Morgunblaðið - 19.12.1982, Page 32

Morgunblaðið - 19.12.1982, Page 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Vitranir draumheimum „Málfræðingurinn Konráð Gíslason var aldavinur Jónasar Hallgrímssonar. Konráð dreymdi eitt sinn, að til hans kom maður mikill og föngulegur og ávarpaði hann með kvæði. Þegar hann vaknaði, mundi hann úr þetta er- indi: Landið var fagurt og fritt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart. Konráð sagði Jónasi drauminn, en hann orti þá kvæðið við þessar línur. Kvæði þetta var fremst í hinu merkilega tímariti „Fjölni", fyrsta heftinu, er þeir gáfu út, Jónas og Konráð, með fleiri náms- mönnum í Khöfn.". Þannig segir Jónas Jónsson frá Hriflu af tilurð kvæðisins „ísland farsældar frón“ í kennslubók sem hann tók saman fyrir barnaskóla. Slíkar draumvitranir eru al- gengari en flestir gera sér ljóst — óvæntur innblástur hefur oft fall- ið listamönnum og vísinda- mönnum í skaut er þeir gistu draumaheim. Það er engu líkara en hið leiðslukennda ástand draumsins auki sköpunargáfuna og geri mönnum kleift að ná tök- um á ýmsum hugmyndum, sem eru þeim framandi í vöku. Orti ljóð í draumum sínum Hið heimsþekkta þýzka skáld Johann Wolfgang Goethe, sem jafnframt var vísindamaður og heimspekingur, sagði að hann hefði leyst ýmis vísindaleg vanda- mál og ort ljóð í draumum sínum. Hugenottinn Bernard Palissy, sem var leirkerasmiður Karls IX, gerði einhverja fegurstu keramikmynd sína eftir mynd sem birtist honum í draumi. Samuel Taylor Coleridge dreymdi allt kvæði sitt, hið dulúð- uga „Kubla Khan“ og skrifaði það einfaldlega upp næsta morgun. Hann var því miður truflaður af gestkomu í miðjum klíðum og gleymdi þá endi kvæðisins, og tókst aldrei að rifja hann upp aft- ur. Árið 1863 hafði hinn mikilhæfi þýzki vísindamaður August Kek- ulé um nokkurt skeið fengizt við að finna efnafræðilega uppbygg- ingu lyktsterkra efna sem þá var Jónas Hallgrimsson. Ciuseppv Tartini, íraegur italskur fiðlari á IS. öld, var sagður hafa gert samning við djöfulinn í draumi. Næturgestur hans, sjálfur satan, lék fyrir hann á fiðlu og var sú tónlist áhriíameiri og magnaðri en nokkur önnur músik sem Tart- ini hafði heyrt. Ilann reyndi að rifja lagið upp um morguninn og samdi þá sónötu sem nefnd hefur verið „Djöfuls tryllingurinn", og þykir hin djöfullegasta. Tartini leit svo á að þarna væri einungis um að ræða skugga þeirrar tónlistar sem hann hafði heyrt í svefninum. En hvað sem því líður — samning- ur hans við kölska leiddi til þess að hann hlaut viðurkenningu á heimsmælik varða. farið að framleiða úr koltjöru. Þessi efni innihalda aðeins tvö frumefni — vatnsefni og kolefni. Smæsta eining samsettra efna er nefnd sameind, hún er sett saman úr atómum sem tengjast innbyrðis fyrir áhrif rafhleðslna, sem hægt er að tákna með krókum eins og gert er á myndunum. Hver tegund atóma hefur við venjuleg skilyrði tiltekinn fjölda slíkra tengsla — kolefni t.d. fjög- ur. Kekulé hafði þegar tekizt að sýna fram á að kolefnisatóm mynda keðjur sem eru undirstaða flókinna sameinda. Hann hafði einnig leyst nokkrar ráðgátur með því að sýna fram á að atóm gátu ánetjast sameind með tvöföldum eða þreföldum tengslum. Upp- bygging sameindar er skýrð með því að finna út hvernig tengslum einstakra