Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
Líísgildin
og börnin
eftir Þóri Kr.
Þórðarson prófessor
Fyrir nokkru var ég spurður þess,
hvaða markmið kristindómurinn
setti um uppeldi barna í starfi fóstra
á leikskólum og dagheimilum. Ég
svaraði því til, að þetta væri spurn-
ing um það, hver væru hin kristnu
lífsgildi. Með línum þeim sem hér
fara á eftir vii ég leitast við að svara
þessari spurningu með því að ræða
fyrst meginþátt kristinnar trúar í
þessu efni og síðan að benda á
tengsl við sköpun, endurlausn, fyrir-
gefningu, frelsi og land og tungu.
Kristinn siður hefur haft mót-
andi áhrif á einstakiinga og þjóðir
allt frá upphafi vega kristinnar
sögu. Þegar kristinn siður ruddi
sér braut til áhrifa meðal þrótt-
mikilla, heiðinna þjóða norður-
álfu, mýkti hann skap manna,
lægði ofstopa, dró úr hefnigirni og
gæddi allt líf þjóðanna siðfágun.
Vér íslendingar getum séð átök-
in milli árásarhneigðar og ofstopa
annars vegar og mildi kristins sið-
ar og viðhorfa hins vegar í Sturl-
ungu. Og raunar tvinnast þetta
tvennt í sálarlífi allra manna —
og barna — sem á annað borð eru
„eðlilegir" einstaklingar: kraftur-
inn, og árásarhneigð honum sam-
fara, og þörfin fyrir ástúð og kær-
leika. Kristin mannsskoðun geldur
jákvæði sitt við hinu heilbrigða
eðli mannsins, en hún bendir á
hneigð mannsins til þess að neita
allri ábyrgð á heill meðbræðra og
systra. Kristin viðhorf viðurkenna
manninn eins og hann er og reyna
alls ekki að bæla hann, hvorki til-
finningalíf hans né hneigðir, en
benda samt á, að líf mannsins er
líf í baráttu, er miðar að því að
leiða fram hið góða.
Þessi siðrænu viðhorf kristin-
dómsins eru í ætt við öll heilbrigð
uppeldisfræðileg viðhorf og upp-
eldislegt starf.
En kristinn boðskapur er ekki
uppeldisfræðileg, þjóðfélagsleg
umbótakenning. Væri hann það
einvörðungu, myndi hann byggja á
manninum, á möguleikum hans til
betrunar og á þeim kröftum sem
með manninum sjálfum búa.
Kristin trú leggur að vísu höfuð-
áherslu á manninn. En það er
maðurinn skapaður af Guði,
manneðlið eins og það verður, þeg-
ar það hefur sameinast kristseðl-
inu, sem kristindómurinn leggur
til grundvallar.
Og svo kemur annað til. Kristin
kenning er boðskapur um Guð
skapara og endurlausnara, — um
Guð sem leiðir fram allt líf og er
lífið sjálft, og um Guð sem leysir
manninn undan þeim heljarbönd-
um sjálfhverfrar eigingirni og
árásarhneigðar, sem hann er
hnepptur í, eins og öll saga styrj-
alda og átaka ber vott um.
Og þegar dýpst er skyggnst,
þegar spurt er um hinsta og innsta
kjarna kristinnar trúar, er hann
trúin á hinn upprisna Drottin Jes-
úm Krist, sem kemur til móts við
mann og konu og barn, birtist sem
lífgefandi kraftur er sigrar dauð-
ann og gefur líf í þessari veröld og
hinni komandi. í þeim skilningi er
kristin trú á manninn. „Maður-
inn“ er hinn upphafni og uppljóm-
aði Kristur, sem hefur fengið dýrð
sína af Föðurnum, og dregur til
sín hinn jarðneska mann og gefur
honum hlutdeild í dýrðarlífi sínu,
lífi kærleikans og vonarinnar og
gleðinnar í samfélagi við sig. Mað-
urinn verður sannur maður þá
fyrst, er hann hefur sameinast
Kristi í vitund sinni, bæn og lífi
öllu.
Hinn upprisni Kristur mætir
manninum í kristinni guðsþjón-
ustu. Þess vegna er guðsþjónustan
þýðingarmesta verk kristinna
manna. En hún er ekki fyrst og
fremst sunnudagsguðsþjónusta
safnaðarins. Kvöldbæn barnsins
Þórir Kr. Þóróarson
og hins fullorðna, dagleg iðkun
lesturs og bænar eru undirstaða
þess, að sunnudagsguðsþjónustan
sé rækt. En hún er hápunktur til-
beiðslunnar, þar sem söfnuður
kristinna manna á samneyti um
hinn mikla leyndardóm lífs, dauða
og upprisu Drottins í heilögu alt-
arissakramenti.
— En hvernig ber að skilja
þessa undirstöðuþætti kristinnar
trúar útfrá spurningunni um upp-
eldisstarf, fóstrustörf, uppeldi
barna á heimilum, þroska þeirra
og vellíðan?
