Tíminn - 10.08.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.08.1965, Blaðsíða 8
8 TÍMINN PostuB tilfinn- inga og hetjulund Þorsteinn Thorarenseri, hinn til finnmganæmi og góði drengur Vís is, skrifaði hugljúfa grein á föstu daginn um stríðið í Vietnam, sem hann gaf hið ljóðræna nafn „Með an regnið fellur“. Þessi elskulegi maður er löngu landskunnur fyr ir greinar um gamlar og grátandi konur við Berlínarmúrinn. Hann var líka sé eini íslenzkra blaða manna, sem lét í ljós áhyggjur vegna sálarheilla Gagaríns geim fara, þegar hann kom til íslands forðum. Hann einn allra spurði: Mister Gagarín, baðstu til guðs, áður en þú fórst út í geiminn? — Þó ekki væri nema Þessu tvennu til að dreifa, hlýtur öllum að vera ljóst, að hann er postuli tilfinninganna í íslenzkri blaða mennsku. Með hinni rómantísku og upphöfnu grein um Vietnam hefur hann enn undirstríkað þessa staðreynd. Hann hefur grein sína með orð inu „Johnson" og síðan lyftir skáldfákur hans — sem reyndar flýgur á lánuðum vængjum — sér til flugs: Ákvörðun Johnsons um fjölgun í liði Bandaríkja- manna í Vietnam sér hann i skáld legri leiftursýn Hannesar Haf stein: Fram skal stauta blautar brautir, buga þraut, unz fjörið deyr. — Síðan segir hann: „Er mesta synd að þessir hermenn, sem nú verða að þola miklar mann raunir skuli ekki hafa tækifæri til að læra karlmennskulegan brag hins íslenzka skálds til að stæla og herða upp hugann." Eg skil hryggð hans. Hún er af sam'a toga og hryggð allra til- finninganæmra manna vegna þján inga meðbræðra sinna. Það er því gleðiefni, að úr þessu má bæta með því að þýða þennan texta og fjölrita hann, senda hann síðan til Vietnam, — sign. Þorst. Thor arensen. Það mætti dreifa honum meðal bandarískra hermanna og láta þá syngja hann, þegar mikið ríður á t. d. þegar þeir gera árás ir á Norður-Vietnam eða pína skæruliða til sagna með því að stinga höfðinu á þeim ofan í vatn: Eg sé þessa hermenn frelsis og verndar standa í miðju fljóti, haldandi kommúnista á milli sín, — flöktandi víglogar varpa ljósi á karlmennskuleg andlit Þeirra. Um leið og þeir stinga höfðinu á konimúnistanum ofan í vatnið og hann sýpur kveljur. syngja þeir: Fram skal stauta . . . á ensku.— Eða þegar þeir fijúga yfir komm únistalandið og varpa sprengjum á það, — tugir flugvéla og allir flugmennirnir syngjandí „hinn karlmennsulega brag: „Fram skal stauta . . . myndi það ekki færa okkur nær þessari karl- mennskulegu baráttu að vita minn ingu Hannesar Hafstein heiðraða á þennan hátt? Sem góðum dreng sæmir finnst Þorsteini leiðinlegt, að „þessi smá styrjöld" — eins og hann kallar hana — skuli hafa „kostað sjálf- an (letbr. mín) forseta Bandaríkj anna mikil heilabrot og vökunæt ur.“ Manni gæti dottið í hug, að forsetinn sé taugaveiklaður, og væri Þá ráð að senda honum eitt fjölritað eintak af „Fram skal stauta“. En sém betur fer er bandaríska þjóðin ekki eins tauga veikluð og forsetinn, sem hefur átt margar vökunætur. Þorsteinn segir að minnsta kosti: „Þó væri það fjarstæða að ímynda sér, að þessi smástyrjöld hafi nokkur á- hrif á daglegt líf manna helma í Bandaríkjunum . . .“ Mikið er það nú gott, að bandaríska þjóðin skuli vera svo taugasterk, að það hefur engin áhrif á daglegt líf hennar, þegar hún sendir 75.000 manns til að berjast í „smástyrjöld" Þor- steinn skýrir þennan sálarstyrk mjög skarplega: Þessir 75.000 menn samsvara nefnilega ekid nema 75 íslendingum. Og nú er spurningin: Hverjum_ væri euki sama um það hér á íslandi, þótt 75 íslendingar færu að berjast í Vietnam? Það væru ekki nema hinir allra tilfinninganæmustu menn, sem létu sér detta í hug að senda þeim „Fram skal stauta .. .“ Þorsteinn er að vonum gramur út í kommúnista yfir því „hve heimskir þeir eru.“ „Þeir gera sér hug- myndir um, að pólitísk andúðar- alda muni rísa í Bandaríkjunum gegn styrjaldarafskiptunum og flagga Þeir mjög í þessu sambandi ummælum uppgjafarpostula eins og Walter Lippmanns", segir hann. Með orðinu „uppgjafarpost uli‘ á Þorsteinn áreiðanlega ekki við, að Walter Lippmann sé heimskur eins og kommúnístar eru: H»nn er uppgjafarpostuli. Eg vil benda lesendum grein ar Þorsteins á, að þarna kemur fram ný og áður ókunn hlið á honum: Hetjulundin, sem Walter Lippmann skortir svo mjög, að hann vill láta bandarísku her- mennina í Vietnam hætta að berjast, þótt þeir hafi ekkí verið fleiri þar, en sem svarar 75 ís- lendingum. Ef Waiter Lippmann er postuli uppgjafarinnar, þá leið ir af því, að Þorsteinn er ekki aðeins postuli tilfinninganna, held ru' einnig hetjuskaparins. Og óska ég honum hjartanléga