atóma er háttað — en Kekulé gat ómögulega ímyndað sér hvernig sex vatnsefnisatóm og sex kolefnisatóm gátu myndað sameindakeðju þannig að öll atómin væru fullkomlega tengd. Samt var vitað að þetta var sam- ’ * J • • J August Kekulé uppgötvaði uppbyggingu benzen-sameindarinnar í draumi. Vitað var að sameindin stóð saman af sex kolefnisatómum og sex vatnsefn- isatómum en enginn hafði getað komið því heim og saman hvernig hún byggðist upp. í draumsýn sá Kekulé snák gleypa sinn eigin sporð, en síðan kolefnisatóm og vatnsefnisatóm sveima í hringi og mynda loks hringlaga mynstur, sem nú er vitað að er uppbygging benzen-sameindar. þetta og gerði sér samstundis ljóst að lausnin hlaut að liggja í því að kolefnisatómin mynduðu hring, en vatnsefnisatómin héngu utan á þeim. Nýtt svið hafði þar með opnast í efnafræðinni og varð það grundvöllur öflugs litunariðnaðar í Þýzkalandi. Önnur vísindaleg uppgötvun átti rætur að rekja til draumlífs lífeðlisfræðingsins Otto Loewi ár- ið 1921. Hann hafði þá um langt skeið rannsakað boðflutning í taugum dýra og áleit eins og fleiri rannsóknarmenn á þessum tíma, að efnaskipti við taugaenda ættu stóran hluta í boðflutningnum, en lítill árangur hafði náðst í rann- sóknum á þessu. Andinn kom yfir Loewi í svefni: „Nótt eina árið 1921 vaknaði ég óvænt, kveikti ljósið og hripaði niður nokkrar setningar á blað- snepil," skrifar hann. „Síðan sofn- aði ég aftur. Þegar ég vaknaði klukkan sex um morguninn kom mér strax í hug að um nóttina hefði ég skrifað eitthvað þýð- ingarmikið hjá mér — en ég gat ómögulega lesið úr krafsinu. Næstu nótt dreymdi mig sama drauminn aftur. Hann snerist um tilraun sem gat skorið úr hvort tilgáta sú sem ég hafði sett fram um efnaskipti við taugaenda stæð- ist eða ekki. Ég hentist á fætur og hraðaði mér til tilraunastofunnar. Þar framkvæmdi ég einfalda til- raun á froskhjarta og hagaði öllu eins og mig hafði dreymt ... Niðurstöðurnar urðu grundvöllur þeirrar þekkingar sem við nú höf- um um efnaskipti við taugaenda." Tilraun sú sem Loewi fram- kvæmdi varpaði óvæntu ljósi á það hvernig boð berast með taug- um til vöðva, þ.e. hvernig heilinn James Watt var snjall uppfyndinga- maður, en hann er þekktastur fyrir að hanna gufuvélina þannig að hún varð hagkvæm til ýmissa starfa. Draumur um rigningu vakti hjá honum snjalla hugmynd um hvernig framleiða mætti byssukúlur í stórum stíl með lítilli fyrirhöfn. setning benzen-sameindar, hinnar einföldustu af öllum lyktsterku efnunum. Lausnin birtist í draumsýn Lausnin birtist Kekulé í draumsýn, þegar hann mókti miili svefns og vöku. Hann sá benz- en-sameindina fyrir sér sem snák, er skyndilega vafði sig upp og beit í sporð sinn. Hann hrökk upp við Ný hljómplata Guðmundur Ingólfsson: Nafnakall Þar kom aö því aö út kæmi hljómplata meö snjallasta jazzleikara íslendinga, Guömundi Ingólfssyni píanóleikara. Á plötunni er aö finna nokkur gamalkunn jazzlög auk nýrri laga eftir Guömund og félaga hans, þá Guömund Steingrímsson trommuleikara, Pálma Gunn- arsson bassaleikara og Björn Thoroddsen gítarleikara. Þetta er plata, sem þeir sem unna jazzleik eins og hann gerist bestur, hafa beöiö eftir. SG-hljómplötur Heildsala — smásala, Ármúla 38, sími 84549.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.