Morgunblaðið - 03.06.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.06.1983, Qupperneq 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1983 y) ‘Ra.r'á'jejr, hvixb er ve^\h cL )>e5Sum eSLuifotum <*" er... ... að finna rauða rós í nátt- borðsskúffunni TM Reg U S Pat Off all nghts reserved ® 1979 Los Angeles Times Syndicate Er þetta fyrsta bankaránið þitt? HÖGNI HREKKVlSI /O-zf (r) 1982 McNaught Syndicata. Inc. „Með mér getið þið allt“ Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar með forseta íslands á Bessastöð- um. Friðfínnur Finnsson, frá Oddgeirshólum skrifar: „Velvakandi. Nú spyr margur: Hvernig líst þér á nýju ríkisstjórnina? Svar mitt við þessari spurningu er: Mér líst vel á hana. Þarna koma fram miklir dugnaðarmenn i bland, fullir áhuga á að standa sig vel. Svo eru þarna með nokkrir þrautreyndir kappar, sem endurnýjast með nýjum mönnum. Svo er höfuðatriði, að meðal þeirra ríki einhugur. Und- ir því er allt komið. Og því að- eins myndast traust manna í millum, að það þróist af heiðar- leika og sjálfsvirðingu, orðheldni og óeigingjörnum tillögum til góðra mála. Að öðrum kosti fer allur búnaður út um þúfur. Ef ég skil hug þjóðar minnar rétt, þá er það nú svo, að allir eru öllum háðir, að við getum ekki aðeins tekið, heldur verðum við einnig að gefa. Mér heyrist á fólki, að það sé mjög jákvætt gagnvart hinni nýju rikisstjórn, og sjálfur óska ég henni allrar Guðsblessunar við vandasöm störf, sem hennar bíða. En hollt væri hverri ríkis- stjórn að hafa að leiðarljósi orð hans, sem sagði: Með mér getið þið allt, en án mín ekkert." Hljómsveitin Kiss. Ekki hægt að dæma hljóm- sveit eingöngu eftir klæða- burði og sviðsframkomu Kjartan og Jóhann í Hafnarfirði skrifa: „Velvakandi. Við viljum með þessum orðum leiðrétta þann almenna misskiln- ing, að hljómsveitin Kiss spili ekk- ert annað en kröftugt þungarokk og hljómsveitarmenn séu ekkert annað en andlitsfarðinn, bún- ingarnir og leikrænir tilburðir, Ætti að yrkja nýjan þjóðsöng Elín Vigfúsdóttir skrifar: „Velvakandi. Mér hefur leiðst að sjá Halldór Laxness æ ofan í æ vera að setja út á þjóðsöng vorn í dagblöðunum, með orðhengilshætti að mér finnst. Nú hefur Laxness verið heiðraður mest íslenskra skálda. Sem óánægður með þjóðsönginn ætti hann því að yrkja nýjan þjóð- söng, sem slægi hinn gamla út. Þessi aðferð hans sæmir ekki. „Ó. guð vor.s lands, ó. lands vors guö, vér lifum sem blaktandi, hlaktandi strá, vér devjum, ef þú ert ei Ijós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá. Ó, vertu hvern morgun vort Ijúfasta líf, vor leiðtogi í daganna þraut, og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf, og vor hertogi í þjóðlífsins braut.“ Þessa bið ég með skáldinu. Góðar stundir." eins og Gylfi Ásgeirsson orðaði það hér í dálkunum nýlega. Það er ekki hægt að dæma hljómsveit eingöngu eftir klæða- burði og sviðsframkomu, eins og margir hafa þegar gert. Hljóm- sveitin Kiss spilar einnig mikið af rólegum lögum, eins og „Only You“, „I Still Love You“, „Beth“, „Just a Boy“ o.m.fl. Hvernig væri svo að athuga þann möguleika (ef það er þá möguleiki) að fá Kiss hingað á klakann, þ.e.a.s. á listahátíð?" Þessir hringdu . . . Horft um öxl á Skeiðarársandi Gerða hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Þið eruð orðnir miklir mál- vöndunarmenn hjá Morgunblað- inu. Ég les ævinlega málvöndun- arþættina í blaðinu og hef ýmis- legt af þeim lært, því að enginn er alger, eins og þar stendur. Fyrir nokkrum dögum rakst ég hins veg- ar enn einu sinni á hvimleiða málvillu, sem alltaf er að skjóta upp kollinum öðru hvoru, líka hjá ykkur á Morgunblaðinu. í þetta sinn var sagt í fyrirsögn, að blaða- maður Mbl. hefði litið við hjá gull- leitarmönnum á Skeiðarársandi, eða eitthvað á þá leið. Af hverju var hann að fara alla leið austur á Skeiðarársand til þess að líta við, þ.e. horfa um öxl eða líta til baka? Án gamans: Auðvitað átti blaða- maðurinn við, að staldrað eða komið hefði verið við hjá gullleit- armönnunum. En þá gat hann líka orðað það svo. Ég man eftir því, að þessi ambaga komst á prentaðan umbúðapappír hjá Máli og menn- ingu fyrir nokkrum árum: Lítið við hjá Máli og menningu. Ég gerðist svo djörf að kvarta við verslunina og þessu var breytt: Lítið inn hjá Máli og menningu. í auglýsingu frá Bóksalafélaginu sagði: Lítið við í bókabúðunum. En það er horfið líka, sem betur fer, og yfirleitt held ég að ambaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.