til; hamingju með þessa sálarblöndu, sem sver sig greinilega í - ætt við hetjur íslendingasagnanna. Það er fulUjóst af grein hans, að þetta tvennt er í aðdáanlegu samræmi í brjósti hans: Þegar gamlar konur gráta við Berlínar múrinn og Gagarín fer upp í him inmn, án þess að biðja til guðs, rennur það Þorsteini til rifja, en þegar bandarískir hermenn sprauta logandi benzíni tíl að drepa kommúnista og vonda skæru liða í Vietnam, vaknar hetjulund in og hann segir: Fram skal stauta . . . Þar sem tilfinningun um sleppir tekur hetjulundin við. Framhald á bls. 7 NAT „KING“ COLE 4. Nat King Cole var einn af leið togum hins svarta kyngtofns, vegna þess aS honum tókst að brjóta niður múrinn, sem aðskil ur hina hvftu og svörtu, é mörg um stöSum. Hann byrjaði t. d. með fyrsta jarz útvarpsþáttinn, sem stjórnaS var af svörtum manni í Bandaríkjunum. Hann var fyrsti negrinn sem fékk sinn eiginn vikulega þét é sjónvarp inu érið 1956. ÁriS 1947 fluttii hann Inn i mjög gleasilegt hús í Los Angeles, { ffnu hverfi sem aðeins hvítir menn höfðu búið í. Þegar elsta dóttir hans Carol Cole kom fyrst fram opinber- lega i „kynningarveizlu'* þann 11. nóvember 1961, þá kom John F. Kennedy forseti þangað, sem einn af gestunum. Kennedy var í Los Angeles í einkaerlnd um, og fór í boðið til að hitta dóttur vinar sins Nat Klng Cole Nat Klng Cole var einn af frægustu og vinsælustu lista mönnum lands síns á svlðt hljóm listar og söngs s. I. 25 ár. Vin sældir hans áttu sér engin tak mörk i heiminum, það var sama hvort það var j Amerjku eða Japan . íslandi eða Ástralju. Ým islegt hefur verið gert til að heiðra minningu hins látna söngvara, og m.a. verður hluti af hljómtistarhöllinni i Los Angeles heigaður Nat King Cole en hann var einn af aðalhvata mönnunum um byggingu hallar innar og gaf i hana stórar upp hæðir. (Endir) ÞRIÐJUDAGUR 10. ágúst 1965 Parvus-Helphand, Leo Trotski og Áeo Dautsch Byitingar- braskari í kóngsins Kaupinhafn Meðal framámannanna í ver aldarsögu sósíalismans eru margir sérkennilegir persónu- leikar og skemmtilegir — og hitt er ekki síður satt, að sum- ir í þeim hópi eru ógeðfelld- ir í meira lagi — en Parvus, raunar hét hann réttu skírnar nafni Israel Helphand, sem hann sjáHur bætti fornafninu Alexander framan við síðar, sameinaði allt þetta í persónu- leika sínum, hið skemmtilega, sérkennilega og ógeðfellda, í svo ríkum mæli og á þann bátt, að hann hefur ekki eignazt sinn líka hingað til og má með réttu teljast einstæður maður. Margt það, er hann tók sér tyr- ir hendur, einkum siðustu 10— 12 ár ævinnar (hann lázt 1924) og hinir ofstækisfullu ífellis- dómar hinna sigursælu bolsé- vikka um hann hafa vakið grun um, að hann hafi verið óþokki, sem sveifst einskis, en með því er ekki allt sagt um Parvus. Um nærri 20 ára skeið. 1891 — 1910, var Parvus einn af þýðingarmestu og sjálfstæð- ustu þátttakendunum i kapp- ræðunum um markmið og leið- ir þýzku jafnaðarstefnunn ar, og í byrjun aldarinnar letr aði hann nafn sitt í sögu jafn aðarstefnunnar í Rússlandi með beinskeyttri gagnrýni á bolsé vismann, sem þá var nýkominn til sögunnar, og með úrslita innleggi í myndun kenningar innar hina varanlegu byltingu og með þátttöku sinni í bylting unni 1905. þar sem hann leysti Trotzki af hólmi, sem formaður verkalýðsráðsins í Pétursborg, en það var hið þýðingarmesta. er varð til upp úr byltingunni. í nýútkominni Parvus-ævi- sögu draga tveir sagnfræðing- ar upp harla nákvæma mynd af höfuðpersónunni, um leið og þeir, án þess að draga du! á hið ófyrirleitna og siðlausa í fari hans, fullyrða, að hann i pólitískri starfsemi sinni hafi ætíð barizt fyrir vissum hug sjónum, fyrst og fremst því að kollvarpa keisaraveldinu >g koma verkamannalýðræði a fót í staðinn. En meginregla íesúít anna „tilgangurinn helgar með alið“ var mælikvarði hans. í sjálfu sér er þetta allvið- sjárverð siðaregla, svo sem sag an geymir mýmörg dæmi um, og hvort hinn nefndi heildar- dómur um Parvus er „réttur,“ verður tæpast slegið föstu svo öruggt megi teljast . því Parv- us hefur haft svo samsetta og margslungna skapgerð og at- hafnii hans svo víðtækar >g sumpart andstæðar og mót- sagnakenndar En fyrir alla þá, sem áhuga hafa á sérkennilegu ag þýðingarmiklu fólki svo og stjórnmálasögu og alþjóðlegu verklýðshrevfingunni. er Parv us-ævisagan hreinasta gull- náma Nú er hún fáanleg i þýzkri útgáfu og einnig enskri. og raunar eru höfundarnir eru af þessum tveim bjóðern um. Winfried B Scharlan og Z. A. Zeman. Forlögin. sem gefa bókina út. eru Verlas

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.