Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
45
Nú er að faerast fj#r i leikinn hjá Bryndisi og Mrti húsverði.
Slundin okkar kl. 18.00:
Jón spæjó, laxeldi og
heimsókn í orgelskóla
Hljóóvarp kl. 21.20:
Mannlíf undir
Jökli fyrr og nú
í hljóðvarpi kl. 21.20 er dagskrár-
liður er nefnist Mannlíf undir Jökli
fyrr og nú. Fyrsti þáttur af fjórum:
Straumar Snsefellsjökuls og Bárðar
saga Snæfellsáss. Viðmælandi:
Þórður Halldórsson frá Dagverðará.
llmsjónarmaður: Eðvarð Ingólfsson.
— í þessum fjórum þáttum
verður grúskað í gömlum sögnum,
sagði Eðvarð, — en undir Jökli
var fyrsti vísir að þéttbýlismynd-
un á Islandi. Auk þess verða sagð-
ar skemmtisögur af mönnum sem
lifað hafa á þessum stað og orðið
landsfrægir þá eða síðar á ævinni
og lesin ljóð og leikin tónlist eftir
höfunda undan Jökli, lifandi og
látna. Annað meginefni þessara
þátta eru svo viðtöl. Við út-
varpsmenn fórum í haust vestur í
Breiðavíkurhrepp og Neshrepp
utan Ennis og spjölluðum við fjöl-
marga búendur þar, en sam-
kvæmt gamalli skilgreiningu nær
svæðið sem kallað er „undir Jökli"
frá Arnarstapa að Rifi. Og um-
ræðuefnið er kveðskapur, lífið og
tilveran.
í fyrsta þættinum verður fjall-
að um það sem skrifað hefur verið
um Snæfellsjökul í lausu og
bundnu máli, auk þess sem Bárð-
ar saga Snæfellsáss verður rakin,
en það þótti ómissandi, þar sem
sagt er að Bárður búi í jöklinum
og sé verndari Snæfellsness. í
framhaldi af þessu verður svo
rætt við Þórð Halldórsson á Dag-
verðará, sem löngu er þjóðkunnur
fyrir störf sín sem listamaður,
refaskytta, heimspekingur o.fl.
o.fl. og hann fræðir okkur um það,
Þórður á Dagverðará
af hverju mannlíf sé betra og
merkilegra undir Jökli en annars
staðar. Þórður býr nú á Akureyri,
en við tókum viðtalið við hann í
gegnum lokaða línu milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur.
Á dagskrá sjónvarps kl. 18.00 er
Stundin okkar. Umsjónarmaður:
Bryndís Schram. Stjórnandi upp-
töku: Þráinn Bertelsson.
Eftirfarandi efni verður í þætt-
inum:
1. Jón spæjó: Nú er að færast fjör
í leikinn hjá Bryndísi og Þórði
húsverði. Þar sem svo margt
furðulegt hefur gerst undanfarið,
verður Þórður að ráða til sín
leynilögreglumann. Jón spæjari
mætir í stúdíó og rannsakar kist-
una. Bryndís og Þórður ræða síð-
an um ástand þessara dularfullu
mála og kynna næstu Stund.
2. Laxeldi: í myndinni, sem tekin
er austur í Hrunamannahreppi, í
Fossá, er sýnt hvernig klak fer
fram, til laxeldis. Loftur Hauks-
son bóndi í sveitinni kreistir
hrogn og svil og blandar þessu
saman og hreinsar eftir öllum
kúnstarinnar reglum.
3. Little Blue: Þáttur 2. Júlíus
Brjánsson les.
4. Viðtal: Þeir Björn Kristjáns-
son, Ari G. Bragason og Sigurður
Arnarsson segja frá tilraunum
sínum með kvikmyndagerð.
5. Jón bóndi: Því næst var mynd
þeirra, sem fjallar um hetjuna
Jón bónda (James Bond) sýnd.
Myndin er ádeila á vissa tegund
af bíómyndum.
6. Sófus II: Teiknimyndasaga,
samin, teiknuð og lesin af Sverri
Sigurðssyni.
7. Orgelskóli: Farið var í Orgel-
skóla þeirra Guðmundar Hauks
og Sigurbergs (Yamaha) og fylgst
með orgelkennslu.
8. Jón spæjó II: Að lokum birtist
Jón spæjó aftur í stúdíói og segir
Þórði og Bryndísi þau gleðitíðindi
að hann sé kominn á sporið.
9. Lokalag.
Erlendur Jónsson
Leikril vikunnar kl. 14.00:
Líkræða
— eftir Erlend Jónsson
Á dagskrá hljóðvarps kl.
14.00 er nýtt leikrit, Líkræða,
eftir Erlend Jónsson. Leik-
stjóri: Klemenz Jónsson. Leik-
endur: Margrét Ólafsdóttir og
Steindór Hjörleifsson.
Presturinn, séra Þorgrím-
ur, kemur til ekkjunnar
Helgu til að afla efnis í lík-
ræðu yfir nýlátnum manni
hennar. Samtal þeirra snýst
þó ekki aðeins um hinn látna
heldur um eigin hag og ann-
arra sem við sögu koma.
Verður fráfall mannsins til
að ekkjan tekur eigið líf til
endurmats.
Flutningur leikritsins tek-
ur rösklega þrjá stundar-
fjórðunga.
, Nú er
rétti tíminn
Fátt mun falla vinum og viöskiptamönnum erlendis betur en gjafaáskrift aö
lceland Review 1983. Þú losnar viö allt umstangiö. Útgáfan sendir fyrir þig
jólakveöjuna (gjafakort) og hvert nýtt hefti á næsta ári veröur sem kveöja frá
þér (auk þess aö flytja heilmikinn fróðleik um land og þjóö).
Fyrirhafnarlítiö, hagkvæmt — og vel þegið af vinum
í fjarlægö. Láttu nú veröa af því.
Þeim fjölgar stööugt, sem láta lceland Review flytja kveöju sína
til vina um viöa veröld.
★ Nýrri áskrift 1983 fylgir
árgangur 1982 í kaup-
bæti, ef óskaö er. Gef-
andi greiöir aðeins
sendingarkostnaö.
★ Útgáfan sendir viötak-
anda jólakveöju í nafni
gefanda, honum aö
kostnaöarlausu.
□ Urdirritaöur kaupir .... gjafaáskrift(ir) aö lceland Review 1983
og greiöir áskriftargjald kr. 335 pr. áskrift aö viöbættum send-
ingarkostnaöi kr. 60 pr. áskrift. Samt. kr. 395.
□ Árgangur 1982 veröi sendur ókeypis til viötakanda(enda) gegn
greiöslu sendingarkostnaöar, kr. 100 pr. áskrift.
Ofangreind gjöld eru í gildi til ársloka 1983. Áskrift öölast gildi
þegar greiösla berst.
Nafn áskrifanda
Sími Heimilisfang
Nafn móttakanda
★ Hvert nýtt hefti af lce-
land Review styrkir
tengslin við vini í fjar-
lægö.
Hetmllisfang
Nöfn annarra móttakenda fylgja meö á ööru blaöi. Sendiö til
lceland Review Pósthólf 93, 121 Reykjavík, eóa hringiö í síma
27622.