Alþýðublaðið - 15.09.1920, Page 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ
3
fyrir fiskmarkaði þarna. Og hán
mundi gera meira. Hún mundi
gefa þeim fult umboð til þess að
selja fiskinn sem hér er óseldur,
ef sæmilegt boð fengist.
Kvásir.
Im dagiirn 09 vegii.
Yeðrið í morgun.
Vestm.eyjar . . . SV, hiti 6,8.
Reykjavík .... SV, hiti 5,8.
fsafjörður .... NA, hiti 7,5.
Akureyri .... NNV, hiti 9,0.
Gdmsstaðir ... S, hiti 7,5.
Seyðistjörður . . S, hiti 9,9.
Þórsh., Færeyjar VNV, hiti 9,7.
Stóru stafirnir merkja áttina.
Djúp loftvægislægð um Dala-
sýslu, loftvog stígandi, norðustan
stortnur á ísafirði, óstöðugt veður.
Útlit fyrir norðlæga átt á Vestur-
landi, suðvestlæga á Suðprlandi,
sumstaðar all hvass.
Kreibja ber á hjólreiða- og
bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl.
7V2 í kvöld.
Bíóin. Gamla Bio sýnir : ,Ein-
rænn úlfur“. Nýja Bio sýnir: „Mál-
aða mærin".
líðasti hljómleikur Páls ís-
ólfsso'nar verður í kvöld í Dóm-
kirkjunni. Páll fer utan á Gullfossi
á föstudaginn og er hér því síð-
asta tækifærið að sinni til að
hlýða á hljómleik þessa unga
listamanns.
Þorsteinn Ingólfsson fór í
gær tii Siglufjarðar með síldaraf-
gang þann er Haukur gat ekki
tekið.
Knattspyrnan milli K. R. og
Víkings í gær fór svo, að jafn-
tefli varð, 2 : 2.
Togarar, einkum enskir, gerast
mjög ágengir hér suður á miðun-
um, að því er maður sagði blað-
inu í gær í símtali við „Gerðar“.
Væri vafalaust ekki vanþörf á því,
að Fálkinn brygði sér þangað,
þegar hann kemur nú að norðan.
Samtal.
Hvar verzlar þú?
Eg verzla við Theodór
Sigurgeirsson á Grundar-
stíg 11.
Er gott að verzla við
hann?
Já. Sizt er hann verri
en hinir. Hann er líka
alþýðumáður.
Nú, já. já. Eg held eg
fari þá þangað.
Duglegur maður ósk-
ar eftir atvinnu frá þessum tíma
til r. janúar. Kaup eftir samkomu-
lagi. Uppl. í Bárunni kl. 12—1
og 7—S.
Skóbúöin f Kirkjustræti
2 (Herkastalanum) selur mjög
vandaðan skófatnað svo sem:
Karlmanna- og Verkamannastíg-
vél, Barnastfgvél af ýmsum stærð-
um og sérstaklega vandað kven-
skótau; há og Iá stfgvél af ýms-
um gerðum. Allar viðgerðir leyst-
ar fljótt og vel af hendi. Komið
og reyniðl Virðingarfylst ÓI. Th.
Æaffi ocj cMahöíuMúsié
ckjall/íonan
tilkynnir hér með heiðruðum viðskiftavinum, að heitur og kaldur
matur fæst frá kl. 10 fyrir hádegi til kl. 12 á miðnætti.
Buff með lauk og eggjum. — Buff-karbonade með
eggjum. Lamhasteik, lamha-fricase. Skinke með spejleggjum,
lahskars, smurt brauð og margt fleira.
F æ ð i fyrir lengri og skemri tíma. Sérstakar máltíðir frá kl.
12—3 og 6—8 eftir hádegi. Tekið á móti stórum og smáum pönt-
unum. Matur sendur út í bæinn, ef óskað er.
NY PILSNER og tjölda margar öltegundir. — Verð á ölkt
sanngjarnt og afgreiðsla fljót ©g góð.
Tveir stórir veitingasalir, bjartir, loftgóðir og skemtilegir.
Hljööfærasveit 8 manna á hverju laugardags-
og sunnudagskveldi.
Alt gert til að fullnægja kröfum gestanna.
Virðingarfylst
fi)alsteó.
Ellistyrktarsjóður Rvikur.
Umsóknir um styrk úr Ellistyrktarsjóði Rvíkur árið 1920
eiga að vera komnar til mín fyrir lok þ. m. Eyðublöð undir um-
sóknirnar fást hjá fátækrafulltrúunum og prestunum og hér á
skrifstofunni.
Borgarstjórinn í Reykjavík 10. sept. 1920.
K. Zimsen.