Tíminn - 10.08.1965, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 10. ágúst 196!
14
RAHMAN
Framhald af 16. síðu.
um í Siirgapore. Bretar, Ástralíu-
menn og Nýsjálendingar hafa á
liSnu ári sent herlið til varnar
Malaysíu, en Indonesar hafa hald-
ið uppi árásum á landið um nokk-
urt skeið.
Fregnin vakti mikla ánægju í
Indónesíu, og Subandríó utanrík-
isráðherra lýsti þegar í stað yfir,
að Indónesíustjórn mundi viður-
kenna hið nýja riki, og taka upp
stjórnmálasamband við það.
í Lundúnum er það haft eft.ir
opinberum heimildum, að sam-
bandsslit Malaysíu og Singapore
séu ógnun á áætlanir ríkisstjórn-
ar Wilsons um að auka jafnvægi
í málefnum Suðaustur-Asíu, og
verði brezka stjórnin nú að end-
urskoða varnaráætlanir sinar þar.
Fréttin um sambandsslitin kom
ekki á óvart í Washington, og er
bent á, að þau hafi farið frið-
samlega fram. Bandarískir stjórn-
málamenn búast við, að Singapore
efli nú tengsl sín við Indónesíu.
Sovézka fréttastofan Tass segir,
að sambandsslitin sýni, að Malay-
síu-sambandið hafi verið gerviríki,
búið til af erlendum aðilum, og
séu viðburðir síðustu daga mikið
áfall fyrir nýlendustefnuna.
Rahman, forsætisráðherra Malay
síu hélt ræðu á þingfundi í dag,
og sagði meðal annars, að draum-
ur sinn um Malaysíu væri nú að
engu orðinn. Forsætisráðherra
Singapore, Lee Kuan Yew, var í
slíkri geðshræringu, er hann
ræddi við blaðamenn í dag og
skýrði þeim frá sambandsslitun-
um, að hann varð að hvíla sig
f stundarfjórðung áður en hann
gat lokið yfirlýsingu sinni.
Það var á laugardag, að hann
fór til Kuala Lumpur til við-
ræðna við stjórn Malaysíu um
framtíð Singapore. Rahman segist
hafa átt um tvo kosti að velja:
annars vegar að grípa til aðgerða
gegn Singapore eða veita borg-
inni sjálfstæði.
Fólk í Malaysíu er furðu lostið
yfir þróun málanna, og hafði eng-
inn búizt við sambandsslitum. 70
af hundraði íbúanna í Singapore
greiddi á sínum tíma atkvæði með
því að sameinast Malaysíu. Kuan
Yew sagði á blaðamannafundinum
í dag, að Abdul Rahman hefði
neytt Singapore til þess að segja
sig úr sambandinu, en Rahman
kveðst ekki hafa getað gert ann-
að, þar ógerlegt hefði verið að
vinna lengur með hinni vinstri
sinnuðu stjórn í Singapore.
Sambandsslitin eru alger, en
samt munu ríkin vinna saman á
ýmsum sviðum, meðal annars
verða varnar- og verzlunarmál sam
eiginleg. Singapore er nú full-
valda ríki með eigin utanríkis-
þjónustu og mun sækja um aðild
að Sþ.
Margir stjórnmálamenn í Kuala
Lumpur fagna þessari þróun mála,
SKIPAÚTGCRB RÍKISINS
M.s. Esja
fer austur um land í hringferð
14. þ.m.
en sagt er að ríkisstjórnin þar
óttist, að Singapore geti orðið ný
Kúba.
Kínverjar í Singapore fögnuðu
fréttunum um sjálfstæði með því
að skjóta flugeldum, og virtist íbú-
um borgarinnar hafa létt við tíð-
indin.
f Canberra, höfuðborg Ástralíu,
er sagt, að ekki komi til mála,
að Ástralíumenn kalli heim herlið
það, sem þeir hafa sent til að-
stoðar Malaysíu.