Sköpunin
Samkvæmt kristinni trú er Guð
það vit og afl og skapandi líf sem
er upphaf allra geima og heima.
Allt líf geimanna stefnir til hans,
hins æðsta kærleika. Náttúruvís-
indalegar rannsóknir sýna aðeins
hina „tæknilegu" hlið á tilurð
heimsins, en trúin sér merkinguna
og tilganginn, sem í öllu lífi felst,
og játar, að það líf sé Guð, um leið
og hann stendur utan þessa nátt-
úrulífs og endurnýjar það. Öll
skapandi athöfn, einnig skapandi
athöfn barnsins í föndri, er því
partur af Guðs skapandi lífi og
gleði. Þar sem eðli sköpunar Guðs
er að breyta ruglingi og óskapnaði
í líf, form og gleði, er barnið þátt-
takandi í slíku lífi, þegar það
gleðst við að búa eitthvað til, gefa
því form og líf, sem var áður lífvana
og formlaust.
Endurlausnin
„Endurlausn" er mikið og þungt
trúfræðilegt hugtak sem er hlaðið
merkingu, jafnt úr forneskju sem
úr nútíma, og snertir við rótum
allrar mannlegrar tilveru. Endur-
lausn merkir lausn undan því sem
fjötrar, heftir, bælir, tefur, deyðir,
myrkvar. I Kristinni trú eru
„sköpun" og „endurlausn" tvö
hugtök sem tákna eitt og hið
sama, frá tveimur sjónarhornum
séð. í sköpun sinni hvern dag leys-
ir Guð „óskapnaðinn" undan form-
leysinu og gefur líf og gleði. í
hinni nýju sköpun í Kristi leysir
Guð manninn undan hinni köldu
hendi dauðans í einkalífi, í dag-
legri önn, í félagslegu samlífi
manna. Hann gefur líf, von gleði,
þrótt, kjark og framsækni til feg-
urra lífs, til fullnægju lífsins.
Þessi er merkingin sem býr í
krossdauða og upprisu Drottins.
Barnið, ekki síst á yngstu árum, lifir
þessi tvö hvel tilverunnar, leiðindi
og ama annars vegar og gleðileikinn
hins vegar. Það er uppeldishlut-
verk í sjálfu sér „að kenna barn-
inu, að leiðindin tilheyra dagleg-
um kjörum manna" (Br. Zoéga),
þau eru skugginn í mynd lífsins,
og stundum erum við í skuggan-
um. Oft þarf að þreyja, þótt vald
skuggans sé mikið, því að ljósið
skín framundan. Og leikur og
skapandi starf hrekur burt dep-
urðina. „Að hafa ofanaf fyrir
barninu" er jákvætt hlutverk, en
það verður neikvætt, ef það leiðir
til þess að barnið kynnist ekki
mun skugga og birtu, það er
blekkt til að halda, að engin
endurlausn sé til; lífið sé dans á
rósum og það sé ónáttúrlegt og
óeðlilegt ástand, að manni geti
Góð vara —
breytt tíska
Halldór Einarsson sagði, að það
væri einkum tvennt sem orskaði
hina miklu eftirspurn eftir fram-
leiðslu fyrirtækisins: „Við höfum
lagt áherslu á að vanda vöruna og
höfum því notið viðskipta við
sömu aðila ár eftir ár, og svo kem-
ur einnig til breyttur klæðaburð-
ur. íþróttafatnaður hvers konar,
sem fyrir tiltöulega skömmu var
aðeins notaður af keppnisíþrótta-
mönnum, er nú orðinn að einskon-
ar tískufatnaði. Trimmgallar og
íþróttafatnaður er nú notaður af
fólki á öllum aldri, án tillits til
þess hvort viðkomandi stundar
íþróttir eða ekki. — Eitthvað helst
þetta þó að líkindum í hendur við
aukinn áhuga fólks á útivist og
hreyfingu."
— Hvað með íþróttafélögin,
kaupa þau innlendar vörur, eða
eru fjölþjóðleg merki ráðandi á
þeim markaði?
„Iþróttafélögin eru með okkar
elstu og stærstu viðskiptavinum.
Flest íþróttafélögin — önnur en
þau sem keppa í fyrstu deild —
skipta við okkur, og þau koma ár
eftir ár. í fyrstu deild gegnir hins
vegar öðru máli, því þar gefa er-
lendu framleiðendurnir oft bún-
ingana í auglýsingaskyni. En hvað
önnur lið varðar, þá erum við
stærstir á þeim markaði. Við höf-
um átt mjög góð samskipti við
íþróttafélög um allt land, og þótt
aðrir viðskiptavinir hafi komið til
á seinni árum, þá eru það sam-
skiptin við íþróttahreyfinguna,
sem mestu máli skipta."
— Er einhver augljós hagnaður
af því fyrir íþróttafélög, að skipta
við innlendan aðila fremur en er-
lendan, ef verð og gæði eru svip-
uð?
