Tíminn - 08.08.1965, Side 8

Tíminn - 08.08.1965, Side 8
TÍMINN SUNNUDAGUR 8. ágúst 1965 Verrazano-Narrows-brúin nýja, sem liggur yfir háfnarmynni New York borgar milli Brooklyn og Staten Island, hefur verið kölluð „allra brúa stórfenglegust.“ Brú þessi, sem hefur mesta haf allra brúa heims, er vissulega í sér- flokki, og er um leið methafi í ýmsu fleiru, Stálmagnið, sem fór til smíði hennar, myndi, til dæm- is, nægja til byggingar þriggja Empire State bygginga (hæsta hús heimsins, 102 hæðir), og lengd víranna, sem hver er að sverleika svipaður og venjulegur blýantur, í fjórum aðalstrengjum, myndi ná um það bil sex sinnum kringum hnöttinn. Auk þess að vera eitt undra- verðasta verkfræðiafrek sögunn- ar er Verrazano-brúin sennilega eit! mesta byggingalistaverk vorra tíma. Hin tignarlega Verr- azanobrú gnæfir 68 m. yfir The Narrows — Þrengslin — eina fjöl förnustu siglingaleið veraldar, þar sem 13.000 skip fara um árlega, Brúin er nýtt hrífandi mannvirki, er jrlendir gestir í Ameríku sækj asi eftir að skoða. Frelsisstyttan skammt frá er eins og lítil brúða við hlið brúarinnar Nafnið ber brúin til minningar um :ið florentískur landkönnuð- u> liovanni da Verrazano, er sigkii lindir frönskum fána, varð fyrstuj Evrópumanna til að sigla inn i New York flóa. Verrazano- brúin stendur einnig sem minnis- varði um mikilmenni, sem ekki þtv f að sækja ýkja langt aftur í tímann — manninn, er gerði frum drætúna að henni, Othmar H. Ammann, 85 ára — hinn síðasta mikilla brúasmiða 20. aldarinnar, og ef til vili mesta brúaverkfræð- kig allra tíma. Aðrir afreksmenn og stofnanir, sem hér koma við sögu, eru brú- arsmíðafyrirtæki, verkfræðingar þeirra og starfsmenn, er fram- kvæmdu verkið eftir uppdráttum Ammanns fyrir 20 milljónum doll ara :egri fjárhæð en upphaflega va ' fiuð, en hún nam 325 millj óu dollara — og sex vikum fyri en ráðgert var. Brúarsmíð- innPdvtó< 3öki«f?át'"læþl4Kif"''fímm áru'tn. - ÞahmiMmíií-istörfuðúid vSS hana 12.000 manns. Allt viðkomandi Verrazano- brúnni er eftirtektarvert. Fyrst og fremst er það auðvitað aðalhaf hennar, sem hangir í stálvírum festum í fjóra aðalstrengi. Á mið- hluta brúarinnar eru sex ak- greinar tveggja hæða steinsteyptar brautir, sem þola umferð 48 millj- óna farartækja árlega. Tveir tveggja súlna brúarturnar, boga- laga efst, halda uppi burðarstrengj um. Hvor brúarturnanna er á hæð við 70-hæða byggingu. Aðalhaf brúarinnar milli turna er 1.298 metrar á lengd — 18,2 metrum lengri en fyrri „heims- metahafi" hengibrúnna, Golden Gate-brúin í San Francisco. Enn- fremur má geta þess, að hengi- þungi Verrazano-brúarinnar á hvert lengdarfet er 75 af hundraði meiri en Golden Gate-brúarinnar. Haf Verrazano-bníarinnar er í rauninni svo mikið, að taka varð til greina boglínu jarðar, þegar brúarturnarnir voru reistir, Turn- arnir urðu að stefna að miðpunkti jarðar, til þess að þeir stæðu ná kvæmlega beint fyrir aðdráttarafli jarðar. En yegna 'þess, áð hér um bil ein míía er milli turnanna, varð áð hafa bogiimi jarðar með í reikningnum, sem verrður til þess, að 1- 5/8 þumlunga eða 3,6 sentimetra lengra bil verður milii efstu hluta brúarturnanna en grunna þeirra. Það er öðru nær en að mið- hluti brúarinnar sé hreyfingar laus, þótt hann sé 51,000 smálest ir að þyngd. Fellibylur gæti sveifl að akbrautum brúarinnar 4,2 metra til hliðar og í miklum, kulda, þegar stálstrengirnir, sem halda brúnni uppi, herpast til fulls, iyftist brúin 3 til 3,6 metra hærra yfir sjávarmál en á heitum miðsumardegi. En brúin er byggð fyrir þessar sveiflur, rétt eins og skýjakljúfarnir. Litið er á slíkar sveiflur sem lítilræði, þegar svo gríðarleg mannvirkj ,eiga * hlut. Hvor brúarsporður er 370 metr- ar á lengd. Frá enda til enda, þar Iem - tfYdlifi byrjar Brooklyn-meg- n og þar -til hún snertir Staten sland, eru akbrautir hennar 2.039 metrar. Öll lengd brúarinnar, með taldir aðliggjandi vegaspottar, er 4.176 metrar, eða um 4,2 km. Hvor turnanna rís 210 m. yfir sjávarmál, og það þurfti 27.000 smálestir af stáli í hvorn þeirra, og 3 milljónir hnoðnagla og 6 milljónir bolta halda öllum í skorð um. Þetta er jafn mikið stálmagn og notað var í Empire State bygg- inguna í New York. Turnarnir standa þráðbeinir og hvíla á undirstöðum í föstu sand- lagi, án festingar. en eru óhagg- anlegir vegna þunga síns einvörð- ungu. Vírarnir, akbrautirnar