Tíminn - 10.08.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.08.1965, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 10. ágúst 1965 iÞROTTIR TÍMiNN ÍÞRÓTTIR 13 Tækifærin sköpuðust fyrir tilviljanir - ekki saæleik — bitlaus framiína ísl. liðsins. island-írland skildu jöfn 0:0 í gærkvöidi Alf—Reykjavík. —í gærkvöldi hafSi íslenzka landsliSið í knattspyrnu alla möguleika á aS vinna sinn 8. landsleikja- sigur, þegar þaS mætti írska áhugamannalandsliSinu. En því miSur tókst þaS ekki, — til þess voru sóknarmenn okkar okkar alltof linir. Þeir áttu ótal tækifæri til aS skora mark, tækifæri, sem urSu til fyrir tilviljanir, en ekki samleik, en brást alltaf bogalistin. írska MSiS var ekki upp á marga fiska, og er óhætt aS fullyrSa, aS þaS sé eitthvert veikasta erlent landsliS, sem (eikiS hefur hér. Þess vegna var synd, aS leiknum lauk meS jafntefli, 0:0, því aS þaS er svo sjaldan, sem viS höfum tækifæri til aS sigra. AS mínum dómi hefSi ekki veriS ósanngjarnt, aS ísland hefSi unniS í gærkvöldi meS 3:1. Veður til keppni . var prýðilegt í gærkvöldi, sunnan gola, en held ur kalt. Þegar leikurinn hófst var sólin tekin að síga á vesturhimin um og var setzt, þegar áhorfendur, sem hafa verið u. þ. b. 6 þúsund, tóku að tínast heim. Áður en leik urinn hófst, voru þjóðsöngvar landanna lei'knir, og hedsuðust fyrirliðarnir, Ríkharður Jónsson, og írski fyrirliðinn, WiUie Brown. íslenzka liðið lék undan golunni á nyrðra ■ markíð í fyrri hálfleik og strax á 7. mínútu myndaðist hætta upp við írska markið. Bald- vin Baldvinsson fékk sendingu, þar sem hann stóð fyrir miðju marki í vítateignum, en var held ur seinn að átta sig og missti knöttinn. Nær allan fyrri hálfleikinn sótti íslenzka liðið að írska markinu og átti ótal tækifæri tU að skora. Þannig leit minnisblaðið út: Á 8. mínútu á Gunnar Felixson skot að marki, en framhjá. Á sömu mínútu renndi Baldvin góð um bolta fram miðjuna +il Karls Hermannssonar, sem óð áfram með knöttinn, en írski markvörð urinn, McCormack náði knettin um. Á 21. mínútu var tekin horn spyrna frá hægri, sem Gunnar Felixson framkvæmdi. Knötturinn sveif hátt fyrir markið og Bald vin kom aðvífandi og skallaði, en yfir mark. ,Á 22. mínútu náði Baldvin knett inum af írsku varnarleikmönnun um, sem léku hættulega inni í eigin vítateig. Baldvin náði að skjóta að marki, en framhjá. Og þannig er hægt að telja áfram. En það var greindegt, að knötturinn vildi ekki í írska mark ið. frska vörnin, með Willie Brown, míðvörð, sem sterkasta mann, var hörð, í horn að taka og gaf ísl. sóknarmönnunum sjaldan frið. Baldvin komst nokkr um sinnum í hættulegt færi, en eftir því, sem lengra leið á leik inn, náði Brown betri og betri tökum á honum. Baldvin gerði þá skyssu að reyna ekki að draga síg út á annan hvorn kantinn og reyna með Því að opna miðjuna. í þau fáu skipti, sem Baldvin reyndi þetta þó, lágu bæði Ríkharður og Eyleifur það aftarlega, að þeir náðu ekki að ógna. Á 25. mínútu leiksins skeði það óhapp, að Árni Njálsson varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, sem hann hlaut í návígi við Kea ting, v. útherja írska liðsins. Þor steinn Friðþjófsson kom innn á fyir Árna og lék nú sinn fyrsta landsleik. Eyleifur og Brown kljást þarna. Baldvin og