„Já, það tel ég, og reynslan hef-
ur raunar sýnt að svo er. Það hef-
ur til dæmis oft komið fyrir, að
skemmst hafa eða tapast bún-
ingar úr búningasetti keppnisliðs,
og þá ríður oft á miklu að takist að
fylla í skarðið eins fljótt og mögu-
legt er. Þetta getum við gert með
örstuttum fyrirvara, útbúið peys-
ur eða buxur ef á þarf að halda.
Þetta er erfiðara fyrir þá sem
flytja vöruna inn erlendis frá, og
það hefur komið fyrir að við höf-
um orðið að framleiða inn í sett
frá heimsþekktum merkjum, fyrir
fyrsta deildar lið hér.
Annað tilfelli get ég nefnt, þar
sem miklu skipti að hafa snör
handtök við gerð íþróttafatnaðar.
Þannig var, þegar Hamburger s.v.
kom hingað að leika við Val fyrir
nokkrum árum, að þeir kváðust
ætla að leika í hvítum búningum,
og ætluðu Valsmenn því að vera í
sínum rauðu búningum. Rétt í
þann mund sem liðin hlaupa inn á
völlinn kemur svo í ljós að þjóð-
verjarnir eru rauðklæddir en ekki
í hvítum búningum eins og ráð-
gert hafði verið! Valsmenn urðu
því að víkja, fara í hvítan búning,
því þeir voru á heimavelli. Nú
voru góð ráð dýr, og ekki um ann-
að að ræða en láta Henson útbúa
nýja búninga í hvelli. Svo vel hitt-
ist á að það var verið að vinna í
verksmiðjunni, og starfsfólk var
sett í verkið. Eftir aðeins örstutt-
an tíma voru búningarnir komnir
á Laugardalsvöllinn, og leikurinn
gat hafist. — Þá kom hins vegar í
ljós að gleymst hafði að gera bún-
inga fyrir varamennina, og varð
að kalla starfsfólk út aftur til
þess, en vinnu hafði verið hætt á
saumastofunni þegar búið var að
senda tíu búninga fyrir útispilar-
ana niður á völl. Eftir að fólkið
hafði farið aftur í verksmiðjuna,
og úbúið þar viðbótarbúninga, var
þeim komið á völlinn, og var þá
nokkuð liðið á síðari hálfleik; Þá
fyrst hefði verið unnt að skipta
varamönnum inná, en þetta hefði
varla verið hægt með erlenda
framleiðslu."
Útilokað að hugsa um erlenda
markaði þar sem við önnum
ekki eftirspurn innanlands
Rætt við Halldór Einarsson í Henson, sem ný-
lega hefur stofnað dótturfyrirtæki á Selfossi
„Til að anna sívaxandi eftirspurn höfum við nú opnað
útibú á Selfossi — sjálfstætt dótturfyrirtæki, Hensel hf. — og
um leið höfum við gert samkomulag við saumastofuna Fram-
tak á Selfossi um framleiðslu á vörumerkjum Henson-
sportfatnaðar,“ sagði Halldór Einarsson framkvæmdastjóri
Henson í samtali við blaðamann Morgunblaðsins fyrir
nokkru. „Fyrir utan þessa aukningu á Selfossi get ég svo
nefnt,“ sagði Halldór ennfremur, „að við höfum bætt við
kvöldvakt á saumastofunni hér í Reykjavík, og saumastofan
Líbra framleiðir einnig fyrir okkur. Allt í allt eru það því um
sjötíu manns, sem vinna við framleiðslu á Henson-fatnaðin-
um um þessar mundir.“
Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Henson-sportfatnaðar, ásamt verk-
stjóranum, Karitas Jónsdóttir.
Þá var hægt að skipta
inná!
Varan á að auglýsa
sig sjálf
— Hvernig er sölu- og kynn-
ingarstarfsemi háttað hjá þér?
„Því er fljótsvarað, að hér eru
ekki starfandi sölumenn, og við
auglýsum vöruna ekki í fjölmiðl-
um. Við viljum að varan auglýsi
sig sjálf, og það hefur skilað þeim
árangri að við önnum ekki eftir-
spurn. Smám saman hefur okkur
tekist að ná þeirri þekkingu og
reynslu sem til þarf, og nú held ég
ekki að okkar vara standi neinni
erlendri vöru að baki, nema síður
sé. — Það er liðin tíð, að búningar
hlaupi eins og einu sinni gerðist.
Þá komu Celtic-menn hingað frá
Skotlandi og eftir að búið var að
þvo búningana þeirra voru þeir
notaðir á strákana í 5. flokki."
— Hvað með útflutning, er í
bígerð að selja vörur úr landi frá
ykkur?
„Við höfum selt fatnað til út-
landa, svo sem til Noregs, Fær-
eyja, Belgíu og víðar, og fram-
leiðslan hefur líkað það vel að við
gætum auðveldlega selt meira.
Hér kemur hins vegar það sama
til og með heimamarkaðinn, að við
önnum ekki eftirspurn, og getum
því ekki staðið í markaðsleit eða
hugsað í stórum mörkuðum er-
lendis. — Hér er erfitt að fá fólk
til starfa, ekki síst í Reykjavík,