Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 Frá formannaráðstefnunni. Björn Björnsson, hagfreðingur ASÍ, I ræðustói. Ályktun formannaráðstefnu ASÍ: 40% kaupmáttaraukningu þarf í byrjun næsta árs, ef ná á kaupmáttarstigi ársins 1982 Afnám samningsréttar brot á einu frumlögmáli lýðræðisþjóðfélagsins Hér á eftir birtist í heild ályktun formannaráðstefnu Alþýðusam- bands íslands, sem samþykkt var á mánudag. „Efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar eru grimm atlaga að réttindum og kjörum launa- fólks. Meginefni ráðstafananna er tvíþætt: í fyrsta lagi: Afnám samn- ingsréttar — Samningsréttur er afnuminn fram til 1. febrúar á næsta ári. — Fram til 1. júní 1985 telst það lögbrot að semja um vísitölubætur. — Þegar samningsréttur verð- ur veittur á ný, skulu samn- ingsaðilar ábyrgir fyrir því að samningar séu innan ramma kjaramálastefnu rík- isstjórnarinnar. í öðru lagi: Kjaraskerðing Á þeim tíma, sem verkalýðs- hreyfingin er svipt samningsrétti, er stefnt að þvílíkri rýrnun kaup- máttar að næstu samningar yrðu að fela í sér um 40% kaupmáttar- aukningu, ef vinna ætti upp það sem tapast hefur frá ársmeðaltali síðasta árs. Kjaraskerðingin yrði þreföld á við áætlaðan samdrátt þjóðartekna síðustu tvö ár. Lagaákvæðum um afnám samn- ingsréttar verður ekki saman jafnað við neinar íhlutanir stjórn- valda á síðari tímum. Með afnámi hans er brotið eitt frumlögmál lýðræðisþjóðfélags. Því verður ekki trúað að meirihluti Alþingis sé reiðubúinn til þess að ganga gegn því að ísland sé samfélag frjálsra manna, sem hafi rétt til þess að vinna að hagsmunamálum sínum. Því verður ekki trúað að meirihluti Alþingis sé reiðubúinn að skipa sér á bekk með þeim er- lendu stjórnvöldum, sem mest hafa verið fordæmd á undan- gengnum árum. Sú kjaraskerðing, sem að er stefnt er svo alvarleg að fara verð- ur þrjá áratugi aftur, til ársins 1952, til þess að finna dæmi um lakari kaupmátt kauptaxta verka- fólks. Samningar í byrjun næsta árs yrðu að tryggja 40% kaup- máttaraukningu, ef ná ætti kaup- máttarstigi ársins 1982. Úr svo djúpum.pytti yrði erfitt að kom- ast. Kaupmáttarhrapið hlyti að leiða til samdráttar á mörgum sviðum. fslenskt þjóðfélag gæti lokast inni i vítahring atvinnu- leysis og kjaraskerðingar. Slíkt ástand er samfélaginu hættulegt. Gagnráðstafanir stjórnvalda létta nokkuð byrðar þeirra sem nú verða að mæta stórfelidum hækk- unum hitunarkostnaðar og þeirra sem eiga börn undir 7 ára aldri, og stefnt er að því að fresta greiðsl- um þeirra sem skulda vegna hús- næðiskaupa eða byggingar, þannig að greiðslubyrðin aukist ekki verulega sem hlutfall tekna. Gagnráðstafanir taka í engu tillit til tekna, nema hækkanir á greiðslum Tryggingastofnunar, þar sem þyngst vegur að tekjur þeirra sem njóta tekjutryggingar skerðast 2% minna en aðrar tekj- ur. Fyrir launafólk í heild sam- svara gagnráðstafanir um 2'h% í kaupi ef allt er talið. Aðgerðir stjórnvalda eru ein- hliða kaupskerðing og á engan hátt er reynt að stemma stigu við verðhækkunum. Landbúnaðarvör- ur hafa hækkað um 22—33%, brauð og kökur um nálægt 15%, bensín og olíur um 15—30%, aðrar innfluttar vörur um og yfir 20% og neyslufiskur um 25% svo eitthvað sé nefnt. 8% kauphækk- un 1. júní er þegar uppétin hjá flestum áður en hún kemur til út- borgunar. Verðhækkunarhrina síðustu daga er upphaf skriðu sem á næstu mánuðum mun kaffæra af- komu heimilanna í landinu verði ekki að gert. Stjórnvöld hafa kosið að gera hvergi grein fyrir afleiðingum bráðabirgðalaganna. Því hlýtur fyrsta skref verkalýðssamtakanna að vera markviss upplýsingamiðl- un þar sem hvert einstakt verka- lýðsfélag er vakandi og virkt og komi upplýsingum sem best á framfæri við alla félagsmenn. Verkafólk verður að þjappa sér saman í skýrt mótaðri andstöðu gegn ráðstöfununum. I samhljóða ályktun miðstjórn- ar ASÍ og BSRB hinn 10. maí er um það fjallað, hvernig skuli snú- ast gegn þeim vanda sem nú herj- ar á íslenskt efnahagslíf. Þar segir m.a.: „Verðbólgan verður ekki læknuð með rothöggi 1. júní eða 1. september. Hún verður ekki lækn- uð með aðgerðarleysi atvinnuleys- is. Gegn vandanum verður að ráöast með virkri atvinnustefnu sem kjarna nýrrar efnahagsstefnu. Þjóðin verð- ur að vinna sig út úr vandanum en hörfa ekki á vit samdráttar, lang- vinnrar lífskjaraskerðingar og at- vinnuleysis.