Alþýðublaðið - 15.08.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.08.1931, Blaðsíða 3
'AtíIíSÐUBiSAÐIÐ 56 aiBPa. 56 anra< Elephant-cigarettur LJúffengar og kaldar. Fást alls staðar. I heildsSln h|á Tibaksverzlnn Islands h. í. SÍÐASTA KALLIÐ til amatör-ljósmyndara. Hinn 31. ágúst lýkur Kodak-samkeppninni um verðlaun, sem nema alls 20,000 STPD. Hinni stórfeldustu amatör ljósmynda-samkeppni er bráðum lokið. Ef pér hafið ekki enn sent neinar myndir, pá látið pað nú eigi lengur drag- ast. Þér purfið ekki að vera æfður ljösmyndari til pess að vinna. Mynd, sem tekin er með einföldustu „Brownie“-vél, hefir sömu mögu- leika og sú, sem tekin er með hinni dýrustu ljósmyndavél. Það, sem til greina kemur, er ekki leikni i að taka myndir, heldur að eins hugðnæmi myndarinnar. Tefjið pví eigi lengur, Biðjið um innritunar- miða, par sem pér kaupið Kodak-vörurnar. Lesið hinar einföldu regl- ur. Hefjist svo handa um myndatökuna. Takið svo margar myndir, sem yður sýnist. Sendið svo margar, sem yður póknast. Þvi fleirisem pér sendið, eftir pví eru möguleikarnir meiri, að pér vinnið. Þér getið notað pennan iunritunarmiða ef pér hafið pegar lesið reglurnar. Skiiíið utan á til Prize Contest Office, Kodak Limited, dept, 30, Kingsway, London, W. C. 2. Eg hefi iesið reglurnar um samkeppni fiessa o:; gengist undir pær i einu og öllu. Nafn (skrifið með prentletri). Heimili................................. Tegund vélar............Tegund fiimu. Tala mynda sendra hér með.............. Notið nú Kodak-filmu filmuna, sem segir sex. Mnevellír. I Þrastalundur, Ölfusá, Eyrarbakki, Stokkseyri og Fljótshlíð. Ferðir alla daga. frá Steindóri. Sjðferðabætsr skipverja. Samkvæmt ósk Sj'ómannaíélags Reykjavíkur íluttu peir Sigurjón Á. Ólafsision og Haraldur Guð- mundssion frumvarp á síðasta pingi um breytingu á sjóferða- bókum skipverja, og skyldu vitn- isburðagjafirnar feldar burtu. Þykir ástæðulaust að halda slik- um fortíðarákvæðum, tem líkt er um og pegar Kristsmunkar gáfu einkunn í guöhræðslu. — Þá mætti málið pó andstöðu ýmsra pingmanna og varð ekki útrætt. Nú flutti Jón Baldvinsson frumvarpið á ný, og vanst pað nú á, að alpingi hefir sampykt pað og afgreitt pað sem lög. Mja spánska stjómarskráin. Madrid, 14. ágúst. U. P. FB. Stjórnarskrárniefnid pjóðpingsins hefir lokið siamningu 4. og 5. kafia uppkasts stjórnarsikrárinn- ar, um löggjafarvaldið og forseta lýðveldisins. Fá al lir 21 árs gaml- ir kosningarrétt. Þmgimenn verða kosnir til fimm, en forsetinn til sex ára með almennum kosning- um. Tilviljun eða hvað? Undanfarin kvöld hefir útvarp- ið yfirleitt verið í góðu lagi og iítið borið á útvarpstrufliunum. En í gærkvieldi brá nokkuð út af pví. Meginhluti fyrst'u ræðu Har- alds Guðmundssoniar varð ill- skiljanlegur fyrir ýrnis konar braki og brestum,, prumum og pórdunium í útvarpinu. Þó lag- aðist petta mikið pjegar fram í sótti ræðu hans og kl. rúml 914, er Tryggvi Þórhallsison byrjaði að tala, var alt dottið i dúna- logn. En er