Morgunblaðið - 19.12.1982, Side 11

Morgunblaðið - 19.12.1982, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 59 ÍFÐASTOFNA VELDUR BYLT iBAMEINSRANNSÓKNUM arnir af vísindamönnum einbeitt sér að því að ná valdi yfir þessum þýðingarmiklu lífefnafræðilegu vopnabirgðum líkamans, með því að reyna að einangra þessi efni og vinza úr blóðinu. En allt það til- raunastarf reyndist unnið fyrir gýg. Núna er hins vegar orðið auð- velt að komast yfir þessi varnar- efni úr frumum með breyttum erfðastofni, sem ræktaðar eru á tilraunastofum. 1 marzmánuði síðastliðnum birti Læknablað Nýja-Englands í Bandaríkjunum sjúkdómsskýrslur um einn af fyrstu krabbameins- sjúklingunum, sem gefið var þessi mótefni. Þetta var 67 ára gamall maður, sem starfaði við Háskóla- sjúkrahúsið í Stanford, og þjáðist af sjaldgæfri tegund illkynjaðs sjúkdóms, sem geystst haf^i um sogæðakerfi hans, slegið sét á lifr- ina, miltað, merginn og sýkt blóð- ið einnig. Eftir sex mánaða til- raunir, sem gerðar voru með hinni ýtrustu nákvæmni, hafði hópur vísindamanna, sem vinnur að rannsóknum varðandi krabba- meinslækningar undir stjórn dr. Ronald Levys, náð fram sérstöku afbrigði af mótefni, sem þeir álitu að kynni að reynast árangursríkt til lækningar á þessari óvenjulegu tegund krabbameins. Meðferðin skyldi taka fjórar vikur, og átti sjúklingurinn á þeim tíma að fá átta sprautur með þessu sérstaka mótefni. Þegar eft- ir tvær vikur þessarar læknismeð- ferðar, var hitinn orðinn eðlilegur, og sjúklingurinn laus við svitakóf- ið að næturlagi, sem mjög ein- kennir sogæðakrabbamein (lymphom). „Á næstu þremur vikum," sagði í skýrslum sjúkrahússins, „hafði tútnunin á eitlum sjúklingsins hjaðnað smám saman; lifrin og miltað aftur orðin eðlileg að stærð, og æxli, sem hann hafði haft á höfuðleðri, var horfið." Nærri hálfu öðru ári síðar reynd- ist þessi maður með öllu laus við sjúkdóminn, án þess að hann hefði hiotið nokkra frekari læknismeð- ferð eftir að hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Læknar gjalda sérstakan var- hug við að álykta of fljótt og of almennt af einu einasta sjúk- korn eyðileggingar líkamans: Oncogen virðast vera alveg heil- brigð og eðlileg gen, sem orðið hafa fyrir hnjaski á æviferli mannsins. En á sama tíma eru heilu herskararnir af öðrum gen- um starfandi að því að koma í veg fyrir þennan sjúkdóm með því að gefa frumunni skipanir um að framleiða varnarefni. Með hinum nýju aðferðum við stjórnun á tengingum genanna er nú orðið unnt að greina og rann- saka nánar þessi náttúrulegu lyf líkamans gegn krabbameini í smá- atriðum, og þau hafa verið reynd í fjölmörgum tilraunum til lækn- ismeðferðar gegn þessu meini. Ijanúar 1980 tilkynntu vísinda- menn, að tekizt hefði að fram- leiða interferon-efni mannslíkam- ans með því að beita bakteríugróð- ur vísindalegum stjórnunarað- ferðum. Þetta mikilvirka eggja- hvítuefni virðist þá vera fært um að koma sumum tegundum ill- kynjaðra æxla til að hjaðna með því að kalla vissa þætti í ónæmis- kerfi líkamans til starfa við að vinna bug á sjúkdómnum. Meðal þeirra, sem vinna að krabbameinsrannsóknum, tók þó interferon smátt og smátt að hverfa nokkuð í skuggann fyrir svonefndum mótefnum líkamans. Þessi hópur eggjahvítuefna er