Alþýðublaðið - 24.08.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.08.1931, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tilbúið guIL 1 ensku stáliðna'ðarborginni Sheffield hafa verið gerðar til- raunir í þá átt að búa til málm- blending, er liti út eins og gull, log hefir það nú tekist. Málm- blendingur þessi er aðallega úr kopar og alúminíum og hefir ná- kvíemlega sama lit og gull, en hnífapör og annað, sem smíðað er úr honum, verður ekki dýrara en sams konar áhöld úr nikkel- silfri, sem nú eru mjög notuð á hótelum. Þessi nýi málmblend- ingur er mjög haldgóður, og það fellur ekki á hann fremur en gull. Búist er við að hann verði mjög notaður til skrauts á bif- reiðum og skipurn. Byggingarfélög Iðnað armanna. Á laugardaginn sainþykti efri deild alþingis, samkvæmt þings- ályktunartillögu, er Jón Rald- vinsson flutti, ályktun þess efnis, að skora á stjórnina að undir- búa löggjöf um byggingarfélög iönaðannanna og leggja þau fýrir alþingi svo fljótt, sem au'ðið er. Jón Baldvinsson benti á, að þar eð verkamannabústaðalögin ná ekki alment til iönaöarmanna, er þörf á sérstakri löggjöf um byggingarfélög þeirra og þess, að imeð benni verði veittur nokk- ur styrkur til bygginganna og sérstaklega trygð hentug lán til þeirra, fyrst og fremst góð 1. veðréttarlán. Jafnframt benti hann á, að að sjálfsögðu ber stjórninni við undirbúning þessarar lög- gjafiar að hafa samvinnu við stéttarfélög iðnaðarmanna í Reykjavík og öðrum kaupstöð- um, eftir því sem til þeirra n,æst. Athugasemd. Nokkrir útgerðarmenn fiskiflot- ans, sem ég hafði tal af, höfðu á orði að þeir vildu gjarnan að eft- litsmaður þeirra noti aðferðir þær, sem ég hafði lýst í umskrifum við- víkjandi vélaeftírliti og sent þeim til álits, þar sem þeir álitu sig ekki geta heimfært það að hafa tvo eftirlitsmenn. Vil ég hér með taka það fram, að ég get nú ekki gefið það til leyfis að skýrsluform þessi og aðferðir sé notað frítt, þar sem ég er ekki við sjálfur og hefi lagt vinnu í að semja það. En þeim skal heimilt að nota þetta alt eða hvað af því sem vill fyrir 100 kr. á skip. Pétur Jóhannsson, Fyrirspurn. Herra ritstjóri! Má ég biðja yður svo vel gera og svara eftirfarandi fyrirspurn- urn í heiðmðu blaði yðar: Hyers vegna gerði vatnsveitu- nefnd Reykjavíkur eigi útboð á blýi og þéttihampi jafnframt út- boði sínu um vatnspípur til hinn- ar nýju vatnsveitu bæjarins? Viar það af því, að fyTirsjáan- legt væri, að ódýrast yrði að kaupa biý og hamp og vinnu hjá Helga Magnússyni & Co.?! Er það með samþykki vatns- nefndar, að borgarstjóri ræður mann til að hafa eftirlit með húsavatnsleiðslum bæjarmanna ? Hvers vegna viar staða þessi ekki opinberlega auglýst til unisókn- ar, svo að löggiltir vatnsvirkj- ar ættu kost á að sækja um hana? Var þessu hagað þannig til þess, að tryggja og auka vinnu fyrir H. M. & Go.? Spurull. Alþýðublaðið getur ekki svarað þessu og vísar fyrirspurninni til réttr-a hlutaðeigenda. Um daglnGð og veginn. 2400 manns fóru í berjaferðir á ýmsa staði í gær frá Vörubílastöðinni. Þar af fór meira en helmingur, 1300 manns, í berjaför Alþýðublaðs- ins að Selfjallsskála. Hitt fólkið !fór í Kaldársel, að Geithálsi, upp í Mosfellssveit og víðar. Allar bifreiðastöðvar hér í borginni höfðu nóg að gera. Fólk fór ó- venjumikið í burtu úr bænum. Í Þjjórsárdal. fóru ungir jafnaöarmenn nú um helgina. Lögðu þeir af stað á laugardagskvöldið kl. rúmliega 8 og héldu þá að Húsatóftum á Skeiðum, en þangað komu þeir Ikl. 12 á miðnætti. Frá Húsa- tóftum fóru þeir um kl. 6V2 í gærmorgun og beina leið að Ás- ólfsstöðum. Síðan komu þeir á alla hina fegurstu staði í Þjórs- árdal og dvöldu þar fram undir kvöld. Kl. tæplega 12 £ gær- kvieldi komu þeir hingað. Förin var ágæt og veður svo gott, sem frekast var ákosið. Meistaramótið