Tíminn - 08.08.1965, Qupperneq 5
SUNNUDAGtJR 8. ágúst 1965
TÍMINN
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands. — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Takast samningar um bann við
útbreiðslu kjarnorkuvopna?
Þeim myndi bæði fylgja ávinningur og áhætia
V erkf allsráðherrann
Mbl. hælir sér löngum af því að það sé heiðarlegasta
ot áreiðanlegasta blað á íslandi. Ekkert íslenzkt blað
h ur þó lagt meiri stund á ósannindi og blekkingar.
Eríitt er að segja, hvenær því hefur tekizt að komast
lengst í þessum efnum. Áreiðanlega hefur það þó aldrei
komizt lengra í þessum efnuim en seinustu dagana. þegar
það hefur verið að ræða um hinn „langvarandi vinnu-
frið“ í forsætisráðherratíð Bjarna Benediktssonar
Svo stórlega er staðreyndunum snúið við, að aldrei
hafa verið fleiri og stærri verkföll á íslandi á jafn skömm
um tíma. Því til sönnunar skal aðeins drepið á þrjú
stærstu og sögulegustu verkföllin.
Ólafur Thors lét af embætti forsætisráðherra í nóv-
ember 1963. Það var seinasta ráðherraverk hans að
draga til baka frv. um kaupbindinguna og semja við
verkalýðshreyfinguna um að fresta verkföllum í einn
mánuð. Ólafur ætlaði eftirmanni sínum að nota þennan
tíma til að semja um vinnufrið. Þetta tókst Bjarna ekki
betur en svo, að upp úr þessu hófst langvíðtækasta
og lengsta allsherjarverkfall, sem háð hefur verið á
íslandi.
Síðastliðið haust var fyrirsjáanlegt, að koma myndi til
átaka milli útvegsmanna og sjómanna, ef ekki yrði unn-
ið að sáttaumleitunum í tíma. Ríkisstjórnin hafði hér hag-
stæða samningsaðstöðu, því að forystumenn beggja að-
ila eru flokksmenn hennar. Ekki tókst þetta þó betur
en svo, að eftir áramótin seinustu hófst hér víðtækasta
sjómannaverkfall, sem hér hefur verið háð, og stóð það
nokkuð á annan mánuð- Allir geta séð, hve gífurlegt
tjón hefur hlotizt af þessu verkfalli.
Sögulegasta og mesta verkfallið varð svo í sumar,
þegar allur síldarflotinn stöðvaðist í viku vegna rang-
látra og tilefnislausra bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinn-
ar. Enginn forsætisráðherra hefur beðið verðskuldaðri
uppgjöf en Bjarni Benediktsson í því máli. Tjónið af
þessari stöðvun varð vitanlega stórfellt.
Þetta er þó engan veginn eina verkfallið i sumar. Um
allmargra vikna skeið hafa verkalýðsfélög hér sunnan-
lands, og þá fyrst og fremst Dagsbrún, haldið uppi víð-
tækum skæruverkföllum, sem valdið hafa miklu tjóni.
Með þessum hætti tókst að knýja fram verulega meiri
kauphækkun en ríkisstjórnin hafði ætlað sér með samn-
ingunum við norðanfélögin.
Þrátt fyrir nær þriggja mánaða látlausa næturfundi
sáttasemjara, er enn ósamið við fjölmörg verkalýðsfé-
lög, m.a. nær öll iðnaðarmannafélögin. Öll hafa þessi
félög lausa samninga og geta hafið verkföll með sjö daga
fyrirvara hvenær sem er.
Auk þess, sem nú hefur verið greint, hafa verið fjöl-
mörg minni verkföll í forsætisráðherratíð Bjarna Bene-
diktssonar. Má t.d. minna á, að tvö langdýrustu sam-
gongutæki íslendinga stöðvuðust í rúman mánuð vegna
verkfalls síðastliðið vor.
Þannig sýna staðreyndirnar ótvírætt, að verkföll og
kaupdeilur hafa aldrei verið meiri á íslandi a iafn skömm
um tíma og í forsætisráðherratíð Bjarna Benediktssonar.
Hann er því óumdeilanlega mesti verkfallsráðherra ís-
lendinga. Vitanlega hefur Bjarni síður en svo óskað
eftir þessu- Sambland kákstefnu hans og stjórnleysis
hefur hins vegar leitt þetta óhjákvæmilega af sér.
Fyrir nokkru hófst á ný í
Genf afvopnunarráðstefna
hinna svonefndu 17 ríkja.
Aðalverkefni þeirra að þessu
sinni er að ræða um bann við
útbreiðslu kjamorkuvopna þ.e.
að koma í veg fyrir, að fleiri
ríki ráði yfir kjarnorkuvopn-
um en þau, sem þegar gera
það, lítið hefur enn miðað í
samkomulags átt. Rússar gera
það að ófrávíkjanlegu skilyrði
fyrlr slíkum samningL að Þjóð
verjar fái ekki aðild að fyrir-
huguðum kjarnorkuvopnaflota
Nato, enda fælist í því út-
breiðsla á kjaraorkuvopnum.
