Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
fltocgtntltlfifeife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintak>ö.
Sex vikna sjónarspil
— aðeins ein leið
I Reykjavíkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 20. nóvember _I
Aðdragandinn
Fyrir liggur að Framsókn-
arflokkur og Alþýðu-
bandalag eru ekki lengur sam-
stiga í afstöðunni til nauðsyn-
legra úrræða í efnahagsmál-
um. Það er einnig ljóst, að
hvorki Steingrímur Her-
mannsson né Svavar Gestsson
hafa lengur trú á getu ríkis-
stjórnarinnar. Við hefðum átt
að rjúfa þing í september, seg-
ir Steingrímur Hermannsson.
Við vildum láta kjósa fyrir 1.
desember, segir Svavar Gests-
son. Þrátt fyrir þetta segjast
Framsóknarflokkur og Al-
þýðubandalag vilja vera áfram
í þessari ríkisstjórn. Allir
þingmenn flokkanna munu þó
greiða atkvæði gegn van-
trauststillögu Alþýðuflokksins
á þriðjudag og þar með lýsa
yfir trausti á ríkisstjórnina að
mati forsætisráðherra.
Þverstæðan í málatilbúnaði
stjórnarsinna sannar það eitt,
að landið er stjórnlaust. I
Reykjavíkurbréfi er í dag birt-
ur annáll þeirra sex vikna sem
liðnar eru síðan ráðherrum
datt það ráð í hug til að lengja
líf stjórnarinnar að taka upp
viðræður við stjórnar-
andstöðuna. Af yfirlitinu í
Reykjavíkurbréfinu má draga
þessar ályktanir:
• Ríkisstjórnin hefur ekki
komið sér saman um neinar
efnahagsaðgerðir eftir 1. des-
ember 1982.
• Ráðherranefndin var sam-
mála um það eitt að ekki má
ræða um afsögn ríkisstjórnar-
innar.
• Ríkisstjórnarflokkarnir
hafa ekki getað sameinast um
hvenær þing skuli rofið og
efnt til kosninga.
• Ríkisstjórnarflokkarnir eru
ekki samstiga í kjördæmamál-
inu.
• Ráðherranefndin hafði
rökstudda ástæðu til að ætla
að Alþýðuflokkurinn mundi
stuðla að framgangi stjórnar-
frumvarpa á alþingi.
• Vantrauststiliaga Alþýðu-
flokksins felur ekki aðeins í
sér vantraust á ríkisstjórnina
heldur einnig á hátterni
Kjartans Jóhannssonar, for-
manns Alþýðuflokksins, í við-
ræðum við ráðherranefndina.
• Frá upphafi var það ætlun
forsætisráðherra að koma í
veg fyrir atkvæðagreiðslu um
bráðabirgðalögin frá 21. ágúst
fyrir 1. desember. Eftir að
hafa neitað framsóknar-
mönnum og alþýðubandalags-
mönnum um að leggja bráða-
birgðalögin fram á þingi varð
hann á nokkrum klukkustund-
um við kröfu Alþýðuflokksins
um framlagninguna vegna
rökstuddrar vitneskju um
velvild einstakra þingmanna
Alþýðuflokksins.
• Sjálfstæðisflokkurinn hefur
einn allra flokka hreinan
skjöld eftir sýndarviðræður í
sex vikur. Geir Hallgrímsson,
formaður flokksins, sá strax
að ráðherranefndinni var eng-
in málefnaleg alvara, um það
eitt var að ræða að tefja fyrir
þingrofi og kosningum.
Við blasir eftir þessar sex
vikur án stjórnar, að ríkis-
stjórnin hefur ekki komið sér
saman um úrræði eftir kjara-
skerðinguna 1. desember.
Stjórnleysi mun leggjast ofan
á efnahagsöngþveiti allt þar
til ráðherrarnir viðurkenna
skipbrotið með afsögn sinni.
Hver trúir því, að framsókn-
armenn og kommúnistar muni
á næstu dögum sameinast um
lífvænlega efnahagsstefnu
undir forsæti Gunnars Thor-
oddsens? Er það skoðun
flokksþings framsóknar-
manna? Nei. Er líklegt að það
verði niðurstaða flokksráðs-
fundar Alþýðubandalagsins?
Nei. Hvers vegna skyldi ríkis-
stjórn sem starfað hefur síðan
í febrúar 1980 frá degi til dags
á grundvelli bráða-
birgðaúrræða sameinast um
markvissa efnahagsáætlun
nokkrum vikum eða mánuðum
fyrir þingrof og kosningar?
Blekkingasmiðir trúa á
sjónarspil. Enginn getur
bannað stjórnarsinnum að lifa
í þeirri trú, að þjóðarskútunni
sé vel stýrt. En hinn almenni
borgari lítur í eigin barm og
hugar að eigin framtíð. Hvaða
foreldrar reka heimili sitt með
það eitt í huga, að börn þeirra
muni síðar axla skuldirnar
sem heimilið aflar vegna
eyðslu um efni fram? Þetta er
þó kjarninn í skuldasöfn-
unarstefnu ríkisstjórnarinnar.
