Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 Sjómannsævi Bókmenntír Erlendur Jónsson Karvei Ögmundsson: SJÓMANNSÆVI. II. 198 bls. Bóka útg. Örn og Örlygur. Rvík, 1982. Karvel Ögmundsson segir á ein- um stað í bók sinni að atburðir þeir, sem hann skýrir frá, séu sér »enn í svo fersku minni sem þeir hefðu nú gerst. Ég hef viljað skýra svo nákvæmlega frá öllu, svo nú- tímamenn sæju hverja erfiðleika feður þeirra og mæður urðu að berjast við í litlu sjávarplássi á fyrri helmingi þessarar aldar.* Við orð þessi er fullkomlega staðið. Endurminningar Karvels eru afar hlutlægar, segja ekki mikið frá honum sjálfum en því meira frá lífsbaráttunni — og þá fyrst og fremst sjósókn og sigling- um — á þeim tíma sem þetta bindi endurminninganna fjallar um: þriðja áratugnum. Ungir piltar í litlum sjávarþorpum áttu þá naumast um annað að velja en að gerast sjómenn, um aðra bjarg- ræðisvegi var ekki að ræða. Kar- vel sætti sig við það hlutskipti, og meira en svo, því hann gerðist snemma afburðaduglegur sjómað- ur, enda kappsamur og árvakur. Farsæld og velgengni í starfi var þá mikið undir líkamlegu og and- legu þreki komin, menn urðu að þoía erfiði og vosbúð og síðast en ekki síst: horfast í augu við hættur án þess að missa kjarkinn. Dauð- inn var tíður gestur í sjávarþorp- unum, ægir tók sinn hlut í manns- lífum. Karvel mátti snemma horfa Karvel Ögmundsson upp á vini og jafnaldra hverfa þannig af sjónarsviðinu. Ærinn kjark þurfti til að horfast þannig í augu við voveiflega atburði og missa ekki móðinn. Karvel hlífði sér ekki. Og hann bliknaði ekki andspænis hættunum. Hann kom ekki yfir á aðra því, sem kallast gat óþægilegt, en axlaði ábyrgðina sjálfur. Þótt ekki sé liðin nein eilífð frá áratug þeim sem Karvel segir frá hefur svo margt breyst, að því er líkast sem aldir skilji á milli. Skipakosturinn var frumstæður í hlutfalli við það, sem nú tíðkast, veiðarfæri sömuleiðis. Aðbúðin til sjós var líka snöggtum lakari. Fæðið á skútunum var t.d. kapítuli Lítið stef um dag'inn í dag Hljóm- plótur Árni Johnsen Það eru fjögur lög á hljóm- plötunni Morgundagurinn, lítið stef um daginn í dag og þau eru hvert öðru betra. Stefán Hjör- leifsson er höfundur laganna allra, en í laginu Vegna þín, hafa þeir slegið saman, hann og Jón Ólafsson. Textarnir höfða til dagsins í dag þannig að segja má að plat- an sé eins konar saga um líðandi stund, gefur tón ungs fólks, sem stefnir mót morgundeginum með jákvæðu hugarfari. Það er hljómplötuútgáfa fá- tækra námsmanna sem gefur Morgundaginn út, en hvort sem þeir eru ríkir af fjármagni eða ekki þá virðast þeir vera ríkir í andanum, ríkir af vilja og áræði til þess að lifa lífinu og það er ekki svo lítil kjarabót. Á morgun hittumst við aftur, getum lifað á björtum degi, og brosað framan í vorið, gengið veginn heim, segir í einum textanum sem túlkar vel tón plötunnar. Þótt lögin séu hvert um sig skemmti- leg, þá finnst mér lagið Vegna þín, skera sig úr vegna þess hvað það er listavel útsett, en í stuttu máli er Morgundagur Stefáns Hjörleifssonar skemmtilegt og jákvætt innlegg til líðandi stundar og gefur fyrirheit um morgundaginn, eða hvað er æskilegra í mannlífinu en að fólk hittist á björtum degi og brosi framan í