Morgunblaðið - 16.12.1982, Page 20

Morgunblaðið - 16.12.1982, Page 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 — BMW 323i. Nýju 3-línunni frá BMW reynsluekið í Marokkó: Straumlínulagaðri, með betri fjöðrun og bremsur, auk þess að verða íburðarmeiri að innan — Rými aukið — ný betri sæti — virkar þungur með sjálfskiptingu Sighvatur Blöndahl BMW HEFUR átt mikilli vel- gengni að fagna með hina svoköll- uðu 3-línu verksmiðjunnar, en allt frá árinu 1975 þegar framleiðsla var fyrst hafin hafa verið fram- leiddar 1,3 milljónir slíkra bíla, eða um 800 á dag. Bílarnir hafa verið mjög lítt breyttir þessi sjö ár sem liðin eru frá því, að fram- leiðsla var fyrst hafin og kom það því ekkert á óvart, þegar BMW til- kynnti fyrr á árinu, að með vetri yrði kynnt breytt 3-lína, sem framleidd yrði í nýrri verksmiðju fyrirtækisins í Munchen. Fram- leiðslutakmarkið var sagt vera að framleiða að meðaltali um 1.200 bíla á dag, enda hafi eftirspurn ekki verið annað til þessa. I seinnihluta nóvembermánaðar sl. var síðan blaðamönnum víðs veg- ar að úr heiminum boðið til Mar- okkó til að berja augum og reynsluaka hinum nýju bílum, en fyrsta árið verða framleiddir BMW 316, 318, 320i og 323i. Hins vegar verður BMW 315 framleidd- ur a.m.k. eitt ár til viðbótar í óbreyttu formi. ALLT FRÁ EYÐIMÖRK UPP í HÆSTU FJÖLL Það svæði, sem BMW hafði val- ið sem reynsluaksturssvæði var hreint frábært. Ferðin var hafin í bænum Quarzazate, sem er í út- jaðri Sahara-eyðimerkurinnar. Þaðan var ekið sem leið lá að Atl- as-fjöllunum, sem gnæfa liðlega 4.400 metra yfir sjávarmál. Ekið yfir fjallaskarðið Col du Tichka, sem er í 2.260 metra hæð yfir sjáv- armáli og til borgarinnar Marra- kech. Síðan var ekið sömu leið til baka. Ymsir „útúrdúrar" voru síð- an mögulegir á leiðinni svo sem að aka út í eyðimörkina, upp í lítil afskekkt fjallaþorp og fleira, þannig að óneitanlega var hægt að prófa bílana nánast við allar hugs- anlegar aðstæður, nema á hrað- brautum. BREYTINGAR ÚTVORTIS Ef vikið er að bílnum sjálfum, þá hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar, þótt ekki séu þær allar sjáanlegar. Línu bílsins hefur ver- ið breytt á þann veg, að hann er straumlínulagaðri. Að framan er hann allur afrúnaðri með mun mýkrf línur en forveri hans og persónulega finnst mér hafa tekizt vel til um endurhönnun útlitsins. Að aftan er aðalbreytingin sú, að bílnum hefur verið lyft, á sama hátt og gert var við 5-Iínu verk- smiðjunnar á liðnu ári og farang- ursrými um leið aukið. Nú koma allir bílar línunnar með tvöföldum aðalljósum að framan, en áður voru það einungis 320 og 323i, sem komu þannig. Afturljósin hafa verið stækkuð til muna og er það til mikilla bóta. 3-línan er nú boð- in með nýjum sportfelgum, sem fyrir minn smekk eru mun skemmtilegri en þær eldri, sem voru að því leyti ólánlegar, að mikill timi fór í að þrífa þær. Þá kemur bíllinn nú á 14 tommu felg- um, en var áður á 13 tommu. BREYTINGAR INNANSTOKKS Helztu breytingar innanstokks eru þær, að lögun sætanna hefur verið breytt lítilsháttar, þannig að þau veita nú enn frekari stuðning, bæði bakstuðning og hliðarstuðn- ing, sem fyrir minn smekk er til bóta. Hins vegar verður að hafa hefðbundinn fyrirvara á dómum um sæti, að þar eru skoðanir manna jafn misjafnar og þeir eru margir. Það fer þó ekkert á milli mála, að sætin eru vönduð. Þá hef- ur þeirri nýjung verið komið fyrir á farþegasætinu frammi í, að þeg- ar því er hallað fram til að hleypa farþegum aftur í, þá færist sætið í heilu lagi fram á við, sem eykur rýmið verulega. Litlar eða engar breytingar eru á aftursætinu. Bólstrun hefur verið breytt lítils- háttar. Klæðning innan á hurðum hefur verið aukin og bætt, þannig að í heiid má segja, að innrétting bilsins sé nokkru íburðarmeiri en í forvera hans. Þá hefur verið hann- að nýtt mælaborð, sem er mun nýtízkulegra og skemmtilegra en í eldri gerðum. Þá hefur rými fyrir farþega bæði frammi í og aftur í verið aukið, án þess að heildar- stærð bílsins breytist. TÆKNILEGAR BREYTINGAR Af tæknilegum breytingum er það helzt að segja, að hannaðar hafa verið nýjar bremsur í bílinn, sem eru mun betri, en þær eldri. I þær hafa verið hannaðir asbest- lausir klossar, sem endast mun betur en eldri klossar, auk þess sem diskarnir að framan eru nú stærri en áður var. Þá hefur fjöðr- un bílsins verið breytt, þannig að hún er nú sportlegri en í forvera hans og virkar reyndar mjög skemmtilega við hinar ólíkustu aðstæður. Þá hefur verið hannað- ur nýr, mun léttari, 5 gíra bein- — Framendinn er mun mýkri en áður var. Stefnuljósin hafa verið fcrð undir aðalljósin af vcngjunum. . -'v' - BMW 320i i Col du Tichka, hcsta Qallaakarði Atlaa-fjalla. — Afturljósin eru stcrrí, en áður og BMW 3231 kemur með vindskeið á kistulokinu. skiptur kassi í bílinn. Hannað hef- ur verið öflugra læst drif í bílinn og svo má nefna, að 320-bíllinn er nú kominn með beina innspýtingu eins og 323 og 318 og nefnist eftir- leiðis 320i. DYR Bílarnir verða fyrst um sinn framleiddir tveggja dyra, eins og þeir hafa verið í gegnum tíðina, en næsta haust mun verða markaðs- settur fjögurra dyra bíll, sem er sjálfsagt gleðiefni fyrir marga, sem finnst „ómögulegt" að vera á tveggja dyra bíl. Mjög þægilegt er að ganga um tveggja dyra bílinn, enda eru dyr hans fremur stórar og opnast vel. Með breyttu far- þegasæti frammi í eins og getið var um hér að framan er síðan aðgangur aftursætisfarþega gerð- ur mun greiðari en áður, sem er til mikilla bóta. Dyrnar falla vel að stöfum og ekkert „dósarhljóð" er í þeim þegar lokað er. Bíllinn er nú boðinn í fyrsta sinn með mið- stýrðri rafdrifinni læsingu fyrir þá sem það kjósa og er það óneit- anlega mjög þægilegt. Sú læsing virkar þannig, að þegar ökumaður annað hvort opnar dyrnar, eða lokar þeim, þá lokar hann og — Frunactin koma endurhönnuð með meirí stuðningL — Nýtt sportlegrn Fíii«—1—f;i ÍH Bílar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.