Morgunblaðið - 19.12.1982, Síða 28

Morgunblaðið - 19.12.1982, Síða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 öhTTÍ VDANON Núverandi forseti Real Madrid, Don Luis de Carlos, við málverk af sjálfum Santiago Bernabeu, en leikvangur Real Madrid heitir í höf- uðið á honum. Í Hinn frægi heimavöllur Real Madrid, Santi- m ago Bernabeu, er ekki aðeins stór, hann er g líka mjög fallegur. Þar fór fram úrslitaleikur síðustu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Hér má sjá mynd frá vellinum þar sem Real Madrid leikur gegn Valencia. Völlurinn er ávallt þéttsetinn eins og sjá má á myndinni. „Æðið var að skella á; æði sem náði skjótri útbreiðslu og gekk brátt yfir allan Spán. Það hét „Futbol". En þá, í kringum alda- mótin, þýddi „fótbolti" ekki annað en hróp og köll á hvítkölkuðum grasvelli við hliðina á „La Taur- ina“ og truflaði gestina." Eitthvað á þessa leið eru inn- gangsorðin í bók Ramon Melcon og Stratton Smith um „Real Madrid Club de Futbol" — og þannig byrjaði ferill spánska fé- lagsins. Það tók sinn tíma þar eins og hjá svo mörgum stórum félög- um nútímans, að vinna sig upp og sigrast á byrjunarörðugleikunum. Þegar húma tók að kvöldi og sól settist til viðar hittist fólk á „La Taurina" til að fá sér koníakstár og spjalla um þjóðaríþróttina, nautaatið. Þá stund gleymdust áhyggjur líðandi dags. Á „La Taurina" var íþróttin lofuð og rómuð á alla kanta. Allt snerist um hið sanna vígsvið þar sem stæltur og þungbúinn nautabani sveiflaði skarlatsrauðri slánni. Enginn gat láð þessu fólki það, að finnast knattspyrnumennirnir óskammfeilnir unglingar, sem í ofanálag hlytu að hafa skerta greind þar sem þeir hlupu á eftir tuðrunni berir að ofan. „Hvernig gátu þessi ungmenni leyft sér að leika rétt við nauta- atssviðið. Engir veggir huldu „nekt“ þeirra og hreyfingar. Ekk- ert tempraði ruddaleg hróp þeirra." Gestirnir á „La Taurina" trufluðu því knattspyrnuleikinn og kölluðu háðsyrði á eftir leik- mönnum. En ráðsmaðurinn á „La Taur- ina“ minnti gesti sína á að viðhafa prúðmannlega framkomu á veit- ingastað sínum, nú sem fyrr, og leigöi knattspyrnumönnum eitt af herbergjum sínum til að hafa fataskipti í. Hvort það var gert af fjárhagslegum ástæðum eða af beinum áhuga fyrir íþróttinni, sem enskir sjómenn og viðskipta- menn komu með til Spánar, skal ósagt látið hér. Hiö konunglega félag Svona gekk knattspyrnan fyrir sig í fjögur ár og á þeim grunni stofnuðu nokkrir háskólastúdent- ar félag, nánar tiltekið 18. marz 1902; félag sem átti eftir að vinna fleiri sigra og áhangendur en nokkurt annað knattspyrnufélag. í upphafi hét félagið aðeins Madrid CdeF. Það var ekki fyrr en 1920 að konungur Alfonso XIII gaf leyfi sitt fyrir að félagið kallaði sig „Real“, sem þýðir konunglegur. REAL MADRID er eins og ein stór fjölskylda Þá var knattspyrnan líka orðin góð og gild þar í borg. I dag er knattspyrnan mun vin- sælli en nautaatið og á hvítskúr- uðum veggjum á barnum, sem áð- ur voru skreyttir með myndum af hinum fræga „matador" Juan Belmonte, hanga nú myndir af frægum knattspyrnumönnum svo sem Alfredo di Stefano, Ferenc Puskas, Francisco Gento, Luis del Sol, Þjóðverjunum Gúnter Netzer, Paul Breitner og Uli Stielike og Dananum Henning Jensen, sem á drjúgan