írski markvörSurinn berjast um knöttinn. I fyrri hálfleiknum áttu írarn ír sárafá tækifæri, sem kváðu að, en á fyrstu mínútunni brunuðu þeir upp og sköpuðu ringulreið við ísl. markið. Fyrri hálfleikurinn var illa leikinn og áhorfendur greinilega ekki ánægðir. En hvernig myndi síðari hálfleikurinn verða? Því miður varð hann að sama skapi lélegur, en þá áttu líka írarnir hættulegri tækifæri og tvisvar sinnum small knötturinn í slá ísl. marksins. Strax á 3. mínútu skapaðist hætta upp við írska markið, Þeg ar Eyleifur Hafsteinsson lék á þrjá varnarmenn og skaut að marki, en skotið geigaði. Á 17. mín. áttu írar fyrra skot ið í slá, en skotið var ekki sér lega fast. Á 22. mínútu áfti ísl. liðið sitt hættulegasta tækifæri. Baldvin gaf fastan bolta út á Hægra kant til Gunnars Fel., sem lék áfram út að endamörkum og lék þar á varnarmann. frski markvörður inn kom hlaupandi út, en áður en hann næði til Gunnars, gaf Gunn ar knöttinn aftur út á Baldvin, sem skaut strax að opnu mark inu, en skotið smaug framhjá stöng. Þarna rann gidlið tækifæri til að skora út í sandinn. Á 28. mínútu skaiiaöi miðherji írska liðsins, Connor að ísl. mark inu. Heimir var úr „ballans“ og náði ekki tíl knattarins. Sem betur fór, hafnaði hann ekki í netinu, heldur small í slánni. Mínúturnar liðu ein af annarri, en ekkert mark var skorað og tvö stór núll blöstu við á marka töflunni, þegar danski dómarinn, Poulsen, flautaði til leiksloka. Leikur ísl. liðsins í gærkvöldi olli nokkrum vonbrigðum. Mót- herjarnir voru ekki af sterkari endanum og það hefði á+t að vera hægur vandi að yfirbuga þá. En leikur ísl. liðsins var allt of skipulagslaus til þess að það tækist, sérstaklega framlínan, en það vantaði broddinn í hana. Hún átti tækifæri, en þau urðu fremur til fyrir tilviljun en sam ■eik. Beztu menn ísl. liðsins voru án efa framverðirnir, Ellert Schram og Magnús Jónatansson. Eg held, að það hafi ekki verið hyggilegt,- aíl láta Ellert draga sig tii baka, og Magnús leika framar, eins og skeði í gærkvöldi. Ellert getur ógnað bæði með langskot um og hættulegum skalla, t. d. í hornum. f framlínunni bar mest á Eyleifi og Gunnari. Karl Her mannsson ,,hvarf“ og það sama skeði með Baldvin, sérstaklega, þegar Iíða tók á leikipn, en Bald vin hafði sterkasta mann íranna gegn sér. Ríkharður, sem nú lék sinn 33. landsleik, tókst ekki sem bezt upp, en öðru hverju brá þó fyrir skemmtilegum spyrnum. Aftasta vörnin slapp sæmilega frá leiknum, enda reyndi lítið á (Tímamyndir GE) hana. Högni gerði sinni stöðu góð skil. Sama er að segja um Árna, þann tíma, sem hann var inn á. Jón og Þorstemn börðust vel, en léku sig stundum út úr stöðunni. í markinu stóð Heimir fyrir sínu. Þegar 2 mín. voru eftir yfirgaf Heimir markið og Helgi Daníelsson kom inn á og ,,fékk“ sinn 25. landsleik. Helga var vel fagnað af áhorfendum. Eins og fyrr segir, var þetta írska áhugamannalandslið ekki sterkt — líklega veikasta lands lið, sem sótt hefur okkur hingað upp. Aðeins einn leikmaður vafcti verulega athygli, fyrirliðinn W. Brown. Dómari var Poulsen, danskur, og dæmdi léttan leik vel. Rfkharður, fyrirliði, og írski fyrirliðinn, Brown, heilast. Hjá þeim stendur danski dómarinn Poulsen. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.