Morgunblaðið - 25.07.1982, Side 30

Morgunblaðið - 25.07.1982, Side 30
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982 love is ... ad hjálpast að við uppfrvottinn TM Reg U.S Pat Oft.-all r«hts reserved •1982 Los Angetoe Tlmee Syndlcete Með morgunkaffinu l'etta er eitt fyrstu verka minna. — Það heitir veröhækkun á olíulit- um! Hefur skipstjórinn áður verið í siglingum? HÖGNI HREKKVÍSI AHVAfí EfZ PKUULU-SOtOCORlMN OKKAfZ ?" A Margt er sér þar tíl Jóna Ingibjörg Guðmundsdóttir skrifar: „Kæri VElvakandi! í lögum um orlof húsmæðra frá 1960 segir í 6. grein: „Sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt að að sækja um orlof." Mig langaði til að minna konur á þennan rétt sem þær eiga sam- kvæmt lögum. Þær geta haft sam- band við orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík, Traðarkotssundi 6, en þar er opið daglega frá kl. 15—18. Síminn er 12617. Orlofsnefndin rekur í sumar orlofsheimili á Hrafnagili i Eyja- firði með svipuðu sniði og sl. fimm sumur. Þar geta dvalist í einu 60—70 konur og er aðstaða öll mjög góð. Með Reykjavíkurkonun- um dveljast þar að jafnaði 10 norð- lenskar konur með hverjum hópi. Flogið er með Flugleiðum til Akur- eyrar á laugardögum og er dval- artími á Hrafnagili 7 dagar. Mjög góð sundlaug er á staðnum og er hún mikið notuð. Margt er sér til gamans gert. Einn daginn er farið í ferðalag, ekið hringinn um Eyja- fjörð og til Akureyrar. Mikið er spilað og sungið og ekki má gleyma kvöldvökunum, þar sem oft er kátt á hjalla. Þar flytja konurnar margs konar efni til fróðleiks og skemmtunar og margt af því frum- samið. í fyrsta hópnum í sumar, sem dvaldist á Hrafnagili 3.—10. júlf, var Þórhalla Hjálmarsdóttir frá Dalabæ í Siglufirði meðal þátttak- enda. Hún svaraði gjarnan fyrir sig í bundnu máli. Einnig fór hún með vísur og kvæði eftir ýmsa höf- unda. Meðal annars fór hún með ljóðið Minning, sem ég sendi þér, Velvakandi, með þessum línum, og lét þess getið í leiðinni, að þetta væri eina ljóðið sem hún kynni, en vissi ekki hver hefði ort. Ekki fékkst svar við því þarna á staðn- um. Er því hér með beint til þeirra sem betur kunna að vita, að láta Velvakanda í té upplýsingar um höfundinn. gamans gert Við kvöldverðarborðið. Brugðið á leik á kvöldvöku. Minning Minning, fegurð mann.sinN .sorga, mánaleiftur auéra horga, ylur fornra á.stargloéa, ilmur bleikra þyrnirÓHa. OLslum slær á gengnar urðir, grætur bak vió lcntar hurAir, brædir þela þankans hljóda, þegar allar lindir frjósa. fiott er ungri áat að deyja, árin munu ei hana beygja. Kndurgjalds hún ei mun krefja einlægutdu verka sinna. Oft er xpillt í löngu Ijóði lixtaverki, stundaróði, svo aó fegurð fyrstu stefja folna upp í skugga hinna. Vorið beð þinn vefur tárum, vakir hóI á ystu bárum; greiðir hin.sU geislalokkinn, grúfir sig að baki hranna. Moldin að þér mjúk skal hlúa, móðurlega um þig búa, rétU þér á rekkjustokkinn rós úr lundi minninganna. Enn um gamla turninn á Lækjartorgi Sveinn Sveinsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Nú er nýr borgarstjóri sestur að völdum í Reykjavík. í tíð tveggja borgar- stjóra á undan honum minntist ég oft á óskiljanlega niðursetningu gamla turnsins á Lækjartorgi. Birg- ir ísleifur Gunnarsson svaraði mér og sagði að staðsetning turnsins væri endanleg. En Egill Skúli Ingi- bergsson virti mig ekki svars. Eg benti þeim báðum á heppilega staði, annars vegar við mót Kalkofnsvegar og Hverfisgötu, þar sem hann hefur verið áður, og hins vegar ofanvert við Lækjargötu, þar sem hún mætir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.