Morgunblaðið - 08.06.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 08.06.1983, Síða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 Templo Egipcio de Debóh. Hofið stendor í fallegnm almenningsgardi á Príncipe Pfo Qalli og gacfir yfir Manzanares árdalinn og Casa de Campo garðinn. Puerta del Sol og nefndist áður „Plaza de Arrabal". Þá var það markaðstorg sem moraði af kaup- mönnum, ávaxtasölum, slátrurum og alls kyns handverksmönnum, nú er það afar fagurt og virðulegt torg þar sem bílaumferð er bönn- uð. Þangað liggja fjöldamargar götur, nokkrar sem bera einkenni- Íeg heiti, eins og „Litli stiginn", „Heimsveldisboginn" og „Víti“. Pilippus II lét gera torgið og var það notað til hinna margvísleg- ustu sýninga. í dag er það aðsetur borgarstjórnarinnar, en í upphafi aldarinnar óku þar um gulir sporvagnar og hestvagnar og þar komu saman tónlistarmenn, um- renningar og kaupmenn. Á sunnu- dagsmorgnum er torgið samkomu- staður frímerkja- og myntsafnara, og þegar sólin skín, sem er æði oft, streymir þangað fólk úr öllum átt- um. La Puerta del Sol (Sólarhliðið) La Puerta del Sol er nafli Spán- ar, þar byrja allir þjóðvegir lands- ins og kannski liggur einhver þeirra til himna. Þrátt fyrir nafn- ið er þarna ekkert hlið, nema ef vera skyldi guðdómlegt, en þangað rekja Madrid-búar rætur sínar. Einu sinni var Puerta del Sol opið hlið við útjaðar borgarinnar, en í stjórnartíð Filippusar II, í kring- um 1570, var það rifið til að bær- inn gæti vaxið viðstöðulaust. í dag er Puerta del Sol bara torg, það er hvorki stórt né fallegt og þar eru engar stórfenglegar byggingar. En það hefur þann heiður að hafa verið fyrsta og mikilvægasta hliðið i Madrid- borg. El Buen Retiro Það var hinn valdamikli hertogi og greifi af Olivares sem lét reisa konunglega aðsetrið í Buen Retiro árið 1640 handa Filippusi IV. Hann vildi styrkja stöðu sína hjá konungi og bauð honum því hallir og lystigarð. Allar hallirnar eru horfnar nema tvær, sú stærsta er orðin málverkasafn og þar er myndin Guernica eftir Picasso geymd, hin er núna Hergagna- safnið. Þarna eru einnig hellar, felustaðir elskenda, engi og helgi- dómar og allt er þetta hluti af for- tíðinni. Á meðal hinna mörgu fornleifa og minnisvarða er Coliseo de las Comedias, lítið og huggulegt leikhús þar sem frumsýndir voru gamanleikir meistara gullaldar- innar, svo sem Lope de Vega, Calderón og Rojas. Næstum allir eftirmenn Filippusar IV bættu gjöfum í garðinn, Ferdinand VI stækkaði Coliseo de las Comedias til að ítölsku óperurnar kæmust þar fyrir, Karl III lét reisa Hin konunglegu hesthús og Hina kon- unglegu postulínsverksmiðju. Ferdinand VII lét gera bátalægið og Villidýrahúsið. Nú á dögum er Retiro-garðurinn viðkunnanlegur staður og líflegur, þar spilar hljómsveit borgarinnar og hægt er að fá leigða báta og róa á stórri tjörninni og einnig geta gestirnir slakað á í hinni töfrandi Kristal- höll sem er næstum því gagnsæ. Madrid bókmenntanna Ásamt hinni raunverulegu Madrid, borg torga og halla, og hinni sögulegu Madrid-borg, þar sem hús og steinar eru þögul vitni um fortíðina, er til önnur Madrid, sem er borg skáldskaparins. í henni eru sögusviðin valin af handahófi og íbúarnir eru ímynd- aðar persónur. B. Pérez-Galdós (1843-1920) skrifaði um Madrid í sinni fræg- ustu skáldsögu, Fortunate og Jac- inta, sem út kom árið 1887. Sagan gerist á tímum skáldsins, hún fjallar um Juanito Santa Cruz, kvennamann sem lifir þægilegu lífi í þægilegri borg, þar sem hann sækir kaffihús og fer í gönguferð- ir. Hann kynntist Fortunötu og þau verða brátt elskendur. Hann stingur upp á því að þau strjúki og setjist að í íbúð við Concepción Jerónima, sem er ein frægsta gata Madrid-borgar. Við hana stofnuðu nunnur sem nefndu sig Las Jerón- imas klaustur og kirkja þeirra varð vinsæl, m.a. fyrir málverk af Kristi skransalanna sem í henni var. Systurnar seldu tögl af dauð- um hestum á nautaatstorginu og runnu peningarnir i trúarstarf- semi. Elskendurnir Junaito og For- tunata verða að skilja, og Juanito stofnar heimili með konu sinni við Pontejos-torg. Það torg var reist árið 1839 og var þar einn af fáum brunnum með drykkjarhæfu vatni og því komu vatnssalarnir þangað til að byrgja sig upp. Vatn þetta var talið búa yfir lækningamætti. Það er í þessari gömlu miðborg Madrid nálægt