Franska blaðið Le Monde segir
um sambandsslitin, að þau sýni
hve erfitt sé að reyna að koma
á samstarfi í Suðaustur-Asíu, og
valdi þar mestu um hinar innri
mótsetningar, sem þar ríkja.
Japansstjórn hefur lýst yfir, að
hún sé reiðubúin að viðurkenna
hið nýja ríki.
GLUGGAGÆGIR
Framhald af bls. 1
við mann á rölti í kringum
hús þar í nágrenninu. í
einu tilfellinu sást til manns
sem búinn var að opna
kjallaraglugga og farinn að
færa gluggatjöldin frá. Kall
að var til hans úr næstu hús
um, en hann anzaði ekki
og fór ekki burt fyrr en
honum sjálfum sýndist.
í þeim tilfellum, sem hér
um getur, var ekki kallað
á lögreglu.
Hér er ekki verið að halda
því fram, að þeir vesalingar,
sem hanga á gluggum fólks
hafi einhver illvirki í huga
en fólki getur orðið ákaf-
lega bilt við, og það hlýtur
að vera krafa, að slíkir
men nséu ekki látnir ganga
lausir, eða þeir læknaðir
af þessari ástríðu.
ÞJÓÐHÁTÍÐ
Framhald af 16. síðu
ferðirnar, en einnig þrjár Dakota
vélar. Munu flugvélarnar Hafa
flutt um 1500 farþega þjóðhátíðar
dagana. Sveinn Sæmundsson blaða
fulltrúi, sagði, að á föstudaginn
hefði verið sett nýtt farþegamet
hjá Flugfélaginu en þá hefði verið
flogið með um 1200 farþega. Þar
af fóru 600' til Eyja, 300 til ann-
arra staða innanlands og 300 milli
landa. í gærkvöldi lokaðist flug-
völlurinn i Eyjum vegna þoku,
þannig að margir urðu að bíða
flugfars þangað til í morgun, en
þá hófust ferðir að nýju með
Blikfaxa og þrern Dakotavélum
Eyjaflug hafði í dag flutt lið-
lega 1000 manns til og frá Eyjum
í sambandi við þjóðhátiðina, og
átti á hádegi í dag eftir að
flytja um 500 farþega, sem vonir
stóðu til, að hægt væri að fljúga
með fyrir kvöldið. Hafði Eyja-
flug fimm vélar í förum.
Þjóðhátíðin fór ágætlega frám
og samkvæmt áætlun í blíðskap-
arveðri. Nokkuð var um ölvun
alla dagana og venjulega fullt í
fangageymslunni í Eyjum. Þá að-
stoðaði hjálparsveit skáta í Herj-
ólfsdal þjóðhátíðargesti, og munu
um 140—150 hafa leitað hjálpar
þeirra. Var yfirleitt um smávægi-
leg slys að ræða, en einn fót-
brotnaði. Læknir var í dalnum
allan tímann.
TRÍÓIÐ
Framhald af 16. síðu.
ilsdóttur frá Gröf í Hruna-
mannahreppi og Björgu Inga-
dóttur úr Reykjavík og svo
hinn góðkunna danslaga- og
textahöfund Jón Sigurðsson.
Þær stöllurnar hafa báðar stund
að nám i Leikskóla Ævars
Kvaran og þær ákváðu að
freista gæfunnar við að „troða
upp“ með skemmtiþætti í sum
ar og leituðu til Jóns og
báðu hann um að koma i félag
við sig. Og Jón stóðst ekki
mátið og lái honum hver sem
vill.
TÍMINN
— Við byrjuðum á skemmt
un hjá Framsóknarfélögunum
á Hótel Sögu, 1. apríl í vor,
sagði Jón okkur, og síðan höf
um við komið fram á ýmsum
skemmtunum hér í Reykjavík
og úti á landi, m. a. á tvennum
héraðshátíðum hjá Framsóknar
mönnum úti á landi. Við
syngjum gamanvísur og flytj
um grinþætti. Dagskráin hjá
okkur er alls um 40 mínútur,
og við tvískiptum henni.
