Alþýðublaðið - 15.09.1920, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 15.09.1920, Qupperneq 1
þýðublaðið <&eíið át aí A.lþýðufLokkuum. 1920 Miðvikudaginn 15. september. 211. tölubl. Islandsbanki «g skósveinar hans. II. Þegar Jóa Dúason hagfræðingur í fyrra ritaði bæklinginn um gull- snál Islandsbanka og sýndi fram á, að það hlaut að vera, að bank- Inn segði rangt til um gullforða sinn, og á þann hátt kæmi sér andan að borga afgjald í Iands- sjóð, svo þúsundum króna skifti, bjuggust margir við að málstaður sá, er Jón Dúason hélt fram, ætti sér vísan fylgismann, þar sem var ritstjóri Vísis; því hér var öðru megin um hagsmuni hins unga, fullvalda ríkis að ræða, en hinumegin um hagsmuni útlendrar auðmannaklikku — hluíhafanna I íslandsbanka — en almenningur hugði Vísisritstjórann mestu frelsis- hetju þessa lands, eftír allar grein- arnar um réttindi landsmanna, sem ekki mætti glata í útlend- inginn, og alt endalausa skrafið um sjálfstæðið í voða og íslenzka þjóðernið, sem, að þvi er virtist, eftir greinunura að dæma, hékk í svo véikum þræði, að hrokkið gæti þá og þegar, ef ekki væri Vísir og ritssjóri hans til styrktar. I fyrstu þagði Vísisritstjórinn, og héldu menn að það væri af því, að hann ætlaði að verða þess óguriegri þegar hann ryddist fram á ritvöllinn til þess að taka mál- stað hins unga, fullvalda ríkis gegn útlenda auðvaldinu. En hvernig fórf Þegar Vísisritstjórinn loks Iét heyra til sín um málið, þá var það til þess að taha m&lstað bank- ms og tií þess að gera lítið úr því, sem Jón Dúason hafði um bankann ritað.. Svoleiðis snerist hann nú þá, sjálfstæðisfrömuðurinn góði, þjóð- ernishetjan og landvætturinn! Það má svo sem nærri geta bvað mikili hugur hefir fyigt máli & endalausu sjálfstæðisgreieúnum, sem hann var búinn að láta Vísir flytja svo árum skifti. En þetta var nú aðeins byrjunin á þeim pólitízku fjósaverkum sem ritstjóri Vísis — sjálfstæðisfrömuð- urinn og þjóðernishetjan — hefir unnið af svo mikilli samvizkusemi fyrir hinn algerlega útlenda ís- landsbanka; bankann, sem 31. des, síðastliðið hafði í umferð í seðlum, sem hann hafði gefið út, 8.649 865 krónur, og til tryggingar þvf í gulli alls í landinu sannanlega aðeins liðl. 700 þús. kr., þó á reikningi bankans — undirrituðum af tveimur bankastjórunum — standi, að bankinn hafi þennan dag haft, „í dönskum, norskum og sænskum gullpeningum*, lið- lega 3 milj. kr. f, StríÖiÖ. Khöfn, 15. sept. Yetrarsókn holsiríka. Símað er frá Helsingfors, að Trotskij búist til stórkostlegrar vetrarsóknar á hendur Pólverjum. Dregur hann her saman á svæð- ieu milli Beresina og Dnjster. Yopnahlé er komið á milli Litháa og Pól- verja, segir fregn frá Kovno. €rlenð símskeyii. Khöfn, 15. sept. Forsetakosning væntanleg í Erakklandi. Frá París er símað, að Descha- nel frakkaforseti hafi fengið verra taugaveiklunarkast en áður. Búast allir við að forsetakosningar séu nauðsynlegar mjög bráðlega. Stjórnarskifti í Fýzkalandi? Símað er frá Berlfn, að stjórn- málamenn ræði um stjórnarbreyt- ingu eða nýjar kQsningar. Vilja meirihlutajafnaðarmenn aftur taka þátt í stjórninni. Bandantannafnndnr. Símfregn frá London hermir, að fulltrúar frá rfkjunutn sem eru £ þjóðabandalaginu mætist í Barcel- ona í janúar, til þess að nema úr giidi vegabréfaákvarðanirnar. Mc. Swiney heitir borgarstjórin* í Cork á Ir- landi, sem nú er verið að svelta í hel í fangelsum Bretastjórnar. Hann var viðurkendur nýtur og heiðarlegur borgari, jafnt af flokks- bræðrutn sínum sem andstæðing- um. Hann hefir ekkert til saka utmið annað en það, að hafa verið forseti í dómi, er trar sjálfir skip- uðu til að dæma mál sín. Eins og mönnum er kunnugt, er írland sjálfstætt ríki, þótt Bretar hafi ekki viljað viðurkenna það. Það hefir sína landstjórn, sina dómstóla, fjármála-, lögreglumála- og iðnað- armálastjórn. Það virðist því eigi vera glæpur, að skipa slíka virð- ingarstöðu sem dómstjórasæti er. En enskir auðmenn vilja ekki missa írland, þess vegna er borg- arstjóranum haldið í fangelsi, þar sem hann sveltir sjálfan sig þar til honum verður slept. Fyrir hálf- um mánuði síðan var hann orðinn svo aðframkominn, að hann þoldi ekki að vera mataður með valdi, svo sem Bretastjórn skipaði að gera skyidi. Og vafalaust á heim- urinn eftir að heyra skýrt frá hungurdauða þessa mikilmennis. Systir borgarstjórans sendi Lloyd George svohljóðandi skeyti, að gjörvalt írland mundi dæma hann og stjórn hans morðingja, ef borg- arstjórinn íéti líf sitt f fangelsinu. En Lloyd George lét sig engu •skifta. Redmond liðsforingi, frændi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.