Á þessari forsendu slá ráð-
herrar glaðhlakkalega um sig
og tala af lítilsvirðingu um
ríkisstjórnir annarra þjóða,
sem berjast af hörku við að
styrkja eigin stöðu til framtíð-
arátaka á heilbrigðum grunni.
Spyrna verður við fótum og
þá er aðeins ein leið skynsam-
leg: Að slá skjaldborg um eina
stjórnmálaaflið í landinu, sem
hefur þor til að skýra rétt frá
stöðu mála og þrek til að tak-
ast á við vandann, Sjálfstæðis-
flokkinn. Geir Hallgrímsson
neitaði að gerast þátttakandi í
sjónarspili ráðherranefndar-
innar. Kjartan Jóhannsson
breyttist í vonarpening.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er
skýr og ótvíræð. Síðast rakti
Geir Hallgrímsson hana í
áheyrn alþjóðar í umræðum
um svonefnda stefnuræðu for-
sætisráðherra 25. október síð-
astliðinn. Þá fyrst eygja menn
leið út úr ógöngunum þegar
þeir hætta að láta blekkjast.
Sjálfstæðisflokkurinn vísar þá
leið.
í þann mund sem þingmenn
voru að hittast í haust hófust að
nýju umræður um það, hvernig
ríkisstjórnin ætlaði að halda á
málum á þingi í vetur. Það lá fyrir
eftir að Olafur Jóhannesson,
utanríkisráðherra, ritaði undir
samninginn um efnahagssam-
vinnu við Sovétríkin 2. júlí 1982,
að ríkisstjórnin hafði ekki lengur
starfhæfan meirihluta á Alþingi.
Sjálfstæðismennirnir Albert Guð-
mundsson og Eggert Haukdal
höfðu látið af stuðningi sínum við
stjórnina og ritað forsætisráð-
herra um það bréf, þar með hafði
stjórnin ekki meirihluta í neðri
deild Alþingis — engin almenn
stjórnarfrumvörp áttu öruggt
brautargengi á þingi. Engu að síð-
ur gaf ríkisstjórnin út bráða-
birgðalög um efnahagsmál hinn
21. ágúst 1982. Strax eftir að lögin
höfðu verið gefin út var opinber-
lega upplýst, í samtali við Eggert
Haukdal hér í blaðinu, að ríkis-
stjórnin hefði ekki meirihluta í
neðri deild . Stjórnarandstöðu-
flokkarnir lýstu því yfir að ríkis-
stjórnin ætti að segja af sér og
efna bæri til nýrra kosninga eins
fljótt og kostur væri. Ráðherrar
létu þessi orð eins og vind um eyru
þjóta og sögðust ekki trúa öðru en
einhverjir þingmenn úr stjórnar-
andstöðu veittu bráðabirgða-
lögunum stuðning á þingi.
Leið nú og beið. I fyrstu viku
október fór að kvisast, að kannski
ætti ríkisstjórnin von í einhverj-
um þingmönnum Alþýðuflokksins
í neðri deild Alþingis og var þá
Árni Gunnarsson nefndur. Setti
forsætisráðherra Gunnar Thor-
oddsen fram þá kenningu, sem
ýmsum þótti allnýstárleg, að hann
gæti ekki lagt bráðabirgðalögin
frá 21. ágúst fyrir Alþingi strax á
fyrstu dögum þess eins og venja er
vegna „óeiningar" meðal stjórnar-
andstöðuþingmanna. Kvað svo
rammt að orðrómi um undanslátt
meðal þingmanna Alþýðuflokks-
ins, að hinn 8. október kom þing-
flokkur þeirra saman og sam-
þykkti að standa sem einn maður
gegn staðfestingu bráðabirgðalag-
anna. Lá nú fyrir, að ríkisstjórnin
var komin í þrot gagnvart Alþingi
og var þá um tvennt að ræða eins
og jafnan áður, að verða við kröfu
stjórnarandstöðu um að rjúfa þing
og efna til kosninga eða halda
áfram að þæfa málið. Ráðherrarn-
ir kusu að þæfa málið og reið
Steingrímur Hermanflsson, for-
maður Framsóknarflokksins, á
vaðið, með eftirfarandi yfirlýs-
ingu í Tímanum 12. október, dag-
inn eftir að þing var sett. Stein-
grímur sagði:
„Ég tel skynsamlegast eins og
málin horfa núna, og sýni mesta
ábyrgð bæði stjórnar og stjórnar-
andstöðu, að menn gengju að verki
og semdu um hvenær kosningar
yrðu, og þá í vor, og ynnu síðan
saman að því að koma málum á
rekspöl og ná árangri." í þessu
Tímaviðtali kom og fram hjá
Steingrími, að ekki væri óeðlilegt
að kjósa í mars eða apríl. Stein-
grímur sagði þetta persónulega
skoðun sína og síðar varð ljóst að
hann setti hana fram án samráðs
við samaðila sína í ríkisstjórn.
