Tíminn - 08.08.1965, Page 7
SUNNUDAGUR 8. ágúst 1965
„Heiðarlegt” frétta
blað
Mbl. hefur hvað eftir annað
tilkynnt, að það væri „heiðar-
legasta og áreiðanlegasta frétta-
blað“ á íslandi. Blaðið hefur
bví oftar tilkynnt þetta, sem
færri hafa orðið til þess að
taka undir það. Þessu til við-
bótar er Mbl. svo alltaf að aug
lýsa það í verki, hve óhætt sé
að treysta því. í vikunni, sem
leið, sannaði það þetta m. a.
með þeirri fullyrðingu, að
aldrei hefði verið meiri vinnu-
friður á íslandi en seinustu miss
erin eða í tíð ríkisstjórnar
Bjarna Benediktssonar. Reynzl
an sýnir þó þvert á móti, að
verkföll hafa aldrei verið
stærri og tíðari á jafnskömmum
tíma. Slíkur er „heiðarleiki“ og
„áreiðanleiki“ Mbl. í reynd.
Mbl. sannaði á annan hátt í
síðastl. viku, hvað það er „heið
arlegt og áreiðanlegt“ frétta-
blað. Það upplýsti lesendur sín
ar um, að ríkisstjómin væri
sérstaklega „öflug stjórn“
og ánægja almennings væri mik
il með störf hennar og stefnu.
Því til sönnunar 'benti Mbl. á,
að óánægja með skattana væri
ekki eins mikil og í fyrra. Öðr-
um en ritstjórum Mbl. mun þó
þykja nokkur munur, hvort
menn séu almennt ánægðir með
skattana, eða hvort þeir séu
minna óánægðir en þegar
óánægjan varð allra mest!
„Vinsældir” stjórn-
arinnar
Ánægjuna með stjórnarstefn
una má annars bezt ráða af
því, að innan launþegasam-
takanna ríkti ekki minnsti á-
greiningur um það á síðastl.
vori, að segja upp kaupsamn-
ingum og krefjast stórfelldra
kauphækkana. Hefðu menn
gert þetta, ef þeir hefðu verið
ánægðir með stjórnarstefnuna
og afleiðingar hennar? Ánægj
una með stjórnarstefnuna má
einnig ráða af því, að atvinnu-
rekendur hafa ekki haldið svo
fund að undanförnu, að þeir
hafa ekki talið útilokað, að at-
vinnuvegirnir gætu tekið á sig
teljandi kauphækkanir, nema
þeir fengju bætta aðstöðu í lána
og vaxtamálum og aðra svipaða
fyrirgreiðslu. Og hver er sá
nú, sem spáir öðru að óbreyttri
stjórnarstefnu en hækkandi
sölusköttum eða gengisfellingu,
eftir að kunnugt varð um
greiðsluhalla ríkissjóðs og þær
útgjaldahækkanir ríkis og at-
vinnuvega, sem eru fyrirsjáan-
legar? Er ekki stjórnarliðið
sjálft farið að stinga saman
nefjum um, að þrátt fyrir allt
sé bezt að kjósa í haust eða
áður en afleiðingar greiðsluhall
ans og útgjaldahækkananna
koma fullkomlega í Ijós? Svo
vont sem það sé að láta kjósa
í haust, verði það verra síðar.
Þannig er síður en svo treyst á
að vinsældirnar eigi eftir að
aukast. Slíkt ætti þó að
þykja eðlilegt,ef menn væru
ánægðir með stjórnarstefnuna
nú.
„Öflug” st jórn
Hvað er svo að segja um þá
fullyrðingu Mbl., að ríkisstjórn
in sé „öflug“ stjórn? Öflug get-
ur sú stjórn ein talizt, er hefur
sæmileg tök á fjármálunum og
heldur dýrtíð og verðbólgu
hæfilega í skefjum. Hvernig hef
ur ríkisstjórninni tekizt þetta?
Þótt Mbl. telji sig mikið og
þaulfrótt fréttablað, mun því
takast illa að benda á land, þar
sem dýrtíð hefur magnazt meira
en hér eða þar sem verðbólga
er meiri. Kannske getur það
bent á Kongó og einhver svipuð
lönd í fjarlægum heimsálfum.
En áreiðanlega ekki á neitt land
í Evrópu. Skýringin er einfald
lega sú, að ríkisstjórnin hefur
engin tök á stjórn fjármálanna.
Ýmist er þar um enga stjórn
að ræða, því að stórgróðinn fær
að leika lauspm hala, eða mis-
heppnaðar kákgerðir Seðla-
bankans, sem gera aðeins illt
verra.
Norræna húsiðog
„öfluga” stjórnin
Norræna húsið, sem hin Norð
urlöndin ætla að reisa hér og
gefa íslendingum, er allgóður
mælikvarði á þá fullyrðingu
Mbl., hve öflug ríkisstjórnin er.
