Alþýðublaðið - 02.09.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.09.1931, Blaðsíða 2
AkÞ?ÐUBfeAÐlÐ Frá alþingi. Yfirlit. V. íhaldsmenn og íhaldsblööin hafa óspart reynt aö hylja sína aumu frammistöðu með því að blása upp moldviðri um af- greiðslu fjáraukalaganna og landsreikningsiins, ekki> samt um það atriði, sem átakanlega sýnir hlýðnina og auðmýktina við „Framsókn“, þ. e. að Ól. Thors og Magn. Guðm. skrifuðu um- tölulaust undir nefndarálit, þar sem þingmönnum var ráðlagt að samþykkja frumvarpið óbreytt. Um það hafa þeir reynt að þegja, en tútnað út eins og tiiberarnir í gamla daga yfir því, að Jón Baldvinsson skyldi ekki greiða atkvæði. Nú er það vitanlegt, að jafnvel þó Jón Baldvinsson hefði greitt atkvæði á móti þessum málum, hefðu þau samt verið samþykt, því íhaldsmenn, sem samþykkja fjárlög og tekjuauka- lög fyrir stjórnina, hefðu ekki farið að fella tveggja ára gömul fjáraukalög, enda er það eitt af því, sem allir vita, að íhaldsmenn voru reiðubúnir til þess að hjálpa tii við samþykt þeirra, en — að eins fyrir hæfilegt endurgjald, eins og síðar verður frá skýrt. En endaLok þessa máls eru í raun og veru mjög eftirtektar- vert atriði, og fá mál, sem fyrir komu á þessu þingi, sem skýrara Ijósi bregða yfir þann árekstur, sem stöðugt á sér stað milli hagsmuna alþýðunnar annars vegar og hagsmuna stóreigna- mannanna hins vegar. Ihalds- flokkurinn eða nokkurir stór- eignamenn í honum, sem alt starf flokksins snýst um að hlúa sem bezt að, áttu sérstakra og óvenjulegra hagsmuna að gæta í sambandi við tvö mál, sem þá lágu fyrir þinginu. Annað snertir mjög hagsmuni máganna, sam- herjanna og máttarstólpannia Eggerts Claessens og Jóns Þorlákssonar. Það mál er sameining Skildinganess og Reykjavíkur. Eins og allir vita tóku reykvískir stóreignamienn upp þann sið að flytja suður að Skerjafirði, til þess að sleppa við að gjalda Reykjavík nokkurn skatt af þeim auði, sem atvinnu- möguleikar og verkamenn Reykjavíkur lögðu þeim upp í hendur. En fyrir utan þessa hlífð við pyngjuna, sem Skildinganes skapaði E. Claessen & Co., höfðu þeir mágar og fleiri íhaldsmienij stórkostlegar tekjur af lóðasöl- unni þar suður frá eins og kunn- ugt er. Það er því ekkert ein- kennilegt, að íhaldsmenn hafa mörg undanfarin ár barist með hnúum og hnefum, lævísi og undirferli gegn sameiningu Skild- inganess og nú á síðasta þinginu hröktu þeir málið milli deilda, neituðu afbrigðum og gerðu það sem þeir gátu til þess að koma þvi fyrir kattarnef og vildu að lokum samþykkja fjáraukalögin gegn því að málið væri látið Idaga uppi í efri deild. Fjármála- mönnum E. Claessen & Co. er það vel Ijóst, að eftirspurn eftir lóðum í Skildinganesi minkar þegar ekki er lengur hægt að flytja þangað til þess að losna við útsvarsskyldu og önnur gjöld til Reykjavíkur, og þegar loku er skotið fyrir það, að lengur megi byggja í Skildinganesi þvert ofan í þær byggingarsam- þyktir, sem gilda fyrir Reykja- vík. En hvert hagsmunamál það er fyrir Reykjavík, að stóreigna- mennirnir við Skerjafjörð verði skattskyldir í Reykjavik, er svo augljóst, að ekki þarf að eyða orðum að því. Það eru því