** í ályktuninni voru talin upp ýmis atriði sem máli skipta í mótun atvinnustefnu og lokaorðin voru þessi: „Miðstjórn Alþýðusambands Islands beinir þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda og stjórnmálaflokka, að nú verði brotið blað í efnahags- stjórn og að sem víðtækastri sam- stöðu verði náð um stefnu, sem taki tillit til sjónarmiða verka- lýðshreyfingarinnar." Á þessa útréttu hönd hefur rík- isstjórnin slegið. I stað samstarfs býður hún verkalýðshreyfingunni fjötra lagaboðs og geigvænlegri kjaraskerðingu en fordæmi eru um. Formannafundur Alþýðu- sambands íslands krefst þess að ofbeldinu verði aflétt, og varar við afleiðingum þess ástands sem nú hefur skapast, því ljóst má vera að verkalýðshreyfingin getur aldrei liðið að gengið sé svo freklega á lýðræðisleg réttindi eins og felst í nýsettum bráðabirgðalögum um afnám samningsréttar." Fræðslumiðstöð iðnaðaríns: Megináhersla lögð á endur- menntun starfsfólks í iðnaði Fræðslumiðstöð iðnaöarins var kynnt fyrir blaðamönnum í vikunni sem leið, en henni er ætlað það meginverkefni að efla eftirmenntun í iðnaði, en eftirmenntun starfsfólks er talín vera einn af undirstöðuþátt- um þeirrar iðnþróunar sem stefnt er að hér á landi. Fræðslumiðstöðin tók til starfa haustið 1981. Hún vinnur í tengslum við tæknistofnanir iðnaðarins og hefur samvinnu við samtök í iðnaði, fræðslunefndir og aðra hagsmuna- og áhugaaðila. Starf FMI felst í að stuðla að fjölbreyttu framboði námskeiða með því að greina fræðsluþarfir, velja sérfræðinga, vinna náms- gögn, skipuleggja fræðslu, veita leiðbeinendum tilsögn og halda tilraunanámskeið. Síðan taka ýmist aðrir við rekstri námskeið- anna eða Fræðslumiðstöðin annast hann sjálf, einkum í sam- vinnu við tæknistofnanirnar. Fram að þessu hafa verið hald- in að tilhlutan eða með stuðningi FMI 29 námskeið með á tólfta hundrað þátttakendur. Áhugann og þörfina á þessari starfsemi má nokkuð marka af því að í upphafi vetrar lágu fyrir 130 beiðnir og hugmyndir að nýjum námskeið- um. Nokkuð af náms- og kennslu- gögnum FMI hefur verið fengið til notkunar við iðnfræðsluskólana. Skólarnir hafa og veitt aðstöðu til rekstrar ýmissa námskeiða og er þess vænst að þessi samvinna við skólana stuðli að þeirri endurnýj- un tæknikunnáttu sem verk- menntuninni er nauðsynleg. Meirihluti námskeiða FMI og samstarfsaðila hennar hefur ver- ið á sviði löggiltra iðngreina, en ætlunin er að bjóða fram fleiri námskeið fyrir ófaglærða starfsmenn í iðnaði. Þau nám- skeið sem nú eru í boði eru í bygg- ingargreinum, fataiðnaði, málm- iðnaði og bílgreinum og í raf- iðngreinum auk nokkurra ann- arra. Upplýsingar um námskeiðin er að finna í kynningarbæklingi FMI sem kemur út tvisvar á ári °K liggur frammi hjá samtökum í iðnaði, hann má einnig fá sendan ef óskað er. Fræðslumiðstöðin hefur aðset- ur að Keldnaholti, í húsi Rann- sóknastofnunar byggingariðnað- arins. Forstöðumaður er Þuríður Magnúsdóttir. Stjórn Fræðslu- miðstöðvarinnar er þannig skip- uð: Ásgeir Magnússon, raftækni- fræðingur, formaður, og Snorri S. Konráðsson, bifvélavirki, Sigurð- ur Guðmundsson, viðskiptafræð- ingur, Guðmundur P. Kristinsson, verkfræðingur, og Jónas Sigurðs- son, húsasmiður. Ljósm. Mbl/GB Frá fræsinganámskeiði á vegum Fræðahimiðstöðvarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.