vorið hvort sem er á víðavangi eða í sál sinni. Stefið er gott innlegg og nú er að auka umsvifin. Zygmunt Krauze Tónlist Jón Ásgeirsson Um hús fáránleikans er erfitt að rata, því hið sennilega snýst upp í andstæðu sína, það hlægi- lega verður grátlegt og sorgin hlægileg. Listamaðurinn leikur trúðlistir og trúðurinn flytur sanna list, grettir sig síðan og rekur upp einkennileg hljoð, leik- ur upphafið á „sorgar“-sónötunni eftir Beethoven, tekur skyndilega að vesenast í stólnum, sem hann situr á og mæla píanóið með spýtu, sullar í vatni, eftir for- skrift John Cage, leikur hörpu- slátt vindguðsins Eólosar, eftir Cowell, leikur á strengi píanósins með steinum og litlum stálslegli, hamast með vinnuvettlinga (sennilega pólska) á höndunum og hegðar sér ýmist sem virðulegur heimsborgari eða eins og „spast- ískur" fáráður. Það sem Zygmunt Krauze gerði á tónleikum sínum á Kjarvalsstöðum sl. föstudag er of alvarlegt til að vera hlægilegt og of vitlaust til að hægt sé að taka það alvarlega. Það sem náði því að vera gamansamt voru óvæntar út af fyrir sig. Þegar kokkurinn bjóst til að elda matinn lagði hver háseti fram sitt fiskstykki. Var síðan ætlast til að matsveinninn skilaði hverjum sínu. Til þess þurfti sérstakan pott. »Slíkur pottur á skútuöld var eitt af undr- um veraldar. Á Elísu var hann skilrúmaður í sex hæðir, það er sex þéttgataðar kringlóttar plötur aðskildu hólfin. Tveir áttu soðn- ingu í hverju hólfi.x Þetta voru tímar einstaklings- framtaks og einstaklingsábyrgðar. Hver og einn gat notið veiðigleði sinnar. Og sá, sem var bæði fiskinn og úthaldsgóður, gat valið um skipsrúm: »Það má teljast þér til sóma, að þú sem yngsti háseti á Mary, skyldir verða hæstur í þén- ustu.« Gaman var fyrir ungan pilt að koma heim af vertíð með slíkan vitnisburð. Og veiðigleðinni fylgdi virðing fyrir lífsbjörginni — virðing fyrir lífinu. Margt gerist á sæ, og marg- ar sögur segir Karvel frá sjósókn sinni og annarra. Eitt sinn er bát- ur var á sjó kom að honum stór- hveli, og hvalfangari fast á eftir sem ætlaði að skutla hvalinn. Hvalurinn skýldi sér jafnan þann- ig að hann hafði bátinn á milli sín og hvalveiðiskipsins, þangað til hvalfangarinn gafst upp og fór. Þá synti hvalurinn í burtu en bátur- inn elti, þar til hann kom á svo góðar fiskislóðir að »í fjóra sól- arhringa hélst sama uppgripaveiði og dró hver svo sem hann hafði þrek til.« Þannig launaði hvalur- inn lífgjöfina með því að beina bátnum þangað sem fiskur var. Undir lok þessa bindis ritar Karvel um upphaf vélbátaútgerð- ar. Er þá eins og hilli undir nútím- ann. Skútuöldin kveður. Vélaöld gengur í garð. Sjómannsævi Karvels Ög- mundssonar geymir mikinn og dýrmætan fróðleik um atvinnu- hætti fyrri tíðar. Það eykur svo ánægjuna af lestrinum að Karvel er maður prýðilega ritfær, enda líka skáldmæltur. Sögur hans af gömlu formönnunum eru ekki að- eins frásagnir af mönnum, heldur líka manngerðum sem einu sinni voru en eru ekki lengur. Reynsla Karvels Ögmundssonar — sem byrjar sjómannsævi sína á ára- báta- og skútuöld og fylgist síðan með þróuninni til skuttogaraaldar — er vissulega efni í stórbrotna sögu. Og þá sögu segir Karvel bæði vel og skilmerkilega. Uppátektir í sumarleyfi Heimatilbúið breskt