hefst í kvöid kl. 7l/2- Verður þá toept í boðhlaupi 4x100 stik- ur, 800 st. hlaupi, 5 rasta og grindahlaupi 110 stikur. Sjö manna flokkur úr Vestmannaeyj- um tekur þátt í mótinu og í henni eru margir góðir íþrótta- menn, þar á meðal Karl Sigur- hansson, sá er vann Magnús Guð- björnsson á mótinu í Vest- mannaeyjum. Má búast við mjög mikilli keppni í kvöld. íslandssundið. var háðí, í gærdag og vann það öðru sinni Jónas Halldórsson, setti hann nýtt met: 8 m. 44,8 sek. Gamla metið var 9 m. 1 sek. — Einnig var kept í fer- þraut og vann hana Haukur Ein- arsson í þriðja sinn. Keppendur voru að eins þrír. Arni Sigurðsson. frikirkjuprestur er nýkominn til borgarinnar úr sumarfríi sínu. Hann dvaldi í Valþjófsdal. Alþingi slitið. Alþingi verður s i Ltið í dag í lok fundar í sameinuðu þingi, sem hefst kl. 5. í stjórn Minningarsjóðs Jóns Sigurðsisonar frá Gaut- löndum endurkaus neðri deild al- þingis á laugardaginn til ársloka 1933 Ingólf Bjarnarson alþm. og Þórarinn Kristjánsson hafnarstj. Alþingisforsetar. Forseti sameinaðs þings var Einar Árnason, fyrrv. ráðhierra, kosinn á laugardaginn í stað Ás- geirs fjármálaráðherra, og hafa þeir því haf.t verkaskifti. Sama dag var Magnús Torfason kos- inn miiliþingaforseti efri deildar, þar eð forsetar þeirrar deiidar eiga allir heiina í öðrum lands- fjóröungum. Ivað er að frétta? Nœturlæknir verður væntanlega í nótt Halldór Slefánsson, Lauga- vegi 49, sími 2234 (í stað Karls Jónssonar, sem er utaniands). Vedrid. Hiti 8—10 stig. Útlit á Suðvestitrlandi: Norðvestan goia, sums staðar s(máskúrir i dag, en yfirleitt úrkomulaust. Esja kom að austan úr hring- jferð í gær. Alexandrína drotning kom í gærkveldi að norðan og vestan. Togarinn Geir kom af veiðum í raorgun. Carentki, skemtiferðasikipdð, kom hingað kl. 3% í fyrrinótt og fór ki. 8 í gærkveldi. Farþegar voru 375. Otvarpid í dag. Kl. 19,30: Veð urfregnir. Kl. 20,30: Hljómleik- ar (Þ. G., K. M., Þ. Á.). Kl. 20,45: Þingfréttir. Kl. 21: Veðurspá og fréttir. Kl. 21,25. Söngvél. Stdðjest ípróttamet. Nýlega befir stjórn I. S. í. staðfesit þessi afrek sem íslenzk met: Spjót- kiást betri hendi: 52,41 stiku, sett 17/6 1931 af Ásgeiri Einarsisyni (A.). — Kúluvarp, betri hendi: 12,07 stikur, sett 17/6 1931 af Marinó Kristinssyni (A.). — Grindahlaup 110 stikux á 20,2 sek. sett 18/6 1931 af Stefáni Bjarnasyni (A.). — Ferþraut (1000 sti.ku hlaup, hjólreiðar, kappróður og sund) á 35 mín. 51,1 sek., sett 31/8 1930 af Hauki Einarssyni (K. R.). — Bringusund, 100 stikur á 1 mín. 33,5 sek., sett 12/7 1931 af Þórði Guð- mundssyni (Ægir). — Suind, frjáls aðferð, 100 stikur á 1 mín. 14,3 sek., sett af Jónasi Hall- dórssyni (Æ.). — Bringusund: 200 stikur á 3 mín. 41 sek., sett af Þórunni Svieinsdóttur (K. R.) 26/7 1931. — Sund, frjáls aðferð. Morgankjólar í miklu úrvali. SamaFkjólaefni miög ódýr. Verzlun Matthildar Björnsdóttur, Laugavegi 34. Veggmyndir, sporöskjurammar, íslenzk málverk í fjölbreyttú úr- vali í Mynda- & ramma-verzlun- inni, Fieyjugötu 11. Gistihiisið Vík í Mýrdal. síiui 16. Fastar lerðir frá B. S.R. til Víknr og Kirkjubæjarkl. Fallegu siikirifs glugga- og dyratjalda- efnin eru komin aftur seljast fyrir að eins 5,90 meter. Munið að alt selst ódýrt pessa daga í Esja fer héðan í hringferð austur um land fimtudaginn 27, þ. m. Vörur afhendist ekki síðar, en á miðvikudag. 400 stikur á 6 mín. 39,4 sek., sett 30/7 1931 af Jónasi Hall- dórssyni (Æ.). — Boðsund: 4x50 stikur á 2 mín. 14,2 sek., sett 30/7 1931 af sundfél. Ægi. — Spjótkast, beggja handa saman- lagt á 84,02 stikur, sett 7/8 á mieistaramóti 1. S. 1. í Vest- mannaeyjum af Friðriki Jessyni (K. V.). — Sundafrekin eru sett 1 svölmn sjó. Ritstjóri og ábyrgðarmíaður: Ólafur Fnðriksson. Afþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.