Morgunblaðið - 19.12.1982, Síða 45

Morgunblaðið - 19.12.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 93 Stóriðjan: Vidkvæm fyrir hagsveiflunni — miðað við matvælaframleiðsluna Dr. Benjamín HJ. Eiríksson skrif- ar 3. desember: Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra vill endilega að íslenzka ríkið eignist álver, helzt sem fyrst. Álverið í Straumsvík hefir verið rekið með miklu tapi, þótt ágrein- ingur sé um hve miklu. Þá er það og vel staðfest, að um allan heim eru álverin rekin með miklu tapi, og mörgum hefur verið lokað. Sam- kvæmt reikningum ÍSALs nemur tapið í ár og í fyrra samtals um 560 m.kr. Samkvaemt þessu er það því varla gróðahyggja, sem rekur Hjörleif áfram í þessu máli, frekar taphyggja, en það er sú hyggja, að tap sé aðeins bókhaldsatriði. Eins og stendur vex ýmsum í augum, að ríkissjóður skuli þurfa að greiða um 100 m.kr. vegna taps í ár á rekstri málmblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga. Það er náttúrlega sumum mikil huggun, að íslenzka ríkið skuli eiga hana að verulegu leyti. En til allrar ham- ingju hefir ríkið hjálp frá meðeig- endum, sem meira vita um rekstur stóriðju en ráðherrarnir. Ástandið gæti því verið verra. Óneitanlega eru 560 m.kr. langt- um myndarlegri upphæð en aðeins 100 m.kr. og meira í líkingu við það að vera sæmandi viðfangsefni nú- verandi iðnaðarráðherra. í dag greiða Svisslendingarnir tapið, í stað þess að loka verksmiðjunni. Það er þess vegna sem þeir sækja svo ríkt í hug iðnaðarráðherra. Það er gott að eiga fyrirhyggjusama að, þótt í útlöndum séu, enda vinsælir. Þeir menn, sem fengju það verk- efni, að útvega þessa aura í tap- reksturinn, myndu sjálfsagt ekki láta það trufla svefn sinn, vitandi að skattgreiðendum er treystandi. Þeir myndu svo sannarlega ekki fara að gera uppsteyt, þótt hag- sveifluviðkvæm stóriðja í eigu ís- lenzka ríkisins þyrfti hjálp upp á svo sem einn milljarð króna á ári, peninga sem sæist á eftir niður um svelg taprekstrarins, peninga, sem erfitt kynni að sjá, hvað annað ætti að gera við. Rafmagnsverð íslenzkrar stóriðju Þá má ekki heldur gleyma því, að þessi stóriðja í eigu ríkisins, myndi greiða sama háa rafmagnsverðið, sem ég tel víst að áburðarverksmiðj- an og sementsverksmiðjan hafi nú þegar boðizt til að greiða vegna erf- iðleika Landsvirkjunar. Það er sjálfsagt mikill gróði að háu raf- magnsverði, sem eitt ríkisfyrirtæki myndi þannig greiða öðru ríkisfyrir- tæki. Þá er ekki heldur hætta á því, að forstjórar ríkisfyrirtækja færu að reyna að fela taprekstur með óeðli- lega lágu rafmagnsverði, þar sem það felur i sér nokkuð sem líkist Ný embætti Annað huggunarríkt mál er það, að stjórnmálaforingjar fengju þó alltaf að útnefna sína menn í stöð- urnar við álver ríkisins. Embættis- mennirnir gætu — með hæfilegum yfirsöngvum stjórnmálamannanna — leitað til skattgreiðendanna, þeg- ar hinar hljóðlátari ráðstafanir þryti. í þeirra hópi eru lágar af- skriftir, þá ber minna á tapinu. Mín skoðun er annars sú, að það sé langsamlega affarasælast að láta einkaaðilum eftir áliðnaðinn, ásamt áhyggjunum af rekstri og fjárhags- legri ábyrgð. Hafa bæjarútgerðirnar og málmblendiverksmiðjan ekkert kennt mannfólkinu? Eða hafa hinar miklu skattgreiðslur (?) þessara fyrirtækja blindað menn? Hvernig væri að fá menn reynda úr atvinnu- lífinu til þess að taka að sér atvinnu- málin í ríkisstjórninni? Og orkumál- in? Óstöðugleiki stóriðjunnar Stóriðjan hefir þann mikla ókost, miðað við matvælaframleiðsluna, að hún er ákaflega viðkvæm fyrir hag- sveiflunni. Hagsveiflan er fyrst og fremst sveifla í eftirspurn og fram- ieiðslu fjárfestingarvara, en þess- konar varningur er einmitt það sem stóriðjan framleiðir, svo sem járn og ál. En — því miður — nýting orku- lindanna fæst víst ekki fram í náinni framtíð, nema með stóriðju, og þeim kostum og ókostum, sem eru hennar fylgifiskar. Geysimrkið myndi vinn- ast, ef hægt væri að breyta rafork- unni í þá tegund orku, sem oss van- hagar svo mikið um: eldsneyti fyrir vélár. Það er ekki skynsamlegt að álíta að vandamál stóriðjunnar yrðu eitthvað auðleystari með ríkiseign „Það er ekki skynsmalegt ad álíta að vandamál stóriðjunnar yrðu eitt- hvað auðleystari með rikiseign og embættismannarekstri. Stóriðja i einkaeign hefir þó þann kost að til- heyra lífverutegund, sem hægt er að skattleggja. Þannig þyrfti hugsan- legan gróða ekki endilega að bera undan, þótt fyrirtækið væri i einka- eign.