Alþýðublaðið - 28.08.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.08.1931, Blaðsíða 2
AhÞXÐUBfeAÐlÐ Merkilegt nefndarálit. Pað er spaugiiegt að sjá alt pað imioldviðri, sem Mgbi. og Vís- ir þyrla upp úit af samþykt fjár- aukalaganna f. árið 1929 og ]andsreikninganna fyrir það ár; þykir því rétt að birtia álit fjár- hagsnefndar neðri deildar í þessu máli, en það hljóðar svo: „Nd. 177. Nefndarálit um frv. til Ijáraukaiaga fyrir ár- ið 1929. Frá fjárhagsnefnd. Nefndin hefir borið frumvarp- ið saman við tillögu endiurskoð- unarmianna landsredfcmnígsins 1929. — í frumvarpimu er leitað aukafjárveitingar á öllu því, er endurskoðunanmenn gera tillög- ur um, og leggur nefndin til, að frumvarpið verði samþykt ó- breytt. Alþingi, 1. ágúst 1931. Halldór Stefánsson, form., frsm. Magnús Guðmundsson, fundaskrifari. Ólafur Thors. Bernh. Stefánsson. Steingrímur Steinþórsson. “ Menn taki vel eftir því, að öll nefndin leggur til, „að frumvarp- ið verði sampykt óbreytt“, ,og undiir þetta skrifa aðalforinigjar íhaldsins, þeir M. G. og Ó. Thors. Hvað siegja Mgbl. og Vísir um þetta ? Þeir Ijúp eiBS og horfir. Morgunbiaðið segir í gær, að sjálfsitæðismenn hafi borið fyrir brjósti atvinnumálin á síðiasta þingi. Sogsmálið var eiitt þeirra. í upphafi þings báru sjálfsitæð- ismenn í efri deild ifram frv. um virkjun Sogsins. Málinu var vísað til nefndar, sem Jón Þor- láksson átti sæti í; þetta var 24. júlí. En 14. ágúst gerði Jón B,ald- vinsson fyrirspurn tii nefndar- innar um það, hvað þessiu máli liði. 5 dögum seinna kom nefnd- arálit frá Jóni Þorlákssyni og upplýsitist þá, að múlinu hafði aldrni veriö hreyft í nefndinni allan tímann frá 24: júlí til 18. ágúst, örfáum dögum fyrir ping- slit. Slikur var áhugi Jóns Þor- lákssonar fyrir þessu merkilega máli. Anniað dæmi um frambomiu sjáifstæðisimanna í atvinnumál- unum, er þe-ir, að sögn Mgbl., bera fyrir brjósti1: Við fjárlögin í efri deild bar Jón Baldvinssion fram tillögu um 250 þús. kr. framlag úr ríkissjóðd og aðra til- lögu um 250 þús. kr. framlag gegn tveim þriðju frá bæjar- og sveitar-félögum, hvorttveggja til atvinnubóta. Jón Þorláksson og fleiri íhaldsmenn greiddr atkv. gegn pessum tillögum á- samt Fmmsóknarmönnum og sýndi með því hug sinn til þess- ara nauðsynjamála. Verklýðsmálin á Vesfjörðum. Átökin efla þróttinn. Verkfallið í Súðavík síðastliðið vor efldi mjög félagið þar og hið sama má segja um félagið Baldur á ísafirði. Sjóimiannafélag fsfirðinga hefir einnig starfað vel í vor og bætt stórlega við félagatölu sína. Hnífsdalur er ágætlega „organi- seraður“. Hannihal Vcddimarsson. Á þessu vori bættist Bíldiudal- pr í hópinn með fjölment félag, nýtt félag var stofnað í Bolunga- vík og deild úr Verklýðsfélagi Sléttuhrepps að Sæbóli í Aðalvík. Öll þessi nýstoínuðu félög hafa gengið í Alþýðusambandið. f Bolunigavík var launakúiguniin komin á svo hátt stig, að ekki var lenigur við vært fyrir verka- lýðinn. Kaup karla var 70 aurar á klst. og kaup kvenna 50 aur- ar. Svipiað þessu var kaupgjald- ið orðið í Súgandafirði og Ön- undarfirði, en það eru einu þorp- in á Vestfjörðum, þar sem engin verklýðsfélög starfa. — Það er því auðvelt að sýna fram á það, að verklýðsfélögin veita félögum sínum ókeypis fæði, eins og fyndinn Alþýðuflokksmaður sagði í vor. Þá er það og reynzla, að fiskverð er alls stað- ar lægst þar, sem kaupið er lægst, en þar, sem verklýðsfélög eru og halda uppi kaupi, er fisk- verðið hærra, þó félögin hafi ekkert gert beinlinis til að hafa áhrif á það. Verklýðsfélögin hafa jafnvel haft áhrif á kaupgjald í öðrurn bygðarlögum. Þannig hækkaði kaup í vor á Flateyri, Suður- eyri og Bolungavík skönrmu eftir að félögin höfðu samið urn kaiup- hækkanir á Paitreksfirði', Hnífs- ,dal, laafirði og í Súðavík. Það samningsatriði, sem verka- lýðnum gengur lakast með að fá aitvinnuriekendur til að halda, er kaupgreiðslian vikulega. Er ekki sýnilegt anniað en krefjast verði 7 o/o dráttarvaxta af kaupi, sem ekki greiðist reglulega siamkvæmt landslögum og samningum félag- anna. Mætti það e. t. v. verða til þiess, að slik vanskil yrðu minna eftirsóknarverð í augum vinnu- kaupenda. Félöigin þurfa fjölbreyttiara starf en