Þjóðverjar leggja hins vegar á
það nokkra áherzlu við Breta
og bandaríkjamenn, að þeir
fái slíka aðild.
Hvorki Frakkar né Kínverj-
ar taka þátt í ráðstefnunni og
gerir það aðstöðu hennar veik-
ari en ella.
f eftirfarandi grein, sem
birtist í „The Economist“ um
það leyti, sem ráðstefnan var
að hefjast, er rætt um kosti
og galla samningsins um bann
við útbreiðslu kjaraorku-
vopna:
AUÐVELT er fyrir Banda-
ríkjamenn, Rússa og Breta að
ákveða, hvort þeir eigi að vera
meðmæltir útbreiðslubanni
kjarnorkuvopna eða ekki. Sá,
sem þegar ræður yfir kjarn-
orkuvopnum, hlýtur að vera
meðmæltur samningi um að
lofa að afhenda þau engum
öðrum og að aðrir lofi að
snerta þau ekki. Þetta er í fá-
um orðum meginefni samnings
uppkasts brezka fulltrúans á
Genfarráðstefnunni, Chalfonts
lávarðar. Það kann að verða að
aldeiluefnið á afvopnunarráð-
stefnunni, sem nú er að setjast
á rökstóla á ný í Genf, svo
fremi að Rússar séu þangað
komnir til alvarlegra viðræðna.
Meinið er, að tilraun tii að
stöðva útbreiðslu kjarnorku-
vopna kann að virðast jafn
eðlilegt og sjálfsagt og and-
staðan gegn syndinni, en raun-
in er önnur. Samningur um
útbreiðslubann væri tilraun til
til að staðfesta aðstöðu-
muninn milli þeirra þjóða, sem
hafa kjarnorkuvopn og hinna,
sem eiga þau ekki. Af þessum
sökum munu margar þjóðir
hugsa sig tvisvar um áður en
þær ákveða, hvorum megin þær
vilji í raun og veru standa.
STÆRSTI kosturinn við
samning um bann gegn út-
breiðslu kjarnorkuvopna lægi
ekki f heftri útbreiðslu
þeirra, þrátt fyrir orð-
anna hljóðan. Samningurinn
yrði aldrei annað en viljayfir-
lýsing. Jafnvel þó að allar þjóð
ir undirskrifuðu samning, (sem
Kínverjar aldrei gerðu og
Frakkar sennilega ekki), er
jafn auðvelt að rjúfa viljayfir-
lýsingu og að svipta bómullar-
þræði sundur, ef einhverri
þjóð kann síðar að virðast hún
hafa hag af því.
Hálf tylft þjóða, svo sem
Indverjar, Vestur-Þjóðverjar,
Svíar, Kanadamenn, ísraels
menn og Japanir, gætu farið
að framleiða kjarnorkuvopn
þegar á morgun. ef þeim bvði
svo við að horfa. Og önnur
hálf tylft þjóða gæti fetað í
fótspor Þeirra síðar. Ákvörðun
hverrar þjóðar um sig velltur
á matí hennar á hættunni af
möguleikunum til að hljóta
kjarnorkuvernd annarra þjóða
við skaplegum kjörum. Undir-
skrift samnings væri aðeins
smávægileg hindrun í augum
flestra þjóða. Öll væntanleg
kjarnorkuveldi undirskrifuðu
tilraunabannið árið 1963. Eng-
um kemur þó til hugar að þetta
hindri til dæmis Indverja í að
framleiða kjarnorkusprengju
og reyna hana, ef þeim fynd-
ust þeir til þess knúðir.
ÞETTA þarf þó ekki
að tákna, að samningur um
útbreiðslubann réði engu um
fjölda þeijra þjóða, sem kjarn-
orkuvopn eignast. Hann hefði
auðvitað veruleg áhrif, en þau
yrðu að mestu óbein. Fyrsta
og augljósasta afleiðing.n yrði
áberandi reiðikast valdhafanna
í Peking. í augum Kínverja
táknaði samningurinn, að Rúss
ar hefðu í eitt skipti fyrir öll
ákveðið, að friðsamleg sambnð
við Vesturveldin væri þeim
meira virði en samstaða með
Mao Tse-tung. Og þar hefðu
Kínverjar sennilega ó réttu að
standa. Kjarninn í samningn-
um yrði sem sé samkomulaa
Rússa og Bandaríkjamanna um,
að þeim væri sameig'.nleg ir
hagur í að koma í veg fyrir.
að kjarnorkuvaldið héldi
áfram að leka út um gróipar
þeirra og lenda í höndum
annarra þjóða.
Þetta ylli þáttaskiptum í
hinni langvinnu streitu milii
Kínverja og Rússa á borð við
tUraun Krústjoffs til að kalla
saman ráðstefnu kommúnista-
ríkja í fyrra, þrátt fyrir yfir-
lýsingu Kínverja um, að þeir
tækju aldrei þátt í henni.