þátt í frægð og frama fé- lagsins. Real Madrid hefur nokkrum sinnum fært sig um set frá því það yfirgaf gömlu spilduna við „La Taurina". Nú leika þeir á hinum endurbyggða „Chamartin", sem er eins og fílabeinsturn á „Avenida de Generalissimo" og til heiðurs manninum sem lét reisa þennan leikvang var honum gefið nafnið Santiago Bernabeu. Eitt er að vera stór, en það er Estadio Santiago, leikvangurinn, þrátt fyrir að möguleika fyrir áhorfendafjölda hafi verið skorinn niður úr 125.000 í 90.000 til að auka öryggi og þægindi áhorf- enda. Annað er svo að vera fallegur að auki. Þessi leikvangur er það — eða var það allavega áður en þrír af fjórum pöllum hans voru bólstraðir. Ekki er inniaðstaðan heldur af verri endanum. Sund- laug með stökkbretti, bar, þar sem meðlimir félagsins geta gætt sér á kaffisopa eða annarri hressingu um leið og rætt er um árangurinn í deildinni. Jafnframt er þar að finna leik- fimisal, körfubolta- og handbolta- velli, nýtísku búningsherbergi með heitum laugum, matsal, nuddstofu, sjúkraherbergi og full- komna skurðstofu. Svona hljómar lýsingin á íþróttavanginum Est- adio Santiago Bernabeu, þar er greinilega hugsað fyrir öllu. í upp- talninguna vantar þó „Hreiður Al- addins" eða „ógnarherbergið" eins og það er stundum nefnt. Það hef- ur að geyma þá 3.479 verðlauna- gripi sem Real Madrid hefur unnið til, þ.á m. er að finna 6 bikara fyrir Evrópumeistaratign. En Real Madrid — ríkið í ríkinu — á fleiri eignir. í útjaðri borgar- innar á félagið heilt íþróttahverfi sem heitir „Ciudad Deportiva del Real Madrid", sem búið er að leggja margar milljónir í með dyggri aðstoð Francos heitins. Þar er hægt að stunda allar hugsan- legar íþróttagreinar svo sem, frjálsar íþróttir, júdó, lyftingar, handbolta, tennis, sund, svo ekki sé minnst á knattspyrnu og flestar aðrar ónefndar greinar. Merkilegur maður Árið 1976 kom Henning Jensen til Real Madrid frá Borussia Mönchengladbach. Eftir nokkurra mánaða dvöl hjá félaginu sagði hann í blaðaviðtali: „Þessi tvö fé- lög skiptast í tvö horn, það er eins og að koma úr helvíti í paradís að koma hingað. Tilveran er orðin mannleg aftur. Nú þarf ég aðeins að standa reikningsskil fyrir Guði almáttugum og Don Santiago Bernabeu.forseta félagsins.“ Santiago Bernabeu lék í mörg ár með 1. deildarliði Real sem mið- herji. í seinni heimsstyrjöldinni varð hann svo forseti félagsins og var þar með lagður grunnurinn að glæstum ferli félagsins á komandi árum. Þegar Don Santiago Berna- beu tók við stjórnartaumunum hafði Real ekki unnið meistaratit- ilinn í tíu ár, auk þess barðist fé- lagið í bökkum fjárhagslega. En Bernabeu var hugmyndaríkur maður og ein af hugdettum hans var sú að bjóða árskort sem veitti eigendum aðgang að 1. deildar- leikjum jafnframt rétt til að iðka alls kyns íþróttir. Þannig fékk hann fé í kassann og tókst einnig að fá umtalsvert bankalán. Pen- ingana notaði hann til að reisa stóran íþróttaleikvang. Og með tilkomu stærra íþróttasvæðis eignaðist félagið fleiri meðlimi og seldi þannig fleiri árskort. Fram- kvæmdastjórn lét Bernabeu í hendur hins framtakssama manns Raimundo Saporta, sem skipu- lagði heimsmeistarakeppnina á Spáni. Saporta vann bæði að upp-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.