sterkasta og fremsta víglína lík- amans í vörnum hans gegn sjúk- dómum. Mótefni þessi leita uppi og eyðileggja aðvífandi veirur og illkynjuð æxli, sem ráðast til at- lögu gegn líkamanum að innan. Um tugi ára höfðu heilu hóp- Þær vísindalegu athuganir og tilraunir, sem gerðar hafa verið á þessu sviði ónæmisfræðanna, hafa þegar leitt vísindamenn inn á nýjar og afar athyglisverðar brautir. Hingað til hafa ónæmis- aðgerðir með antigenum sem varnarefni aðeins verið gerðar á fólki, sem þegar hafði sýkst af krabbameini, og sjúkdómurinn hafði þá þegar náð að veikja ónæmiskerfi líkama þess. Dr. Ariel Hollinshead álítur, að niðurstöðurnar af tilraunum með ónæmisaðgerðir gegn krabbameini kynnu að verða ennþá mun hagstæðari, ef þess háttar ónæmisaðgerðir væru notaðar fyrr og þá sem fyrir- byggjandi aðgerð á heilbrigðu fólki. Eltt varnarefni gegn öllum tegundum krabbameins? Þær ráðagerðir, sem henni eru samt langsamlega hugleiknastar þessa stundina, snúast um það að koma í kring víðtækum fyrir- byggjandi aðgerðum meðal þess fólks, sem af fenginni læknis- fræðilegri reynslu í þessum efn- dómstilfelli og árangursríkri með- ferð þess. Það mun því örugglega taka fimm eða tíu ár að slá nokkru föstu um áhrifamátt ofangreindr- ar læknismeðferðar yfirleitt, enda er það engum í hag að vekja falsk- ar vonir með fólki. Vísindamenn, sem vinna að rannsóknum á krabbameini og leita að heppilegustu lækninga- aðferðum við þessum sjúkdómi með því að hagnýta sér síaukna þekkingu á stjórnun erfðastofna (gena), eru farnir að veita ytra út- liti krabbameinsfruma æ meiri at- hygli, fram yfir innri gerð slíkrar frumu. Vísindamenn þeir, sem þessar rannsóknir stunda, leitast við að komast að raun um, hvernig sýktum frumum tekst að dulbúast á yfirborðinu og líta út eins og heilbrigðar, eðlilegar frumur, sem einhvern veginn sleppa fram hjá vökulum varðstöðvum ónæmis- kerfis líkamans. Þessi staðreynd er mönnum hin mesta ráðgáta, þar sem jafnvel alveg óæft fólk kemur strax auga á mismuninn milli heilbrigðs, eðlilegs vefjar og hins krabbasýkta. Séðar í smásjá birtast heilbrigðar frumur í ná- kvæmri mynd, líkt og meitlaðar; þær mynda snotrar, skipulegar raðir. Þar sem illkynjaður sjúk- dómur er hins vegar á ferðinni í vefjunum, er uppistaða vefjanna kekkjóttar, ólögulegar frumur, sem mynda klumpa, tilviljunar- kennda í lögun. Hvers vegna í ósköpunum verður líkaminn þá ekki var við, að eitthvað meiri- háttar hafi farið úrskeiðis? Enginn veit með vissu, hvernig á því stendur, að mannslíkaminn virðist fær um að vinna bug á krabbasýktum frumum í velflest- um tilvikum, en bregzt svo varð- staðan í einu einasta örlagaríku tilfelli. Svo virðist sem vandkvæð- in í þessu sambandi séu að ein- hverju leyti fólgin i því, að ill- kynja sjúkdómar eigi rætur sínar í upprunalega heilbrigðum vefj- um, en standi ekki í neinum tengslum við aðvífandi sýkla eins og margir aðrir sjúkdómar, sem hrjá manninn. Þótt krabbameinið sé Ijótt útlits og stjórnlaust í um, á alveg sérstaklega á hættu að sýkjast af krabbameini. Mat- væla- og lyfjaeftirlitið banda- ríska hefur fyrir sitt leyti gefið leyfi til þess, að gerðar verði til- raunir og prófanir í ónæmisað- gerðum gegn krabbameini á vissum hópi einstaklinga, sem