— Og það þarf varla að
spyrja að því hver sé höfund
urinn.
— Hún er að mestu leyti eft
ir mig, hvað textunum viðvík
ur, og einnig tvö laganna.
— Og hvað er tekið til með
ferðar?
— Auðvitað einkum dægur
málin. Við reynum að fjalla
um þau í léttum stíl, en það er
ákveðin regla hjá okkur að
forðast allt klúrt orðbragð. Ef
við getum ekki skemmt fólk-
inu öðruvísi teljum við okkur
ekki eiga neitt erindi fram fyr
ir það. Niðurlagsorð kynningar
söngsins okkar eru okkar eink
unnarorð:
„því lífið verður bjartara og
léttist lundin þín, ef líturðu á
allt sem gerist eins og saklaust
grín“.
— Og hvað með undirleik-
inn?
— Þar sem píanó er til leik
ég á það, annars spila ég á
nikkuna.
SÍLDIN
Framhald af 2. síðu
NK 700, Vonin KE 900, Jörund
ur II RE 1200.
Síldaraflinn frá því kl. 7 á sunnu
dagsmorgun til kl. 7 á mánudags-
morgun.
Raufarhöfn: Jörundur III RE
1800 mál og tn. Heimir SU 1500
mál Súlan EA 1550 mál SáeúlfUr
BA 880 mál Héðinn ÞH 480 mál.
Þórsnes SH 500 mál Guðbjörg GK
950 mál NÁTTFARI ÞH 1600 mál
Anna SI 800 mál Helgi Flóents-
son ÞH 800 mál Björgvin EA 1100
TN. Bjarmi EA 1000 tn. Loftur
Baldvinsson EA 1400 tn. Víðir II.
GK 350 tn.
Dalatangi: Rifsnes RE 1100 mál
og tn. Hólmanes SU 1200 mál og
tn. Sigurfari SF 250 mál og tn.
Reykjaborg RE 500 mál og tn.
Gissur hvíti SF 700 mál og tn.
Skarðsvík SII 850 tn. Gullver NS
1000 tn. Gullfaxi NK 600 tn. Árni
Geir KE 700 tn. Ásbjöm RE 1100
tn.
FRÍHAFNARMALIÐ
Framhald af bls. 1
tímann. Hún nær aðeins yfir
hluta af starfrækslutímabili frí-
hafnarinnar, sem hefur verið rek-
in frá árinu 1959 a.m.k. Er sú
endurskoðun umfangsmikið verk,
þegar haft er í huga, að hver vín-
afgreiðsla er skráð á nótu og við-
skiptin geta numið 3—500 nótum
á sólarhring.
Tveir opinberir aðilar áttu að
fylgjast n/!ð viðskiptum fríhafn-
arinnar, en það virðist ekki hafa
dugað til. Þar sem fríhöfnin er
ekki tollsvæði, er hún undir eftir-
liti tollvarða, og komi í ljós við
rannsókn, að vín hafi stöðugt ver-
ið að hverfa úr fríhöfninni á und
anförnum árum, þá er lítið hægt
að færa það án þess að gerast brot
legur gagnvart tollinum. Þá átti
ríkisendurskoðunin að fylgjast
með öllum reiðum fríhafnarinnar
á mánaðarfresti. Það mál, sem nú
er upp sprottið. sýnir. hvernig
sú endurskoðun hefur verið.
Málsrannsóknm beinist enn að-
eins að birgðavöntun á hluta þess
tímabils. sem fríhöfnin hefur
starfað. Það er svo á valdi setu-
dómara í málinu, hvort allt starfs
tímabil fríhafnarinnai verður tek
ið til endurskoðunar En varla
verður hjá þvj Komizt úr þessu
Eins og fyrr segir, þá er það gíf-
urlega mikið verk, sem ekki hefur
þótt ástæða til að inna af hendi
ennþá, enda þegar komið nóg
til að framhjá rannsókn verður
ekki komizt.
