Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Inni sváfu hænur á prikum og yfír staðnum hvfldi ró A mannlífsmiðum með Sigur- geir Jónssyni sjómanni og kennara í Vestmannaeyjum Sigurgeir Jónsson kennari og sjómaður frá Vestmanna- eyjum hefur löngum siglt sinn sjó og stefnu hvort sem veöurspáin boðaði blíðviðri eða kalda, enda er maður- inn af Oddsstaðaætt í Eyjum sem kunn er fyrir annað en hvika frá sannfæringu sinni. Að auki er Sigurgeir Ofanbyggjari, en bernskuheimili hans var Þorlaugar- gerði eystra fyrir ofan Hraun. I»ar ólst Sigurgeir upp við búskap, sjósókn og fuglaveiði, en það voru ekki þau svið sem áttu hug hans allan á unga aldri, því íslenzk tunga var sá hljómur sem hæst kvað, og þegar Geiri var fermdur þótti við hæfi að gefa honum Orðabók Blön- dals á meðan aðrir fengu úr og annað slíkt af veraldar gæðum. Þótt Geiri sé ekki aldinn að árum hefur hann átt litríkan feril til sjós og lands og við röbbuðum saman á Landspítalanum í Reykjavík þar sem hann lenti i nokkurra mánaða meðferð vegna aðgerðar á axlarlið. Ég spurði hann fyrst um það eftirminnilega. Þokuævintýrið „Það eftirminnilegasta frá yngri árum var líklega þegar ég fór með Þokur á sínum tíma, ljóðabókina Þokur sem Vikan gaf út. Þá var ég ungur maður. Gísli Sigurðsson, sem nú er með Les- bókina, var ritstjóri Vikunnar á þessum tíma og hann var upphafs- maðurinn að Þokum þótt hug- myndin væri sænsk. Gísli fékk þá Jakob Möller lögfræðing og Gylfa Baldursson til þess að semja ljóða- bók á einu eða tveimur kvöldum og Gísli hjálpaði þeim við verkið. Uppistaðan var það að þjóðskáldin voru ort upp og smærri skáldin einnig, það er þeir sem voru í hópi yngri skálda um 1960, eins og til dæmis Þorsteinn frá Hamri. Eitthvað var nú víst líka nýtt í Þokum, en minn þáttur var að þykjast vera höfundurinn og í því hlutverki labbaði ég á milli rithöf- unda og gagnrýnenda til þess að fá umsögn þeirra um handritið. Það voru valdir 9 valinkunnir menn sem fórnardýr og þegar ég byrjaði göngu mína milli manna var reyndar búið að prenta bókina, en hún átti að koma út sama dag og greinin í Vikunni um viðbrögð rit- höfunda og gagnrýnenda. Nú, ég hitti mennina og þeir höfðu handritið í einn til tvo daga, en ég kom síðan að sækja það og fá umsögnina. Allir gáfu dóm og það sem kom almennt út úr þessu voru loðin svör hjá flestum, en hvatning til handa ungu skáldi. „Hvað á maður að gera þegar ung- ur maður kemur með sína fyrstu Ijóðabók, á maður að reka hann á dyr og drepa skáldneistann í hon- um eða hvetja hann og gefa hon- um gott orð,“ sagði séra Jakob að leikslokum þegar allt komst upp, en hann gaf mér gott orð, vildi ekki láta þennan vesalings Vest- mannaeying fara grátandi frá sér. Stórkostlegt eöa hund- nauðaómerkilegt Tveir viðmælenda minna tóku mjög einarðlega afstöðu, annar með en hinn á móti. Sigurður A. Magnússon hélt varla vatni af hrifningu og ég átti ekki að fá handritið aftur, því hann ætlaði með það beint til Ragnars í Smára og láta prenta á bók. Það passaði hins vegar ekki alveg, því bókin var þegar prentuð. Eg hafði að véld handritið út úr Sigurði, en varð þó að eftirláta honum