Byggingu þessari hefur nú ver-
ið frestað um eitt ár og veldur
það nokkurri gagnrýni á hinum
Norðurlöndunum, en þeir, sem
um mál þetta fjalla þar, gefa
glögga skýringu á drættinum.
Hún er í stuttu máli þessi sam
kvæmt frásögn norskra blaða að
undanförnu:
Upphaflega var áætlað, að
húsið myndi kosta 16.9 millj.
íslenzkra króna og var reiknað
með því fyrir ári síðan, að sú
áætlun stæðist. Húsið var svo
boðið út fyrir nokkru og hljóð
uðu tilboðin sem bárust, upp á
27.3 millj., 38,1 millj. og 39,7
millj. kr. Ákveðið var að hafna
öllum þessum tilboðum og gera
nýja kostnaðaráætlun. f fyrri
áætluninni hafði nefnilega láðzt
að taka nægilegt tillit til kaup-
TIMINN
greiðslna umfram taxta og 20%
hækkunar á byggingarkostnaði,
sem var talinn hafa orðið 1964.
Þegar dæmið hefur verið reikn
að þannig og bætt við 10%
hækkun, sem talin er hafa orð
ið á þessu ári, er kostnað'irinn
kominn upp í 33 millj. kr. Þessu
til viðbótar þykir svo ráðlegt
að reikna með 25—30% iiækk-
un byggingarkostnaðar á því
eina og hálfa ári, sem bygg
ing hússins tekur. Þá er reikn
að með svipaðri hækkun bygg
ingarkostnaðar og undanfarin
missiri. Húsið mun því kosta
nálægt 40 millj. kr. í stað tæpra
tuttugu, eins og upphaflega var
áætlað. Samkvæmt þessu verð
ur nú sótt um hækkun á fjár-
veitingu á þeim fjórum þjóð-
þingum, sem um þetta mál
fjalla.
Þar mun þessi stórfellda
hækkun byggingarkostnaðar á
íslandi vekja athygli. Og þar
munu menn ekki draga af henni
sömu ályktun og Mbl., að stjórn
Bjarna Benediktssonar sé „öfl
ug stjórn“.
Aukin glundroði í
kaupgjaldsmálum
Stjórnarblöðin hafa mjög hald
ið því fram, að stjórnin vildi
stefna að því, að samræma kaup
samninga og semja við verka
lýðshreyfinguna um kaup og
kjör til langs tíma. Allmikið
hafði verið unnið að þessari
samræmingu á undanförnum
árum og með því starfi lagður
sæmilegur grundvöllur til að
byggja á. Þess vegna náðust
í júní í fyrra víðtækari heild
arsamningar en áður. Nú er
þetta hins vegar komið út í
veður og vind og glundroðinn
aftur orðinn svipaður eða meiri
en áður en samræmingarstarfið
hófst. Ástæðan er einkum sú,
að Bjarni Benediktsson lagði
áherzlu á það við atvinnurekend
ur að semja við norðanfélögin
áður en gengið væri frá samn-
ingum við sunnanfélögin. Með
þessu hugðist hann kljúfa
verkalýðshreyfinguna og nota
sér veika samningsaðstöðu norð
anfélaganna til að skapa for-
dæmi, sem sunnanfélögin yrðu
að fylgja. Öll misheppnaðist
þessi áætlun og eru afleiðing-
amar þær, að samið hefur verið
við fjölmarga aðila og kaup-
samningar orðið mjög mismun-
andi. íhlutun ríkisstjórnarinn-
ar, sem átti að verða til þess að
stuðla að samræmingu og heild
arsamningum, he'fur haft al-
veg öfug áhrif. Þetta kallar
víst Mbl. „öflug“ vinnubrögð.
Þögnin um
greiðsluhallann
Það hefur gengið meira en
erfiðlega að fá stjórnarblöðin
til að ræða nokkuð um hinn stór
fellda greiðsluhalla, sem varð
hjá ríkissjóði á síðastl. ári. Mik
ið fréttablað, eins og Mbl. læzt
vera, ætti þó að setja metnað
sinn í það að skýra þetta ein
stæða fyrirbrigði fyrir lands-
mönnum. Hér er nefnilega um
að ræða greiðsluhalla, sem mun
óþekktur í sögu nokkurs lands.
Það er ekki þekkt fyrirbrigði, að
greiðsluhalli sé hjá ríkissjóði,
þegar árferði er betra og út-
flutningstekjur meiri en nokkru
sinni fyrr, allir skattar í há-
marki og fyrirhugað af ríkis-
stjórninni að hafa ríflegan
greiðsluafgang. Hvernig getur
það skeð, að ríki hafi stór-
felldan greiðsluhalla undir slík
um kringumstæðum?
