Morgunblaðið - 19.12.1982, Síða 25

Morgunblaðið - 19.12.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Svona á „skrímslið" að líta út Bretar vilja seilast nær stjörnunum Breskir stjörnufræðingar láta sig nú dreyma um að smíða stærsta sjónauka í heimi — „sexeygt skrimsli", sem á að vera eins stórt og gasgeymir fyrir breska borg, sem er víst engin smásmíði. Þessi risasjónauki, sem á að kosta um einn milljarð ísl. kr., mun verða tíu sinnum sterkari en nokk- ur annar sjónauki sem nú er til, og með honum á að vera kleift að skyggnast djúpt inn í ómælisvíddir himingeimsins og finna þar merki sem urðu til við sköpun heimsins. „Með þetta tæki í höndunum gætu breskir stjörnufræðingar ver- ið í fararbroddi fram yfir næstu aldamót," segir Alec Boksenberg, prófessor og yfirmaður konunglegu athugunarstöðvarinnar í Green- wich, þar sem sjónaukinn hefur verið teiknaður. Sjónaukinn verður saman settur úr sex geysistórum speglum og hver spegill 25 fet á breidd, hálfu breiðari en stærstu sjónaukar í Bretlandi nú. Saman eru þeir jafn öflugir og sjónauki sem hefði 60 feta breiðan spegil. Þessi djarfa áætlun bresku stjörnufræðinganna tekur jafnvel fram því, sem Bandaríkjamenn hafa nú á prjónunum, en það er einn sjónauki með 50 feta breiðum samsettum spegli. Bretarnir hyggj- ast reisa sjónaukann á Kanaríeyj- um, uppi á háu fjalli, en þar eru nú þegar mikil umsvif á þeirra vegum. Fyrir aðeins tíu árum hefðu áætlanir af þessu tagi verið út í hött. Sem stendur eiga Rússar stærsta sjónaukann, með 20 feta breiðum spegli, en stærri geta þeir trauðla orðið því að þá vilja þeir bogna eða verpast undir eigin þunga. Þess vegna hafa menn nú gripið til þess ráðs að láta marga spegla vinna saman sem einn. Sú aðferð er nú um það bil að valda byltingu í stjörnufræðinni. „Með þessum nýju sjónaukum getum við greint ljós frá fjarlægum stjörnuhvelum, sem hefur verið svo lengi að berast okkur, að það getur stafað frá fyrstu hlutunum sem urðu til eftir sköpun heimsins," sagði Boksenberg prófessor. Af þeim upplýsingum gætu störnufræðingar ráðið, hve mikið störnuhvelin hafa breyst á þúsund- um ármilljóna og „þá gætum við farið að svara ýmsum grundvall- arspurningum um gerð alheimsins og tilveru okkar mannanna", sagði hann. Ein þeirra spurninga sem vís- indamenn vilja fá svar við, er hvort alheimurinn, sem þenst út með gíf- urlegum hraða, muni halda því áfram eða hvort hann muni hætta því og hrynja að lokum saman í einu allsherjar bomsarabomsi. —Robin McKie Kólumbusar, sem reisti af grunni kirkjur og háskóla og flutti spænska menningu til Ameríku. Hann vísaði á bug ásökunum um landagræðgi og nýlendustefnu og sagði: „Spánverjar komu hingað til að blanda blóði við þá inn- fæddu." Hvað íra varðar, sagði Jaime, þá virðist þeirra framlag til Am- eríku einskorðast við lögreglustöð- ina í New York (lögreglumenn og slökkviliðsmenn í New York eru langflestir af írskum ættum) og um íslendinga er það að segja, að ég veit ekki til, að þeir hafi skilið nein ummerki eftir sig í Vestur- heimi. Þess má geta að lokum, að full- trúum Afríkuþjóðanna finnst sem tillaga Spánverja lýkti af kyn- þáttakúgun og nýlendustefnu og ætla að snúast gegn henni. — Michael Kallenbach Leifsstyttan í fánaborg á 50 ára af- mæli listaverksins Lyfjasmiðjur hafa fátæka að féþúfu Indversk kona horfir hjálparvana og ör- væntingarfull á barn sitt þjást af óstöð- vandi niðurgangi. Hún tínir saman þá fáu aura, sem til eru í kotinu og kaupir töflur í álumbúðum í næstu lyfjabúð. Hún er sannfærð um að þessar töflur séu góðar, af því að þær eru framleiddar á Vestur- löndum. Hún hefur enga hugmynd um, að þær hafa verið teknar út af lyfjaskrám á Vesturlöndum, af því þær innihalda hættu- legt efni, clioquinol. Ekki er hægt að ætl- ast til þess að fátæk kona á Indlandi viti, að fyrir hartnær tveimur áratugum hafði þetta hættulega efni alvarlegar afleiðingar á rösklega 10 þúsund manns i Japan. Sum- ir þeirra misstu sjónina, aðrir verða í hjólastól það sem eftir er ævinnar. Afgreiðslumaðurinn í lyfjabúðinni skýr- ir henni ekki frá þessu. Kannski veit hann