eitt ljóð sem hann birti í Lesbók Morg- unblaðsins sem hann vann þá við. Hinn, sem tók ákveðna afstöðu, var Sigurður gamli frá Brún, rímnaskáld. Hann var vaktmaður í Skeljungi í Skerjafirði og ég sat hjá honum frá klukkan 9 að kvöldi og næturlangt á vaktinni, eða þar til ég fór frá honum beint í skól- ann næsta dag. Hann var ekkert að klípa utan af þessu, afgreiddi bókina með einni setningu. Sagð- ist hafa litið yfir þetta, en það væri hundnauðaómerkilegt og sér hundleiddist svona kveðskapur. Nóttin fór í það að útlista fyrir mér hvernig kveðskapur ætti að vera og það var náttúrulega ekk- ert fjallað um það í Vikunni, þetta voru hans trúarbrögð og hann skóf ekkert utan af hlutunum. Hagalín var svo indæll Þarna voru menn eins og Haga- lín. Mér er það minnisstætt hve það var afskaplega gaman að kynnast honum, hann var svo ein- lægur að maður fékk samvizkubit af því að vera í þessu hlutverki og er mér þó ekki tamt að vera með óþarfa viðkvæmni, en Hagalín var svo indæll. Jóhannes úr Kötlum varð óskaplega reiður við mig þeg- ar við hittumst ári síðar í rússn- eska sendiráðinu á byltingaraf- mælinu. Ég hélt að hann ætlaði að drepa mig þar, svo vondur varð hann og það hefði kannski verið ágætlega við hæfi á byltingaraf- mælinu. Dagur Sigurðarson sett- ist á gangstéttina á Skólavörðu- stíg fyrir utan Mokka þegar ég hitti hann að máli og kíkti á hand- ritið og svo sátum við heilan dag inni á Mokka í kaffi og sígarettum á minn kostnað og hann velti vöngum yfir skáldskapnum og lagði á ráðin. Séra Jakob var ákaf- lega spurull og ég lenti í hreinustu vandræðum með að útskýra ýmis- legt sem ég hafði ekki hugmynd um. Einn spekinganna hafði ákaf- lega gaman af þessu eftir á, Ari Jósefsson, ágætis skáld, sem dó nokkrum árum síðar, féll út af Gullfossi. Hann hafði manna mest gaman af þessu þegar upp komst. Dónalegar athugasemdir Upp úr þessu fór ég að vinna á Vikunni sem blaðamaður, einmitt hjá Gísla, en það má geta þess að þegar blaðið og ljóðabókin Þokur kom út þótti þetta óhemju mikil uppákoma. Ég hélt síðan áfram á Vikunni um tíma og það var margt skemmtilegt sem var bryddað upp á, menn sendir út af örkinni beinlínis til þess að gera fólk vitlaust, til dæmis með því að halda því uppi á snakki og vera með dónalegar athugasemdir inni í samtalinu og reyna á þolrifin. Ég hélt Hannibal til dæmis á snakki í 15 mínútur og talaði þannig að ég væri kjósandi hans og ugglaust hefur hann ekki þorað að slíta samtalinu af ótta við það að hann væri að hrekja atkvæði, en ég stöðvaði hann við biðskýli stræt- isvagna og hann sleppti tveimur vögnum áður en ég leyfði mér að kveðja. í annað skipti var ég látinn Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson keppa við fslandsmeistarann í há- stökki, Jón Þ. Ólafsson. Hann stökk á hefðbundinn hátt, en ég hafði stangarstökksstöng og varð að vera í frakka og með hatt. Það þarf náttúrulega ekki að spyrja að því hvernig sú keppni fór, eina stöngin sem var til var gamla stöngin hans Valbjörns og ég rog- aði henni ekki. Þetta var oft líflegt í Vikunni á þessum tíma. í kvenmannsklæðum Svo kom nú fyrir að maður sagði nei við