Har. Guðm. skyldi itaka til máls í priðja sinni heyrð- ist ekki nokkurt orð nokkrar mín- útur, síðan hvísl lágt og loks öskur, en orðaskil ræðumanns nami enginn. Hvað mikill hluti af síðustu ræðu Har. Guðm. ónýtt- ist pannig, er ekki hægt um að segja fyrir pá, sem ekki gátu fylgst nákvæmlega nneð hvenær ræðumaður hóf mál sitt. En pessj fyrirbrigði í útviarpinu eru a. m. k. óheppileg, hvern veg sem á pau er litið. Hlustaivdi. Um daginii og vegini. ST. DRÖFN nr. 95. Fundur ann- að kvöld kl. 8. Innsetning emb- ættisimanna o. fl. Berjaferðir. Á morgun verður efalaust fjöÞ ment í berjaferðum Alpýðublaðs- ins. Fyxsta ferð er kl. 10 f. h., en síðan á hverjum kl.tíma. Far- ið verður í Kaldársel og í Geit- hálshóla. Snúið ykkur til Vöru- bílastöðvarinnar, sími 971 og 1971. Séra Oktavíus Þorláksson flytur erindi í Kálfatjarnar- kirkju á nnorgun kl. 11 árdegis, kl. 5 síðd. á gamalmennaskemt- uninni í Reykjavík og kl. 8V2 í Hafnarfjarðarkirkju. Aðgöngu- miðar að myndasýningunni eru uppgengnir. Austurstræti . er mjög á dagskrá um pessar mundir, og eru óskir manna ein- róma um framlengingu pess. Eigendur lóðanna á pessiu svæði, allir eða flestir, hafa skor- að á bæjarstjórnina að beita sér fyrir framkvæmdúm á pes/s;ari sjálfsögðu skipulagsbót, og hafa peir óskað samvinnu og heitið fulllingi sinu til pessara fram- kvæmda, ef bæjarstjórnin bregst svo vel við, sem vænta má, og einkanlega s;vo fljótt, að ekki hljötist verulegur kiostnaður af biðinni. Þar sem lóðaeigendur eru sammála um petta, hlýtur bænum að verða pessi skipulags- breyting tiltölulega kostnaðarlítil og að líkindum kostríaðarminni og atwveldari en nokkur örmur tilhögun — og pótt lakari væri — á pessu svæði. En drátturinn má ekki verða of langur. Hvort tveggja er heldur leiðinlegt, að byggja hús til niðurrifs, og eins hitt, að taka hús og. löðir eignar- námi, ef komist verður hjá pví. Einhvern, tíma — ef til vill fyr en varir — kemur að pví, að byggja vierður Grjótaporpið af nýju. Og pá getur alt orðið erf- iðara, ef petta tækifæri er látið hjá líða. Skipulagsmefndin hefir, fyrir sitt leyti, tekið vel undir petta mál og tjáð sig sampykka framlengingu Austurstrætis. Mtlli 50 og 60 nranns komu út í sundskálann í Örfirisiey í gær, til pess að fá sér sjó- og sól-bað. Sjáviarhiti var 17 stig um kl. 4, og var steikjandi sólskin allan daginn, Notið sjóinn við sundskálann og sólskinið daglega. í Þjörsárdal. verður ekki farið vegna óveð- urs fyrir austan. Farseðlar erfd- urgreiddir kl. 2—3 i Alpýðuhús- inu á mjorgun. Landssímastjór nn látinn. Gísli J. Ólafson landssímastjóri er látinn í Kaupmannahöfn eftir uppskurð. Veorið. Hæð frá Grænlandi til Svalbarða, en djúp lægð við vesturströnd Irlands. Veðurútlit frá Mýrdal til Snæfellsness: Hægviðri, pokuloft, en úrkomiu- laust að mestu. Á Breiðafirði og Vestfjörðum stilt og bjart veðúr. Á síldveiðasvæðinu norðaustan kaldi. Þoka víða og dálítill úði, einkuni í nótt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.