Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 77 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI mii/j TIL FÖSTUDAGS „Á Alþingi sitja 60 manns, og eftirtekja þeirra eftir vetrarstarfíð er ótrúlega lítil. I»að er fullkomin sorgarsaga, að þingmenn skuli hafa setið að þessu frumvarpi, á svo hættulegum tímum sem nú, þegar verðþenslubrjálæðið nálgast tvöfóldun á einu ári, eyðsla þjóðarinnar til landsins keyrir úr hófí, svo skuldir við útlönd aukast svo að ótrúlegt er.“ leiðslu þeirra vara sem við þurf- um að nota og getum vel fram- leitt hér. En þá koma til menn og hrópa: Okkar framleiðsla er svo dýr, að hún stenst ekki samkeppnina. En standi framleiðslan á heilbrigð- um grundvelli, þá stenst hún hvaða samkeppni sem er. Það þarf að halda tilkostnaði í skefj- um og leyfa atvinnurekendum að stunda sitt starf á hagkvæman hátt, án of mikilla afskipta hins opinbera. Eitt mesta þjóðfélags- bölið á íslandi er sá neikvæði hugsunarháttur fjölmargra til sjálfstæðs atvinnurekstrar, og þar kemur til mikið ábyrgðar- leysi jafnvel heilla stjórnmála- afla, eins og kommúnista, sem vilja ekki frjálsan atvinnurekst- ur, en múlbinda hann í ríkisaf- skiptum og rekstrarhalla. Fólk virðist ekki gera sér rétt- ar hugmyndir um frelsið. Það er mikill vandi að gæta þess, og frelsið felst ekki í því að gera það sem hugurinn girnist, heldur ein- mitt í hinu gagnstæða. Sá sem vill vera frjáls, verður að gæta hófs. Fyrst og fremst verður hann að vera kröfuharður við sjálfan sig. Annars á hann á hættu að glata frelsinu. íslenska þjóðin stendur á mjög hættulegum tímamótum í dag. Hún er á góðri leið með að glata frelsinu, þessari dýrmætu gjöf, sem aldamótakynslóðin færði þjóðinni og var skjalfest hinn 17. júní 1944 á hinum fornhelga stað, Þingvöllum. En það er vandi að gæta fengins fjár og fólkið hefur í hugsunarleysi fótum troðið frelsið svo gálauslega með því að skilja ekki kjarna þess. Hún hefur talið sér trú um það, að frelsi væri frelsi til alls, frelsi til alls sem hugurinn girnist. Safna skuldum, eyða meiru held- ur en aflað er og gæta ekki hófs. En það er mikill misskilningur. Frelsið er einmitt fólgið í því að gæta þeirra gæða vel — að eyða ekki meiru heldur en aflað er, og skulda ekki meira heldur en inn- stæður standa fyrir, sem sagt að gæta hófs. Hvernig hefur svo þjóðin rækt þessar skyldur sínar við frelsið? Við þessari spurningu er aðeins eitt svar: Illa. Svo illa, að snúi hún ekki við á sinni glannalegu braut, þá er aðeins eitt sem bíður hennar — ófrelsið. Hún er á þeirri leið að glata frelsinu. Það eru takmörk fyrir eyðslu og skuldum, höfuðókostum samfé- lags okkar. Með þá að leiðarljósi leiðir til lasta og ófrelsis. Það eru takmörk fyrir því hvað útlend- ingar ganga langt í lánsútvegun til okkar. Þegar þeim þykir mæl- irinn fullur, þá grípum við ekki fé hjá þeim sem við viljum. Það er hins vegar hægt hjá hverjum sem er, meðan hann er að ná tökunum og þá erum við orðin þrælar skulda okkar. Og þrælar — eru þeir ekki kallaðir ófrjálsir menn? Hvenær lánardrottnum okkar þykir skuldamælirinn fullur — að því kemur fyrr eða síðar ef okkur tekst ekki að snúa vörn í sókn í velferðarmálum okkar, efnahag og stjórnsýslu. Þess vegna ætti það að vera krafa allra hugsandi manna, að þing og stjórn taki efnahagsmálin og verðbólgumálin og kerfið allt föstum tökum strax, og komi þessum málum í viðunandi horf, áður en í óefni er komið meira. Hvað er um að vera í íslensku tónlistarlífí? Steiney Ketilsdóttir skrifar: „Eftir að hafa lesið grein Guð- rúnar Á. Símonar í dálkum þessum sl. sunnudag get ég ekki lengur orða bundist. Ég