“ og embættismannarekstri. Stónðja í einkaeign hefir þó alltaf þann kost að tilheyra lífverutegund, sem hægt er að skattleggja. Þannig þyrfti hugsanlegan gróða ekki endilega að bera undan, þótt fyrirtækið væri í einkaeign. Blekking Hjörleifs í málflutningi Hjörleifs Gutt- ormssonar og félaga hans varðandi rafmagnsverðið, er ein veigamikil blekking. Þegar ráðiðzt var í Búr- fellsvirkjun voru kostirnir þessir: Lítil virkjun án álsamnings, eða stór virkjun með álsamningi. Áætlanirn- ar sýndu hærra verð til almennings á rafmagni frá lítilli virkjun en á rafmagni til almennings frá stórri virkjun, þrátt fyrir miklu lægra verð á afgangi rafmagnsins til álversins, vegna þess að framleiðslukostnaðurinn á rafmagninu frá stórri virkjun var sv^ miklu lægri en frá lítilli virkjun. í sjónvarpsræðu sinni var Hjör- leifur rétt einu sinni að japla á biekkingum sínum. Hann sagði að hin bágborna fjárhagslega staða Landsvirkjunar til komin vegna raf- orkusölusamningsins við álverið í Straumsvík. Það eina sem er rétt í því er það, að ef þeir sem kaupa rafmagn frá Landsvirkjun, hverjir svo sem það eru, greiddu nægilega hátt verð fyrir rafmagnið, þá væri vandi Landsvirkjunar leystur. í þessum skilningi er orsök vandans allra, álversins jafnt og annarra. En um verðið til þess gildir sérstakur samningur, eins og allir vita. Dæmið er því ekki raunhæft, heldur nánast fyrir börn eða lýðskrumara. Þeir félagarnir eiga við þáð, að ef það magn rafmagns, sem nú er fram- leitt, væri selt til sömu notkunar og nú er gert, en þannig, að álverið greiddi hærra verð en það nú gerir, þá væri vandinn úr sögunni. Orsök vanda Landsvirkjunar er því, sam- kvæmt þessu, aðeins ein: hið lága verð sem álverið greiðir. En þetta er byggt á röngum forsendum. Stóra atriðið, sem þeir félagarnir sleppa að minnast á, er það, að þeir reikna út verð á rafmagnsfram- leiðslu, þar sem Búrfellsvirkjun er stærsti framleiðandinn, já — undir það síðasta — sá langstærsti. En án álsamningsins væri engin Búrfells- virkjun. Væru þeir félagarnir sann- orðir, myndu þeir reikna dæmið án álsamningsins og án rafmagnsins frá Búrfellsvirkjun. Þegar þeir reikna rafmagnsverð til almennings, þá hafa þeir alltaf Búrfellsvirkjun með í dæminu, en sleppa álsamningnum, ákvæðum hans. Þetta er mikil blekk- ing. Strikum út rafmagnið frá Búr- fellsvirkjun, hvert væri framleiðslu- verð rafmagns Landsvirkjunar þá? Og hvert væri þá rafmagnsverðið til al- tnennings? GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur fengu sinnhvorn manninn. Rétt væri: ... fengu sinn manninn hvor. S2F SIG6A V/öGA £ ‘íiLVtRAW Hjartans þakkir til allra þeirra sem heiöruöu mig á 75 ára afmæli mínu þann 18. nóvember sl. meÖ heimsóknum, gjöfum og heillaóskum. GleöÍÍega jóíahátíö, ogfarsælt komandi ár óska ég yMcur 'ouum. Adolf Hallgrímsson frá Patreksfirði. Innilegar þakkir til ykkar allra, skildra og óskildra, er veittu mér þá vinsemd aÖ finna mig, færandi heillaóskir og gjafir, eins til þeirra er veittu mér heillakveöjur í símskeytum, símtölum og hlýjum handtökum á 70 ára afmæli minu þann 8. nóv. síöastliöinn. Óska ykkur öllum gleöilegra jóla og gæfuriks kom- andi árs. Lifiö heil og hamingjusöm. Guðmundur A. Finnbogason Þetta er gjöfin til vinarins og vinnufélagans, krakkanna í bekknum, afa og ömmu, fastra viðskiptavina, húsbóndans og hennar, ferða- félaganna frá í sumar, til gæans á R-2028 frá í sumar... Já, nefndu það. Með skemmtileg- um áletrunum, hollum ráöum og óskum tekst þeim aö kveikja bros. 17 mismunandi tegundir. TÍSKUVERSLUN BARNANNA / Aðalstræti 9. 27620. csimaÞ- LAUGAVEGI 84 / HAFNARSTRÆTI 18 / HALLARMÚLA 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.