Gísla. Einu sinni ætl- aði hann að senda mig í kven- mannsfötum á dansleik í Alþýðu- húskjallaranum og var búinn að skrifa handritið fyrir kvöldið og hvernig allt skyldi fara fram. Þá sagði ég nei að fenginni reynslu. Ég hafði nefnilega látið mér detta svipað í hug áður og gerði tilraun sem stóð mjög tæpt þegar hæst bar. Þannig var mál með vexti að í tilraunum mínum á tilþrifablaða- mennsku fékk ég skyldfólk mitt og vini til þess að dubba mig upp í kvenmannsföt, mála andlitið á mér, fara í kjól og nælonsokka og annað fínirí, en nógu stóra háhæl- aða skó fékk ég hvergi í Vestur- bænum, svo það varð úr að ég fór í gömlum ballskóm sem ég átti og féllu ekki mjög illa að búnaðinum. Glæsibúinn kvenmaður arkaði ég frá Ljósvallagötunni og út á Hringbraut þar sem strætó stopp- aði á leið sinni í miðbæinn. Þegar ég fór upp í strætisvagninn var ég að paufast með miðakort, en tekur þá ekki strætisvagnabílstjórinn upp á því að rífa af kortinu fyrir mig með bugti og beygingum og ég sem fór í þennan vagn á hverjum degi og hafði aldrei orðið vitni að öðru eins.“ Fingurmerki Lækjargötulaföinnar Víkur nú sögunni að Lækjargöt- unni í Reykjavík þar sem við stóð- um nokkrir skólafélagar úr Kenn- araskólanum úti á miðri götueyj- unni fyrir framan Skalla og rædd- um málin eftir söngæfingu í Kennaraskólanum, en sá er þetta samtal ritar skólabróðir Sigur- geirs. Meðal annars ræddum við um það hvers vegna Sigurgeir frændi minn hefði ekki komið upp í skóla fyrr um kvöldið eins og um hafði verið talað. Þar sem við spjöllum saman sé ég að kona nokkur ein sér stendur á gangstéttinni við Skalla og virðist benda mér með fingurbendingu að koma til sín. Mér þótti þetta undarlegt, því ég kannaðist ekki við konuna, en eftir nokkra athugun þóttist ég viss um að merkið væri ætlað mér. Ég dró mig rólega út úr hópnum og ætlaði að kanna málið, en skólafélagar mínir voru fljótir að kveikja á per- unni þegar þeir sáu stefnuna og kölluðu „góða nótt“ á eftir mér og hlógu dátt. Ég arkaði hins vegar að ungfrúnni á gangstéttinni, en kem henni ekki fyrir mig. „Þekkr irðu mig ekki,“ spyr ungfrúin þá glaðhlakkalega og brosir sínu blíð- asta með varalit út um báðar kinnar. Mér varð ónotalega bylt við þegar ég greindi þar skælbros- andi andlit Sigurgeirs frænda míns og skólabróður, en við tveir, ásamt frænda okkar Árna óla ólafssyni, vorum samskipa í Kennaraskólanum. Slógum hring um ungfrúna og lyftum pilsinu Mér kom ekkert á óvart að sjá Sigurgeir í þessum ham, en vildi sem skemmst láta sjá mig við hlið þessarar dömu og hélt því áleiðis að Lækjartorgi. En ungfrúin elti og þótti ekkert óeðlilegt að við hefðum samfylgd. Ég lét gott heita en reyndi að vera aðeins á undan henni eða eftir, enda var það ævintýralegt að heyra Sigur- geir ávarpa virðulega menn sem voru á spássitúr með eiginkonum sínum og þakka þeim fyrir síðast með elskulegustu tilvitnunum. í miðri Lækjargötu voru skólafélag- ar okkar komnir á vettvang til þess að kanna næturfylgdina og komust þeir þá einnig að hinu sanna. Sigurgeir var þá hins vegar í mestu vandræðum með nælon-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.