von- brigði og gremja stóreignamanna, sem talar í gegnum Morgunblað- ið og Vísir þessa dagana, von- brigði yfir því að ekki tókst þetta þing leins og svo mörg önnur að verða pessu naudsynja- máli ad bana. Þetta var annað stórhagsmunamál íhaldsburgeis- anna, hitt var tóbakseinkasalan. Það mál snertir líka mjög hags- muni tveggja alþektra íhalds- manna og velgerðarmanna Morg- unblaðsins. I því máli mættust eins og í Skildi'nganiessmálinu gróðaþorsti fárra íhaldsmanna annars vegar, en velferðarmál og hagsmunir alþýðunnar hins veg- ar. Það er ©kkert einkennilegt, þó að Morgunbliaðið, sem setur allian sinni metnað í það að l eggj- ast á móti hverju réttlætis- og velfierðar-máli alþýðunnar, svo lengi sem það á ekki fylgi meiri hlutans, en hleypur síðan til og eignar ser málið þegar það er orðið vinsælt og viðurkent, skuli hamast gegn því, að gróði stór- eignamannanna á þessari vöru skuli verða af þeim tekinn og honum varið til þess að byggja yfir þá, sem ekkert eiga. Þarf ekki annað en minna á skrif blaðsins um tóbakseinkasölu- frumvarpið til þess að rnenn sannfærist um, að nokkuð muni íhaldið hafa viljað til vinna, að koma því máli fyrir kattamef i þetta sinn. Það var eitt af því, sem íhaldið vildi verzla viið „Framsókn11 með, en sem mis- tókst. Því er það að þessi nátttröll ofan úr öræfum íhaldsins ærast og reka upp óp mikið er þau sjá, að fram ganga þau mál, er þau fyrir hvem mun vilja feiig, og að fram er dreginn þeirra mál- staður, er þau helzt myndu kjósa að enga ættu formælendur og engln úrræði önnur en þau, að lúta skilyrðislaust vilja og forsjá íhaldsins. Og miklum breytingum hefir þá hugarfar íhaldsins tekið frá því 1929 að frumvarp um verka- mannabústaði lá fyrir þingiinu og Jón ÓLafsson og Ól. Thors gerðu það sem þeir gátu til þess að spilla málinu og hældu sér af því á eftir, ef þá hefði tekið mjög sárt þó svo hefði farið, að þeirri endurbót, sem þau lög hafa nú fengið, hefði eitthvað seinkað. Sterkasta sönnun fyrir því, að Jón Baldvinsson hafi unnið mál- stað alþýðunnar gott verk í sam- bandi við þessi mál, eru einmitt þær ruddalegu og heimskulegu svívirðingar, sem Morgunblaðið hefir ausið yfir hainn. Þetta veit alþýðan líka, og því lætur hún spangól Morigunblaðsins sem viind um eyrun þjóta. I undanfarandi köflum hefir verið leitast við að segja nokkur atriði úr sögu íhaldsins á þessu þingi og sýna eiginhagsmunahar- áttuna, gróðaþorstann,, baráttuna gegn því að eitthvað sé gert þeiim til hjálpar, sem verst eru settir, sameiningunia við íhalds- Öflin í „Framisókn“, rófudillið og auðmýktina fram í þeim. Þetta eru aðalieinkennin á þingstarfsemi íhaldsflokksinsi. En hjá „Framsókn“ eru ein- kennin: f álm, úrræðaleysi og svikin loforð. Fliokkurinn stefnir- rneira og meir-a í íhaldsáttin-a, frjálslyndari hluti hans má sín einskis og sljóvgast í sambúð- inni við íhaldið. Til þess að berja í biestina er gefin út frásögn um allar framkvæmdirnar og „um- bæturnar", en raunverulegt á- stand er eymd og úrræðaleysi, hrun og upplausn. Og það er fyrirsjáanlegt, að FramsóknarfliokkuTÍnn, sem ekki getur leyst þau vandamál, er hann hefir færst í fang, á fyrir