Hvers vegna skýrir hið mikla
fréttablað, Mbl., þetta ekki nán-
ara? Einfaldlega vegna þess,
að það er ekki hægt að útskýra
greiðsluhallann öðruvísi en að
afhjúpa um leið ríkisstjórnina,
kákvinnubrögð hennar og
stefnuleysi. Slíkt myndi vissu
lega ekki hafa getað gerzt hjá
ráðagóðri og öflugri stjórn.
Slíkt getur aðeins gerzt hjá
stjórn, sem er eindæma úr-
ræðalaus og eindæma léleg.
Þess vegna rembast stjórnar
blöðin við að reyna að þegja um
greiðsluhallann.
Hvaðgerirstiórnin?
Það sýnir mat útlendinga á
ríkisstjórninni og stefnu henn-
ar, að sérfræðingar þeir, sem
hafa gert nýja kostnaðaráætlun
um Norræna húsið, reikna með
25—30% hækkun byggingar-
kostnaðar á íslandi þrjú
næstu misserin. Með slíkri
hækkun er vart hægt áð reikna
öðruvísi en að gert sé ráð fyrir
stórfelldum skattahækkunum
eða gengisfellingu og kaup-
hækkunum þar á eftir.
En það eru fleiri en útlendir
sérfræðingar, sem hafa þetta
mat á ríkisstjórninni og vinnu
brögðum hennar. Menn
spyrja margra spurninga i
þessu sambandi, eins og t. d.
'þessara: Hvernig ætlar stjórnin
að snúast við greiðsluhallanum
hjá ríkissjóði, þar sem ofan á
greiðsluhallann hljóta nú að
bætast margvíslegar óhjákvæmi
legar hækkanir? Hvernig ætl
ar ríkisstjórnin að bæta þeim
atvinnugreinum, sem lakast
standa, t. d. frystihúsunum,
kauphækkanir þær, sem orðið
hafa að undanförnu? Hvemig
7
ætlar hún að rétta hlut útgerð
arinnar, sem býr við vaxandi
erfiðleika, þrátt fyrir hækkandi
verðlag? Hvernig ætlar hún að
rétta svo hlut sveitanna, að
mörg byggðarlög leggist ekki
í auðn, eins og nú horfir?
Hvernig ætlar hún að verjast
nýju dýrtíðarflóði? Blöð stjórn
arflokkanna eru vissulega svara
fá, þegar þannig er spurt.
Verður um nokkuð annað að
ræða hjá ríkisstjórninni en að
taka sér frest með nýjum bráða
birgðaaðgerðum og gera
lausn málanna þannig enn erf
iðari í framtíðinni?
Þannig hefur hin „öfluga“
stjórn Bjarna Benediktssonar
unnið hingað til.
Hvað vilja
Framsóknarmenn?
Einhverjir kunna að spyrja:
Hvað viljið þið Framsóknar-
menn til lausnar þessum vanda?
Því er bezt að svara með því
að benda á það, sem Framsókn
armenn hafa lagt til á undan-
förnum árum.
Framsóknarmenn lögðu til,
þegar „viðreisninni" var skellt á
1960 og hafa lagt til oft síðar,
að reynt yrði að leysa hin
stóru efnahagslegu viðfangsefni
með samráði allra flokka og
stétta. Því hafa stjórnarflokk-
arnir alltaf neitað, því að þá
hefðu sérhagsmunirnir orðið
að víkja. Jafnvíst er hitt, að
þessi mál verða ekki leyst,
nema með stóru allsherjarátaki.
Framsóknarmenn hafa lagt
til, að tekin yrði upp ný
stefna í lána- og vaxtamálum og
atvinnuvegunum þannig gert
auðveldara að rísa undir hækk
uðu kaupgjaldi og taka tækni
og hagræðingu í þjónustú sína.
Framsóknarmenn hafa lagt til
að fyllsta aðgæzla yrði höfð í
ríkisrekstrinum og • reynt að
sporna þar gegn hvers konar ó-
þarfa eyðslu, sukki og tvíverkn
aði.
Framsóknarmenn hafa lagt
til, að stórfellt og skipulegt á-
tak yrði gert til að taka vís-
indi og tækni í þjónustu at-
vinnuveganna.
Framsóknarmenn hafa síðast,
en ekki sízt lagt til, að komið
yrði í veg fyrir verðbólgu með
því að hafa hemil á fjárfest
ingunni og tryggja forgangsrétt
þeirra framkvæmda. sem sízt
mega bíða.
Allt þetta hefur ríkisstjórn
in vanrækt að gera. Allt þétt;
verður hins vegar að gera, ef
ekki á því verr að fara, og það
verður ekki gert af stjórn, sem
eraðeins „öflug“ í orði Aðeins
sterk og samstillt stjórn, sem
hvílir á breiðum grundvelli
getur fengizt við þessi vanda-
mál svo að vel sé.
| ÞAO ER TEKIÐ EFTIR
AUGLÝSINGU I TÍMANUMI
Uppdráttor Hins víðkunna finnska arkitekts Alvar Alto af Norræna húsinu í Reykjavík.