verið hefir, enda eru verbefnin óþrjótandi. Þiað, sem næst liggur fyrir í ölllum sjóþorp- unum á Vestfjörðum er að koma verzlunar- og atvinnu-málunum sem allra fyrst skipulögðum und- ir yfirráð verkalýðsins sjálfs. Starf félaganna verður því á næstunni um alla línu vesturvíg- stöðvannia: Stofnun samvinnufé- laga sjómanna og kaupféliags- sikapur verkamanna. Þá eru húsmæðismálin í ósiæmi- Jegu ásitandi í flestum stjóþorpum vestanliands, og muniu hin lélegu hreysi vera ærið kostnaðarsöm sveitasjóðunuim. Það mál verður að sjálfsögðu ekki leysit á viðun- andi hátt fyr en verkalýðurinn er þess megnugur að reisa sjálfur verkamannabústaði eftir þörfum hvers þorps. Bókasiafn alþýðu mieð vistlegum lestrarsal þarf að yera í hverju þorpi, og er hverju verklýðsfélagi vorkunnarlaust að komia upp slíku húsi. Að því væri miikil framför í menniimgarlegu tilliti. Sjómenn og verkamenn í vestfirzkum sjóþorpum ganga at- vinnulausir alt af nOikkurn tíma haust og vor, nfl. í vorvertíðiar- lok og að afloknum síldartíma, auk þess isiem langir kafliar eru oft endranær, þegar lítið er að geria hjá ýmsum. Væru þesisir tímar notaðir til að' koma upp bóikasiafnsskýli jnieð lestrarsal, ætti það að reynast auðvelt verfc. Ég lít svo á, að stéttafélög verkalýðsins á landi og sjómann- anna eigi að skapa nýja og þrótt- uga alþýðumenniingu. Og því verður ekki neitað; að félögin hafia nú þegar víða glætt miarg- vísleg menningarskilyrði í ís- lenzkum sjávarþorpum. Ef alþýðan reynist samtökum sínum trú og notar þau til hins ítrastia á rétatn hátt í efnalegii og tmenniingarlegri þróunarbar- áttu, þá má hún vera bjartsýn á friamtíðina, hvað sem öllum kreppum líður. Hannibal Valdimarsson. Til íslands ætlaði hann. Flugmaður einn á Nýja Sjá- landi ætliaði að fljúga þ.aðan til Engliands með því að fara uim Jiapan, Alutaeyjar, Kanada, Grænland, ísliand og Færieyjar. Var hann kominn til Katsuna í Japan og ætlaði að fara að taka sig upp til þies® að fljúga til To- kíó, höfuðborgarinnar í Japain, er hann varð fyrir því óláni að reka sig á dufl og hrauí þar véliina og meiddist mikið sjálfur. Var hann tekinn úr vélinni meðváitund- arlaus. Hann er nú farinn aftur til Nýja Sjálands, en ætlar að byrja á nýjan Iieiik jafnskjótt og hann er fullgróinn sára sinna. Maður þessi heitir F. C. Chichestier. Berjaferðir AEpýðublaðsins. Á sunnudaginn verður farið upp að Selfjallsskála við Lögberg, eins og síðasta sunnudag ef veður Ieyf- ir. — Verða nú helmingi fleiri bifreiðar í gangi en á sunnudag- inn var, og er því þess að vænta, að gott lag verði á heimilutningi fólksins. Ferðum verður hagað eins og undanfarið og fargjaldið er hið sama. Sildarfréttir. Siglufirði, FB. 27. ágúst. Rek- nietaveiði ágæt þessia viku og jöfn. Snurpinþtaskip mörg hætt, en þau, sem halda áfram, afla vel. — Ríkisbræðslan hefir tek- ið á móti' 100 000 máltumnum. — ^kilrúmU einum armi þrónma bil- aði á dögunum og tafði losun lítils háttar. Hefir nú verið gert við bilunina. — Söltun í gær- kvieldi: 42 575 tn.. grófsaltað, 68 014 sérvenkað. Skemdir í síld einkasölunnar af sólsiuðu eru ekki fullrannsakaðar enn. Virðast ekki miklar, ien valda þó fyrirhöfn og óþægindum. Árni Friðriksson fiiskifræðing- ur fliutti hér erindi um síldarátu í gærkveldi að tilhlutun einka- sölunnar og leiðbeindi mömnum að þekkja algengustu átutegund- irniar’ Hann hefir dvalið hér mán- aðartíma við átu- og síldar-rann- sóknir. Fór í diag suður til Reykjavíkur í flugvélinni. Tveim leikhúsum breytt i kvikmyndahús. Nýlega hefir enn í viðbót tveim leikhúsum í Vínarborg verið breytt í kvikmyndahús. Þessi leikhús eru Johann Strausis-leik- húsið og Renai ssance-leikh úsii'ð. Hvorttveggja þessi leikhús hafa verið vel rómuð, en leikhúsaöldin er að líðia hjá. Wilkfns. Hann er ekki af baki dottinn. NRP 27. ágóst FB. Samkvæmt skeyti til norska Morgunblaðsins hefir Wilkins ekki gugnað á að framkvæma fyrætlan- ir sínar, þrátt fyrir óhöppin, Hyggst Wilkins munu leggja bráðlega aft- aftur af stað norður á bóginn. Kappsiglinyin. Brúarfoss, þér frægð á vinn fram um bneiðan marvöllinn. diauðhræddir við dugnað þinn Danir herða róðurinn. J.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.