Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 53 Þeir 8em þátt tóku í ferðinni til Bandaríkjanna fyrir framan verksmiðju Coldwater í Maryland. Lengst til vinstri er Guðni Gunnarsson, verksmiðjustjóri. hægt að bregðast mun fyrr við breyttum markaðsaðstæðum, með því að leggja áherslu á aðrar framleiðsluvörur. Síðast en ekki síst, þá eru tollar á hráefnum mun hagstæðari en á fullunninni vöru. Fiskur er lúxusvara í Banda- ríkjunum og verðlagður sam- kvæmt því. Til dæmis um það, er kjúklingur sex sinnum ódýrari út úr búð þar en þorskur. Söluaðil- um okkar í Bandaríkjunum hefur tekist að skapa góða gæðaímynd Fiskur er lúxusvara í Bandaríkjunum m Gísli Jón Hjaltason af íslenskum fiski í Bandaríkjun- um og það ásamt nokkuð stöðugu verði og aðföngum á fiski, hefur gert það að verkum að staða okkar á markaðnum þar er sterk. Vinnuaflskostnaður í Banda- ríkjunum er sáralítill hluti heild- arverðs framleiðsluvörunnar og þess vegna er aðaláherslan lögð á bætt gæði og bætta nýtingu hrá- efnisins. Það kom okkur nokkuð á óvart, að hve miklu leyti fyrir- tækið er rekið frá degi til dags, en ástæða þess er sú, að það er erfitt að ákveða hvað framleitt er hverju sinni, langt fram í tím- ann, vegna breytilegra markaðs- aðstæðna. Það vakti athygli hversu mikil áhersla er lögð á góða nýtingu hráefnisins. Allt er bókstaflega nýtt, til dæmis er úrsagið nýtt i bollur. Annars kom á óvart hvað framleiðslutegundirnar eru fjöl- breyttar. Alls eru framleiddar 262 tegundir ef allt er talið og þær sem við brögðuðum á, smökkuðust mjög vel. Þarna er því um mjög margbreytilega framleiðslu að ræða,“ sagði Gísli Jón að lokum. Oll fjárhæðin nægir fyrir fimm auglýsingum „EINN af þeim stöðum sem við heimsóttum í Bandaríkjunum voru verksmiðjur Coldwater Seafood í Maryland. Þar tók Guðni Gunnars- son, forstjóri verksmiðjunnar, á móti okkur og sýndi okkur verk- smiðjuna. Þetta er önnur af tveim- ur verksmiðjum Coldwater í Bandaríkjunum og sú stærsta sinn- ar tegundar í heiminum," sagði Gísli Jón Hjaltason, sem sagði frá heimsókninni til Coldwater. „Starfsfólk verksmiðjunnar er um 300 og starfar það á 11 fram- leiðslulínum við framleiðslu á 150 ólíkum fiskréttum. Hin verk- smiðjan er staðsett við Everett rétt utan við Boston, en aðal- stöðvar Coldwater í Bandaríkj- unum eru í Rowathion í Connec- ticut. Þaðan er daglegum rekstri stjórnað og gerðar áætlanir um innkaup, framleiðslu og sölu. Heildarsölukerfinu í Bandaríkj- unum er stjórnað þaðan, en því er skipt niður í sölusvæði, þar sem ákveðinn sölustjóri eða um- boðsmaður sér um söluna á sínu svæði. Framleiðsluvaran, sem er flök og fiskréttir, er ýmist seld til stórra stofnana eða smásölu- fyrirtækja. Stærstu veitinga- húsakeðjur í Bandaríkjunum, sem eru með fisk á boðstólum, eru meðal viðskiptavina Cold- water. Dreifingin fer fram með þeim hætti að vöruflutningabílar búnir kælitækjum, flytja fram- leiðsluvöruna daglega víða um Bandaríkin til umboðsmann- anna, sem sjá um að koma henni til neytenda. Eftir að við höfðum skoðaða verksmiðjuna fengum við að bragða á ýmsum tegund- um framleiðslunnar og síðan voru umræður og fyrirspurnir. Þeirrar spurningar var meðal annars spurt, hvers vegna verk- smiðjurnar væru staðsettar er- lendis, en ekki heima á íslandi. Aðalrökin eru þau að fólk kaupir fremur fullunna vöru en hráefni og einnig er minni flutnings- kostnaður við það að flytja út hráefni en fullunna vöru. Þá er Frá heimsókninni til Sameinuóu þjóóanna. Lengst til vinstri er Hörður Helgason, fulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. „Einn af þeim stöðum sem við heimsóttum í ferðinni var skrifstofa Flugleiða í Bandaríkjunum. Þar sagði Sigfús Erlingsson, sem stjórn- ar umboðsskrifstofu Flugleiða þar, okkur frá rekstri Flugleiða á Atl- antshafsflugleiðinni og almennt frá samkeppninni í fluginu á þeirri leið,“ sagði Erna Hauksdóttir. „Flugleiðir eiga í mjög harðri samkeppni á þessari flugleið við önnur flugfélög, eins og kunnugt er af fréttum undanfarin ár. Þrátt fyrir það hefur orðið aukning á farþegaflutningum hjá Flugleið- um, sem gefur ástæðu til bjartsýni þrátt fyrir erfiða samkeppnisað- stöðu að ýmsu leyti, enda hafa þeir boðið upp á ódýrt flug með allri þjónustu og hafa það fram yfir ýmis önnur flugfélög að fljúga til Luxemborgar, sem er mjög miðsvæðis í Evrópu og auðvelt að komast þaðan hvert á land sem er. Það er hins vegar áhyggjuefni banni um tíma, þegar þar að kem- ur. Samkeppnin á hinum banda- ríska markaði er gífurlega hörð og þar skipta auglýsingar mjög miklu máli. Flugleiðir hafa hins vegar ekki fjármagn til að taka að veru- legu leyti þátt í þeirri samkeppni og sem dæmi um það má nefna að öll sú fjárhæð sem ætluð er til auglýsinga hjá Flugleiðum á hin- um bandaríska markaði, nægir að- eins fyrir fimm stuttum sjón- varpsauglýsingum á besta aug- lýsingatíma. Sigfús sagði að þeir legðu nú áherslu á að bæta þjónustuna og væru í því augnamiði að taka upp ókeypis drykki um borð í flugvél- unum og fleira í þeim dúr. Þeir væru að öllu samanlögðu nokkuð bjartsýnir á framtíðina," sagði Erna að lokum. SJÁ NÆSTU SÍÐU MorKunblaðið/ Emilía Erna Iiauksdóttir að Bandaríkjastjórn hefur bannað notkun DC-8 flugvélarinnar, sem notuð er í þessu flugi, frá og með árinu 1985, en von er til þess að undanþága verði veitt frá þessu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.