Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 Fullkomin póli- tísk lágkúra Yfirklór Halldórs Blöndal alþingismanns — eftir Svein Skúlason hdl. Því hefur oft verið haldið fram á undanförnum árum að íslensk stjórnmál væru ekki í háum gæða- flokki. Menn hafa rætt talsvert um það að virðing Alþingis fari síminnkandi með hverju árinu og kenna íslenskum stjórnmála- mönnum um, aðferðum þeirra og gæðum. Menn þykjast meira að segja skynja það hin síðustu ár að prófkjör, fjölmiðlatækni og kúnst- ir alls konar hafi fælt bestu og greindustu menn þjóðarinnar frá stjórnmálastörfum, en laðað fram til þeirra starfa alls konar vind- hana og gasprara, sbr. orðatiltæk- ið „bylur hæst í tómri tunnu". Yfirklór Halldórs Blöndal Fyrir skömmu gerðist sá ein- stæði atburður á Alþingi að al- þingismaður nokkur, Halldór Blöndal, reiddi hátt til höggs og gerði mikinn usla út af ríkis- ábyrgð á launum vegna gjaldþrots atvinnurekenda. I umræðum á Al- þingi sá þessi virðulegi alþingis- maður sig knúinn til þess að veit- ast persónulega að mér og öðrum lögmönnum hér í borg á nafn- greindan hátt og bendla þá við „hyglun og siðleysi" í viðskiptum sínum við félgsmálaráðuneytið, sem hefur með ríkisábyrgð á laun- um að gera. Ég lít þetta mál mjög alvarleg- um augum. Umræddan dag á virðulegu Alþingi notar þingmað- urinn Halldór Blöndal sér þing- helgi til þess að veitast að lög- mönnum utan þings, sem ekki geta haldið uppi vörnum, nafngreinir þá og fer um þá meið- andi orðum. Og eftirleikurinn er ennþá ein- kennilegri og lærdómsríkari. Gagnvart mér sérstaklega hefur hann þau áhrif að sú spurning gerist áleitin hvort íslensk stjórn- mál séu hreinlega komin í mál- efnaþrot. Atburðarásin 1. Halldór Blöndal, alþingismað- ur, ræðst með meiðandi um- mælum að saklausum mönnum utan þings og nafngreinir þá í ræðu sinni. Ég hef farið yfir þessa ræðu og tel hana óskilj- anlegt rugl frá upphafi til enda. í ræðunni vottar hvergi fyrir skilningi þingmannsins á efn- inu sem um er fjallað, og hafði hann þó óneitanlega drjúgan tíma til undirbúnings. 2. Fyrrverandi vinnuveitandi minn, Arnmundur Backman, lögmaður, varpar í blaðagrein í Morgunblaðinu tveim dögum síðar fram þeirri spurningu til þingmannsins hvað hann eigi við og biður hann að nefna dæmi orðum sínum til sönnun- ar. 3. Skömmu síðar birta lögmenn- irnar Arnmundur Backman og Örn Höskuldsson áskorun á Halldór Blöndal, alþingismann, um að endurtaka orðrétt um- mæli sín þau er hann viðhafði á Alþingi í einhverjum fjölmiðla þannig að hægt sé að lögsækja hann og bera málið undir dómstóla. 4. Alþingismaðurinn Halldór Blöndal svarar næst í langri blaðagrein og er þá að ræða um allt aðra hluti en hann sagði í þinginu. Þar er hann að deila á og fjalla um reglugerð frá árinu 1971 um málflytjendastörf manna í opinberri þjónustu. Reglugerð þá vill hann túlka þannig að Arnmundi Backman hafi verið óheimilt að taka að sér starf aðstoðarmanns ráð- herra nema að leggja niður lögmannsstofu sína, selja hana eða afhenda öðrum til eignar. Þó stendur í þessari umræddu reglugerð að hún eigi ekki við um málflytjendur sem gegna ráðuneytisstörfum um afmark- aðan stuttan tima. Túlkun Halldórs