álitið er að eigi alveg sérstaklega á hættu að sýkjast af lungna- krabba. Dr. Holíinshead áform- ar að framkvæma ónæmisað- gerðir innan eins árs á hópi stórreykingamanna, sem vinna í skipasmíðastöð vestur í San Francisco, en á vinnustað sínum komast þessir karlmenn auk þess stöðugt í snertingu við krabbavekjandi asbestefni. Einn góðan veðurdag er jafn- vel mögulegt, að tekist hafi að ná fram einu allsherjar varnarefni til notkunar í ónæmisaðgerðir gegn ýmsum tegundum krabba- meins. Slíkt allsherjar varnar- efni gegn krabbameinssýkingu myndi þá byggjast á því, að ræktaður yrði þar til hentugur bakteríugróður, sem lyti gena- stjórnun og framleiddi við það rétta blöndu af antigenum gegn algengustu tegundum krabba- I meins. „í framtíðinni," segir dr. I hegðun sinni, þá á það samt sem áður marga sameiginlega lífeðlis- fræðilega drætti með heilbrigðu frumunum, sem umlykja það, og þetta kann að vera skýringin á, hversu vel krabbameininu tekst að dyljast ónæmiskerfi líkamans. Þegar ónæmiskerfi líkamans starfar vel og eðlilega, er það fært um að gera afar fínan mismun. Líkaminn framleíðir viss eggja- hvítuefni, sem nefnd eru antigen, og merkja hinar lífshættulega sýktu frumur; þúsundir antigena dreifast yfir yfirborð einnar ein- ustu krabbameinsfrumu. Reyndar þekkist hvaða sjúkdómsvaldur sem er í frumunum, allt frá veiru til bakteríu, á séreinkennandi mörkunum antigena. Mótefni lík- amans, sem hringsóla stöðugt með blóðrásinni eru í sífelldri leit að þessum „merkimiðum" eins og lykill, sem sveimar um líkamann í leit að skráargati, sem hann geng- ur að. Um leið og hið rétta anti- gen-skráargat er fundið, stingur mótefnið sér inn í antigenið, myndar efnafræðileg tengsl við það, og um ieið er krabbafruman ■ komin á listann yfir dauðadæmda. Líkaminn fær fljótt boð um hættu á ferðum og sendir þá sérstakar drápsfrumur á vettvang, svo og öflugt efnafræðilegt stórskotalið til að losa líkamann hið skjótasta við hættuna. Hin nýja stefna, sem farið er að taka upp í læknismeðferð gegn krabbameini, beinist í þá átt að beita mun sérhæfðari meðferð í hverju sjúkdómstilviki — en það er einmitt sérhæfing, sem er lang- mest áberandi eiginleiki mótefna líkamans. Líkaminn útbýr yfir eina milljón mismunandi tegunda móla, og sérhvert þessara afbrigða leitar uppi aðeins eina einustu tegund antigen-skotmarka. Það er einkar auðvelt að sýna fram á furðulega ratvísi mótefnanna með prófunum á tilraunastofu: þá kemur fljótt í ljós, að mótefnin taka beina stefnu á hverja ein- staka krabbameinsfrumu, en koma hins vegar hvergi nálægt öðrum frumum. Dr. Frank J. Rauscher jr., sem er varaformaður rannsókn- ardeildar Bandaríska krabba- meinsfélagsins, álítur að mótefnin muni smátt og smátt gera það kleift, að „láta nánast eitt ná- kvæmt riffilskot leysa af hólmi þessa venjulegu haglabyssu- aðferð, sem núna er mest beitt í læknismeðferð við krabbameini — mótefni í baráttunni við krabba- meinið er svona feiknalega miklu sérhæfðara. Venjuleg lyfjameð- ferð gegn krabbameini gerir allan líkamann að hreinasta orrustu- velli, þegar leitazt er við að vinna bug á frumæxlunum og öllum nýj- um krabbamyndunum á víð og dreif í líkamanum. „Meðan á lyfjameðferð gegn krabbameini stendur," segir Dr. Rauscher til skýringar, „drepa lyf- in líka í leiðinni hársekkina, frum- urnar í maga og öðrum melt- ingarfærum og alls konar aðra heilbrigða vefi líkamans, sem vaxa hratt.