði okkur að hún væri fædd í Glaumbæ á Stafnesi ein af átta systkinum. í Glaumbæ hefði hún alist upp til 15 ára aldurs en þá hefði hun farið ráðskona að Vattanesi og dvalið þar eitt sumar. Leiðin hefði síðan legið til Reykjavíkur. Hún hefði gifst þar Guðna Byrings árið 1924 og í Reykjavík hefði hún búið mestan hlutann af sinni búskapartíð, en fyrir 13 árum hefði hún flust hingað út á Arnarnes og hér kynni hún vel við sig. Það væri mun rólegra að búa hérna en í Reykjavík. — Hve mörg börn átt þú Ólafía? „Ég á 10 börn. Barnalánið hef- ur fylgt mér. 5 dætur mínar og einn sonur búa í Bandaríkjunum og hin 4 hérna á íslandi. í dag er ég svo heppin að 4 dætur mínar sem búa vestra sáu sér fært að koma heim til að halda upp á afmælið með mér. Reyndar ætl- aði ég mér aldrei að halda upp á afmælið en svo komu dæturnar að utan, ég sagði þeim að ég vildi heldur fara í útilegu upp í sveit frekar en að halda veislu en þær tóku ekki annað í mál. — Hvers vegna heldur þú að 5 af börnum þínum hafi kosið að setjast að erlendis? „Ég veit það ekki, skýringin er kannski sú að þær voru allar svo huggulegar að ég hafði engan frið með þær,“ segir Ólafía og hlær. „Þær eru allar heilbrigðar og líður vel vestra og það er ég ánægð með. Mér finnst svo ótrúlegt að þær skyldu koma, að mér finnst mig hljóti að vera að dreyma." — Með allan þennan barna- fjölda vannstu þá einhverntíman utan heimilis? „Já, það gerði ég í fjölda mörg ár, allskonar vinnu. Ég hætti ekki að vinna utan heimilis fyrr en ég varð 70. Þá fór ég að prjóna lopapeysur til að hafa eitthvað fyrir stafni." — Einhver hvíslaði því að mér að þú værir með bílpróf og keyrðir það sem þú þyrftir? „Já, ég tók bílpróf 1950 og hef keyrt síðan. Ég mjaðmagrind- arbrotnaði 1979 þegar ég var nýkomin úr heimsókn frá Bandaríkjunum, síðan þá á ég erfitt með að komast um utan- dyra nema akandi, héðan er langt í búðir og erfitt með heim- sendingarþjónustu svo það er nauðsynlegt fyrir mig að geta ekið. Annars er ég ekki vel góð að keyra í Reykjavík en suður í Hafnarfjörð finnst mér ekkert mál að keyra.“ Við sáum að gestir voru farnir að streyma að til Ólafíu svo við spurðum hvort það væri eitthvað sem hún vildi segja að lokum. „Það er svo skrýtið að guð hjálpar mér alltaf. Eg hef aldrei góð verið, en samt alltaf heppin, ég á 10 börn sem öll eru mér góð og það er þakkarvert." Við kvöddum Ólafíu og þökk- uðum fyrir þær veitingar sem hún hafði borið á borð fyrir okkur. Ólafía önnur til hægri ásamt þremur dætrum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.