vil strax taka fram að ég á engra hagsmuna að gæta, er aðeins áhugamanneskja og unnandi góðrar og vel fluttrar tónlistar. Guðrún er reið framkvæmda- stjóra Sinfóníuhljómsveitar ís- lands vegna vals í hlutverk „Tosca" í konsertuppfærslu sveitarinnar. Ósennilegt þykir mér að Sigurður Björnsson sé þar einráður. Eða var önnur söngkona fær eða færari hér á landi til að syngja þetta stór- brotna og vandasama hlutverk en Sieglinde Kahman? Ég hygg að það sé þeim ógleymanlegt, sem hlýddu á glæsilegan söng þeirra Sieglinde og Kristjáns Jóhannsonar nú fyrir skömmu. Sieglinde kaus að fylgja manni sínum heim til íslands fyrir nokkrum árum og virðist nú gjalda þess, svo og þess að hann er fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit- ar fslands. Fyrir mánuði eða svo fór ég með 16 ára dóttur minni í íslensku óperuna að hlusta á eitt af fegurstu vetkum tónbókmenntanna, Töfra- flautu Mozarts, og rifjaðist þá mjög upp sýning sú sem Þjóðleik- húsið færði upp 1956 á því verki. Við erum góðu vanir íslendingar og gerum miklar kröfur. Sú sýning var Þjóðleikhúsinu og þeim sem þar komu fram til mikils sóma, en það verður ekki sagt um þessa upp- færslu íslensku óperunnar! En eng- inn segir neitt. Á unga fólkið að alast upp við „svona“ óperuflutn- ing? Af hverju er Guðrún ekki búin að láta f sér heyra í sambandi við þessa sýningu? Brá henni ekkert að hlusta á Tamino eða á Papageno? Leið henni ekki illa að hlusta eins og mér??? Sigurður Björnsson óperusöngv- ari var þarna í litlu hlutverki, en hann hefur, samkvæmt sýn- ingarskrá, sungið flest tenórhlut- verk f óperum Mozarts í Þýzka- landi og Austurríki, og þar á meðal hlutverk Tamino í Törfraflautunni. Sá íslenska óperan sér ekki fært að bjóða þeim hjónum að syngja hlut- verk Tamino á nokkrum sýning- um? Ekki ættu þau að hafa þurft langan tíma til æfinga! — Hvenær megum við vænta þess að heyra í Kristjáni Jóhannssyni í íslensku óperunni? Að öllu þessu athuguðu hlýt ég að spyrja: Hvað er um að vera í íslensku tónlistarllfi? Er þar allt fullt af hatri, öfund og eigin frama- girni? Á drottning listanna að gjalda síngirni og vonbrigða þeirra sem á sínum tíma ætluðu sér að sigra hinn stóra heim? Sagt er, að listin göfgi manninn. Gildir það ekki hér?“ GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Það er gengið um báðar dyrnar. Rétt væri: Það er gengið um hvorartveggju dyrnar Nýtt — nýtt Kjólar, blússur, pils, buxnapils, buxur. Glæsilegt úrval. Glugginn, Laugavegi 49. Síðasta útsöluvikan Karlmannaföt kr. 1.175,-, 1.395,- og 1.995,-, Tere- lynebuxur kr. 200,-, 250,- og 395,-. Stakir jakkar kr. 995,- og 1.150,-. Úlpur frá kr. 350,-. Nýkomnar síöar úlpur meö lausum hettum kr. 1.150,-. Skyrtur og fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. DJÚPSLÖKUN & SPENNULOSUN Einkatímar Fræðslumiðstööin Miögarður býöur upp á einkatíma i djúpslök- unarkerfi sovéska lækn- isins A.G. Odessky. Djúpslökunarkerfiö tengir saman þaö besta úr öörum slök- unaraöferðum og er taliö meöal fremstu aö- feröa til tauga- og vöövaslökunar. Þaö byggir á: líkamsslökun, hugrænni slökun, ákveðinni önd- unartækni, áhrifamætti sjálfsefjunar og vissri tegund sígildrar tónlistar sem hefur sjálfkrafa slökunarástand í för meö sér. Leiðbeinandi. Guömundur S. Jónasson. Tími: Tvisvar í viku í átta vikur, 1 klst. í senn. Samtals 16 klst. Verð: 3.520 kr. Lesefni og slökunarkassetta er innifalin. Tímapantanir eru í síma: (91) 12980 frá kl. 10—16 og 19—22. Ý /VIÐG/1RÐUR BROSTU! MYNDASÖGURNAR ✓ Vikuskammtw afskellihlátri AUGLVSINGASIOA KRISIINAR HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.