“ Þetta er ástæðan fyrir því, hve hármissir, stöðug ógleði, lystarleysi, uppköst og önn- ur slík óþægindi eru svo almenn einkenni hjá krabbameinssjúkl- ingum í lyfjameðferð. Auk þess verður að segjast, að slík óhnitmiðuð lyfjameðferð er fremur árangurslítil gegn þéttum krabbaæxlum í hægum vexti, svo og gegn æxlum, sem eru í vaxt- arhléi. Aftur á móti vonast vís- indamenn til, að mótefnin muni hverju sinni hitta beint í mark gegn sjúkdómnum — og það án minnstu aukaverkana á aðra vefi líkamans. Allt fram til ársins 1975 var engin leið kunn til að verða sér úti um mikið magn af mótefnum til notkunar í lækningaskyni gegn krabbameini. Þá var það, að frum- usamruna-tæknin kom fram — en það er eitt af afbrigðunum í stjórnun erfðastofna — og opnaði nýjar leiðir, utan líkama manna eða dýra, til að framleiða mótefni líkamans. Með því að leysa upp ytri himnur frumanna með kem- ískum aðferðum hefur vísinda- mönnum tekizt að tengja saman allt innihald tveggja fruma úr ólíkum líffærum. Þessi nýja aðferð við að blanda saman erfðastofnum (genum) er ekki eins vísindalega nákvæm eins SJÁ NÆSTU SÍÐU Ariel Hollinshead, „kynni að verða tekin í notkun ein tegund varnar- eða bóluefnis gegn krabbameini." Þarna er sem sagt um að ræða áhrifamikla sprautu, sem myndi vernda lík- amann gegn mörgum afbrigðum krabbameins. Baráttan gegn krabba- meini í stöðugri framfór Sem stendur vonast vísinda- menn til að geta brátt hafið prófanir með fjölija nýrra varn- arefna, sem kynnu að geta veitt viðnám gegn vissum, heldur fáum tegundum veira, sem bein- línis tengjast krabbameinssýk- ingu í mönnum. Meðal þessara veira er svokölluð hepatitis B, en hún virðist eiga sinn þátt í að koma af stað vexti krabbameins- æxla í lifur hjá rosknu fólki. Önnur slík krabbahvetjandi veira er svoköppuð Epstein- Barr-veira, sem er algengasta orsök krabbameins í börnum í Afríku. Þá má einnig nefna herpes simplex II, sem tengist illkynja æxlum í legi og blöðru- hálsi. Vonast er til að fyrstu varnarefnin gegn þessum hættu- legu veirum verði tilbúin til al- mennra ónæmisaðgerða innan tveggja ára. Jafnvel þeir bjartsýnustu, sem vinna að vísindalegum krabba- meinsrannsóknum, eru sammála um, að þessar rannsóknir séu ennþá á algjöru byrjunarstigi. I mörg, mörg ár hefur helzta læknismeðferðin gegn krabba- meini verið sú heldur grófa og ónákvæma aðferð, að beita sí- fellt skurðaðgerðum, geislun og sterkum lyfjakúrum gegn krabbameini. Reynslan af þess- um lækningaaðferðum hefur oft á tíðum orðið svipuð því, þegar erlent herveldi hefur ætlað sér að reyna að berjast með hefð- bundnum hernaðaraðgerðum gegn dreifðum, innlendum skæruliðahópum: Það er sama, hve margar herdeildir og hve mikið af vopnum eru send á stríðsvettvanginn, það reynist ómögulegt að vinna þannig stríð. Þær aðferðir við ónæmisað- gerðir gegn krabbameini, sem nú er verið að vinna að, munu, ef allt gengur vel í þeim efnum, þýða algjör straumhvörf í lækn- ismeðferð krabbasjúklinga, og einnig í öllum viðhorfum manna til þessa sjúkdóms.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.