Plaza Mayor, sem persónur Galdós lifa afdrifarík- ustu atburðina í lífi sínu. Madrid úthverfanna Pío Baroja, einn af fremstu rit- höfundum Spánverja, fæddur á 19. öld í San Sebastián, hafði það fyrir venju að fara í gönguferðir eftir mat, og gekk hann þá frá Menidzábal-götu þar sem hann bjó, um Leganitos, Puerta del Sol, Alcalá-götu, Cibeles-torg og At- ocha-götu. Á þessari göngu sinni um hjarta Madrid-borgar hitti hann stjórnmálamenn, nafnlausa kunningja, menningarvita eða bara einfaldlega lesendur sína. Baroja vottaði Madrid virðingu sína i hinni frægu trfólógíu „Bar- áttan fyrir lífinu“, en þar lýsir hann staðháttum í Madrid frá- bærlega vel. Madrid eins og Bar- oja sér hana kemur einna gleggst fram við Atocha-götu, þar sem úir og grúir af kirkjum, kofum og heldri manna húsum, nýlendu- vöruverzlunum sem anga af skinku og pylsum, og á götuhorn- unum standa „götustrákarnir" sem Don Pío verður svo tíðrætt um. Það eru drengir sem hafa ein- hvern starfa í nokkra daga, en verða síðan leiðir á honum og flýja að bökkum Manzanares-árinnar eða fá sér bara sæti á gangstéttar- brún. Madrid Baroja, borg utan- garðsmanna og lausingja, er fá- tækari en Madrid Galdós; hún er borg úthverfanna. Don Pío gengur með lesendum sínum um óþekkta staði borgarinnar, úr húsum sem hriktir í því þau þola ekki alla þessa íbúa, í krár, kompur og búl- ur. En stundum nemur hann þó staðar og skoðar umhverfið, eins og þegar hann lýsir sandhólnum í Cerrillo de San Blas, eða Guadar- rama-fjallgarðinum sem „var eins og hár, blámálaður steinveggur, með hvítum, snæviþöktum tind- um“. Hin uppskáldaða Madrid-borg Ramón Gómez de la Serna (1888—1963), sem var blaðamaður og frægur í Madrid meðal lista- manna hástéttarinnar, frumlegur spjátrungur sem lézt í útlegð í Bu- enos Aires, segir okkur frá Madrid hins fjöruga 3. áratugar, frá sam- sætum sem listmálarar, skáld, út- lendir menntamenn, bóhemar og sérvitringar sóttu. Madrid-borgin hans er geysifjölbreytt, en hún er ekki annað en skáldleg uppfinn- ing. Hann lýsir Puerta del Sol á afar hrífandi og líflegan hátt, og er sú lýsing ein bezta frásögnin sem hann skrifaði. Hann lætur Puerta del Sol tákna hinn yfir- þyrmandi ákafa Madrid-búa, sem er í rauninni gjörsamlega and- stæður alvörunni sem einkennir Ungmeyjar úr Fjölbrautaskólanum i Akranesl aóla sig aó loknum starfsdegi. Nemendur athuga sýni ( smásji. Egilsstaðir: Skógræktarnámskeið á Hallormsstað KgilsNtödum, 30. maí. í DAG lauk á Hallormsstað skógræktarnámskeiði fram- haldsskólanema — sem þar hef- ur staðið um vikuskeið. Þátttak- endur voru tuttugu ungmcnni úr Menntaskólanum á Egilsstöð- um, Framhaldsskólanum í Nes- kaupstað, Menntaskólanum við Hamrahlíð og Fjölbrautaskólan- um á Akranesi. Til þessa námskeiðs var stofnað að tilstuðlan Stjórn- unarnefndar framhaldsnáms á Austurlandi og ákveðnum fjölda nemenda úr skólum utan fjórðungs boðin þátttaka. Aðalleiðbeinendur á nám- skeiðinu voru líffræðikennar- arnir Kristján Kristjánsson og Þórður Júlíusson og Jón Loftsson, skógarvörður á Hallormsstað. Að sögn þeirra Kristjáns og Þórðar var einkum fjallað um byggingu, starfsemi og flokk- un plantna; næringu þeirra og vöxt; plöntusöfnun og grein- ingu. Þá var fjallað um vist- fræði skóga, nýtingu þeirra; Aðalkennarar á skógræktarnómskeiðinu: Kristján Kristjánsson, kennari við ME, Þórður Júlíusson, kennari við framhaldsskólann ( Neskaupstað og Jón Loftsson, skógarvörður á Hallormsstað. meðferð og umhirðu plantna, gróðursetningu, grisjun o.fl. Nemendur fá námskeið þetta metið til þriggja eininga í skólanámi sínu — en unnið var í 8 stundir á degi hverjum. Á kvöldin komu síðan gesta- fyrirlesarar í heimsókn, s.s. Einar Þórarinsson, jarðfræð- ingur; Eyþór Einarsson, grasafræðingur og Ingvi Þor- steinsson, magister, en námið var þó að mestu verklegt. í gærkvöldi var síðan efnt til mikillar hátíðar með varð- eldi og tilheyrandi uppákom- um. Þeir Kristján og Þórður sögðu þessa tilraun hafa gefist vel og hér yrði áreiðanlega framhald á. Þeir töldu þó vænlegra að halda slíkt nám- skeið að haustlagi — þar sem lífríki skógarins væri enn naumast vaknað af vetrar- dvala. Nemendur nutu gistingar og matar í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað meðan á nám- skeiðinu stóð. — Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.