reggae Hljóm nmrra Finnbogi Marinósson UB 40 UB 44 DEP 3/ Steinar hf. Árið 1978 stofnuðu átta bresk- ir strákar reggae-hljómsveitina UB 40. Allir komu þeir úr litríku umhverfi verkamannastéttar- innar og aldir upp í S-Birming- ham. I upphaflegu útgáfunni voru Jimmy Lym á hljómborð og Nígeríumaðurinn Timi Tupe Abayomi Babayemi (kallaður Yomi af skiljanlegum ástæðum) á slagverk. Þeir einir kunnu á hljóðfæri frá fyrri tíð og þeir hættu líka báðir eftir stutta vist. Mickey Virtue kom í stað Lym og hljómsveitin æfði daglega í sex mánuði. Hún kom svo fyrst fram 9. febrúar 1979 á „Hare and Hounds" í „King’s Heath". Aðrar hljómsveitir sem einnig stigu sín fyrstu spor þetta kvöld voru „The Denizens", „Pretty Faces" og „Au Pairs“. Sumarið 1979 var mikið uppgangssumar fyrir hljómsveitina. Þeir spiluðu á fjölmörgum stöðum (m.a. á „Rock Against Racism“-sam- komum víða um England), tóku upp prufuupptökur sem kom þeim í sjónvarp og vakti athygli plötusnúðsins þekkta John Peels (Radio One BBC), sem kom þeim í útvarpið í janúar 1980. 3. des. 1979 undirrituðu dreng- irnir plötusamning við Graduate Rec., lítið, sjálfstætt útgáfufyr- irtæki. Á þessum tíma spiluðu þeir aðallega i London og á ein- um tónleikum þeirra þar kom Chrissie Hynde, söngkona „Pre- tenders" auga á þá og bað þá að koma með í hljómleikaferðalag um England sem upphitun fyrir „Pretenders". Á meðan á þessari ferð stóð, kom út fyrsta litla plata UB 40, „King/ Food For Thought". Þessi smáskífa varð gífurlega vinsæl og er hún reyndar fyrsta smáskífan sem gefin er út af sjálfstæðu, óháðu útgáfufyrirtæki sem komst í fyrsta sæti breska vinsældalist- ans. Þeir gáfu út tvær litlar plöt- ur til viðbótar og eina stóra, „Signing Off“, en hún var á vin- sældalistanum í meira en ár. í des. 1980 rann út samningur þeirra við Graduate Rec. og stofnuðu þeir þá sitt eigið fyrir- tæki, DEP International. DEP gaf út „Present Arms“ og smá- skífuna „Don’t Slow Down/ Don’t Let It Press You By“ í maí 1981. Seinna sama ár kom út smáskífan „One In Ten“. Á annarri hlið hennar var titil- lag þriðju stóru plötu UB 40, „Present Arms in Dub“, sem í nóvember 1981 slóst í hóp fyrri platna UB 40 á vinsældalistan- um. „PAID“ er fyrsta „dub“- platan sem komst í fyrsta sæti breska breiðskífulistans. Hún var mikilvægt skref að takmarki þeirra að skipa heimatilbúnu, bresku reggae fastan sess í ensk- um poppheimi og fá fleiri til að hlusta á „dub“-tónlist. Nýlega sendi UB 40 frá sér sína fjórðu breiðskífu, „UB 44“. Að sjálfsögðu er tónlistin reggae, í sama farvegi og fyrri plötur þeirra. En þrátt fyrir að svo sé, þá er alltaf eitthvað nýtt að heyra í tónlist þeirra. Hún er einstaklega ljúf og þægileg og textarnir í betra lagi. Blást- urshljóðfærin eiga ríkan þátt í því að gera tónlistina jafn aðlað- andi og skemmtilega sem hún er. Af einstökum lögum plötunnar greip mig strax lagið „Don’t Do The Crime“, einkar ljúft lag með boðskap til allra. Önnur lög standa áðurnefndu lagi ekkert að baki og best að láta hvern og einn velja sitt uppáhald. Hafi einhver unun af því að setjast niður með textablað og hlusta á vandaða tónlist, krydd- aða góðum texta, þá er „UB 44“ stórgóð fjárfesting. AM/ FM Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Barnaeyjan: PJ. Jersild. Guörún Bachmann þýddi. Útg. Mál og menning 1982. Söguþráðurinn í Barnaeyjunni er vægast sagt reyfarakenndur; Hlynur nokkur Sveinsson, ellefu ára snáði, á að fara í sumarbúðir á Barnaeyjunni meðan móðir hans fer í burtu. Auk þess er Barnaeyj- an bráðhollur staður og ætti ekki að væsa um Hlyn. En hann ákveð- ur að verja sumrinu að eigin vild og þegar móðir hans er vel og ör- ugglega farin af stað, snýr Hlynur tiltektir, sem í óþarfri endurtekn- ingu urðu leiðinlegar. Fáránleik- inn, þetta einkenni ofmettunar- innar, lífsleiðans og firringarinn- ar, er ef til vill eina listformið sem speglar heiftúðuga baráttu nútímamannsins gegn eigin speg- ilmynd, máluðu og grettu andliti trúðsins, sem hlær við gráti og grætur við hlátri. Ásamt þessu tilstandi voru sýndar tvær stuttar kvikmyndir og var sú sem ber nafnið Steinatónlist skemmtileg og alvarleg tilraun í nýjum tón- myndunaraðferðum. Síðari mynd- in, sem ber nafnið Vettlingatón- list, var aðeins þokkaleg gaman- semi, miklu fremur myndleikur en tónverk. Jón Ásgeirsson aftur heim. Hann gætir þess að skrifa mömmu sinni bréf öðru hverju þar sem hann segir henni frá ævintýrunum sem hann lendir í. Þau komast að vísu ekki í hálf- kvisti við það sem verður í veru- leika sumarsins hjá Hlyn. Hann óttast mjög yfirvofandi kyn- þroskaskeið og hefur að yfirveg- uðu máli komist að þeirri niður- stöðu, að hann verði að lifa lífinu áður en þau ósköp dynja yfir. Atburðir sumarsins eru satt að segja fjölþættir, Hlynur fer að vinna hjá sérstæðum hópi kvenna sem málar áletranir á jarðarfar- arkransa, hann kemst í kynni við Bolla, kúnstugan vin móður sinn- ar, fer með honum og öðru fólki sjóferð, lendir í farandsirkus og svo mætti lengi telja. Undir lokin er hann þó kominn heim aftur, eftir ævintýri að vísu en ekki síður þrengingar frelsisins. í fyrstu hélt ég að þetta væri barnabók, en á kápu segir að þetta sé bók sem er jafnt fyrir unglinga sem fullorðna. Ég get vart ímynd- að mér að börn hafi úthald til að lesa um öll þessi ósköp, í stuttu máli sagt, bókin er að minnsta kosti helmingi of löng og ævintýr- in alltof fráleit. Allir vita að greindir og bráðþroska krakkar hafa ímyndunarafl og fram- kvæmdasemi þeirra er með ólík- indum, en mætti ég biðja um ögn minni skammt í einu. Þó að Hlynur Sveinsson verði ekki trúverðug pærsóna, þegar á líður, eða öllu heldur það sem hann fæst við í leyfinu, er bókin þó skemmtileg aflestrar einkum framan af, svo fer að gæta þreytu bæði hjá Hlyn sjálfum og höfundi og ég furða mig sannarlega ekki á því. Sumir hafa líkt Barnaeyjunni við sögurnar af Línu langsokk. Það er að vísu ekki alveg rakleitt útí bláinn, en nokkuð þó. Vegna þess að kímnigáfa höfundar nær ekki jafn djúpt og Astrid Lind- gren, hann kann sér ekki hóf í uppáfyndingum, óþarfa lýsingar eru upp á margar síður og svo mætti lengi telja. Þótt Hlynur Sveinsson og ótrúleg ævintýri hans sé kannski sem slík sniðug hugmynd í bók, hefði átt að skera niður og það töluvert hressilega. Þó að barn sé bráðgjört og bráöskemmtilegt getur það líka beinlínis orðið leiðinlegt í uppá- tektum sínum. Og ég var orðin dá- lítið þreytt á Hlyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.