Frá 1. apríl virðist ekkert hafa
skort á fulkomið eftirlit með frí-
höfninni, og hefði betur fyrr ver-
ið.
TÆKNISKÓLINN
Framhald af 16. síðu *
sér raunhæfrar verklegrar. þjálf
unar, eftir nánari ákvæðum, og
verður að telja sveinspróf traust
ustu undirstöðuna að því leyti, en
í framtíðinni er áformað, að verk
legrar þjálfunar verði fyrst og
fremst aflað á svonefndum verk
stæðisskólum. Undirbúningsdeild
undir tækninám er starfrækt á
Akureyri og í Reykjavík á vegum
T.Í., og verður umsækjandi að
hafa lokið iðnskólaprófi eða full
gildu gagnfræðaprófi og hafa afl
að sér a. m. k. 12 mánaða raun-
hæfrar verklegrar þjálfunar.
Þeir, sem luku prófi^ nú í
fyrsta sinn í T.Í., voru: Ásgeir F.
Grant, Ásmundur J. Jóhannsson,
Bjöm H. Jóhannsson, Garðar
Björnsson, Gestur Einarsson, Grét
ar Ólafsson, Gunnar Ólason, Jó-
hann Gilbertsson, Jón Guðbjörns
son, Magnús Siguroddsson, Stein
grímur Dagbjartsson, Sævar Bald
ursson. Einn hlaut ágætiseinkunn,
Gunnar Ólason, átta hlutu I. eink-
unn, og þrír II. einkunn.
Um leið og Helgi Gunnarsson
lætur af stjórn T.Í., tekur Ingvar
Ingvarsson við, en hann hefur feng
ið skipun sem skólastjóri T.í.
SÍLDARBÁTAR
Framhald af 2. síðu
Hólmanes, Eskifirði 8.895
Hrafn Sveinbj., III, Grindav. 7.686
Hrönn, ísafirði 4.060
Huginn II, Vestmannaeyj. 2.993
Hugrún, Bolungarv. 10.578
Húni II, Höfðákaupstað 3.444
Hvanney, Hornafirði 1.798
Höfrungur II, Akranesi 8.485
Höfrungur III, Akranesi 11.933
Ingiber Ólafsson II, Keflavík 9.572
Ingvar Guðjónsson, Hafnarf. 6.084
ísleifur IV, Vestmannae. 3.202
Jón Eiríksson, Hornaf. 4.163
Jón Finnsson, Garði 4.749
Jón Gunnlaugs, Sandgerði 1.524
Jón Jónsson, Ólafsvík 1.330
Jón Kjartansson, Eskif. 19.570
Jón á Stapa, Ólafsvík 9.511
Jón Þórðarson, Patreksf. 9.828
Jörundur II, Reykjav. 15.169
Jörundur III, Reykjav. 17.510
Kambaröst, Stöðvarfirði 4.212
Keflvíkingur, Keflavík 13.159
Kristján Valgeir, Sandg. 3.509
Krossanes, Eskifirði 17.805
Loftur Baldvinsson, Dalv. 11.250
Lómur, Keflavík 12.274
Margrét, Siglufirði 10.26C
Mímir, Hnifsdal 4.516
Mummi, Garði 1.541
Náttfari, Húsavík 7.751
Oddgeir, Grenivík 11.320
Ólafur Bekkur, Ólafsfirði 3.976
Ólafur Friðbertsson, Suðure. 8.814
Ólafur Magnússon, Ak. 15.799
Ólafur Sigurðsson, Akran. 1.211
Óskar Halldórsson, Reykjav. 8.102
Otur, Stykkishólmi 4.769
Pétur Jónsson, Húsav. 5.204
Pétur Sigurðsson, Rvk 10.779
Reykjaborg, Reykjav. 18.756
Reykjanes, Reykjav. 1.619