Fyrsta vika
13. október 1982
Steingrímur Hermannsson seg-
ir í samtali við Morgunblaðið
þennan miðvikudag, að hugmynd-
in um viðræður við stjórnarand-
stöðuna byggist meðal annars á
hugsanlegum samningum um
hvenær gengið verði til kosninga
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hittir ráð-
herranefndina, Svavar Gests-
son, Gunnar Thoroddsen og
Steingrím Hermannsson.
og hvernig staðið verði að lausn
efnahagsmála þangað til. Gunnar
Thoroddsen segir, að ríkisstjórnin
sé auðvitað til umræðu um þær
breytingatillögur sem fram kunni
að koma við bráðabirgðalögin og
horfa kunna til bóta. Hann segist
ekki vera reiðubúinn að láta neitt
uppi um það hvenær beri að kjósa.
Svavar Gestsson segir, að Alþýðu-
bandaiagið vilji að bráðabirgða-
lögin séu lögð fram strax. Ólafur
G. Einarsson, formaður þing-
flokks sjálfstæðismanna, segir að
hugmynd Steingríms sé „viður-
kenning á því að ríkisstjórnin
ræður ekki við þetta".
14. október 1982
Ríkisstjórnin kemur saman til
fundar. Fyrir fundinum liggja
tvær tillögur: 1) Frá þingflokki
Alþýðubandalagsins, þar sem seg-
ir að bráðabirgðalögin skuli nú
þegar tekin til afgreiðslu á þingi,
verði þau felld skuli rjúfa þing og
efna til kosninga svo tímanlega
(20. nóvember?), að ný ríkisstjórn
taki við fyrir 1. desember nk.
2) Frá þingflokki framsóknar-
manna, þar sem segir, að ríkis-
stjórnin skuli nú þegar hefja við-
ræður við stjórnarandstöðuna um
framgang bráðabirgðalaganna,
fylgifrumvarpa og annarra nauð-
synlegra mála. Eftir harðar um-
ræður ákveður ríkisstjórnin að
fela þriggja manna ráðherra-
nefnd, Gunnari Thoroddsen,
Steingrími Hermannssyni og
Svavari Gestssyni, að „undirbúa"
samningaviðræður við stjórnar-
andstöðuna um „tiltekin afmörkuð
mál“.
15. október 1982
Föstudaginn 15. október hefur
Gunnar Thoroddsen símasamband
við þá Geir Hallgrímsson, for-
mann Sjálfstæðisflokksins, og
Kjartan Jóhannsson, formann Al-
þýðuflokksins, og býður þeim til
viðræðna hvorum í sínu lagi við
ráðherranefndina að morgni
mánudagsins 18. október.
16. október 1982
I viðtölum Morgunblaðsins við
þá Geir Hallgrímsson og Kjartan
Jóhannsson kemur fram, að for-
sætisráðherra hafi ekki upplýst
hver hin „tilteknu afmörkuðu
mál“ eru. Geir bendir á, að hvorki
þingflokkum stjórnarliða né þeim
Steingrími og Svavari beri saman
um efni viðræðnanna en segist
ekki skorast undan að hitta ráð-
herranefndina. Kjartan segir að
ekki verði ráðið af yfirlýsingum,
hvað fyrir ríkisstjórninni vakir en
segist ætla að hitta ráðherra-
nefndina.
Önnur vika
Sunnudagur 17. október 1982
'Morgunblaðið segir í forystu-
grein um viðræðurnar sem hefjast
eiga daginn eftir: „Til viðræðn-
anna er ekki stofnað til að ná sam-
stöðu um aðgerðir heldur til að
leysa ríkisstjórnina úr úlfakreppu.
Hin pólitíska sjálfhelda sem nú
ríkir mun vara þar til efnt verður
til nýrra kosninga. Hið eina sem
stjórnarandstaðan getur ljáð máls
á að ræða við ríkisstjórnina eru
dagsetningar: Hvenær á að rjúfa
þing og hvaða dag á að kjósa."
18. október 1982
Fyrstu viðræðufundir ráðherra-
nefndarinnar við þá Geir og
Kjartan. Fundirnir voru „gagnleg-
ir“ segir Steingrímur, þar var
kannað hvort „það væri grundvöll-
ur fyrir því að hafa samstöðu um
framgang mikilvægustu efnahags-
mála, kjördæmamálsins og fleiri
mála“. Og Steingrímur segir einn-
ig: „Ég legg bara áherslu á að ef
kosningar verða fljótt, sem við
höfum útaf fyrir sig ekkert á móti,
þá mega menn ekki spilla efna-
hagsaðgerðum og leiða okkur út í
óviðráðanlega verðbólgu." (Tím-
inn 19. okt.) Ólafur R. Grímsson,
formaður þingflokks Alþýðu-
bandatagsins, segir: „Við viljum