sér að leysast sundur og klofna, meiri hluti hans lenda ^hjá í- haldinu, en einhverjir hjá jafn- aðarmönnum, og baráttan verð- ur eins og áður er sagt að eins milli íhaldsstefnunnar og jafnað- arstefnunnar. Tímarnir, sem framundan eru, munu neyða menn til þess, sem imargir forðast í lengstu lög — að hugsa, gera sér grein fyrir af hverju ástandið er eins og það er. Þá neyðast menn til að gera sér grein fyrdr hvorum- flokkn- um menn kjósa að fylgja, hvort menn vilja fylgja þeám, sem á- nægðir eru með ástandið eða í rnesta lagi vilja gera einhverjar meinlausar og gagnslitlar um- bætur, rétt til þess að kaupa á sig frið, eða hvort menn vilja fylgja þeim, sem berjast vilja gegn sfcortinum, eymdinni, fá- fræðinni, hæfileikamiorðunum, ó- réttlætinu, mútuþægninni', yfir- drep sskap num., miskunnarleysiinu, gegn þessum. og ótal fleirum förunautum fátæktarinnar. Ef menn alment færu að hugsa tæk- ist ekki eins mörgum og raun er á að svæfa samvizkuna í því skjóli, að þeim sjálfum líði sæmi>- lega. Þegar menn fara að ihugsa, mun þeim fjölga óðfluga, sem vilja leggja fram vit sitt og vidja í baráttuna fyrir útrýmingu fá- tæktarinnar, í baráttuna fyrir jafnaðarstefnunni — hvað sem ísafold og Moggi segðu. Reykvíkingur. Slysið. Lögreglan fór seinni iiluta dagsins í gær í Landsspítalann og ætlaði ef hægt væri að taka slkýrslu af fólkinu um bifreiðar-i Slysið í fyrri nótt, en það tókst ekki. Stúlkurnar og pilturdnn eru öll mjög veik og í gær gat þ,að ekkert munað um atburðinn. Bif- reiðarstjórinn heitir Páll Þörðar- son, en ekki Magnússon, eins og skýrt var frá í. blaðinu í gær. Hann er 23 ára að aldri. Hnefna er 17 ára gömul. Sá, er fyrstur kom að bifreiðinni eftir að slysið hafði orðið, var Finnbogi Eyj- ólfsson á Nýju bifreiðastöðinni. Hann gerði lögreglunini aðvert og náði í lækniriinin. Fininbogi, sem var í bifreið er hann kom að, hefði ekið fram hjá slysstaönum hefði önnur stúlkan ekki staðið hjá vegarbrúninni og gefið hon- uim merki. Lannadeilnrnar í Noregi. Ný atkvæðagreiðsla. NRP. 31/8—1/9. FB. Fram- kvæmdarráð sambands verklýðs- félaganna hefir ákveðið að leggja fyrir verklýðsfélögin málamiðilun-i artillögur sáttasemjara til nýrr- ar atkvæðagreiðslu. Er búist við, að þeim verði lioikið á laugardag (5. sept.). — Málamiðluniartillögur sáttasemjara í pappírsiðnaðar- deiluinni voru birtar í gær. At- kvæðagreiÖsla um þær fer einnig fram á laugardag. — Menn gera sér nofckrar vonir um, að mál- um skipist svo um næstu helgi, að deilumálm verðii til lykta leidd. Von Gronau kominn til Chicago. Lundúnum, 1. sept. U. P. FB. Frá Longlake, Ontario í Canada, hefir borist sú fregn, að þýzki flugmaðurinn von Gronau hafi lent þar og haldi áfram flug- ferðinni þaðan til Chicago. Chicago, 2/9. U. P. FB. von Gronau lenti hér kl. 6,10 e. h. Ekkl frá Cramer, Það er fcomið á daginn, að [málmsívalmingur sá, er r,afc af sjó við Flirtshols á vesturströnd Jót- lands, er ekki úr flugvél Parker Cramers. Enn hefir ekkert sézt hvorki til hans eða félaga hans né flugvélarinnar, og er því óvíst enn þá, hvar þeir félagar hafa farist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.