Krustjoff var vikið til hliðar
áður en hann gat framkvæmt
þetta. Með undirskrjft samn-
ings um útbreiðslubann viður-
kennau arftakar hans að hann
hefði verið á réttri leið. Grun-
semdagjáin milli Rússa og Kin
verja, breikkaði, en forustu-
menn Rússa og Vesturveld-
anna nálguðust hvorir aðra. f
kjölfar slíkrar breytingar
kynni margt annað að fylgja.
EIN afleiðingin yrði minnk-
uð freisting sumra þjóða til að
koma sér upp kjarnorkuvopn-
um. Herforingjar sumra hinna
öflugri, hlutlausu smáþjóða í
Evrópu, eins og t. d. Svía og
Svisslendinga, halda fram, að
þær þarfnist kjarnorkuvopna,
en auðveldara yrði fyrir þess-
ar þjóðir að standast freisting-
una, ef líkur fyrir árásarhættu
af hálfu Rússa rénuðu.
Vilji Indverja til að neita
sér um kjarnorkuvopn, þrátt
fyrir skuggann af sprengjuógn
Kínverja, veltur að nokkru á,
hvort fáanleg kjarnorkuvernd
annarra er samræmanleg hlut-
leysisstefunni. Því betur sem
Rússum og Bandaríkjamönnum
kemur saman. því líklegra er,
að Indverjar haldi að sér
höndum í skjóli hins tví-henta
rússnesk-bandaríska skjaldar
(þrí-henta, ef telja má brezka
litlafingurinn með).
Ekkert af þessu er þó trygg-
ing gegn útbreiðslu kjarnorku
vopna. Það bendir aðeins til,
að ef Rússar og Banda-
ríkjamenn undirskrifuðu slík-
an samning yrðu fyrstu við-
brögð margra annarra þjóða að
varpa öndinni léttar.
ÞETTA yrði fyrstu afleiðing-
arnar, en hvað kæmi næst?
Nokkrar líkur eru á, að þegar
fyrsta fagnaðaraldan væri lið-
in hjá, kynni mörgum þeirra
þjóða, sem ekki ráða yfir kjarn
orkuvopnum, að virðast sem
samningurinn gæfi Bandaríkja
mönnum og Rússum tækifæri
til að klífa sinn eigin kjarn-
orkutind og draga svo stig-
ann upp á eftir sér. Talað yrði
um samdrottnun Rússa og
Bandaríkjamanna yfir heimin-
um og þetta hefur þegar ver-
ið orðað. Þær staðreyndir, að
báðar þjóðirnar eru auðugar,
hvítar og komnar nokkuð til
ára sinna, hlyti að auka á grun
semdirnar í augum hinna
yngri, fátæku og hörundsdökku
þjóða, en til þess flokksins telj
ast Kínverjar.
Auðvitað er munurinn á
Rússlandi marxista og Banda-
ríkjum kapítalista enn svo tröll
aukinn, að naumast getur orð-
ið um nema mjög takmarkaða
samstöðu að ræða milli þeirra
um langa framtíð. En grunur-
inn er fyrir hendi eigi að síð-
ur. Hann skýtur t.d. upp koll-
inum í ósk Þjóðverja um sam-
aðild að vestrænum kjarnorku-
styrk, áður en samningur um
útbreiðslubann er undirritað-
ur. Sú óþægilega staðreynd
verður því ekki umflúin, að
samningur um útbreiðslubann
yki á spennuna á sumum svið-
um, um leið og hann drægi úr
henni á öðrum.
Eina færa leiðin fyrir Rússa
og Bandaríkjamenn til að
koma í veg fyrir þetta væri
að sýna svart á hvítu, að þeir
krefðust ekki sjálfsafneitunar
einungis af öðrum. Gerum til
dæmis ráð fyrir að búið væri
að undirskrifa samni."g um
kjarnorkubann. Naésta skrefið
væri þá að svipast um leið eft-
ir leiðum til að minnka óþarf-
ar birgðir kjarnorkuvopna og
tækja til að flytja þatt, en á því
sviði hefðu Rússar og Banda-
ríkjamenn í raun og veru lög-
helgaða einokunaraðstöðu.
Nokkrar hugmyndir í þeasa
átt hefur þegar borið á góma
( svo sem brennur úreltra
sprengjuflugvéla). Auðvelt er
að hugsa sér aðrar aðgerðir,
sem næðu til venjulegra vopna,
engu síður en eldflauga, og
Chalfont lávarður hefur hug-
leitt sumar þeirra.
BANDARÍKJAMENN og
Rússar afsala sér ekki hindr-
unarmætti sínum, enda væri
slæmt að þeir gerðu það, með
an heimurinn breytist ekki frá
því, sem hann nú er. En skyn-
samlegt væri fyrir þá báða að
færa sönnur á, að samningur-
inn um bann gegn útbreiðslu
kjarnorkuvopna sé ekki til þess
gerður, að láta bilið milli stór
veldanna og annarra halda
áfram að aukast í það óendan-
lega. Ráðstafirnar til að svipta
Framhald á bls. 12