Rifsnes, Reykjavík 4.595
Runólfur, Grundarf. 4.019
Sif, Suðureyri 4.375
Siglfirðingur, Sigluf. 7.403
Sigrún, Akranesi 3.818
Sigurborg, Siglufirði 9.477
Sigurður, Sigluf. 6.506
Sigurður Bjarnason, Ak. 16.554
Sig. Jónsson, Breiðdalsv. 9.771
Sigurfari, Hornafirði 2.544
Sigurkarfi, Njarðvík 1.185
Sigurpáll, Garði 3.758
Sigurvon, Reykjavík 10.310
Skagfjrðingur, Ólafsfirði 4.897
Skálaberg, Seyðisfirði 4.021
Skarðsvík, Hellissandi 7.396
Skírnir, Akranesi 7.449
Snæfell, Akureyri 13.355
Snæfugl, Reyðarfirði 6.147
Sólfari, Akranesi 8.958
Sólrún, Bolungarvík 9.410
Stapafell, Ólafsvík 2.021
Stefán Árnason, Fáskr.f. 2.324
Steinunn, Ólafsvík 4.984
Stígandi, Ólafsfirði 2.564
Straumnes, ísafirði 2.918
Stjarnan, Reykjavík 2.840
Súlan, Akureyri 14.198
Sunnutindur, Djúpavogi 10.906
Svanur, Reykjavík 1.912
Svanur, Súðavík 3.398
Sveinbj. Jakobss., ÓHfsf. 6.125
Sæfari, Tálknafirði 1.267
Sæfaxi II, Neskaupstað 4.390
Sæhrímnir, Keflavík 4.941
Sæúlfur, Tálknafirði 5.388
Sæþór, Ólafsfirði 8.220
Viðey Reykjavík 4.753
Víðir II, Sandgerði 8.598
Vigri, Ilafnarfirði 6.812
Vonin, Keflavík 9.320
Þorbjöm II, Grindavík 13.922
Þórður Jónasson, Akureyri 18.094
Þorgeir, Grindavík 1.550
Þorlákur, Þorlákshöfn 2.796
Þorleifur, Ólafsfirði 2.636
Þórsnes, Stykkishólmi 3.533
Þorsteinn, Reykjavík 18.709
Þráinn, Neskaupstað 6.236
Æskan, Siglufirði 2.634
Ögri, Reykjavík 12.646
ÞAKKARÁVÖRP
Öllum þeim, sem glöddu mig meS heimsóknum, gjöfum
og skeytum á sjötugsafmæli mínu 3. júni s.l. færi ég
mínar innilegustu þakkir.
Guðjón G. Sigurðsson,
Mjóabóli, Dalasýslu.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðaiför móður
okkar og tengdamóður
Hólmfríðar Imsland
Ásta og Albert Imsland
Ina og Börge Bildsöe-Hansen
Svava og Haraldur Jóhannsson
Kristján Steingrímsson
Hjartans þakkir til allra nær og fjær, sem vottuðu samúð og vin-
áttu við útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
Guðríðar Þórðardóttur
Jaðri Þykkvabæ.
Ólafur Friðriksson, ísafold Ólafsdóttir,
Þóra Ó. Fannberg, Ölver iFannberg^
Ólafur Fannberg.
Vörumóttaka á þriðjudag og
miðvikudag til Fáskrúðsfjarð-
ar, Re yðarfjarðar, Eskifjarð-
ar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar.
Akureyrar.
Farseðlar seldir á miðviku-
dag.
M.s. GuSmundur qóði
fer til Rifshafnar, Ólafsvíkur,
Grundarfjarðar, Stykkishólms,
Flateyjar, Skarðsstöðvar Króks
fjarðarness og Hjallaness á
fimmtudag.
Vörumóttaka á miðvikudag.