Blöndal á reglugerð- inni er fráleit og mundi hrein- lega koma í veg fyrir það að menn í atvinnurekstri yrðu kallaðir til skammtíma starfa innan ráðuneytanna. í öðru lagi er Halldór Blöndal að deila á gjaldskrá Lögmanna- félagsins og fleira þess háttar. Hann endurtekur ekkert af því sem hann sagði í Alþingi. Hann fer með ýmis rangindi og reynir að sverja af sér ummæli sín. Hann er með ýmsar per- sónulegar upplýsingar um Arnmund Backman sem sann- anlega eru rangar. Um lögmannsstörf mín Undirritaður starfaði á lög- mannsskrifstofu Arnmundar Backman frá því á miðju ári 1979 og fram í júní 1981 er hann hóf störf annars staðar. Frá því í júní 1980 er Arnmundur gerðist að- stoðarmaður félagsmálaráðherra, annaðist undirritaður allan rekst- ur lögmannsstofunnar, en í nafni Arnmundur, enda ekkert sem hindraði það. Til stofunnar leitaði fjöldi laun- þega vegna vangoldinna launa og sum mál þeirra urðu glíma við gjaldþrota fyrirtæki. Samkvæmt lögum frá 1974 fer félagsmálaráðuneytið með greiðslu ríkisábyrgðar á launum við gjaldþrot atvinnurekenda. Til þess að forðast allan mis- skilning háttvirts aiþingismanns þá er yfirleitt mjög mikil vinna í þessum málum og er ég þeirrar skoðunar að greiðslur til lög- manna séu í mörgum tilvikum allt of lágar. Sveinn Skúlason Afgreiðsla mála Þegar kröfur koma frá launþeg- um hefjast afskipti lögmanns með því að gera tilraun til innheimtu með bréfaskriftum. Ef innheimta lögmanns ber ekki árangur er haf- ist handa um málshöfðun á hend- ur viðkomandi skuldara. Að dómi gengnum er hafist handa um fjár- námsgerðir, en í þeim tilfellúm þegar um gjaldþrot er að ræða, þá verða fjárnámsgerðir árangurs- lausar. Árangurslaus fjárnáms- gerð verður síðan grundvöllur að ósk kröfueiganda um gjaldþrota- skipti á búi skuldara. Þegar bú skuldara hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og lögmaður hef- ur lýst kröfu launþegans í búið, er honum rétt að krefjast greiðslu vangoldinna launa úr ríkisábyrgð. Félagsmálaráðuneytið sendir allar þessar kröfur til skiptaréttar sem kveður upp úrskurð um þær. Fé- lagsmálaráðuneytið reiknar kröf- una síðan upp með tilliti til vaxta og viðbótarkostnaðar. Þegar lögmannsstofan þurfti í upphafi að leita til félags- málaráðuneytisins vegna ríkis- ábyrgðar á launum við gjaldþrot, kom í ljós sú þrönga túlkun ráðu- neytisins á orðalaginu „alls nauð- synlegs kostnaðar" í 2. mgr. 1. gr. 1. nr. 8/1979, sbr. lög nr. 31/1974, að ráðuneytið taldi að hér væri aðeins átt við greiðslur á kröfuiýs- ingum til skiptaráðanda í þrotabúi atvinnurekanda og í ríkisábyrgð- ina, en ekki á öðrum kostnaði. Þar sem þessi túlkun þótti mjög óeðli- leg var leitað úrskurðar Lög- mannafélags Islands, en niður- staða félagsins var á þá leið að áöurgreind tilvitnun í ákvæði lag- anna skyldi skilin á þá leið, „að það taki til þess kostnaðar, sem launþegi hefur haft af aðgerðum til innheimtu kröfu, sem ríkis- ábyrgðin nær til, fyrir gjaldþrot launagreiðanda, svo sem innheimtuþóknun lögmanns og málskostnaðar auk kostnaðar við kröfulýsingu og mót“. Tekið skal fram að einn af þeim lögmönnum sem skrifuðu undir skýringu þessa var Benedikt Blöndal, lögmaður, bróðir