og turnarinir sjálfir eru samanlegt 135.000 voálestir að lóðréttri þungd á grunn hvers turns Vír- arnir, sem bruin hangn i, vega alls 38.290 smálestir og eru settir sam- an úr 228.800 km. löngum, galvan iseruðum brúarvír, en sú lengd myndi ná rúmlega hálfa leið frá jörðu til tunglsins. Nákvæmlega 428 vírar samhliða gera einn kaðalþátt, 61 slíkir þætt ir voru þjappaðir saman með vökvaafii í einn sívalan kaðal 0,9 m. í þvermál. Hvor kaðall er 2.196 m. langur. Grunnfestingarnar á Staten Is- land og Brooklyn, þar sem kaðl- arnir eru festir, urðu að vera nægilega traustar, til þess að þær gætu naldið í við 110 smálesta þunga brúarkaðlanna fjögurra. Grunnfestingarnar eru þríhyrnd- ir stallar 10 hæða háir, og í þeim eru 700.000 lestir af stáli og sem- enti. Heildarþungi brúarinnar er ótrú legur. eða 1.265.000 smálestir, enda er hún þyngsta brú verald- ar. Til samanburðar má benda á Empire State-bygginguna, er vegur 365.000 smálestir. Verrazano-brúin var hugsuð sem feikna mannvirki í stóruni dráttum. Árið 1954, er Ammann var 75 ára, byrjaði hann fyrst að gera lauslega útlitsdrætti af brúnni. Otbmar H. Ammann fædd- ist í Svisslandi, en kom til Ameriku 1904 til að starfa við brúarsmíði. Á 62ja ára starfs- ferli hefur hann verið viðriðinn smíði og áætlanir um margar fræg ar brýr. Meðal þeirra eru Golden Gate-brúin í San Francisco, en hann var ráðunautur við smíði hennar, George Washington-brúin í New York City, sem hann gerði uppdrætti að, Bayonne-brúin milli New York og New Jersey, sem er lengsta bogabrú í heimi, og Mackinac Straits-brúin í Michig an, sem hann einnig starfaði við sem ráðunautur. Þegar rætt var um Verrazano- brúna, meistarastykki hans, sagði Ammann nýlega: „UppdrætHr að brú miðast að miklu leyti við að stæður á staðnum — svo sem stað hætti, jarðfræðileg atriði og kröf- ur um siglingar á þeim stað, sem þarf að brúa.“ Othmar sagði og að brúarsmiðurinn hefði samt nokkurt svigrúm innan þessarra takmarka til að láta eigin hæfi- leika njóta sín. „Við brúarsmíði,“ hélt hann áfram, „eru fagurfræði- leg atriði jafnmikilvæg og verk- fræðileg smáatriði. Það er glæpur að byggja ljóta brú.“ Við Verrazano brúargerðina hef ur Ammann valið þann kostinn að tengja brúarstöplana, eða turn ana, saraan með bogalaga hliði að ofan í stað þess að nota röð þver- sláa og skástoða, eins og venja hefur verið við smíði annarra brúa, til að styrkja þær. Ammann hafði fyrir hugskotssjónum, að ör- lítið uppmjókkndi turnarnir „bæru með sér grundvallaratriði einfaldleikans og notagildis þeirra.“ Og þetta er nákvæmlega það, sem þeir gera. Boglína hengikaðianna er höfð grunn til að draga betur fram svífandi svip brúarinnar. Hæð ská stoðanna á brúnni er höfð í lág- marki eða réttt nægileg til þess að bifreiðir geti ekið eftir neðri brautunum. Þetta fyrirkomulag verður til þess að þarna hverfur hinn þunglamalegi og stórgerði svipur, sem einkennir sumar hengi brýr. Er að því kom að mála skyldi brúna, krafðist Ammann þess, að hún yrði máluð sem „líkust hafi og himni." Það þurfti 145.000 lítra af sérstakri, grárri málningu. til þess að brúin félli sem bezt inn í hið náttúrlega umhverfi. „Þetta eru fagurfræðileg atriði,1' sagði Ammann, er hann lét í ljós sjónarmið sín varðandi brúargerð. Vandinn er sá, hve langt hægt er að ganga í þvi að smíða eitthvað, sem lítur vel út og er einnig tæknilega rétt.“ Nú, þegar Verrazano brúarsmíð inni er lokið, hefur Ammann var- færnislega lýst sig ánægðan með árangurinn — en heldur um leið við hina óskrifuðu reglu brúar- smiða að forðast að auglýsa sjálf- an sig. Hann segir lítið meira en „þetta er snotur brú og felur í sér vissar verkfræðilegar framfar- ir.“ Blaðaummæli voru á einn veg og berorð — að brúin væri fagurt og stórkostlegt mannvirki og fram úrskarandi tækniafrek. Vafalaust tekst Ammann að gera lítið úr stærð brúarinnar með orðum sín- um, en það er erfitt að ímynda sér stærra mannvirki á að líta. þegar horft er ofan af 70 -hæða turnum hennar, eða af pramma niðt á sjónum, eða er maður séi hana úr fjarlægð ber? við sjóri deildarhringinn Miðhluti 'brúarinnar er 2,6 sinn um lengri en á hinni frægu 81 árs gömlu Brooklyn-brú, sem smíðuð var af brautryðjandauum í hengi- „Það er 1 glæpur að m byggja Ijóta brú“ m. 4W 4 Þetta er Othmar H. Amman, brúarsmiðurinn mikll.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.