heldur ekkert um þetta sjálfur. Enginn segir konunni frá því, að það sé ekki sjúkdómurinn sjálfur, sem stefnt geti lífi barnsins hennar í hættu, heldur vökvatap- ið, sem hann hefur í för með sér, og að beztu likurnar til að bægja hættunni frá, séu að gefa barninu soðið vatn með sykri og salti. Þetta barn komst i góðar hendur, önnur fá lyf sem hafa jafnvel verið bönnuð á Vesturlöndum. Lyfjafyrirtæki heimsins leika tveimur skjöldum. Það kemur berlega fram í nýrri bók, sem brezka hjálparstofnunin Oxfam sendi frá sér í nóvember. Ber hún heitið: Beizk lyf, læknavís- indin og fátæki maðurinn í þriðja heiminum. Bók þessi er sannkölluð hrollvekja og þær staðreyndir sem þar koma fram, ættu að knýja menn til tafarlausra að- gerða. Þær eru byggðar á rann- sóknum, sem fram hafa farið í löndum þriðja heimsins, og þar er mjög nákvæmlega frá því greint, að ekkert eftirlit er með sölu og dreifingu lyfja í þessum löndum. Höfundur bókarinnar heitir Diana Melrose og fullyrðir hún, að milljónir manna séu í dauða- teygjunum vegna skorts á nokkrum mikilvægum lyfjateg- undum. Stærstu lyfjafyrirtæki heims sinna þessu í engu, en fylla lyfjabúðir af meðulum, sem standa engan veginn undir nafni, og eru fremur til þess að hressa fólk lítillega við en að veita því lækningu. Oft er fátækt fólk talið á að verja umtalsverðum hluta af tekjum sínum til kaupa á lyfjum. Lyfjaframleiðandi í Bangladesh mælir til dæmis með því, að van- nærðum börnum séu gefin vöðvauppbyggjandi hormónalyf til að auka matarlyst þeirra. Þessa efnis hafa aflraunamenn neytt til að auka líkamsþyngd sína. Nú hefur þeim verið bönn- uð neyzla á þeim. Það gefur auga leið, að hollara er fyrir vannært barn að fá kjarngóðan mat til að styrkja líkama sinn en þetta um- deilda efni. Á Vesturlöndum er eftirlit með lyfjaauglýsingum og læknar fá allar upplýsingar sem máli skipta um lyf á markaðnum. Þessu víkur öðruvísi við, þegar lyfjafyrirtækin skipta við lönd þriðja heimsins. Oft fylgja við- varanir ekki með og of mikil áherzla er lögð á gildi sumra teg- unda. Fólk er ginnt til að kaupa lyf, sem gera þeim lítið gagn eða jafnvel ógagn og sölumenn lyfja- fyrirtækjanna sitja um lækna, eins og rándýr um bráð. “ SKÆRULIÐAR PLO-menn tolla ekki í útlegðinni Nú er komið í Ijós, að mörg hundr- uð palcstínskir skæruliðar hafa horfið frá búðunum, sem þeir voni fluttir til eftir brottflutninginn frá Líbanon og virðist enginn vita hvað af þeim hefur orðið. Eftir ósigur Palestínumanna fyrir ísraelum í Líbanon, féllust þeir fyrrnefndu á að flytja stríðs- mennina til nýrra búða víðsvegar um Arabaríkin, þar á meðal í Túnis þar sem PLO ætlaði að hafa höfuð- stöðvar sínar. Fyrirhugað var að 1.000 menn hefðust þar við en nú er helmingurinn farinn. „Við vitum ekki með vissu hvert þeir hafa farið," sagði einn emb- ættismanna ríkisstjórnarinnar í Túnis. „Sumir hafa vafalaust laum- ast aftur til átakasvæðanna en aðr- ir hafa hreinlega gerst liðhlaupar." Um það bil 10.000 hermenn PLO voru fluttir frá Líbanon. Til Sýr- lands fóru 3.000, 1.400 til íraks, 1.400 til Jórdaníu, 1.000 til Túnis og 750 til Alsír, Norður-Jemen og Suður-Jemen. Bandarískur embættismaður, sem fróður er um Frelsisfylkingu Palestínumanna, sagði nú nýlega, að svo virtist sem óbreyttir liðs- menn PLO bæru ekki lengur traust til leiðtoga sinna og tækju ekki gildar yfirlýsingar þeirra um að dreifingin væri aðeins stundarfyr- irbrigði. „Ungir Palestínumenn í Líbanon í Nepal eru þrír lyfjasölumenn á hvern lækni. Á Bretlandi eru hins vegar 18 læknar fyrir hvern lyfjasölumann. Þetta segir sína sögu. — JOHN MADELEY Þessi skæruliði var kvaddur með blómum þegar hann yfirgaf Líban- on. tóku sér fúslega vopn í hönd meðan þeir gátu stundað þjálfunina í kunnuglegu umhverfi, tiltölulega öruggir og í þægilegri nálægð við björt borgarljósin. Nú er þessu lok- ið. Þeir eru nú einangraðir í fram- andi landi og innan um framandi fólk. Þeir eru ekki lengur frjálsir ferða sinna og í stað þess að vera virtir og dáðir eru þeir litnir horn- auga í nýjum heimkynnum."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.