alþingismannsins Halldórs Blöndal. Þessi niðurstaða lá fyrir með bréfi Lögmannafélags íslands hinn 8. maí 1980, eða rúmum mán- uði áður en Arnmundur Backman hóf störf í félagsmálaráðuneytinu. Lokaorð Það skal tekið fram að lokum að undirrituðum þykir miður að þekkingarskortur alþingismanns- ins Halldórs Blöndal og löngun hans til að troða illsakir við fé- lagsmálaráðherra Svavar Gests- son skuli verða til þess að undir- ritaður er dreginn inn í þessa um- ræðu. Vona ég að slíkar umræður á háttvirtu Alþingi eigi ekki eftir að eiga sér stað framvegis á þenn- an hátt og að einstakir alþingis- menn opinberi ekki þannig van- þekkingu sína á málefnum sem bundin eru í lögum sem þeir sjálf- ir hafa e.t.v. samþykkt. Ég tel ummæli alþingismanns- ins um okkur lögmenn, sem höfum réttarstöðu opinberra sýslunar- manna, langt fyrir neðan virðingu Alþingis og ég tel ekki nokkurn vafa á því að þau yrðu dæmd dauð og ómerk. Ég hef ekki orðið var við það að Halldór Blöndal hafi orðið við áskorun lögmannanna um að endurtaka orðrétt það sem hann sagði á háttvirtu Alþingi. Ég hef aðeins orðið var við yfirklór og útúrsnúninga og tilraunir til þess að viðurkenna ekki það sem hann sagði. Ég er því einn af þeim sem bíða eftir því að Halldór Blöndal endurtaki orðrétt ummæli sín utan þings sem viðhöfð voru á Al- þingi þannig að lögum verði yfir hann komið. Ég bið lesendur Morgunblaðsins að fylgjast grannt með því. Að síðustu skal þess getið að Arnmundur Backman lögmaður hefur ekki ráðið til sín starfsmenn eftir pólitískum litarhætti og það er erfitt að sitja undir ásökunum Halldórs Blöndal á þá leið að vera talinn starfa á „siðlausan hátt og vera gæðingur félagsmálaráð- herra Svavars Gestssonar". Vona ég að Halldór Blöndal sjái söma sinn í því að nota málfrelsi sitt utan sem innan Alþingis og biðjist afsökunar á því að ráðast ger- samlega óverðskuldað og að tilefn- islausu á undirritaðan og aðra lögmenn. Sveinn Skúlason, hdl. Kveðja frá Danmörku eftir sr. Felix Ólafsson . Það var guðsþjónusta í gömlu kirkjunni í Stenlose í dag, enda sunnudagur. Kirkjan var nærri fullsetin, og sálmar Grundtvigs hljómuðu af krafti að vanda. Kirkjan er frá 12. öld, eins og margar danskar kirkjur, og ákaf- lega fögur. Þar ber mest á alfar- istöflunni eftir myndskerann góða, Lorents Jörgensen, sem gert hefur margar fagrar altaristöflur á Sjálandi. Hún er frá árinu 1663. Elzti gripur kirkjunnar er kross- inn í kórboganum með hinum þyrnikrýnda Kristi, en krossinn hefur hangið þar í 500 ár. Ekkert á þó kirkjan fegurra en sálmasöng Grundtvigs. Sá, sem ekki hefur kynnst sálmum hans, þekkir ekki dönsku kirkjuna. Um hana og um kristni þessa lands nú á dögum, er sagt margt misjafnt, eins og geng- ur. En Grundtvig kenndi löndum sínum að syngja trúarljóð á eigin tungu. Hann mun hafa ort um 1600 sálma. í dönsku sálmaþók- inni eru um 270 sálmar eftir Grundtvig, frumsamdir og þýddir. Margir þeirra hafa sungizt inn í þjóðina og orðið hluti af lífi henn- ar, söngur hins danska förumanns frá skírnarlaug til hinzta beðs. Og hvað, sem menn kunna að segja um kristni í landi hér, þá held ég ekki, að hún muni hverfa á meðan trúarsöngurinn heldur