Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
Þrýstimælar
Allar stæröir og gerðir
■LlLL
Sötypllaiyigjyir
J§xn)®®©!n) ©@
Vesturgötu 16, sími 13280
HITAMÆLAR
Lr í
SöMíteKyigjiyr
Vesturgötu 16,
sími 13280.
Sovéskar
heimafréttir
um Afganistan
Dagblöð í Sóvíetríkjun-
um hafa lýst styrjöldinni
þannig, að þar ætti afganski
ríkisherinn í höggi við
„ræningja“, „glæpamenn“
og „málaliða“, og væru af-
skipti Sóvíethersins einung-
is fólgin í ýmiskonar mann-
úðarstarfí og tæknilegri að-
stoð.
Þegar eldur kom upp í jarð-
göngum í Salang í Afganistan,
fyrirskipuðu sóvézkir herfor-
ingjar, að göngunum skyldi lok-
að. Þúsundir sóvézkra hermanna
og afganskra borgara áttu sér
því engrar undankomu auðið og
létu þar líf sitt. Er hér á ferðinni
harkalegt dæmi um lexíu sem
fólk á Vesturlöndum ætti að
vera farið að kunna til hlítar:
Það getur myndað sér skoðanir á
grundvelli staðreynda, sem því
er kunnugt um úr fréttum, en
slysið í jarðgöngunum í Afgan-
istan minnir á, að fjölmiðlar ein-
ræðisríkjanna láta oft á tíðum
gjörsamlega hjá líða að segja frá
skakkaföllum og slysum, sem
jafnan geta hent í daglegu lífi
þjóða.
Þegar sprenging varð í olíu-
flutningabíl í jarðgöngunum,
dæmdu sóvézkir liðsforingjar
um 700 af eigin hermönnum og
þúsundir afganskra borgara til
köfnunar í hel. Þeir héldu sem
sé, að afganskir uppreisnarmenn
hefðu hafið árás og kusu fremur
að freista þess að ná þeim til
fanga en bjarga lífi eigin manna.
Enda þótt slys þetta muni
hafa orðið fyrir alllöngu, eða
þann 2. nóvember sl., hefur enn
ekki verið minnzt á það einu orði
í sóvézkum dagblöðum. Sagt hef-
ur verið frá því, að Kabúl væri
„bær í sorg“, en jafnvel þótt út-
varpið þar sé byrjað að lesa upp
nöfn hinna látnu borgara, hefur
engin skýring verið gefin á því,
með hverjum hætti þeir létu líf
sitt.
Framkoma sóvézku liðsfor-
ingjanna í Salang-slysinu ber
vott um sama sóvézka hugarfar-
ið og það, sem leiddi til þess, að
fórnað var lífi Adolph Dubbs,
bandaríska sendiherrans í Afg-
anistan. Uppreisnarmenn úr
flokki Múhameðsmanna höfðu
tekið hann höndum í febrúar ár-
ið 1979 og héldu honum í gísl-
ingu á hóteli í Kabúl. Afganskir
öryggisverðir fóru þá að ráðum
Sóvíetmanna og skeyttu engu
tilmælum Bandaríkjamanna um
að farið skyldi að með gát. Var
ráðist inn í hótelið til að taka
uppreisnarmennina höndum, og
lét sendiherrann líf sitt í þeirri
atlögu.
Nú þegar útvarpsstöðvar að
vestanverðu hafa útvarpað á
rússnesku — til baka til Sóvíet-
ríkjanna — fréttum um slysið í
Salang-jarðgöngunum, er senni-
legt, að stuttlega verði frá því
greint í dagblöðum þar. Hins
vegar hefði aldrei verið á það
minnzt, fremur en aðra atburði
af svipuðu tagi, ef fréttir um það
hefðu ekki fyrst borizt vestan að.
Strangt eftirlit
Allt frá því að styrjöldin hófst
í Afganistan, fyrir 34 mánuðum,
hafa sóvézk yfirvöld haft strangt
eftirlit með þeim upplýsingum,
sem um hana bærust til annarra
landa og til fólksins heima fyrir.
Mörgum mánuðum eftir að öfl-
ugur sóvézkur liðsafli hafði ráð-
izt inn í Afganistan, var varla
farið að minnast á styrjöldina í
sóvézkum dagblöðum, og þegar
Afganistan bar þar á góma, var
einkum sagt frá því, hversu
lífskjör hefðu batnað þar í tíð
Kabúlstjórnarinnar, sem naut
stuðnings Sóvíetríkjanna.