áfram að hljóma. Sjálfur kemst Grundtvig svo að orði um lofsöng kirkjunnar: ,.Du er i det hellige ord, du gav oh i hjerte og munde, du blandt vore lovsange bor, sem rosten blandt fugle i lunde; sa lidl som dit ord, sa lidt kan dit kor, dit syngende folk ga til grunde." En Grundtvig er svo danskur, að sálmar hans hafa tiltölulega lítið verið þýddir á aðrar tungur, þótt hann verði tvímælalaust tal- inn meðaLmerkustu sálmaskálda kristninnar bæði fyrr og síðar. í íslenzku sálmabókinni frá árinu 1977 eru aðeins 9 sálmar eftir Grundtvig, en ýmsir aðrir sálmar eftir hann hafa þó verið fyrir- myndir að sálmum íslenzkra höf- unda. Meðal sálmanna 9 í íslenzku sálmabókinni má finna ágæta þýðingu V.V. Snævarr á einum til- komumesta föstusálmi Grundt- vigs, og vil ég leyfa mér að vitna í hann á dönsku. Eftirfarandi vers er af mörgum talið vara hátindur- inn í sálmakveðskap Grundtvigs, og víst er, að því nær engin þýð- ing: „I)u, som har dig nelv mig givet, lad i dig mig elske livet, sá for dig kun hjertet banker, sa kun du i mine tanker er den dybe sammenh«eng“ Fyrsti sálmur Grundtvigs, sem varðveitzt hefur, er jólasálmur frá árinu 1810. Grundtvig hafði þá átt í miklu sálarstríði, svo að honum lá við sturlun. Hann var þá 27 ára gamall, en hafði aldrei fyrr orðið fyrir slíkri ásókn. Er hann dvaldi um jólin á bernskuheimili sínu á Suður-Sjálandi, birti aftur í sálu hans, og ritaði hann þá ljóðið fagra um för vitringanna til Betle- hem. Versin urðu 19, en 7 þeirra eru í dönsku sálmabókinni og þeirri íslenzku, og þekkir hvert barn sálminn „Ó, hve dýrlegt er að sjá“. En eins og þeir vita, sem þekkja sögu Grundtvigs, átti hann alla tíð eftir það við geðtruflanir að stríða, sem sóttu að honum á köflum. Hefur sú lífsreynsla vafa- laust verið með til þess að auka dýptina í kveðskap hans. Á næsta ári munu Danir minn- ast þess, að 200 ár eru liðin frá fæðingu þessa mikla skálds. Færi vel á því, að íslendingar létu það ekki heldur fara alveg fram hjá sér. Þegar ég gerðist prestur í dönsku kirkjunni fyrir rúmum áratug, kunni ég lítt að meta sálma Grundtvigs. Þekkti fáa frá íslandi, og ekki höfðu Norðmenn heldur kennt mér að meta kveð- skap hans sem skyldi. Nú hlýt ég að játa, að hann hefur orðið mér kærari með ári hverju. í dag, eins og svo oft áður, voru langflestir sálmar guðsþjónustunnar eftir Grundtvig, meðal annars bæði versin, sem sungin voru, er fjögur börn voru borin til skírnar. Með þessum fáu orðum um þjóð- arskáld Dana vildum við hjónin senda kveðju okkar til gamalla vina á Islandi. Vel má svo heita, að tilefnið sé, að nú í desember eru liðin 30 ár frá því að við vorum vígð til kristniboðs í Konsó. Ævi- brautin varð öðru vísi en þá var gert ráð fyrir, en gæfubraut engu að síður til þessa. Við höfum átt nokkuð óvenjuleg starfsár sem kristniboðar fyrst og síðar sem prestshjón í þremur Norðurland- anna, lengst af í Danmörku. Unum við vel hag okkar þakklát Guði fyrir liðin ár. Við hugsum til kristniboðsvina, til Grensássafn- aðar í Reykjavík og ótal góðra vina, og biðjum þeim blessunar á komandi jólum og nýju ári. Steníase í nóvember 1982, Felix Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.