Nú upp á síðkastið hafa dag-
blöð í Sóvíetríkjunum tekið að
birta nokkrar fréttir af styrjöld-
inni og reyna þannig að vera ör-
lítið á undan erlendum útvarps-
stöðvum (en sendingar þeirra
eru raunar truflaðar í sífellu) og
orðrómi manna á milli heima
fyrir. I þessum blaðafregnum er
látið í það skína, að styrjöldin sé
háð af mikilli atorku og festu af
hinum reglulega afganska þjóð-
arher, sem eigi í höggi við „ræn-
ingja", „glæpamenn" og „erlenda
málaliða", en sóvézku hermenn-
irnir haldi þar uppi mannúðlegri
hjálparstarfsemi ýmiskonar og
veiti tæknilega aðstoð.
Þann 7. október sl. birti Rauða
stjarnan, blað Sóvíethersins,
frétt um ástandið í Afganistan
og lýsti þar tilraunum sóvézkra
hermanna til að koma til hjálpar
farþegum strætisvagns, sem fyr-
ir árás hafði orðið. „Uppreisnar-
mennirnir höfðu komið fyrir
sprengju, þar sem strætisvagn-
inn átti leið um. Þegar sprengj-
an síðan sprakk og vagninn
stöðvaðist, var hafin skothríð á
farþegana, þeirra á meðal gamla
menn, konur og börn. Ekki gátu
sóvézku hermennirnir látið
hörmungar þessa fólks afskipta-
lausar og skunduðu til hjálpar
fórnarlömbunum. Er erfitt að
lýsa þakklæti fólksins og hlýju í
garð hermannanna."
Blaðið skýrði frá því, að þakk-
arávörp hefðu verið send liðsfor-
ingjum, sem hefðu hjálpað til að
gera við hús, götur og vegar-
kafla. Rauða stjarnan skýrði
einnig frá því, að þakkarorð
hefðu verið send herlækni, sem
fólkinu þætti mjög vænt um og
kallaði „Dr. Volodya". Afganar
Þrátt fyrir yfirburði í vígbúnaði
hefur Sovétmönnum ekki tekist að
buga frelsissveitirnar í Afganistan.
vita það, að þeir geta snúið sér
til hans á hvaða tíma sólar-
hrings sem er „og mun hann ekki
færast undan að skoða þá, veita
nauðsynlega hjálp og láta í té
hjúkrunargögn".
í greinaþáttum í Pravda,
málgagni kommúnistaflokksins,
þann 3., 5. og 8. ágúst var að
nokkru sagt frá styrjöldinni í
Afganistan, en látið í veðri vaka,
að þar ættust við hinn reglulegi
afganski ríkisher og uppreisn-
armenn. Sóvézkir hermenn voru
sagðir annast brúarviðgerðir,
Ieita uppi jarðsprengjur og gera
þær óvirkar og láta í té lækn-
ishjálp. Blaðagreinar af þessu
tagi sýna ljóslega, að það er í
getu Sóvíetríkjanna til að halda
upplýsingum leyndum fyrir al-
menningi, sem fólginn er mesti
styrkur þeirra umfram Vestur-
löndin.
Fólk á Vesturlöndum hefur ör-
uggar heimildir fyrir því, að
Sóvíetherinn tekur beinan og
öflugan þátt í styrjöldinni. Þjóð-
in heima fyrir hefur ekki hug-
mynd um það. Hermennirnir,
sem kvaddir hafa verið í her-
þjónustu í Afganistan, koma
flestir frá „heyrnarlausu pláss-
unum“ í sveitum Rússlands, þar
Mest fyrir peningana!
Mazda929 Limited Hardtop
Innifalinn búnaður:
Sjálfskipting - Vökvastýri - Álfelgur - Veltistýri - Raf-
drifnar rúöur og hurðarlæsingar - Vatnssprautur á
aðalljós - Cruise control - Útispeglar beggja vegna -
Aðvörunartölva - Litað gler í rúðum - Luxusinnrétting
- Innfelld rúllubelti á fram og aftursætum - Hæðarstill
ing á ökumannssæti - Opnuná bensínloki og farangurs-
geymslu innan frá - Halogenframljós og fjölmargt
fleira 293.721
VERÐ AÐEINS KR:
Gengisskráning 1.3. 83
BILABORG HF
Smiöshöföa 23 simi 812 99
Mest fyrir peningana!
Mazda 929 Limited 4 dyra
Innifalinn búnaður:
Sjálfskipting • Vökvastýri • Álfelgur • Veltistýri • Raf-
drifnar rúður og hurðarlæsingar ■ Vatnssprautur á
aðalljós • Útispeglar beggja vegna • Aðvörunartölva •
Quarts klukka • Luxusinnrétting ■ Opnun á bensín-
loki og farangursgeymslu innan frá ■ Halogenfram-
ljós ■ Litað gler í rúðum • Innfelld rúllubelti á fram og
aftursætum ■ Hæðarstilling á ökumannssæti og fjöl-
margt fleira.
VERÐ AÐEINS KR:
283.414
GENOISSKRANING 1.3.83
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99